Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 7. júli 1982 ©' ísafjörður Skólastjórar — kennarar Staða skólastjóra barnaskóla ísafjarðar er laus til umsóknar með umsóknarfresti til 16. júli n.k. Kennarastöður við bamaskóla Isafjarðar eru lausar til umsóknar með umsóknar- fresti til 9. júli n.k. Upplýsingar um ofangreindar stöður veit- ir Björgvin Sighvatsson skólastjóri i sima 3064. Kennarastöður við gagnfræðaskólann á ísafirði eru lausar til umsóknar með um- sóknarfresti til 9. júli n.k. Upplýsingar veitir skólastjórinn, Kjartan Sigurjóns- son, i sima 3874. Skólanefnd grunnskólans á ísafirði. Blaðberar óskast í eftirtalin hverfi: Brúnaveg Kleifarveg Laufásveg Selvogsgrunn Sporðagrunn D/Otmum Siðumúla 6, sími 81333. Laus staða Staða tækja- og birgðavarðar við efnafræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands er laus til umsókn- ar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Æskilegt er að umsækjandi hafi að baki nokkurt nám í efnafræði. Starfið er einkum fólgið í eftirfarandi: Umsjón með tækjum, efnabirgðum, og húsnæði fyrir verklega kannslu i efnafræði. Aðstoð við blöndun efna til kennslu. Viðgerð og smiði rannsóknartækja úr gleri, en til að ann- ast það verður umsækjandi að vera reiðubúinn að fara á nokkurra mánaða þjálfunarnámskeið. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 2. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið 2. júlí 1982. ^ Rafvirkja vantar i starf verkstjóra hjá rafveitu Borgarness. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf þurfa að berast rafveitu Borgarness fyrir 19. júli 1982. Allar upp- lýsingar gefur rafveitustjóri i sima 93- 7292. Rafveita Borgarness Skattskrá Reykjavíkur árið 1981 Skattskrá Reykjavikur árið 1981 vegna álagningar á tekjur og eignir ársins 1980 liggur frammi á Skattstofu Reykjavikur, Tryggvagötu 19, frá 7. júli til 21. júli n.k. að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugardaga, frá kl. 10.00 —16.00 Jafnframt liggur frammi skrá um álagt sölugjald á árinu 1980. Að gefnu tilefni skal athygli vakin á þvi, að þessari birtingu — álagðra opinberra gjalda i skattskrá 1981 vegna tekna og eigna ársins 1980 — fylgir ekki sjálfstæð kæruheimild. Reykjavik 7. júli 1982 Skattstjórinn i Reykjavik Gestur Steinþórsson Unglingareglur — og Stórstúkuþing Samstarf 35 félaga að áfengisvörnum Unglingareglu- og Stórstúku- þing var haldið dagana 10.-13. júní. A Unglingaregiuþinginu var kynnt fræðsluverkefni, sem Ung- lingareglan gefur út um áfengi og önnur vímuefni fyrir 10 ára nem- endur i grunnskólum landsins. Nú er starfandi 31 barnastúka i landinu með um 2500 félögum. Stórgæslumaður Unglingaregl- unnar var endurkjörinn Kristinn Vilhjálmsson en aðrir i stjóm em: Sigrún Oddsdóttir, Arnfinn- ur Arnfinnsson, Arni Norðfjörðog Karl Helgason. Á Stórstúkuþinginu kom fram mikil ánægja með samstarf 35 fé- laga og stofnana að áfengisvOTn- um en þetta samstarf hefur verið nefnt,,Atakgegnáfengiog öömm fikniefnum”, og hófst árið 1980. Menntamálaráðherra, Ingvar Gislason, þakkaði á þinginu Góð- templarareglunni mikil og góð störf i þágu uppeldis- og menn- ingarmála i landinu. 