Vísir - 01.12.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 01.12.1971, Blaðsíða 9
E9 TK VlSIR . Miðvíkudagur 1. desember 1971, ;jmra ihwiiw rniwi w «im tmm’n 9 Brunakall hvað er það? Á rólegri vakt með slökkviliðinu „Þið haldið kannski, að bílarn ir hreinsi sig eða bóni sjáifir og þess vegna séu þeir svona gljá- andi, þrátt fyrir notkun hjá eldi og reyk, — o jæja sælir eru ... Sjaldan er góð vísa of oft kveðin — og slökkviliðsmenn imir rifja upp blástursaðferð ina og hjálp í viðlögum, þegar aðrar annir kalla ekki að. Við vorum á leiðinn; út í C- hús á slökkvistöðinni, nokkrir slökkviliðsmenn og forvitinn blaðamaður, — og „strákarnir" gátu ekkj setið á sér að gantast við aðkomumanninn svona tii þess, að lyfta ögn upp á tilbreyt ingaleysi þessarar rólegu vaktar Róieg vakt og fiðindaleysi þýðir ekki það sama og verk- efnaskortur og iðjuleysi hjá þeim á slökkvistöðinni. Að þvi komst blaöamaðurinn, sem staldraði við hálfa vakt hjá brunavörðunum fimmtudagseftir miðdag í síðustu viku. „Mér þykir ekkert eins skemmtil. og' vinna,“ sagði karl einn og vakti með því undrun kunningja sinna, sem þekktu hann að öllu öðru en vinnugleði og dugnaði. En hann bætti líka við: „Mér þykir ekkert eins skemmtilegt og að horfa á menn vinna.“ Þetta á sjálfsagt við marga, eins og sjá má á hópunum, sem safnast saman til að horfa á jaröýtu eöa skurðgröfu að verki. eða bara gatnagerðarkal'ana viö skurðagröft. Ætli það sé ekki fika sama skemmtunin, sem dregur menn T gönguferðir nið- ur að höfn? Annað mál er svo, hvort vinn- and; mönnum sé nokkur ánægja f þvi, að vera haföir að ókeypis Skemmtikröftum og hafa hang- andi yfir sér iðjuleysingja, sem slæpast á meðan þeir sjálfir puða. Þeir á dagvaktinni þennan fimmtudag tóku því með um- burðarlyndi. „Blessaöur vertu. Labbaðu inn til strákanna og láttu eins og þú sért heima hjá þér,“ sagði hús- bóndinn á heimi'linu, Rúnar Bjarnason, siökkviiiðsstjóri, þeg ar ég spurði hann, hvort nokkuð væri þvT til fyrirstöðu að vera á vaktinni með „strákunum". Þeir voru flestir inni í setu- stofu að nýaf'oknum fyrirléstri læknis sem hafði komið með „munn-við-munn“æfinga brúðu. Auðvitaö hafa þeir aliir gengið á námskeið og hlotið til- sögn í hjálp í viðlögum, en það er eins og þar stendur: „sjaldan er góð vísa of oft kveðin" Tveir og tveir voru þeir að æfa hjartahnoð og blástursað- ferðina á brúðunni og þar sem það síðara minnir óneitanlega mjög á kossaflens, fuku nokkrar athugasemdir út f setustofuna að kátra pilta sið. En það aaman stóð stutt yfir og úti í C-húsi beið forugur sjúkrabí'l eftir þvotti og skipta þurft; um lín á sfiúkrakörfum og svo ditten og datten „Veðrið er svoleiðis, að þetta verður sennilega róleg vakt, og þú skalt ekki búast við bruna- kalli," hafði Rúnar slökkviliðs- stjóri sagt og ekkert 'át virtist ætla að verða á úrkomunni. ,,Þá eru það bónklútamir og þvottakústamir, þvl að kopar- inn verður ekki gljáandi af sjálf- um sér, né heldur fara aurslett- umar af bflunum með þvf að þeir séu látnir bara standa,“ sagði Ragnar Sólonsson, s'ökkvi liðsmaður viö mig þegar ég varð honum samferða út á verk- stæði. Þar vom þeir nokkrir að máta líndúka við körfugrind- ur. Jón varðstjóri tók til hand- argagns þá óhreinu, sem senda þurfti í þvott, og einhverjir börfnuðust viðkomu saumnálar. Skipzt var á skoðunum um, hvaða efni væri endingarbezt til svona brúks. „Jæja svo að þú ert blaða- maður. Og hvað er þá að frétta úr pólifikinni?“ spurði Pétur, rauðskeggjaður brunavörður um þrítugt sem greinilega fannst tími til þess kominn, að að- komumaðurinn, sem trítlað hafði á hælum þeirra, gæfi sig frekar til kynna en hann hafði gert til þessa. „Ha eruð þið svona pólitfsk- ir?