Þjóðviljinn - 29.11.1942, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.11.1942, Blaðsíða 4
Úp bopgtnnt Heigidagslæknir: Halldór Stei»»s- s'on, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlækmr í nótt og næstu nótt: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Útvarpið í dag: 10.00 Morguntónleikar (plötur): fón verk eftir Elgar: a) Symfónía nr. 2. b) Hátíðamars. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Hallgrímssókn (séra Sigurbjörn Einarsson). — Sálmar: 190, 204, 189, 188, 638. 15.30— 16.30 Miðdegistónleikar (plöt- ur): Létt klassisk lög, leikin og sungin. 18.15 íslenzkukennsla; aukatími fyr- ir byrjendur. 19.25 Hljómplötur: Tónverk eftir Liszt. . 20.00 Fréttir. 20.20 Píanókvartetrt útvarpsins: Són- ata í c-moll, Op. 1, eftir Veracini. 20.35 Upplestur: Snorri Sturluson og goðafræðin; kafli úr nýju riti (Vil- hjálmur Þ. Qíslason). 21.00 Hljómplötur: íslenzk sönglög. 21.05 Upplestur: Ný kvæði (Jón úr Vör). 21.15 Danshljómsveit Bjama Böðv- arssonar leikur og syngur. 21.50 Fréttár. 22.00 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: J 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30— 16.00 Miðdegisútvarp. H. 30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. ilökkur, 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Vesturlönd Asíu, IV: Enn um írak (Knútur Arngrím*- son kennari). 20.55 Hljómplötur: Leíkið ó lúðra. 21.00 Um daginn og veginn (Ámi Jónsson frá Múla). 21.20 Útvarpshljómsveitin: Frönsk þjóðlög. Einsöngur (Ágúst Bjama- son): Lög við kvæði eftir Jón frá Ljárskógum. Listamannahófið. Þeir sem hafa skrifað sig á þátttökulistann að hófi listamanna að Hótel Borg, sæki að- göngumiða sína frá kl. 1—6 í dag á málverkasýninguna í Oddfellowhús- inu. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. Bridgekeppnin. Síðari hluti fyrri umferðar fer fram í dag í húsi V. R., Vonarstræti 4, og hefst kl. 1. Keppa þá þessir flokkar: Brynjólfs Stefáns- sonar við flokk Ingólfs Ásmundsson- ar, flokkur Gunnars Viðars við flokk Lúðvíks Bjarnasonar og flokkur Ax- els Böðvarssonar við flokk Gunnars Péturssonar. Að því loknu hefst fyrri hluti 2. umferðar og keppa þá þeir flokkar sín á milli, sem tapað hafa í fyrstu umferð. Útvarpstíðindi, 3. hefti 5. árgangs, eru nýkomin út. Efni: Stúdentavaka I. desember, Kristján Friðriksson: Smávinir fagrir, Sverrir Kristjáns- son: Útvarpssagan, þættir úr ævisögu Gorkis, Erindi náttúrufræðifélagsins, Listamannavikan, — leiklistin, og fylgja myndir margra ísl. leikara. ----mtr.ua:. viB.t!iii;Mli«B3C,. .-. : Vilhjálmur Þ. Gíslason les kafla úr nýrri bók: Snorri Sturluson og goðafræðin, í útvarpið í kvöld kl, 20.20. Jón úr Vör les úr hinni nýju bók sinni, Stund milli stríða, í útvarpið í kvöld kl. 21,05. — Áskrifendur að fyrri bók hans geta fengið þessa bók hans áritaða af höf. fyrir kostnaðar- verð. — Sjá auglýsingu á öðrum stað hér í blaðinu. 