Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 5
4. ap/íl 1926, LESBÓK M0RQUNBLAB3INB. ____ á Iroile & lothe h.í. Rvik. Elsta vátry9aíngarskrífstofa landsins. — Stofanð 1010. — jAnnars vátryggingar gegn sjó og brunatjóni með bestu fáanlegum kjörum hjá ábyggilegum fyrsta flokks vátryggingarfjelögum. Margar milljónir króna greiddar innlendum vá- tryggjendum í skaðabætur. Látið því aðeins okkur annast allar yðar vá- tryggingar, þá er yður áreiðanlega borgið. því fram, að 8 þúsund, sem veitt eru á fjárlögunum til skálda og listamanna, sje of lág upphæð, eða fullnægjandi. Þeir, sem líta svo á, að 8 þúsund sje sómasamleg fjárupphæð úr ríkissjóði í þessu skyni, ætlast til þess, að Alþingi veiti engri slíkri umsókn áheyrn. Þeir, sein vilja láta 8 þúsundirn ar nægja, taka stundum upj) á því, að bera okkur saman við aðrar þjóðir í þessu efni. — Af gömlum vana eru Danir teknir til samanburðar. Þeir eru 30 sinnum stærri þjóð. Skyldu þeir veita 30 sinnum hærri upphæð til skálda og listamanna á ári, 8X30 þús. nál. miljónar; — nei, svo er eigi. Við erum þá örlátari, en fyrirmyndarþjóðin, Danir. — Á kodda hins ímyndaða örlætis sofn ar síðan samviska þeirra manna, sem samanburð þenna gera. En þess ber að gæta, að í reikn- ing þenna vantar all-verulegan lið. Þjóð sú, sem er 30 sinnum stærri en við, ætti að öðru jöfnu, að hafa 30 sinnum fleiri menn, sem kaupa listaverk o. s. frv. Af þessu er það augljóst, að þeir sem á annað borð vilja styrkja skáldskap og aðrar listir,' verða að viðurkenna, að því fámennari sem þjóðin er, því hæ/ri þarf upp- liæðin að vera lilutfallslega sem veitt er skáldum og listamönnum. Hlutfallið, sem hinir værugjörnu nota sem svæfil, er öfugt hlutfall, þegar að er gáð. III. Á það var minst, að styrkveit- ingar þær, sem stjómarráðið veit- ir, sjeu æði margar og æði jafn- háar. Tekin hefir verið sú stefna, að veita sem flestum umsækjend- um einhverja „úrlausn". Það er eins víst og tveir og tveir eru fjórir, að þessi stefna er í sjálfu sjer röng. Verðleikar umsækjenda hljóta að vera mis- jjafnir. Því meiri sem hæfileikar umsækjanda eru, því hærri ætti styrkurinn að vera. En stefnan er ofur skiljanleg. Veitendur styrksins hafa mjög lítið eða alls ekki tækifæri til þess að kynnast hæfileikum um- sækjenda. peim þykir minstur skaði skeður, ef upphæðirnar eru sem jafpastar. Þegar til þingsins kasta kemur, þliðra fjárveitinganefndirnar sjer ■hjá því, að taka nokki'a afstöðu til umsækjandanna; þeir skila því öllu í hendur hinna einstöku þing- manna. Þá tekur atkvæðasmölunin við meðal þingmanna. Allir vita, sem því ikynnast, að þar eru það eigi verðleikar umsækjenda er koma til greina; fremur er það kunn- ingsskapur, dugnaður og fylgi einstakra manna innan þingsins, og ekki síst það, hvernig ráð menn hafa til atkvæðasmölunar. IV. Utkoman er afleit. 8 þúsundirn- ar brytjaðar í smáskamta. Og þeir, sem sækja til þingsins verða að eiga það undir allskonar hend- ingum, hvort nokkur árangur verður af því — hvað sem verð- leikum og þörf líður. Fvrirkomu- lag þetta er ófært. — Þó þingið verði örlátara á fje tiUskálda og listamanna en verið hefir liingað til, er hætt við að það örlæti not- ist ekki sem best, meðan eigi er hjer einhverju breytt. . Helsta ráð, sem mjer hefir hug- kvæmst, er sem hjer segir: Styrknum verði þrískift: Einn hluti veittur skáldum og rithöf- •unclum, annar myndlistamönnum, þriðji söng- og liljómlistamönnuin. Nefndir þar til hæfra manna sjeu kosnar af þingi til að úthluta styrknum, og gangi einn úr hverri nefnd árlega. Rithöfundar, sem sækja um styrk, sendi nefndinni nýtt rit- verk eftir sig fyrir vissan tíma. Ititverkin sjeu dæmd og styrk- veiting hagað að mestu í hvert sinn eftir þeim dómi. Myndlistamenn sendi myndir sínar fyrir vissan tíma til nefndav. Sýning verði haldin á myndunum, opin almenningi, fyrir sanngjarn- an inngangseyri. Verði halli af sýningarhaldi, greiðist hann af styrkfjenu. Myndirnar gætu og verið til sölu, og nefnd tekið 10% af söluverði upp í sýningarkostnað. Eftir myndum sýningarinnar sje mönnum dæmdur eða úthlut- aður styrkur. Erfiðast er með söugmenn og hljómlist. En þó mun engum blandast hugur um, að betur sje veitingavaldið 'komið í höndum söngfróðra manna, en þar sem það er nú. Um leið og líkt fyrirkomulag þessu kæmist á, þá yrði loku skotið fyrir allar umsóknir til þingsins. — Að sjálfsögðu koina þeir menn eigi hjer til greina, sem fengið hafa svo fullkomna viðunkenningu, að þeir fá föst laun á fjárlögum. Það helst ó- haggað. Hjer er farið svo fljótt yfir sögu, að *uörg fyrirkomulagsatriði eru óhreyfð. Vík að þeim síðar. Sje (jkki betur en fyrirkomulag sem þetta, yrði þingi, stjórn og umsækjendum hentugra en núv. skipulag. Og það er ekkert efa- mál, að það fje, sem veitt yrði, notaðist betur en nú á sjer stað. V. St.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.