Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 16
Abaltlmi Þjóóviljans er 81333 kl. 9-20 minudag tii föstudags. Utan þess tlma er hægt að ná i blaðamenn og aöra starlsmenn blaðsins I þessum simum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 er hægt að ná 1 af- greiðslu blaðsins i sima 81663. Blaðaprent hefur sima 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 Teater Sargasso hetur aö undanförnu veriö á ferö um landiðog sýntleikverksitt, Pá flykt frán den tid, eöa A flótta frá þeim tfma. Nú er leikhópurinn kominn til Reykjavikur og sýnir hann öll kvöld I þessari viku i Tónabæ. Ljósm.: - eik-. Selveiðarnar við ísland Engin mótmæli eru í uppsiglingu MOÐVIUINN Þriðjudagur 6. júll 1982 Naumur meiri- hluti í Hlíf Verkamannafélagiö Hlif i Hafnarfirði samþykkti meö naumum mcirihluta nýgeröa kjarasamninga ASt og VSl á félagsfundi sem haldinn var s.l. mánudag. Hallgrimur Pétursson, formaður formaöur félagsins kynnti hin nýju samningsdrög en sagðist ekki geta, nema meö hálfum huga, mælt með sam- þykkt þeirra vegna skerðingar- ákvæðanna á kaupgjaldsvisitöl- unni. Tóku margir til máls á fundinum og uröu allsnarpar en málefnalegar umræður um samningsdrögin, sem siðan voru samþykkt með naumum meiri- hluta eins og áður sagði. A fund- inum var borin fram eftirfarandi tillaga og var hún samþykkt sam- hljóða: Fundur haldinn i Verkamanna- félaginu Hlif mánudaginn 5. júli 1982 lýsir undrun sinni á þvi hættulega fordæmi samninga- nefnda Alþýðusambands tslands að samþykkja skerðingu á visi- tölu kaupmáttar eins og gert er i nýgerðum kjarasamningum, sem undirritaðir voru 30. júni s.l. Með þessum furðulegu vinnu- brögðum er einu helsta baráttu- og hagsmunamáli laglaunafólks kastað fyrir róða. Að öðru leyti álitur fundurinn samninginn léttvægan, en þó spor i rétta átt, og telur aö miðað við tima og aðstæöur verði það af illri nauðsyn gertað samþykkja hann, þó með þvi fororði að verkalýðs- hreyfingin taki á ný upp skelegga baráttu fyrir óskertri kaupgjalds- visitölu. Banaslys á Sandskeiði Það hörmulega slys varð á Sandskeiði að maður um fertugt, Þorsteinn Guðbjörnsson til heimilis að Flúðaseli 66, Reykjavik varð fyrir skrúf u f lugvélar og lést samstundis. 1 Þorsteinn mun hafa stjórnað æfingum i fallhlifarstökki og mun hafa stigið út úr flugvél að lokinni lendingu og gengið i veg fyrir skrúfuna með fyrrgreindum af- leiðingum. Nærstaddir kölluðu til Þorsteins, en hann heyrði ekki tii þeirra, enda með öryggishjálm á höfði. Þorsteinn heitinn lætur eftir Sig konu og 6 börn. — hól. A undanförnum dögum og vikum hefur ákvöröun hring- ormanefndar um verðlaunaveit- ingu fyrir selaveiðar við fslands- strendur verið tii umfjöilunar i þeim samtökum sem að jafnaði láta sig náttúruverndarmál skipta. Siöastliðinn mánudag var fundur hjá Náttúruverndarráði og var honum haldið áfram i dag. Þar bar ákvörðun hringorma- nefndar á góma, en opinber til- kynning um viðbrögð ráðsins iá ekki fyrir þegar siðast fréttist. Um helgina var hinsvegar haldin ráðstefna hjá Landvernd og sambærilegum félögum á hinum Norðurlöndunum. Ráð- stefnan fór fram i Stykkishólmi og sóttu hana 15 fulltrúar. Þar var m.a. samþykkt ályktun vegna selveiðanna við ísland og fer hún hér á eftir: A ráðstefnu Norrænna náttúru- verndarfélaga sem haldinn var i Stykkishólmi 3. júli var m.a. rætt um þá ákvörðun hringorma- nefndar að standa fyrir stjórn- lausu seiadrápi við Island. Lýstu menn 'furöu sinrii'áVefm áSíerð- um sem notaðar eru við seladráp- in og töldu að áður en óyggjandi niðurstöður rannsókna á sela- stofninum lægju fyrir væri slik út- rýmingarherferð ótimabær. Lögðu fundarmenn áherslu á eftirtalin atriði ef nauðsynlegt reyndist að fækka selum við tsland: 1) Akveðinn verði fjöldi veiddra dýra. 2) Að veiðarnar verði skipulagðar og þeim stjórnað af viðkomandi ráðuneytum. 