Þjóðviljinn - 30.09.1979, Page 11

Þjóðviljinn - 30.09.1979, Page 11
Sunnudagur 30. september 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 11 pappírunum er ég þvi enn Dani. Ég má ekki einu sinni taka þátt I prestkosningum á Islandi. - O - Og meöan haustmyrkriB þéttist fyrir utan gluggana segir Guö- munda mér áfram frá æfi sinni; um heimkomuna strax eftir striB. Hún talar um árin tvö i Paris („ég söng hjá Madame Fourstier. ÞaB var hún sem breytti mér úr sópran i mezzó-sópran. Og þaB var ekkí auBvélt!*') og fyrstu óperuna sem flutt var meö islenskum kröftum hérlendis. — AB öllum söngvurum ólöstuö- um, held ég aö aldrei hafi veriB annaö eins búkett söngvara á íslandi og á þessum timum, þeg- ar „Rigoletto” var frumfluttur. Nú vikur Guömunda aö Amerikudvölinni 1953 — 59. — Viö leituöum gulls og frægöar i New York. Maöurinn minn fékk þar vinnu, og ég æföi mig, ef hiö gullna tækifæri mundi birtast. Hins vegar byggist frægöin á rétt- um samböndum, sem kosta aftur á móti offjár i Bandarikjunum. Og viö vorum alveg peningalaus. En ég vann i Workshops, og þar lærði ég ógrynnin öll af óperu- hlutverkum og fékk ómetanlega reynslu af aö syngja á sviöi. Ég vann fyrst viö Broadway Grand Opera Company. Nafniö var drjúgt en uppfærslurnar voru Off- Broadway, þeas. I leikhúsum á hliöarstrætum Broadway. Og þaö gerir gæfumuninn. En einn góöan veöurdag, þegar ég var aö fást viö eldhússtörfin, hringir umboðsmaöur minn I Washington og segist hafa komist I samband viö Federation of Churches. Ég eigi aö koma undireins til Washington I prufu fyrir útvarp og sjónvarp. Ég var svo klæðalitil þá, aö mér hraus hugur við aö fara i sjónvarpsupp- töku, en vinkona min, sem var þá stödd i New York, dubbaöi mig upp frá toppi til táar: I minkapels og stjörnuskó. Og þaö kom sér vel, þvi aö haft var viö mig sjón- varpsviötal, og prufurnar tókust vel og þannig gekk þetta koll af kolli, og eftir þaö haföi ég nóg að gera. 1 útvarp og sjónvarp söng ég eingöngu sönglög trúarlegs eðlis, mest óratóriur. íslensk kona, sem kom eitt sinn i heimsókn til okkar, sagöist halda aö hún væri aö veröa vit- laus: hún hefði nefnilega opnaö fyrir sjónvarp og séö einhverja konu syngja „Heims ijm ból” á islensku! Sunday News valdi nafniö mitt sérkennilegasta nafn ársins 1952. En nafniö háöi aldrei söngferli minum, heldur þvert á móti. Margir vildu amerikanisera nafniö en ég tók þaö aldrei i mál, var allt of mikill Islendingur i mér. Guömunda segir frá Kanada- feröum sinum, frá söng sinum I Hvita húsinu, minnist á grammó- fónplötuna sem hún söng inn á 1954 i New York („Hún er ennþá til i Fálkanum, best aö nota tæki- færið og auglýsa hana!”) og kem- ur siðan aö Áfallinu. — Þegar ég kom heim aftur, ég var á beytingi milli USA og íslands á árunum 1956 — 58, tók viömikilvinna. „II Trovatore” og „Carmen” voru færö upp i hljóm- leikaformi i Austurbæjarbiói og Einsöngvarafélagiö var aö setja upp „Syngjandi páska”. A sama tima feröaöist ég um allt Suður- land og söng við undirleik Hall- grims Helgasonar tónskálds. Ég hélt að ég gæti boöiö röddinni hvaö sem væri. Um þaö leyti sem „Kiss me Kate” var aö koma upp I Þjóðleikhúsinu, missti ég rödd- ina. Ég lenti I ólýsanlegu sálar- striöi og fékk læknishjálp bæöi á Islandi og I Bandarikjunum og fór einnig I talæfingar. Ég skánaöi þaö mikiö aö ég gat sungiö I tveimur sjónvarpsprógrömum og nokkrum útvarpssendingum, en öryggiö var horfiö, og ég vissi aö röddin var endanlega brostin. Ég lagði þvi sönginn á hilluna. A sama tima skildi ég viö manninn minn og flutti meö börnin til Dan- merkur og kom ekki aftur til Islands fyrr en 1968. Þá ákvaö ég aö flytjast heim fyrir fullt og allt. - O — Ég kynntist Sverri Kristjáns- syni veturinn 1971. Hann hafði séö mig i sjónvarpsviötali og varö þá að orði: „Ég þekki þessa konu.” Við höföum