Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.07.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 7. júii 1982 pjóÐVILJINN — SIÐA 5 Gasleiðslan mikla frá Síberíu til V-Evrópu: Samband Evrópu og Banda- rikjanna er að komast á nýtt og hættulegt stig, segir i leiðara In- formation um mánaðamótin. An þess að hafa nokkur samráð með bandamönnum sinum i Evrópu hefur haukunum i rikisstjórn Reagan tekist að fá samþykki stjórnarinnar fyrir harkalegum og afdráttarlausum viðskipta- hömium á evrópsk og japönsk fyrirtæki og bandarlsk dótturfyr- irtæki i öðrum löndum sem gert hafa samninga við Sovétrikin um sölu á tólum og tækjum I gas- leiðsluna miklu frá Siberiu til Vestur-Evrópu. Stríðið við Sovét- rlkin hittir fyrir bandamenn í Vestur-Evrópu vestrænan gjaldeyri. Fari gas- leiðslan forgörðum mun það leiða til þess að efnahagskerfið i Aust- ur-Evröpu biði enn frekari skakkaföli en þetta kerfi hefur þegar orðið fyrir. En fyrst og fremst er hér um bandariska hagsmuni beint að ræða. Ef Vestur-Evrópa kemur til með að leysa orkuþörf slna að auknum hluta frá náttúruauðlind- um I Austur-Evrópu þá segir þaö sig sjálft að dregur úr viöskiptum við bandarisk oliufyrirtæki og við oliuframleiðslulönd. Opec-löndin verða þannig fyrir barðinu á oliu- kreppunni hversu ótrúlegt sem það nú virðist. Allt sl. ár hefur veriö offramboð á oliuvörum og Opec-löndin hafa í heild sinni óhagstæöan viðskiptajöfnuö i fyrsta sinni I viðskiptum sinum viö Vesturlönd á sl. ári. Til sam- anburðar má geta þess að fyrir tveimur árum var viðskiptajöfn- Reagan í algeru viðsklptastríðl Bandaríska auðvaldið í baráttu við það evrópska Báðir koma þeir frá Bechtcl samsteypunni. Schultz utanrikisráðherra og Weinburger varnarmálaráðherra. Nýja viðskiptabanniö gengur miklu lengra en nokkur gat átt von á. T.d. mega leyfishafar bandariskra framleiðslumerkja i Evrópu ekki heldur taka þátt I viðskiptunum og fyrirtæki sem reyna að fara I kringum bannið verða sett á svartan lista i Banda- rikjunum, að þvi er viðskipta- ráðuneytið i Bandarikjunum lýsir yfir. Það þýðir að viðkomandi fyrirtæki geta ekki i framtiðinni fengið bandariskar vörur sem þau þurfa til framleiðslu sinnar og þeim verða meinaðar upplýs- ingar og nauðsynleg tækniþekk- ing. Gasleiðslan mikla er stærsta verkefni sem um getur á siðari timum. Fjölmargir auöhringar og fyrirtæki i löndum Vest- ur-Evrópu hafa gert samninga viö stærri fyrirtæki og Sovétrikin um framleiðslu á ýmsum hlutum fyrir gasleiðsluna. Umfang þess- ara verkefna er það mikið, að nú telja Vestur-Evrópustjórnir að hætta á atvinnuleysi fyrir hundr- uð þúsunda manns vofi yfir ef ekkert verði úr framkvæmdum einsog samningar hafi verið gerð- ir um. Og á atvinnuleysi er ekki bætandi i þessum löndum. Þar á ofan segja viðkomandi rikis- stiórnir að samningsriftun af þessu tagi hljóti að vekja upp spurningar og efasemdir i Sovét- rikjunum um gildi alþjóðlegra samninga. Og er þá stutt að benda á yfirstandandi samninga- viðræður um afvopnunarmálin. Geta Sovétrikin hér eftir treyst samningum við Vesturlönd, þeg- ar svo augljóslega er gengið á gerða samninga? Forystumenn Vestur-Evrópulanda spara ekki þau hin stóru orðin af þessu til- efni. Meira aö segja Margrét Thatcher hefur boriö fram harð- orð mótmæli og hún veröur vist sökuð um annað blessunin en vin- átuþel i garð Sovétrikjanna. Aðrir leiðtogar rikjanna eru einnig bál- reiðir og á toppfundi Efnahags- bandalagsins nú um mánaöa - mótin segir i lokaályktun að Efnahagsbandalagið muni ekki 1 framtiðinni taka þátt i toppfund- um meö stærstu og sterkustu iðn- aðarrfkjunum ef bandariska rik- isstjórnin virði ekki samninga sem gerðir hafa verið. Þetta gerðist eftir aö nánustu bandamenn Bandarikjastjórnar á fundinum höfðu dregið úr mun harðorðari tillögu að ályktun sem lá fyrir fundinum. Slikur toppfundur rikustu þjóðanna var haldinn i Versölum fyrir mánuði og þóttu Bandarikjamenn vera þar allt annað en áreiðanlegir. Dýr loforö utanríkisráðherrans A Versalafundinum, sem var fyrsti liður i hinni undarlegu Evrópuferð Ronalds Reagans var Alexander Haig með i sendinefnd forsetans. Time segir að þar hafi Haig fullvissað V-Þjóðverja, Frakka og Breta um að aðgerðir Bandarikjanna myndu ekki hrófla við gerðum samningum og fyrirhuguðum framkvæmdum við gasleiðsluna miklu. Með þvi að fá þá til að samþykkja að þeir myndu takmarka