Þjóðviljinn - 09.09.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.09.1960, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 9. september 1960 «ji mm vera J|l! ffo r mi nr Fjórr hnúSlaxar veiddusf norSan og austan siSusfu Síðustu vikur hafa verið aö veiðast norðan lands og austan einkennilegir fiskar, sem reynzt hafa Kyrrahafs- laxar, að líkindum hingað komnir fyrir atbeina sovézkra fiskiræktarmanna. 'W'IOV 'HU"-,k*z Ingvar Hallgrímsson, fiski- fræðingur, tjáði I’jóðviljanum í gær að fiskifræðingar hefðu rannsakað „furðulaxa“ þá sem sagt hefur verið frá í fréttum. Ingvar sagði að hér væri um að ræða svokallaðan Kyrra- liafslax, en Rússar hafa undan- farið f'utt lax frá Kyrrahafi og vesturfyrir, einkum til Kóla- skaga. Talsverð briigð hafa ver- ið að því undanfarið að laxinn hafi veiðzt við Noregsstrendur. Sennilegt er talið, að Rússar hafi ílutt laxinn í vatnabúri. Það er karldýrið, sem er ó- venjulegt útlits, en kvendýrið er líkara venjulegum laxi. Síðar í gær barst blaðinu svo- hljóðandi fréttatilkynning um laxveiði þessa frá Veiðimáia- skrif otofunni: ,,Fimmtudaginn 1. september sJ. veiddist í Sk.jálfandafljóti í net frá bænum Rauðuskriðu ein- kenniiegur fiskur. Hann var 46 em langur og vóg 1,2 kíló. Veiðimálastofn'unin fékk íiskinn til athugunar. Hann líktist blend- ingi af lax og urriða, en er með hnúð eða kryppu framan við bakuggann. Hér er um að ræða tegund af Kyrrahafslaxi, sen; nefna mættj. hnúðlax eða . blei'hsx (ONOCORIiYNCUS GORBUSCHA; Humpback eða Pink Salmon), en hann er einn af þeim fimm tegundum laxa, sem íinnast i Kyrrahafi. Vitað cr að Bandaríkin og Rússar hafa á undanförnum árum gert til- raunir með að sleppa Kyrrahafs- laxi í ár, sem liggja að Atlanz- haíi og má gera ráð fyrir, að þessi fiskur sé frá þeim til- raunum kominn, og mjög senni- iega frá tilraunum Rússa við Barentshaf, því að fregnir hafa borizt um, að þessara laxteg- unda hafi orðið vart við Norður- Noreg. Eins og áður segir eru tegund- ir Kyrrahafslax fimm talsins og er bleiklaxinn einn þeirra og er hann minnstur vexti og í ýmsu öðru frábrugðinn þeim. Hann verður að jafnaði um 50 cm. langur og tekur það hann tvö ár að ná þeirri stærð. Ileimkvnni bleiklaxin^ eru norð- urhluti Kyrrahafs, meðfram strönd Asiu, allt frá Berings- sundi að aðlægum sjávarsvæð- 'im að norðan og suður að flóa Péturs mikla, að honum með- töldum, við strönd Ameríku að Sakramento ánni. Hann gengur upp í ár á Kommandor-, Aleuta- og Kurileyjum, á Sakahalín Hokkaidó og norðurhluta Hondo. Hann finnst í mjög litlum mæli í ánum Mackenzie, Kolyma, Indigírka, Jana og Lena. Bleik- I,)xinn verður alltaf kynþroska hálfs annars árs. Hann er far- fiskur, lifir í sjó, hrygnir í ám og deyr að hrygningu lok- inni, eins og allar tegundir Kyrrahafslax gera. Bleiklaxinn gengur í ár til hrygningar á timabilinu frá þvi í júní til októ- ber, mismunandi frá einum stað til annars. Bleiþlaxinn