Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS. Síati 342. Pósthólf 417 og 574. Simnefni: Insurance. lílunii eftir þessu eina innleBða fjelagi þegar þjer sjó- og bruna- fryggið. Efiialaug RejrkjaTíkar Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug. Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnað og dúka, úr hvaða efni sém er. Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum. Eykur þægindi! Sparar fje! Vigftís Gnðhranásson klædskeri. Aðaistreeti 8‘ ávalt hyrgur af fata- og frakkaefnum Altaf ný efni með hverri ferB AV. Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga. Flóra Islands 2. útgáfa, er komin út. Kostar í kápu kr. 12.50, shirt- ingsbandi kr. 15.00, í skinnbandi kr. 17.50—19.00. Bókin sendist hvert á land sem er gegn póst- kröfu. Fæst á afgr. Morgunbl., Austurstræti 5. Aðalútsölumaður er Steinarr St. Stefánsson, Aðal- stræti 12, Reykjavík. Pósthólf 922. Orsök og ástæða. Hvers vegna ertu að gráta, eiskan mín? — Af því hún Soffía vill ekki leika við mig. — Hvers vegna vill hún Soffía ekki leika við þig? — Af því jeg er að gráta. Ekki rjetta leiðin. — Getið þjer haft hjarta til að neita mjer um eiun einasta koss, þegar jeg bið yður svo innvirðu- lega um hann? — Það er föst regla hjá mjer, að neita öllum betlikrákum um bænheyrslu. Hefði hann heyrt það. — Þii ert mesti lygalaupur! — Hvað segirðu? — Hevrirðu það ekki? — Nei. En ef jeg hefði heyrt það, þá hefðir þú fengið sitt und- ir hvorn. St. Hirec. Hjálparhella yngismeyja. Ovíða mun dýrlingatrú og kraftaverkatrú vera jafn rótgró- in og meðal fiskilýðsins í Bretag- ne h í'rakklafl.di. Þar eru tignaC- 21. febrúar ’20. ir óteljandi dýrlingar, sem páfa- stóllinn liefir aldrei veðurkent. — En Bretagnebúar trúa statt og stöðugt á mátt þeirra og heita á þá til skiftis í öllurn vandræðuip sínum. Flestum eða öllum þessum dýr- lingum hafa verið reist hof eða hörgar á eyjum og hólmum, sem eru óteljandi hjá Bretagne- strönd. Einna einkennilegasti dýr lingurinn er St. Kirec og tríiin á hann. Hann á sjer dálítinn hörg (kapellu) á skeri nokkru skarnt frá þorpi því, er Ploumanech heitir. Er þar líkneski hans af trje, haglega gert og málað með rauðum, bláum og grænum lit- um. Þarf iðulega að mála dýr- linginn, því að vindar og regn skemma fljótt litina, sjerstaklega haust og vetur. Um marga manns aldra hefir það verið trú manna þar syðra, að dýrlinguí' þessi gæti gefið gjafvaxta meyjum mann. — Það er því ekki sjaldgæf sjón, að sjá heimasætur róa út í.sfcerið og ganga fyrir dýrlinginn. Erindið er það, að skýra dýrlingnum frá því, að þær sjeu enn ólofaðar, þrátt fyrir að þær sjeu komnar á giftingaraldur, og hiðja þær nú hinn heilaga Kirec að koma sjer í hjónaband. En til þess að 'komast að raun um hvort þær fái bænheyrslu eður eigi, stinga þær títuprjón í nef dýrlingsins. Daginn eftir koma þær svo aft- ur til þess að fá vissu sína. Hafi prjónninn dottið úr nefi dýrlings- ins um nóttina, þýðir það, að stúlkan á að giftast áður en ár er liðið. Er því sennilegt, að marg ar stingi prjóninvun ekki of djúpt. En þá hafa aðrar það til — af tómri illkvitni — að reka títuprjón vinkonu sinnar á kaf. Þá reiðist Kirec og hefnir við- komanda með því, að hún verð- ur piparmey alla æfi. Sjest á því rjettlæti hans. Af þessu geta menn skilið, að St. Kirec er uppáhaldsgoð kven- þjóðarinnar, og mörg 'konan trúir því statt og stöðugt, að hann hafi hjálpað, sjer í hjónabandið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.