Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 148

Árbók Landsbókasafns Íslands - 01.01.1957, Page 148
148 PETER IIALLBERG Skýrust er myndin af Arnas í þriðja kafla Klukkunnar, þar sem hann finnur sex blöð úr Skáldu í hreysi Jóns Hreggviðssonar á Rein. En þar birtist hann okkur í aðalhlut- verki sínu sem fulltrúi íslenzkrar sögu og íslenzkra bókmennta. Það er þessvegna engin furða, þó að mikið beri á rödd Árna Magnússonar sjálfs einmitt í þeim kafla. Sam- bandið verður strax Ijóst, ef kaflinn er borinn saman við Minnisbók a, en þar hefur Halldór skrifað hjá sér ýmsar setningar úr hréfaviðskiptum Árna. í dæmunum hér á eftir hef ég vísað innan sviga fyrst til blaðsíðu í a en svo til blaðsíðu í útgáfu Kálunds. Nútímastafsetningu skáldsins hefur auðvitað verið haldið. I bréfi til séra Eyjólfs Jónssonar 4. júní 1728 segir Árni m. a.: „svo þetta er í raun- inni tilberaverk, svo sem vorar göfugu kellíngar nefna“ (2; Priv. 232). Þegar Jón Hreggviðsson bendir Arnas á rúmbotn móður sinnar, anzar prófessorinn: „Æ mikið rétt, á hverju liggja ekki vorar göfugu kellíngar“ (42). Eins og kunnugt er fjalla mörg bréf Árna um hina víðtæku handritasöfnun hans. Séra Olafi Jónssyni skrifar hann 17. apríl 1707 um nokkur blöð, sem hann vantar í handrit: „quippe quorum vel minutissima particula niihi auro charior esset“; „þetta fragmentum er inter pretiosissima eorum, que mihi sunt, — og vildi ég með dýru verði kaupa ef til væru þau blöðin, er nrig vantar, að sönnu ótæpt betala sérhvert einstaka blað þar af eða geira“ (2—3; Priv. 248—49). Eftirfarandi klausa er úr bréfi til Björns Þorleifssonar biskups 1694: „Hef ég og mínum bróður til forna sagt hve superstitiosé ég pergamentsbækur þrái, jafnvel þótt það ei væri nema eitt hálfblað, eða ríngasta rifrildi, þegar það ikkun væri á pergament, og jafnvel þótt ég 100 exemplaria af því sama hefði, hvar fyrir ég og oftlega hef rúið kver og involucra (af þeim tekid), þá nokkuð soddan hefur á verið.“ (15; Priv. 553) Bréf til sama manns 14. maí 1698: „En Fin, alt hvað eldra er en 1560, hverju nafni sem það heitir er ég svo smáþægur um að ég held það fyrir thesaurum, hversu lítið sem í það er spunnið hvað um sig.“ (16; Priv. 560) Þessir útdrættir bera hrennandi ást bréfritarans á skinnbókum fslands fagurt vitni. Þeir enduróma á eðlilegan hátt hjá Arnas. En hann talar í húsi Jóns Hreggviðssonar um „fornar pergamentsbækur með frægar sögur, sem hvert þeirra blað og þó ekki væri nema hálfblað eða ríngasta rifrildi var auro carior“; af þeim blöðum hafi sum verið notuð „í kver og involucra utanum bænabækur og sálma“ (41). I sjö ár hefur hann „leitað og haldið spurnum fyrir um alt land hvort hvergi fyndist slitur og þó ekki væri nema minutissima particula“ (46) úr blöðum þeim, sem hann vantar í Skáldu. Þegar sex þeirra hafa nú fundizt í rúmbæli kerlingarinnar, fara þeir Arnas og biskupinn höndum um „þessar skorpnu druslur“ og tauta fyrir munni sér „latnesk orð svosem pretiosissima, thesaurus og cimelium“ (45). I lok heimsóknarinnar á Rein er assessorinn látinn segja kumpánlega við sóknarprest- inn: „Það er nú einusinni svo komið, séra Þorsteinn minn, að það fólk sem átt hefur merkilegastar literas í norðurálfu heims síðan antiqui kýs nú heldur að gánga á kálf- skinni og éta kálfskinn en lesa á kálfskinn gamalt letur.“ (47) Þessi gamansömu orð, sem fara svo vel í munni Arnæusar, hafa að vísu einnig verið sótt til bréfaviðskipta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196

x

Árbók Landsbókasafns Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands
https://timarit.is/publication/279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.