Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.01.1929, Blaðsíða 2
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fjelaprsmeinsemdar er að finna í orðum Jeffersoris í ,sjálfstæðisyfir lýsingunni' (declaration of indepen dence): „Allir menn eru fæddir jafnir“. En fyrir honum vakti einkum, að Bandaríkjamenn væru jafningjar Breta, því augljóst er af brjefum hans, að hann gerir rcikinn mun manna. í einu þeirra segir hann t. d. „Það er náttúr- unnar gangur, að ætíð eru sumir betur til foringja fallnir en aðrir, sökum hæfileika sinna og mann- • kosta, þó líka sje til óeðlilegur liöfðingjaflokkur, sem styðst við auð og erfðir án annara sjerstakra mannkosta. Sannir höfðingjar eru hin dýrmætasta gjöf, sem þjóðin getur fengið til þess að fræða aðra og til þess að hafa í hendi stjórn og trúnaðarstörf fyrir fólkið. Vjer getum ‘jafnvel sagt, að það stjórn- skipulag sje best, sem gefur sönn- um höfðingjum greiðastan aðgang að slíkum störfum. En sannir höfð ingjar og afburðamenn eru ætíð fáir, en meðalmennin mörg. Það finst ekki einn afreksmaður af hundraði. Fyrir mitt leyti held jeg, að frjálsar almennar kosning- ar sjeu besta ráðið til þess að greina hismið frá hveitinu, og að ’ oftast takist á þann hétt að fá þá, sem bestir eru og vitrastir“. Margt hefir breytst síðan á dög um Jefferson, en jafnvel þá þótti honum tvísýnt, að ólögfróður al- menningur gæti valið sjer góða og vitia dómara. Yfirleitt eru lítil líkindi til þess, að þeir, sem velja sjer vitrari og hæfari menn, geti dæmt rjettilega um þá, og sagan bendir ekki til þess. í engu skjátl- aðist Jefferson jafn hraparlega og í því, að almennar kosningar væru besta ráðið til þess að velja sanna hcfðingja og afburðamenn. Hann gcrði ráð fvrir því, að „kjósendur hefðu allan hugann á því að halda uppi lögum og reglu, væru vanir að hugsa sjálfir og hafa heil- brigða skynsemi fyrir leiðar- stjörnu“. Hann byggir bersýni- lcga á því, að kjósendurnir sjeu allir aðrir menn en þeir eru í raun og veru. Lýðstjórnin í sinni núverandi mynd er tiltölulega ný. í Banda- ríkjunum hófst hún með Andrew Jackson, sem Jefferson gaf þann vitnisburð, að hann væri háskaleg ur maður. Hann skjallaði múginn og kom þeirri trú inn hjá mönn- uin, að ruddalegasta og verst siðaða fólkið ætti öllu að ráða. „Almenn- ingurinn einn er dygðugur, hinn mikli lýður vinnum. og framleið- enda, sem er kjarninn og kraftur- inn í Bandaríkjunum“, skrifaði liann 1845. Þetta er sama kenning in og sameignarmenn í Rússlandi halda fram. Fólkið fór að trúa því, að alt væri kömið undir mentun al mennings. Skólamentunin var það undralyf, sem átti að smyrja jafn- þykt á höfuð hvers barns í land- inu, því þá yrðu allir færir til þess að stjórna landinu, lir því allir fæddust jafnir. Hitt gerðu fæstir sjer ljóst, að gáfur manna og and- legir hæfileikar eru fult svo mis- jafnir sem hæð þeirra, litarháttur o. þvíl. — Nú þarf enginn að ganga gruflandi að því, að stjórn „verkalýðs og framleiðanda“ er jafnmikil fjarstæða eins og væri stjórn auðmanna einna. Það er bæði satt og sannanlegt, að rödd einnar stjettar þjóðfjelagsins út af fyrir sig, er oftast rödd djöful^ ins, og hitt er jafn óyggjandi, að í hverri stjptt sem er, eru mennim- ir geysilega misjafnir að gáfum og dugnaði og öðrum hæfilegleikum. í styrjöldinni miklu voru allir hermenn í Bandaríkjunum (2 milj.) látnir ganga undir gáfna- próf. Það kom þá í ljós, að gáfurn ar, eins og líkamlegir eiginleikar, fylgdu deildarlínu Gauss. 42% her mannanna reyndust meðalfje, en af hinum voru álíka margir undir meðallagi og fyrir ofan það. Að- eins 13% hermannajina höfðu góð- ar gáfur en aftur örfair svo að framúrskarandi væru. En þess ber vel að gæta, að munurinn milli meðalmanna, og mestu andans jötna er svo mikill, að hann hefir verið áætlaður 5000%. Eftirtektar vert er það og, að Igáfur og sið- gæði fara að miklu leyti saman, svo mismunur manna í siðgæði er sennilega svipaður og mismunur í gáfum. Önnur vitleysan, sem lýðstjórnin ei reist á er sú, að kjósendumir hafi áhuga á stjórnmálum yfirleitt og sjeu fúsir til þess að greiða at- kvæði um þau. Sannleikurinn er sá, að við flestar .forsetakosningar greiðir ekki meira en helmingur kjósénda atlcvæði og við fylkja- (local) kosningar ekki nema 10%. Þeir vilja flestir vera lausir við alt sl jórnmálarugl. Agætt sýnishorn af lýðstjórn- armúgnum, hve óvitur og hugs- anasljór hann er, mátti sjá í nóv. 1927 í Philadelphiu. Smoot, öldungadeildarmanni frá Utah, var boðið til þess að halda ræðu um lækkun skatta á mikilli sam- komu lýðveldissinna (republicans). Þó allir viðstaddir þættust hafa áhuga á stjórnmálum, þá virtust þeir meta það að engu, að hlusta á ágætan sjerfræðing í fjármálum. Þeir töluðu, hlóu og klöppuðu skiln ingslaust þegar síst skyldi, svo hljóð gafst lítið, og í miðju kafi var hrópað ofan af svölunum „Kyrkið hann!“ Ræðumanninum varð hverft við, en reyndi þó til að halda áfram, en alt lenti þá í slíku uppnámi og hávaða, að hann hætti í miðju kafi, fölur af reiði. Þannig svaraði múgurinn ágætum manni. Það er sagt, að í lýðveldi sje stjórnin í höndum allra kjósenda. Kosningarjett hafa menn haft hjer í vfir hundrað ár, og þó fer því fjarri, að þeir stýri Bandaríkjun- um, enda hefir almenningur engan áhuga á stjórnmálum. Auðmenn stýra landinu á bak við tjöldin, atvinnuforkólfar (bosses) að nokkru, en æsingamenn á yfirborð iru. Ef almenningur á að ráða í lýðveldi má segja, að það hafi rcistekist. með öllu. í síðasta hluta greinar sinnar snyr nöf. sjer að endurbótum á skipui. Vakir fyrir honum líkt og mjer, að tína hið besta úr höfð- ingjastjórn og lýðstjórn og sam- eina það í fast skipulag, sem fari bil beggja. Fyrst og fremst leggur hann á- herslu á, að bjarga afburðavel gefn iun unglingnm, úr hverri stjett sem eru, og sjá þeim fyrir ágætu uppeldi með því fyrir augum, að þeir geti orðið leiðtogar, hver á sínu sviði. Ef á þarf að halda, ber að kosta uppeldi þeirra af ríkisfje. Það borgar sig þúsr.ndfalt í saman

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.