er mjög mikið veiddurí j, sjó . og fer mestur hluti veiðinnar ,rtil niðursuðu. Það var Sigurður Pétur Björnsson. sparisjóðsstjóri á Húsav.'k, sem gerði viðvart um fiskinn og sá um að koma hon- um til rannsóknar og á hann þakkir skilið fyrir sinn góða þátl í því máli. :Þess má og geta að það var einmitt Sigurður Pét- ur, sem bjargaði Grímseyjar- laxinum, stærsta laxi, sem veiðzt hefur hér á landi svo vitað sé með visiu, irá eyðileggingu á sínum tíma. Frá því að fréttin um þennan merka lax kom fram, hafa Veiðimálastofnuninni borizt til athugunar 2 aðrir bleiklaxar, sem báðir veiddust á stöng. Annan þeirra veiddi Bjarni Ingimarsson, skipstjóri, í Vatns- dalsá í Ilúnavatnssýslu, 27. ág. og hinn veiddi Jón Jónsson frá Ytra-Lóni, i Miðfjarðará við Bakkaflga, 28. ágúst. Báðir þess- ir fiskar voyu rúmlega 50 cm, áð. Jengd. .vóru • Á|éúbjörn Arngrímsson á Þórshöfn og Kjartan Sveinsson, skjalavörður í Reykjavík, sem komu fiskun- um á framfæri. Bleiklaxarnir munu verða rannsakaðir ýtarlega með til- liti til aldurs, vaxtar og fleiri atriða, og mun síðar verða gerð frekari grein fyrir þessu merkÞ lega landnómi nýrrar fisktegund- ar hér á landi. Veiðimálaskrifstofan vill vin- samlegast biðja þá, sem kynnu að verða varir við einkennilega fiska í veiðinni, að vikta þá og mæla og taka hreistur af þeim. (Hreistrið gr tekið ofan við rákina á miðjum fiskinum und- ir afturhluta bakuggans), og i ám fyrir viku ágúst senda Veiðimálastofnuninni, Tjarnargötu 10, Reykjavík ó- samt upplýsingum um veiðistað og tima og sömuleiðis lýsingu á fiskinum“. í gær skýrði Morgunblaðið frá að enn einn ókennilegur lax af sama tagi og sá í Skjálf- andafljóti hefði veiðzt í net í Héraðsvötnum frá bænum Mið- húsum í Blönduhlíð. Veiddist hann 26. ágúst. SiéttarsambandiS Framh. af 12. síðu syn á að breytt verði um fyr- irkomúla'j við útborgun ■ á verði framleiðsluvara land- búnaðarins, þannig að bændur geti fengið a.m.k. 90% útborg- að við afherdingu vörunnar. Svo ekki komi til aigerrar stöðvunar. Aðalfundur stéttarsambands- ins skoraði einnig á sambands- stjórn að vinna að því að láns- fé veðdeildar Búnaðarbankans J verði aukið svo að unnt verði j að sinna brýnni þörf lána til bænda og riemi hámarksupp- hæð lánanna eigi minna en 100 þús. kr. á býli. Þá var skorað á þing og ríkisstjórn að gera ráðstafanir til að byggingasjóður og ræktunar- sjóður Búnaðarbankans geti ‘sinnt ■ því' ‘'hlutverki sínú,» að 'Véita lán • til ræktunar; býgg^' inga og vélvæðingar, skorað á sömu aðila að taka nú þegar upp nægjanlega fjárveitingu til vélasjóðs og ræktunarsam- bandanna, „svo að ekki komi til þess að algjör stöðvun verði á ræktun landsins, þar sem útilokað er að hægt sé að öðrum kosti að endurnýja hin kostnaðarsömu- og stórvirku tæki til frumvinnslu landsins“. Söluskattur umlanþeginn. Aðalfundur stéttarsambands- ins skoraði á stjórn sambands- ins að vinna að því að ræktun- arsambönd og búnaðarfélög