Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1926, Blaðsíða 3
21. febrúar ’26. LESBOK MOKQUNBLAÐSINS. hver, líkt og í Islams-musteri. Flestir blístra falskt; stundum gera þeir þagnir til að skyrpa. Jeg hefi ekki áriuu samán verið innan um jafn ömurlega tegund af manneskjum, eins og þessa flæmsku verkamenn. Mjer líður verulega illa. Á næstu stöð skifti jeg um farrými; svo fór uih sjór ferð þá. Aftur heiti jeg því, að ferðast aldrei, aldrei i'ramar á þriðja klassa. III. Um nóttina gisti jeg í klaustr- inu í Avedbode. Þar eru munkar af reglu hins heilaga Norberts, kallaðir Prémontrés á frönsku. — peir eru á annað hundrað í þessu klaustri, allir hvítklæddir; stunda Jijer nám sitt í sex ár, undir ströngum aga, og eru síðan send- ir út um allan heim. Biskupinn í Danmörku er af þeirri reglu. — Þeir fara á fætur kl. 3 á morgn- ana. Kirkjan er í renaissance-stíl, bvgð 167‘J. Hjer halda. þeir tíða- gerðir fimm stundir á dag. Kór- stólarnir eru meistaraverk í trje- slcurði, eldfornir og víðfrægir. í klausturgöngunum lianga málverk af 60 ábótum klaustursins; þeir elstu frá 13. öld; sumir feitir, sumir magrir. Einn heldur á liaus kúpu, fríður maður, og horfir inn í augnatóftirnar, en fyrir ofan er skrifað: omnia vanitas. Bókasaí'n- Íð telur tugi þúsunda binda. Innan klausturmúrantía ríkir andi miðaldanna, sem er hátt hafinn yfir anda vorra tíma. 011 kensla fer fram á latínu. Flæmskir mynd listaskólar prýða salina, málverk- in miljóna virði. Mjer voru sýnd messuklæði ein forn (presta, djákna og undirdjákna), geymd í eldtraustum skápi, sem svo eru verðmæt, að þótt alt klaustrið brynni, mætti reisa nýtt klaustur á morgun, fyrir messuklæðin. Þau eru bróderuð. Tískuútbúnaðurinn í atvinnu- rekstri klaustursins stingur í stúf við miðaldasvipinn inni fyrir. — Klaustrið hefir í þjónustu sinni mörg hundruð verkamenn, vel haldna. Mjer var sýnd prent- smiðjan. þar sem hundruð prent- ara starfa. Klaustrið h«fir geysi- lega pestulastarfsemi (apostolat) hdndum; hjer eru skrifuð og útgefin tólf vikurit á ýmsum málum, og eru vikulega send út hjeðan 10 þúsund kíló af prent- uðu máli, í allar áttir. í klaust- urgarðinum er tjörn og þar synda þrjár gæsir og einn gæsarsteggur, en í öðrum tjarnarendanum synd- ir einmana álft, og stendtir henni mikill stuggur af gæsahyskinu. Hún. heitir María og er tíguleg- asta kona sem jeg liefi sjeð. Jeg sat tvo klukkutíma við tjörnina og virti fyrir mjer tign hennar, en gæsasteggurinn gargaði á mig allan tímann. Jeg borðaði kvöld- verð með tveimur ritstjórum, báðir ungir kanúkar, liámentaðir og buðu mjer upp á að tala hvaða Evrópumál sem jeg kysi helst; annar var nýkominn frá Brasilíu, þar sem Prémontrés hafa mikla starfsemi. Fræddist jeg af þeim um margt. Kaþólska kirkjan rek- ur starfsemi sína eftir síðustu að- ferðum nútímans. Án þess að hún hafi breytt nokkrum stafkrók í 2000 ára gömlu fagnaðarerindi, veit jeg enga stofnun fylgjast betur með tímanum í aðferðum sínum. Þessir kanúkar voru al- staðar heima. Eftir tvær mínútur liafði jeg gleymt hinum hvítu kyrtlum þeirra, og fann að jeg átti tal við síðustu menn nýa tímans, aðeins íklædda óumbreyti- leik hins kaþólska sannleika. Um kvöldið sátum við fimm saman við arininn og ræddum um menn- ingarmál. Annar ritstjórinn vildi skapa einfalda latínu til notkunar á hinum árlegu kaþólsku heims- mótum; hinn áleit esperanto lausn á þessu vandamáli eða öllu fremur idó. Idó er í rauninni ekki annað en einföld latína. Eu- eharistisku fundirnir, þar sem þús undir kaþólílta af ýmsum þjóð- ernum mætast á ári hverju (í ár verður fundnrinn í Chicago), sýna með liverju ári tilfinnanlegar þörfina á hjálparmáli. En hjálpar málið verður að vera nægilega aðgengilegt ívrir leikmenn, með- an latínan er og verður hugsana- miðill preláta á kirkjuþingum. — Það er ekki aðeins hlægilegt held- ur stór bagalegt, að stjórnmála- menn Evrópuþjóðanna skulj ekki skilja hverir aðra án túlka, á al- þjóðafundum. Hjálparmálið er eitt af úrlausaarefnum framtíðarinnar 3 » IV. Mercier kardináli er látinn. — Það var hann, sem hafði orð fyr- ir belgisku þjóðinni, þegar hún var sem harðast leikin, og varð allra manna frægastur erlendis fyrir djörfung sína. Mercier kar- dinálj var einn af fremstu mönn- um vorra tíma fyrir allra hluta sakir, og einn af voldugustu mönmun hinnar miklu lieims- kirkju, enda fyrst og fremst sann- ur guðsmaður. í 30 ár var hann vísindamaður og heimspekingur, samdi sæg rita og endurreisti há- skóla. Verk hans eru kaþólskum lærdómi ómetanlegir fjársjóðir. Eftir að liann varð kirkjuliöfð- ingi þótti engum ráðum ráðið að honum fjarstöddum. Hann var slíkur mælskumaður fram á gam- Mercier á líkfjölum. als aldur, að orð hans fóru eins og segulstraumur yfir lieil þjóð- lönd. Hann stóð álútur, og talaði venjulega hægt og rólega og rjetti ekki úr sjer fyr en kom að nðalatriðiuu; þá blossaði hann og ljet rigna eldingum. Ilann var hár vexti og grannur mjög, en allra manna fríðastur og tíguleg- astur, bjartur yfirlitum og ljós á liár. Á banabeði tók hann þátt í öllum tíðagerðum klerka sinna, og þegar læknirinn rjeði honum aðframkomnum frá þeirri á- reynslu, að svara við tíðagerð- ina, þá svaraði Mercier 'kardínáli í hljóði: Sálin gengur fyrir líkam- anum, — og bað áfram, uns tíða- gerð vur lokið. Síðan andaðÍ3t hann og fjekk heilagt andlát. — Lík hans stendur uppi í Malines og sækja nú þangað þúsund manns dag hvern til að skoða hina tignu ásýnd í hinsta sinn. - Luxembourg 30. jan. 1926.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.