9D TJARNARBÍÓ HBÞ> NÝJA BÍÓ Dæmíð chhí: (All This And Heavan Too) n i ijoiiii BETTE DAVIS. CHARLES BOYEK. (Sun Valley Serenade). Sýning kl. 4, 6,30 og 9. Aðalhlutverk: Bönnuð fyrlr böm innan SONJA HENIE, 12 ára. JOHN PAYNE, Kl. 2,30: Smámyndir CLENN MILLER (Teikni-, frétta og hljóm- og hljómsveit hans. myndir). Sýnd í dag kl. 3, 5, 7 og 9. Sala aðgöngumiða hefst kl. 11 LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. „Danslnn i Hruna“ eftir Indriða Einarsson. Frumsýnífig i bvöld kL 8 AðgöngumiÖar sem ®kki voru sóttir í gær, verða seldir frá kl. 1 í dag. heldur fund næstkomandi mánudagskvöld, 30. nóv- ember kl. 9 á Strandgötu 41. FUNDAREFNI: 1. Félagsmál. 2. Stjórnmálaviðhorfið og fréttir af þingi Sósíalistaflokksins. Áríðandi að allir félagsmenn mæti. Stjómin. luglM un .lans' ueiuur nttllnlnil Framia. af S. síðu. Með öðrum orðum: Hér rar um góðviljað tilboð að ræða, sem eðlilegt var að Hringurinn tæki vinsamlega, en frábærlega klaufaleg auglýsing veldur full- komnum misskilningi, og er það vissulega illa ftoáð- Morgunblaðið lét sér sæma að gera þetta mál að umtalsefni í gær með þessum orðum: „Blað kommúnista lætur sér sæma að ljúga upp heilli sögu um leikflokk brezka flughers- ins, sem hér er. Eyðir blaðið leiðara sínum í gær í þá lygasögu að flugliðs- menn hafi ætlað að halda dans- leik til að lokka til sín ungar stúlkur". í þessari klausu Morgunblaðs ins er ekki eitt einasta orð satt, og geta menn bezt sannfærzt um það með því að lesa -það sem Þ'jóðviljinn hefur um málið sagt, en um það skal ekki f jölýrt frek ár. Hitt er Og jafnmikil fjar- stæða áð Þjóðviljinn hafi skrif- að um þetta mál af óvild til Hringsins. Félag það berst fyrir mörgum góðum málum, og á- hugi þess fyrir barnaspítala er lofsverður og þess verður að því sé hjálpað til að gera hann að veruleika, en ekkert af þessu gat afsakað þá skemmtistarf- semi, sem auglýsingin o’g blððin gáfu til kynna að verið væri að stofna til. Það er vel farið, að ekki var svo til stofnað sem útlit var fyr- ir, en þessi misskilningur ætti að. leiða til þess, að sú sjálf- sagða regla væri upp tekin, að tfélög eða einstaklingar tækju ekki upp samstarf við herinn um skemmtistarfsemi nema fyr- ir milligöngu ríkisstjórnarinnar. Slíkt ætti að geta fyrirbyggt misskilning. Þjóðviljanum þykir leitt að hafa deilt á Hringkonur að ó- sekju, en vel mega þær minnast þess, að þeim hefur tekizt frem- ur óhönduglega í þessu máli, og er hvort tveggja, því verra sem málefnið er betra, sem þær berj ast fyrir. TUkynnii g til katip- enda blaðsins Áskriftargjald blaðsins hækk- ar upp í kr. 6,00 á mánuði frá 1. des., eint. í lausasölu 50 aura. Ástæðan til þessarar hækkun- ar er mjög aukinn prentunar- kostnaður. — Þrátt fyrir þessa hækkun hefur verð blaðsins ekki hækkað í hlutfalli við vísi- töluhækkunina, » & DREKAKYN j Eftii Pearl Buck ^ til, sva að vænta mátti, að ainhvar aðfariin yrði til þaas að halda í honum lífinu. ^ Öll heimili í þorpinu, að þaasu undantaknu, höfðu sætt sömu meðferð og heimili Ling Tans og sumstaðar hafði $£ ver farið, þar sem mann voru ekki nógu snarráðir að koma i?8£ kvenfólkinu í felur. í þéSsu litla þorpi, með innan við hundrað íbúa, höfðu ^ sjö ungar stúlkur látið lífið og fjórar konur, en enginn hafði hugmynd um hve margar höfðu orðið fyrir misþyrm- ingum, því að enginn vildi segja, hvað fyrir konu sína eða ^ dætur hafði komið. Elzti maðurinn var meðal þeirra, sem ^ látið hafði lífið. Óvinirnir höfðu stjakað við honum og hann lagzt í rúmið, en bæði var það að sárið var ekki stórt og 3$ hver hörmungin tók við af annarri, allan daginn, svo að •$£ karlinn hafði alveg gleymzt og um kvöldið, þegar farið ]?