aldrei sést, en Sverrir orðaði það siöar: „Viö höfum alltaf verið á hælunum á hvort öðru.” — Hvernig kom Sverrir þér fyrir sjónir I fyrsta skipti? — Viö hittumst uppi á Nausti, og þar meö voru örlögin bundin. Þetta var blind ást viö fyrstu sýn. Ég get ómögulega sagt hvernig hann leit út. Viö giftum okkur fljótlega. Ég var reyndar búin aö heita mér þvi aö giftast aldrei aftur. En þaö varö engu tauti viö Sverri komiö. Einn daginn kom hann til min og sagöi aö nú skyldum við gifta okkur. Svo var brunaö á þremur, fjórum bllum austur fyrir f jalí og viö gefin saman I Selfosskirkju klukkan tólf á miðnætti. Kirkju- klukkunum hringt og presturinn hélt okkur veglegt gilli eftirá. Börnin hans og min voru lika svo elskulegaö koma. Já, maöur get- ur ekki flúiö þessa blessaöa ást. Maöur er aldrei garenteraöur. Mér finnst gott aö búa á Islandi. Það eina sem háir mér hér er veðráttan. Ég er alltaf meö kvef. En mér finnst gaman aö veröa gömul meö jafnöldrum minum. Ég hitti gamla vini og samstarfs- menn á förnum vegi, viö erum öll aö komast til ára okkar og þaö finnst mér indælt. — Þú kennir enn? — Já heldur betur! Ég kenni söng viö Leiklistarskóla Islands og er að byrja nlunda áriö viö Tónlistarskóla Akraness. Tek Akraborgina uppeftir tvisvar I viku. Fyrir utan tónlistarkennsl- una setti ég upp barnaóperur meö barnakór skólans. Annars handleggsbrotnaöi eg um daginn, svo ég á i dálitlum erfiöleikum meö aö spila undir á pianóiö viö kennslu. Get bara not- að þrjá fingur meöan ég er i gifsi. En þaö gengur alveg. A ég aö sýna þér? Og Guömunda sest viö flygilinn og leikur hljómana meö þremur fingrum á gifsaöri hægri hönd. Hvort henni tókst þaö? Aö sjálfsögöu. —im Tökum að okkur viðgerðir og nýsmiði á fasteignum. Smiðum eldhúsinnréttingar: einnig við- gerðir á eldri innréttingum. Gerum við leka vegna steypugalla. Verslið við ábyrga aðila TRÉSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Bergstaðastræti 33, sími 41070. /7 Húsnæði óskast Vantar tiifinnanlega 3-4 herb. ibúð strax til leigu. Snyrtilegri umgengini heitið. Upplýsingar i síma 39363. íslensk grafik 79 Ragnheiöur Jónsdóttir: Deluxe and delightfui Sigrid Valtingojer: Þögn Tímamótasýning Um helgina lýkur 10 ára afmælissýningu ís- lenskrar Grafík í Nor- ræna húsinu. Sýning þessi hef ur vakið mikla athygli og hrifningu almennings og gagnrýnendur blaða hafa undantekningar- laust lokið á hana lofs- orði, enda má með sanni segja að hér sé um ákveðna tímamóta- sýningu á íslenskri graf ík að ræða. I vandaðri sýningarskrá ritar Aöalsteinn Ingólfsson listfræö- ingur ágrip af sögu Islenskrar grafiklistar og segir m.a. um yngri grafiklistamenn: „Þegar litiö er yfir farinn veg i Islenskri grafik er enn sem komiö er tor- velt aö einangra og benda á sér- einkenni hennar, þjóöleg viö- horf i henni eöa sérstök vinnu- brögö, sem segja mætti aö séu „islensk”. Grafikheföin er hér ekki gömul, eins og hlýtur aö koma fram i þessum pistli. Margir ungir graflklistamenn eru enn aö leita fótfestu I grein- inni og ekki er enn fyrir hendi fullnægjandi vinnuaöstaöa eöa tæknibúnaöur sem gerir kleift aö kanna hina fjöldamörgu möguleika grafiklistarinnar. En I fljótu bragöi held ég að óhætt sé aö fullyröa aö islensk grafik fjalli umfram allt um mannlif og umhverfi á Islandi, ef ekki nákvæmlega, þá i táknmyndum og ég held aö hún sýni þaö aö is- lenskum grafiklistamönnum er umhugaö um aö varöveita þaö besta sem finna má i þessu tvennu. Þeir eru ákveönir I aö halda vöku sinni gagnvart þeim öflum sem sækjast eftir aö breyta þvi sem íslendingar hafa fengiö i arf, án þess aö einangra sig gegn þeim áhrifum sem gagnaö geta listinni. Þaö má alltént hugsa sér ógæfulegri byrjun.” Jenný E. Guömundsdóttir: Kyrralífsmynd I. Ingiberg Magnusson: Skammdegisdraumur I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.