rikisábyrgð á lánum til Sovétrikjanna og Var- sjárbandalagsrikjanna gegn þvi að gasleiðslan héldi sinu striki, taldi Haig að björninn væri unn- inn. Orðalag um fyrrnefnda atrið- ið er einmitt i lokasamþykkt Ver- salafundarins i fyrra mánuöi. Vestur-evrópskir leiðtogar naga sig nú i handabökin vegna þess að þeir ofmátu áhrif Haigs og sérfræðinga hans i rikisstjórn Reagans. Harðlinumennirnir i Washington notuðu einmitt tæki- færið þegar Haig var á fundi i New York með Gromyko utan- rikisráðherra Sovetrikjanna — og fengu áðurnefnda samþykkt um viðskiptastriðið við Sovétrikin samþykkta i rikisstjórninni. Fréttaskýrendur telja þá dag- setningu fjarri þvi að vera tilvilj- un. Það þarf heldur ekki að spyrja að þvi hvernig Schmidt kanslari V-Þýskalands frétti af þessari nýjustu krossferð Reagans gegn kommúnismanum igegnum útvarpið. Hið/#algera viðskiptastríð" „Þvert á allar opinberar yfir- lýsingar, er morgunljóst að Reagan væðist af kappi fyrir al- gert (total) viðskiptastrið við Sovétrikin og fylgiriki þess”, hef- ur v-þýska timaritið Spiegel eftir Washington Post. Spiegel segir að takmark Bandarikjamanna sé að stöðva hin óæskilegu viðskiptasambönd um gasleiðsluna miklu, Sé það omögulegt þá vilji þeir fresta þessum tengslum austurs og vesturs svo lengi sem mögu- legt er. En þetta strið við austur- blokkina verður óhjákvæmilega einnig striö við Vestur-Evrópu. Óvist er hvort hér sé um vanmat og klaufaskap Bandarikjastjórn- ar eða um raunverulegan vilja þeirrar stjórnar til að lenda i and- stöðu við Efnahagsbandalags- löndin. Þolinmæði Evrópubúa gagnvart Bandarikjunum er á þrotum, segir Information. Og það er staðfest i áðurnefndri ályktun forystumanna tiu Efnahagsbandalagslanda, sem gerð var i' Bruxelles um mán- aöamórin. Evrópskir þjóðarleið- togar eru neyddir til að draga óþægilegar ályktanir af atburð- um siðustu vikna: bandarisk utanrikisstefna einkennist af hverflyndi og óvissu, skamm- sýni og þrjóskufullum erkihægri- sinnuðum viðhorfum, segir þetta danska dagblað. Bandaríski kapitalisminn að verki Viðskiptahömlurnar sem Bandarikjastjórn setur á fyrir- tækin sem vinna að gasleiðslunni miklu þjóna ýmsu fleiru en þvi að vera táknræn hugmyndafræði Ronalds Reagans og hægri sinn- aðra afla i Bandarikjunum. Þær leiða til skammvinns gróða fyrir Bandarikin og ameriska oliu- hringa. Hugmyndafræðilega og pólitiskt séð eiga hömlurnar að þýða refsingu fyrir Sovétrikin vegna valdatöku hersins I Pól- landi i fyrra og hitta Sovétrikin á auman stað: þörf þeirra fyrir uðurinn hagstæður um 126 mil- jarða dollara. Þess vegna hafa oliufram- leiðslurikin verið að draga fjár- magn sitt úr bandariskum bönk- um, af þvi þau vantar peninga. Það þrýstir á hina háu vexti i Bandarikjunum og stefnir m.a. útflutningi og atvinnulifi (þarsem nægt atvinnuleysi er fyrir) i hættu. Frá bandariskum sjónarhóli séð, er það heldur ekkert fýsileg hugmynd að Evrópubúar muni innan fárra ára þrengja enn frek- ar að oliuframleiðslurikjunum i gjaldeyrismálum (meö þvi að minnka oliukaup) og i staðinn láta það fjármagn af hendi við sjálfan erkifjandann Sovétrikin. Nýi utanríkisráðherrann Það virðist þvi flest benda til þess að það séu hagsmunir Banda- rikjanna og Arabarikjanna, að litið verði úr gasleiöslunni miklu. Máske er það ein skýringanna á hógværð þessara rikja i stuðn- ingsyfirlýsingum við PLO og pal- estinsku þjóðina við innrás Isra- ela i Libanon. I þessu sambandi er vert að hafa i huga að hinn nýi utanrikis- ráðherra Bandarikjanna Georg Schultz hefur um árabil gegnt formennsku i stjórn eins stærsta verktakafyrirtækis i heiminum — Bechtel verktakasamsteypunnar. Weinburger varnarmálaráðherra kemur einnig frá sömu sam- steypu. Bechtel samsteypan hef- ur fjölmörg verkefni i Arabalönd- unum, sérstaklega i Saudi-Ar- abiu. Og sé hin rýrnandi greiðslu- geta Arabarikjanna höfð i huga þá þjónar gasleiðslan mikla ekki hagsmunum Bechtel-samsteyp- unnar. Ekki sist fyrir þá sök að sérgrein þessarar verktakasam- steypu er einmitt gasleiðslur! (Byggt á Time, Spiegel og Information) — óg Gleymið ekki að( 9.315 36 — 9.351 9.209.250,- Endumýið timanlega. Við drögum 13. júlí r ••• ■*■■ ■■■■•■•• •••••■•• •••• •■■■ •••• •••• •••■ ■•■• ••■ ■■■■ ••■■■■•■ ■*•■ ••■• ••• HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS hefur vinninginn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.