verði undanþegin söluskatti af þeirri þjónustu sem þau xeita Þetta er rúmenska stúlkan Iolanda Bal- as, sem sigraði með yfirburðum í há- stökki kvenna á Ol- ympíuleikunum í gær. Hún á heimsmet í þessari .grein, og setti nú nýtt olymp- íumet: 1,85 metra. Balas er 24 ára gömul. Hörkukeppni á Olympíuleifcunum Framhald af 12. síðu. 4x100 m. boðhlaup kvenna Bandaríska sveitin sigraði eins og búizt var við. Þýzka sveitin varð önnur og sveit Pól- lands þriðja. í bandarísku sveit- inni hljóp Vilma Rudolph enda- sprettinn. Hún hlaut nú þriðja gullpeninginn á þessum Olymp- íuleikum, og er eini keppandinn, sem fengið hefur svo mörg gull- verðlaun í Róm. 10.000 m. hlaup 1. Peter Bolotnikoíf, Sov. 28:32,2 (OL-met) 2. Grodotsky, Þýzkal. 28:38,5 3. D. Power, Ástralíu 28:52,6 4. Desiatsíkofí, Sovétr. 5. Halber'g, Nýja Sjálandi 6. Merriman, Bretl. Ilið nýja. olympjumet Bolot- nikóffs er 7,4 sek. betrá en bændum landsins. Ennfremur verði innflutningur landbún- aðarvéla látinn njóta sömu kjara í þessu efni eins og skip og veiðarfæri. Þá var ekorað á stjórn sambandsins að beita sér fyrir því að taenzíntollur verði endurgreiddur af því benzíni sem notað er til rekst- urs landbúnaðarvéla. Fjölmargar aðrar samþykkt- ir voru gerðar á aðalfur.di Stéttarsambands bænda og er ekki unnt að rekja fleiri að sinni. Ályktun um landhelgis- málið er birt á öðrum stað í blaðinu í dag. gamla metið sem landi hans Kutz setti í Melbouriie 1956. Hinn kunni brezki hlaupari Gordon Pirie varð að láta sér nægja 10. sætið. Spjótkast Þar sigraði mjög óvænt Vikt- oí Sybulenko. Sovétríkjunum og kastaði 84,64 m. Annar varð Krúger frá Þýzkalandi, þriðji Kulcsar frá Ungverjalandi og fjórði Kuisma frá Finniandi. Pólverjinn Sidlo varð 8. í röð- inni. Iólanda Balas frá Rúmeníu sigráði með yfirþurðum í há- stökki kvenna, stökk 1,85 metra. sem er nýtt OL-met. I öðru og þriðja sæti voru jafn- ar þær Jozviakovska frá Pól- landi og Shirley frá Bretlandí. Sovétríkjamenn unnu gull- og silfurverðlaun í skotíimi með léttum rifflum, og einnig unnu sovézkir íþróttamenn gullverð- laun í lyftingum og reið- mennsku. Ungverjar unnu gullverðlaun í skilmingum og voru ' það 4. gullverðlaun þeirra í Róm. Aðalfundur Leikfélags Kópa- vogs var haldinn fyrir nókkru. í stjórn voru kjörin; Árni Sig- urjónsson formaður, Björn Ein- arsson gjaldkeri, Sigriður Soffía Sandholt ritari, Sveinn Halldórs- son, Ámi Kárason og Gestur Gíslason. W. H óez£ Tjerk hafði sagt stýrimanninum (hvers vegna hann hafði hætt um borð hjá Þórði. Hanln las fréttina af mikilli athygli. „Sagði ég ekki, ég var búinn að að- vara hann, en hann tók ekki mark á orðum mínum“, hrópaði Tjerk. „I þínum sporum myndi ég snúa mér til lögreglunnar“, sagði stýrimaðurinn. Tjerk kinkaði kolli til samþykkis. „Eftir vi’ku verðum við komnir til Amsterdam. Þá ætla ég að leysa frá skjóðunni“, sagði Tjerk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.