1984 verður Góðtemplarareglan á Islandi 100 ára og af þvi tilefni verður haldin hér alþjóðleg menningarráðstefna IOGT. A þinginu var Hilmar Jónsson endurkjörinn stórtemplar en aðr- ir i framkvæmdanefnd em: Stór- kanslari: Sr. Björn Jónsson stórvaratemplar: Bryndis Þórar- insdóttir, stórritari Sigurgeir Þorgrimsson, stórgjaldkeri Arn- finnur Arnfinnsson, stórgæslu- maður unglingastarfs Kristinn Vilhjálmsson, stórgæslumaður Skipaafgreiðsla KEA V öruf lutniitgar skipa aö Siðastliðið ár fóru 49 þús. tonn af vörum gegnum Skipaaf- greiðslu KEA, 9 þús. tonnum meira en 1980, aukning 22,5%. Flutningar með Rikisskip til og frá Akureyri voru 15.700 tonn, 51% aukning frá árinu áður. Flutningar með Sambandsskip- um, Hafskipum, leiguskipum og Freyfaxa (sement), náðu 33.000 tonnum og með langflutningabif- reiðum voru afgreidd um 3 þús. tonn. Alls var sendingarfjöldi (farmskrárnúmer) siðasta árs rétt um 35þús. Skip voru afgreidd 165 sinnum og langflutningabif- aukast reiðar 270 sinnum. Við þessi störf, útvið og i skrifstofu, vinna 20 fast- ráðnir menn. Þegar kaup voru fest á nýju vöruskemmunni á Togarabryggj- unni, var álitið að aðstaða mundi öllbatnaverulega, —hvaðhún og gerði —, en aukningin á vöru- flutningum hefur orðið slik að nú má heita að staðið sé i sömu spor- um og áður hvað snertir húsa- og tækjakost til afgreiðslustarfanna. Er þvi enn brýn þörf úrbóta þvi enn munu vöruflutningarnir auk- ast. Þannig námu þeir 13 þús. tonnum þrjá fyrstu mánuði þessa árs.—inhg. i ungmennastarfs Guðlaugur Sig- mundsson, stórkapelán Guðbjörg Sigvaldadóttir, Stórgæslumáður löggjafarstarfs Olafur Jónsson, stórfræðslustjóri Björn Eiriks- son, stórfregnritari Arni Valur Viggósson og fyrrverandi stór- templar: Sveinn Kristjánsson. Meðal þeirra tillagna, sem samþykkt^r voru má nefna: 1. Þingið vekur enn á ný athygli á á- skorun um áfengismál, sem Al- þjóðaheilbrigðisstofnun SÞ beinir til aðildarþjóðanna. Þar er bent á nauðsyn þess, að setja reglur, sem dregið geti úr heildarneyslu áfengis, svo sem að fækka dreif- ingarstöðum áfengis og halda á- fengisverði háu, auk þess að beita innflutningshömlum. Heitir þing- iðá stjórnvöld að taka ábendingu þessa til greina. 2. Þingið er mótfallið þvi að si- fellt skuli fjölgað áfengisútsölum og vinveitingaleyfum. 3. Þingið leggur áherslu á að komið verði á skipulegri kennslu fyrir væntanlega presta, lækna, félagsráðgjafa og kennara i æðri menntastofnunum, sem geri þá færa um að leiðbeina öðrum um hættu af neyslu vlmuefna. 4. Þingiðleggur áherslu á gildi bindindisstarfs meðal bama og unglinga og vekur athygli á að barnastúkur hafa sérstöðu og eru einar um skipulagt viðnám gegn tóbaksreykingum og vimuefna- neyslu meðal barna. Væntir þing- ið þess að almenningur muni á næstu timum vakna til liðsinnis við bindindisstarfið meðal barna og unglinga á ýmsan hátt. Jafn- framt þvi er áhersla lögð á sam- ræmt æskulýðsstarf bindindis- hreyfingarinnar. —mhg Menntaskólinn að Laugarvatni Áfangakennslan gaf góða raun Menntaskólanum að Laugar- vatni var slitið 5. júni sl. og braut- skráðir 35 stúdentar, 19 frá mála- deild, 6 ur eðlisfræðideild og 10 frá náttúrufræðideild. Hæstu einkunnir á stúdents- prófi hlutu Kristrún Kristins- dóttir, Laugarvatni, I máladeild með einkunnina 8.79 og Benedikt Olgeirsson , Nefsholtij Holtum, i eðlisfræðideild með einkunnina 8.78. Hæstu einkunnir i neðri bekkjum hlutu Sigurður Kristins- son á Laugarvatni i 1. bekk með 9.4 og Ragnheiður Bragadóttir, Vatnsleysu Biskupstungum i 3] bekk með 9.0. Við