Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1926, Blaðsíða 3
4. apríl 1926. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. BOVRIL VEITIR ÞJER DUG OG {ATEASPOIWJ? *®UNG WATíP* ÞREK OG EYÐIR ALLRI ÞREYTU. DREKTU BOVRIL VI® VINNU BOVRIL ÞÍNA, ÞVl B0V4IL HELDUR BOVftlL UMITED LONDON ÞJER STARí'SlIÆFUM. Fyrir gamalt fólk, sem þjáist af svefnleysi, er þessi hjartastyrkjandi og heilsusamlegi drykkur mjög ákjósanlegur. Notaðu aðeins teskeið í einn bolla af heitu Tatni og þá fœrðu samstundis óviðjafnanlegan, næírandi drykk. Heildverslun Ásgeirs Sigurðssonar, sími 300 Zola hafði fergið leyfi til þess að taka þátt í pilagiímaför til Lourdes 1892 og athuga alla fyrirburði þar. Síðan gaf hann út bók sína og segir þar frá stúlku, sem hafði komið þangað, komin að dauða af tærÍDgu. Hún fekk að fara í bað og batnaði svo skyndilega, að »ef jungfrú Maria hefði h^ldið dansleik urn kvöldið, mundi stúlkan hafa dansað alla nóttina*, segir Zola. En svo segir hann að hún hafi dáið þegar er hún kom til Paris. í bók sem dr. Marchand hefir ritað, segir hann að Zola fari þarna vísvitandi með lygi, því stúlkan hafi lifað 28 ár eftir þetta og ekki dáið fyr en 1920. Dr. Marchand svipar til hálf- önugs héraðslæknis. Hann og aðstoðarmaður hans dvelja í fátæk- legum híbýlum, sem stinga mjög í stúf við skrautið í kirkjunum. Herbergin eru aðeins tvö, og í fremra herbergið mega allir koma sem vilja. Þar eru óteljandi myndir af þeim sem læknast hafa, bæði áður og eftir að kraftaverkið skeði. Sjeistaka eftirtekt vekja myndir af fólki 8em hefir haft Lupus en lækn- ast algerlega. Áður eru andlit þeirra hryllilega útleikin, eu eftir kraftaverkið (og það tekur nokkrar sekundur eða í mesta lagi nokkrar mínútur), eru and- litin alheil. Það er auðvitað ómögulegt að rannsaka nákvæmlega sanuanir þær, er dr. Machand hefir í höndum. En þess skal getið, að svo virðist sem ekki sje reynt til að hafa brögð í tafli. Og það er ekkert skeytt um það hvort gestir trúa á kraftaverkin eða eigi. Þeir, sem treysta á þau, eru sannfærðir og það er þeim nóg. Þó þykir þeim vænt um ef einhver frægur vísindamaður sannfærist um kraftaverkin — og það kemur oft fyrir. Jeg skal að lokum geta um hinn .nafn- kunna lækni, dr. Alexis Carel við Roehefeller-8tofnunina. Þegar hann var læknaskóla- kennari í Lyon hafði hann sent unga stúlku til Lourdes Hún var dauðans matur, enalbatnaði. Nokkru síðar var það í veislu þar sem prófessorar háskólans voru, að Carel var spurður um stúikuna og sagði hann eins og var. — Leggið þjer trúnað á þetta? spurði einhver. — Já, auðvitað, svaraði Carel eitthvað varð jeg að gera og stúlkunni hefir batnað. Einn af hinum gömju (og ihaldssömu) prófessorum mælti þá. — Fyrst þjer eruð þannig inn við beinið, þá hafið þjer ekkert að gera við háskóla vorn. — Þá skal jeg fara, mælti Carel, því að víða raun jeg verða betur metinn. Og það varð orð að sönnu. Uagnr rithöfnndnr íslensknr. „Regnen“ eftir Tr. Sveinbjörn8Son. I. Hjer í blöðunum hefir nokkuð verið drepið á sum ummæli dönsku blaðanna um þetta leik- rit. Hafa dómar verið nokkuð misjafnir, en þó í einu atriði allir á sömu lund — að á leik- ritinu 8jeu auðsæ byrjendamerki, bygging þess sje nokkuð laus og sum tilsvör sjeu út í hött — komi hinum eiginlega kjarna leikrits- ins lítið við. Þau sem verst hafa verið í garð höfundarins, segja, að ekki sje um neinn kjarna að ræða í verkinu. Það sje alt út i loftið. Það kann að vera ranglátt að láta sjer detta i hug, þegar mað- ur les dóma dönsku blaðanna og ber þá saman við sjálft verkið, að þarna sje verið að dæma um leikrit ungs Islendings — af Dön- um En ósjálfrátt flýgur manni þetta í hug. Það hefir farið orð af því, að nokkurrar andúðar gætti í garð ungra islenskra rit- höfunda, sem kæmu fram meðal Dana nú og skrifuðu á þeirra tungu. Og vfst er það, að mikla og margvíslega og jafnvel ótrú- lega örðugleika hefir Tryggvi Sveinbjörn88on átt við að etja í því efni, að koma leikritum sín- um á framfæri, þó fullsannað sje að hann hafi samið eins góð og leikhæf verk og sum þau, er sýnd hafa verið eftir Dani á leik- húsum heima hjá þeim. Það er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.