$> var að huga að honum, var hann dauður. Og Ling Tan harmaði mjög fráfall gamla mannsins, rétt eins og hann hefði verið honum eitthvað meira en fjarskyldur ættingi og íbúi sama þorps og hann hugsaði dapurlega: Þessi stunga w var f jarska djúp. Gamli maðurinn vissi, að dagar hamingju ^ og frelsis væru taldir og því vildi hann ekki lifa lengur. Þegar Ling Tan hafði gengið um þorpið og athugað þær <£> þungu búsifjar, er það hafði orðið fyrir, héldu þeir fund ^ með sér, hann og aðrir öldungar þorpsins og ræddu um, hvernig þeir ættu að koma kvenfólkinu úr mestu hættunni •$£ og hann sagði þeim, að konurnar úr sinni fjölskyldu væru $$£ til húsa hjá hvítu konunni og þeim kom ásamt um, að bezt mundi vera að fara að hans dæmi, og varðmaðurinn, sem var við hliðið hjá hvítu konunni, opnaði alltaf, eftir gr; þetta, þegar hann heyrði krafsað í hliðið með víðitág og ^ :þá voru aðrar konur á ferðinni og fleiri stúlkur og hvíta ^ konan tók við þeim öllum. ^ Að lokum kom svo, að í þorpinu voru aðeins karlmenn, ^ ein eða tvær gamlar konur og kona þriðja frænda Ling Tans. Hún gat ekki farið af því að sonur hennar var veikur og hún sagði: ^ Við höfum þó, að minnsta kosti, safnþróna, og það sam ^ einu sinni hefur verið gert, er hægt að gera aftur. ÍQ§ Einu vandræðin, sem risu .út af safnþrónni, voru þau, að maður hennar gat með engu móti þvegið sér svo vel, að ^ ekki legði dauninn af skeggi hans. Hann hafði skegg eins og menntamaður og hafði verið í mörg ár að rækta það ^ með mikilli fyrirhöfn, því að, eins og títt er um lærða Sundknattleiksmót Reykjavíkur Sundknattleiksmót Reykja- víkur hófst s. 1. fimmtudags- kvöld. Þá kepptu sveitir Æg-is og KR. Vann Ægir með 3:2. í fyrrakvöld kepptu A og B sveitir Ármanns. A-srdtin vann með 5:1. Tyrknesk blöð ræða horfumar — Framh. af 1. síðu. og hafa úrslitaáhrif á gang styrjaldarinnar á næsta ári. Annað mál, sem tyrknesku blöðin ræða nú mjög, er her- væðing Spánar og afstaða þess ríkis framvegis. Aðstaða Spánar við vestanvert Mið- jarðarhaf er að mörgu leyti svipuð og aðstaða Tyrklands við austanvert Miðjaröarhaf. í stríðsbyrjun lýsti Spánri eins og Tyrkland yfir tak- mörkuðu hlutleysi, en ríkín Flokkurinn ;<x>oooo >00000: 1. deild. Fundur í 1. deild á morgun (mánu- dag) á venjulegum stað og tíma. Stjórnin. 3. deild. Sósíalistar á Grímsstaðaholti og í Skerjafirði! Deildarfundur annað kvöld (mánu dag) kl. 8% á Fálkagötu 1. Lúðvík Jósepsson alþingismaður flytur framsöguræðu um flokks- þingið. 1. deild. Fundur í 7. deild á morgun (mánu dag) kl. 9, á venjulegum stað. Stjórnin. 9. deild. Fundur í 9. deiid á morgun (rnánu- dag) á venjulegum. stað og tíma. Áki Jakobsson, alþm., hefur um- ræðu. Stjórnin. . hölluðust hvort til sinnar hlið ar í styrjöldinni. Síðan hefur þó gangui stríðsins leitt til þess að meiri áherzla hefur rerið lög'ð á hlutieysið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.