“ spurði ég á mótj og varð allur á varðbergi, þvT að mér sýndist það hrekkjaglampi sem blikaði f augunum á Pétri, og hinir virtust grunsam’ega mikið niðursokknir í það að hnýta lín- dúkinn á sjúkrakörfuna — Menn hafa, jú af fáu jafnmikið gaman og að spila svolítið með ókunnuga. Pólifiskir og pólitískir ekki! Er það ekki eins og annað, sem menn tala um á vinnustöðum? Þeir voru ekkert öðruvísi „Það er jú einn hérna svo harður íhaldsmaður, að hann segist éta hattinn sinn, ef þessi stjórn standi lengur en til ára- móta,“ upplýsti Pétur mig, svona ti! þess að örva samræðumar og ýta mér frekar af stað. En méT tókst að snúa talinu inn á aðrar brautir. — Það er útbreiddur misskilningur, að stjómmál séu hjartans mál allra blaðamanna. Það kemur í ijós að þeir eru 13 á vaktinni því að einn er veikur. Tveir veröa a'ltaf að vera til taks til sjúkraflutninga, og aðrir tveir til vara, ef tvö slysaköll ber upp á sama fim- ann. Hinir hafa aliir ákveðnum hnöppum Vð hneppa. Einn fylg- ist með birgðunum og bensfn- notkun og annast reikningshald, og svo koii af kol'j .. og ein- hver verður að vera við símann til þess að taka við slysaköllum, brunaköllum og koma þvf til skila. Reyndar er símaborðið á slökkvistöðinni alveg sérstakur kapTtuli út af fyrir sig. Það er í senn stjórnborð fyrir innan- hússíma, hátaiarakerfj og fyrir fjarstýriútbúnað á bflageymslu- hurðunum og á umferðarijósum, og ég veit ekki hvað og hvað. „Þetta er eins og stjómborð í Concorde-þotu og það liggur við, að þurfj fTugmannspróf á það,“ segir Óskar brunavörður, SímaborSi slökkviliðsins hefur verið Iíkt við stjómborð í Con corde-þotu. sem var á vakt, þegar ég rangl- aði inn T vaktherbergið, og hafði orð á því við hann, hvað þetta væri tilkomumikili gripur að sjá. — Samtalið varð ekki lengra í bili, þvf að Óskar, sem er í tal- stöðvarsambandi við bTlana, verður að kalla upp sjúkrabíl- inn til þess að koma tfi þeirra skilaboðum. Það bfður þeirra annar sjúkraflutningur, strax og þeir hafa '.okið þessum af. „Iss, þetta er ekki umtalsvert núna,“ segir Óskar þegar hann lítur upp aftur og les í huga mér spurninguna sem komin var fram á varir mér. „Þetta er með allra rólegasta móti núna. Það berast stundum marg- ar beiðnir um sjúkraflutninga að í einu. Ekki endiiega slys. heldur einhverjir sem legið hafa veikir heima, en þurfa nú að komast, þegar þeir hafa feng- ið spíta'apláss. — í dag hafa þetta ekki verið nema 4 sjúkra- flutningar.** , „Á ekkj að opna búðina, hvernig er það?“ segir einhver, það er víst Valur, sem rekur inn andlitið og talar til herbergis fé'aga Óskars. Þeir reka sína eigin verzlun á vinnustaðnum, og nú vantar einhvern gosdrykk og tóbak. Þeir fara, og ég reyni að ná aftur upp samræöum við Óskar. „Er það satt. að þú hafir lof- að að éta hattinn þinn, ef stjómin stendur fram yfir ára- mót?“ spyr ég, bæði til þess að koma samræðunum af stað aftur og til þess að sannreyna, hversu mikið má marka Pétur bruna- vörð. Óskar gjóar tortryggnislega til mfn augum, og hefur mig grunaðan um að ætla að draga dár að sér. „Já og ég stend við það,“ segir hann ákveðinn T rómnum, en ég set upp sparisvipinn, og honum veröur rórra, þvi að hann bætir við í lágum hljóðum, svo að fé'ögum hans berist það ekki til eyma fram á ganginn: „En ég á engan hatt!“ Með sjálfum mér hugsa ég, á leiðinni upp f setustofu, að það gætj verið gaman að vera þar nærstaddur, þegar Óskar segir félögum sfnum frá þessu. ef þeir heimta af honum efndir heit- strengingarinnar. Um Ieið og sjúkrabíllinn staldrar við á stöðinni er þveginn af honum aurinn og tjaran af malbikinu, því að hirða og reglusemi verður að skína af hverju tæki slökkviliðsins. ingarkústar eru dregnir fram meðan síminn þegir. Kaffi stendur til boða. og ég þigg bolla. „Brunakall? Hvað er það? — Við höfum ekki fengið svoleiðis, síðan ... tja, ég man varla hvenær!" Það er aðalverkefni þeirra, en sem betur fer ber það ekki oft upp á. Engu að síður verða þeir að vera sffellt til taks, ef kallið kæmi, „Það er þreytand; að hanga svona og bfða og bfða,“ segja þeir en allar horfur eru á þvT, að þeir verðj að bíða enn um sinn, þvf að Rúnar s'ökkviliðs- stjóri hefur verið sannspár. Vaktin er liðin, án þess að nokk- urt brunakall hafi komið, og það kemur f ljós, þegar ég kem út eftir að hafa kvatt og óskað góðrar vaktar, að það er ekkert farið að stytta upp. — GP i í I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.