skólaslit var skólanum af- hentur að gjöf nýr ræðustóll, vandaður kjörgripur úr maghoni. Stóllinn er smiðaður i tréiðna- deild Iðnskólans i Reykjavik, hannaður af Aðalsteini Thoraren- sen og útskorinn af Sveini Olafs- syni. A stólnum eru grafin ein- kunnarorðin „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa” og einkennis- merki skólans með orðunum manngildi, þekking, atorka. Gef- endur stólsins eru stúdentar skól- ans frá 1968, en þeir gáfu gripinn til minja um látinn bekkjarfélaga sinn Matthias Björn Haraldsson. 25 ára stúdentar gáfu fjárhæð i sögusjóð skólans, 20 ára stúd- entar veglega bókagjöf og 10 ára stúdentar fjárhæð til stuðnings félagslifi nemenda. Nemendur skólans sl. skólaár voru alls 165. Aðsóknin að skól- anum var svipuð og áður og enn er unnt að bæta við nemendumv. Afmælisblað Eiðfaxa: „Upp til fjalla og fram við sjó fýsir alla að ríða” (Jtgáfufélagið Eiðfaxi h/f er 5 ára um þessar mundir. Af því til- efni hefur komið út sérstakt af- mælisblað af timaritinu. Eiðfaxi hefur verið fjölbreytt og fallegt blað en allt um þaö er nú hug- myndin að það færist enn i auk- ana, stækki, breyti nokkuð um út- lit og verði ennþá viðari vett- vangur fyrir hestamenn en hingaö til. Kemur þetta fram I einskonar formálsorðum Hjalta Jóns Sveinssonar, sem nú hefur tekið við ritstjórn blaðsins. Af efni blaðsins að þessu sinni skal að öðru leyti nefnt: Eggert Hvanndal, formaður Eiðfaxa hf. ritar ávarpsorð i tilefni afmælis- ins og segir þar m.a.: „Áþessum timamótum á ég þá ósk besta út- gáfufélaginu til handa, að það eflist til aukinnar og betri þjón- ustu við hestamennskuna i land- inu”. 1 þættinum ,,af ungu fólki” eru birt viðtöl við tvo 17 ára gamla hestamenn, þá ólaf Hilmisson og Sigurð Marónsson. Þá er erindi Ragnheiðar Sigur grímsdóttur, „Nokkrar ábend- ingar til dómara”, er hún flutti á dómaranámskeiði7-9maisl. „Orð ieyra” nefnistnýr þáttur i ritinu. Að þessu sinni birtist þar „les- endabréf”, þar sem rætt er um mistök við reiðvegagerð og skort á tillitssemi i umferðinni. Þórir M. Jónsson skrifar um „Ahrif skyldleikaræktar á eiginleika hrossa og er það siðari hluti greinarinnar. Kári Arnórsson ritar um hestamennsku I Skaga- firði og nefnir: „Ski'n við sólu Skagafjörður”. Hjalti Jón, rit- stjóri segir frá heimsókn er hann gerði hinum þjóðkunna hesta- manni og höfuðkempu Höskuldi á Hofsstöðum. Höskuldur er háaldraður orðinn og segir svo sjálfur frá: „Ekkert þoli ég orðið streð, illa fóta neyti Sjón og h'eyrn og mál fer með og minnið að hálfu leyti”. Ekki skal deilt við Höskuld um þessa sjálfslýsingu en hitt er vist, að hestfær er hann enn og það i betra lagi. Það votta þær myndir, sem birtar eru frá heimsókninni í Hofstaði. Þá eru í blaðinu „þankabrot um hesthúsbygg- ingar”. Eggert Gunnarsson, dýralæknir nefnir nokkur lyf og sáraumbúðir, sem nauðsynlegter að hestamenn hafi í farteski sinu á langferðum. Sigurður Ragnarsson skrifar um „tungu- basl og taumhald”, er það annar hluti, og Pétur Hjálmsson um „frostmerkingar hrossa”. í þætt- inum „hestamenn og umferð” eru hesta- og ökumönnum gefin ýmis góð ráð. Ólina Þorvarðar- dóttir skrifar um „óskarétt hesta- manna á fjöllum” og er það eins- konar matreiðslukennsla. Mikill fjöldi margskonar smærri frétta er i ritinu og myndir i tugatali. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.