3) Að til veiðanna verði fengnir menn sem hlunnindi eiga I sela- látrum og þeim greitt fyrir hvert dýr. 4) Að öruggt sé að dýrin verði nýtt á skynsamlegan hátt. Þessa ályktun samþykktu allir þeir fulltrúar sem ráðstefnuna sátu. Það kom fram i máli viðmæl- anda Þjóðviljans i gær, að ekki eru fyrirhugaðar neinar mót- mælaaðgerðir á borð við þær sem Greenpeace — samtökin hafa staðið fyrir á undanförnum árum. Hefur ekki spurst til neinna slikra mótmælaaðgerða. Selveiðarnar kosta 1 miljón „Það er rætt um að veita 1 milj- ón islenskra i selaveiðarnar i ár. Menn geta svo deilt upphæöinni fyrir hvern seiakjamma I þá upp- hæð og fengið út ákveöinn kvóta”, sagði Björn Dagbjartsson for- maður hringormanefndar þegar Þjóðviijinn sló á þráö til hans og spurðist fyrir um þá upphæð sem renni til selveiðimanna. Björn var ekki ýkja ánægður með yfirlýsingu frá samnorrænu landverndarsamtökunum sem þinguðu um siðustu helgi. Sagði Björn að ekki væri^stætt á þvi að tala um neina „útrýmingarher- ferö” eðá „stjórnlaust seladráp” eins og segir I yfirlýsingunni. ~ Sagði Björn að 90% af þeim kjömmum sem skilaö heföi veriö inn kæmu frá hlunnindabændum þannig að hlutur sportveiði- manna væri þar heldur rýr. Sagði Björn aö talsvert af selaskrokk- um hefði verið fryst til nota i refa- fóður. — hól Skattskrá Reykjavíkur fyrir 1981 komin út: Þorvaldur i Sfld og fisk hæstur einstak- linga Skattstofan í Reykjavík hefur sent frá sér Skatt- skrá Reykjavíkur 1981. Kennir þar margra grasa sem endranær. Greiöendur hæstu skatta í hópi ein- staklinga eru eftirtaldir: 1. Þorvaldur Guðmunsson, Háa- hlfð 12, kr. 1.858.479. 2. Pálmi Jónsson, Asendi 1. kr. 1.787.376. 3. Jón H. Runólfsson, Drápuhlið 20, kr. 494.424. 4. Björgvin Schram, Sörlaskjóli 1. kr. 483.368. 5. Emil Hjartarson, Laugarás- vegi 16, kr. 469.665. 6. Ingólfur Guðbrandsson, Laugarásvegi 21. kr. 463.717. 7. Rolf Johansen, Laugarásvegi 46, kr. 429.450. 8. Gunnar Snorrason, Lunda- hólar 5, kr. 406.612. 9. Sigurður Valdimarsson, Lyng- haga 3. kr. 398.689. 10. Þorbjörn Jóhannesson, Flóka- götu 59, kr. 396.12(6. Hæstu heildargjöld samkvæmt skattskrá 1981 greiða eftirtalin fyrirtæki: 1. Samband Islenskra Sam- vinnufélaga svf. kr. 13.070.757. 2. Skeljungur, oliufélag hf. kr. 7.004.496 3. Eimskipafélag Islands hf. kr. 6.302.507 4. Flugleiðir hf. kr. 5.061.543 5. Reykjavikurborg kr. 4.589.201 6. Oliufélagið hf. kr. 4.204.673 7. Slaturfélag Suðurlands svf. kr. 3.393.485. 8. Sildar- og Fiskimjölsverk- smiðjan hf. kr. 2.550.648 9. Landsbanki Islands kr. 2.082.257 10. Fálkinn h/f. kr 2.056.938 ■ | Blaðamenn i sömdu í fyrrinótt ingstímanum skv. ■ heildarsamkomulagi á J vinnumarkaðnum, en | samningurinn gildir til 1. , sept. 1983. Þá segir einnig I í samningnum: „Kaup- gjaldsákvæðum þessa ; samnings er heimilt að j segja upp á samnings- tímabilinu með eins mán- I aðar fyrirvara ef: [ 4% grunnkaupshækkun strax a) sett verða lög, sem | breyta ákvæðum um , greiðslu verðbóta á laun; J Samningar tókust í ; fyrrinótt milli blaða- Imannafélags fslands og Vinnuveitendasambands (slands vegna Félags ís- \ lenska prentiðnaðarins, svo og Alþýðublaðsins, Frjálsrar fjölmiðlunar h/f, Tímans og Útgáfu- félags Þjóðviljans. Samningurinn gerir ráð fyrir 4% grunnkaups- hækkun á öll laun strax og að öll launaþrep hækki um 2% hinn 1. janúar 1983 og aftur um 1% hinn 1. mars 1983. Verðbætur skulu greiðast á samn- b) launahækkanir i aðal- I og sérkjarasamningum \ opinberra starfsmanna i verða meiri en í samningi þessum felast". — ast ! Brotist inn á Akureyri Brotist var inn i verslunina Hljómver á Akureyri aðfararnótt laugardags 3. júli sl. Or verslun- inni var stolið nokkrum sam- byggðum segulbands- og útvarps- tækjum af gerðinni Beldec, svo og fleiri hljómflutningstækjum. Þýf- ið hafði þjófurinn siðan á brott með sér i bifreið verslunarinnar sem siðan fannst i höfninni á bólakafi. Þjófurinn er hins vegar ófundinn, þvi hann mun hafa forðað sér áður en bifreiðin fór I sjóinn. Allir þeir sem hafa orðið varir við grunsamlegar manna- ferðir umrædda nótt i nánd við Glerárgötu 32,þar sem verslunin er til húsa, eru beðnir að hafa samband við Rannsóknarlög- reglu Akureyrar eða næstu lög- reglustöð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.