Dagur - 08.08.1957, Blaðsíða 5

Dagur - 08.08.1957, Blaðsíða 5
Fimmíudagimi 8. ágúst 1857 D A G U R 5 Um várit qekk Helgi u Davíð Stefánsson frá Fagraskógi flutti minni Eyjafjarðar á fyrsta bændadegi Eyfirðinga „Þeir sem gengið hafa á Sólarfjöll, óttást ekki framar hinn miklavetur þeir hafa séð jörð sína og líf í nýju Ijósi og ganga öruggir til starfs. Það eru hinir sönnu og eilífu landnemar“ legum og andlegum efnum, að við gætum hiklaust horfzt í augu við umheiminn og borið höfuð hátt. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi stendur föstuni fótum í eyíirzkri mold og hef- ur aldrei slitnað úr tengslum við fortíð sína eða arfleifð. Átthagatryggð hans er við- brugðið og hann ann náttúru landsins af heilum hug. — Vaknandi jörð og vaxandi blóm, vængjaður gestur á vordegi, og ölduniðurinn við ströndina er lífsnautn haiis og aflvaki. Sigggrónar hend- ur eiga virðingu hans og oln- bogabörnin djúpa samúð. — Þess vegna munu ljóð hans lifa meðan sól vermir norð- lenzkar byggðir og þess vegna fær hann betri áheyrn í ræðustól en.aðrir menn. Þar sem hin ágæia ræða þjóð- skáldsins mun ekki auðfeng- in til birtingar, verða endur- sögð nokkur atriði hennar. — Skáldið minnti á söguna um fyrsta eyfirzka landnámsmann- inn, Heiga magra, sem fyrsta veturinn dvaldi á Hámundarstöð- um, en reisti síðan bú að Krist- nesi og bjó þar síðan. Helgi gekk á Sólarfjöll, er hann skyggndist um sveitir og valdi sér búsetu. Hann skýrði bæ sinn Kristnes í þakkarskyni við skapara sinn. Þá vék Davíð Stefánsson nokkr- um orðum að sjálfstæðisbarátt- unni og fengnu fullu frelsi og fullveldi og þeim geysilega fjör- kipp sem fylgt hefði frelsinu. — Túnin hefðu stækbað margíald- lega, skipastóllinn aukizt mjög ört og það sýndi sig, að arftakar Kelga hins magra væru forfeðr- unimi engir eftirbátar í mann- dómi. En á vélaöld skyldi varast mjög að láta mannsheilann sljóvgast. Menn yrðu öðru hvoru að taka fyrsta landnámsmanninn til fyrirmyndar og ganga á Sól- arfjöll til að öðlast víðari útsýn. Þá bar hann saman hin-' frið- sömu og hljóðlátu störf bænda, sem þó hafa tekið vélarnar í þjónustu sína, og hins vegar þeirra, er í stærra mæli en nokkru sinni fyrr, framleiða vít- isvélar og stela með því gæfu þúsundanna. Hann minnti á störf bænda og sjómanna, hugvit þeirra og harðfylgi til stórfelldrar sóknar við að auka gróðrarmátt moldar og draga feng úr djúpi. Eða hvort væri ekki þeirra hlut- skipti í meira samræmi við sanna menningu, en þeirra herfræðinga, sem sáðu sprengjum, er mann- kynið uppskæri hörmungar og tortímingu af? Hvort væri ekki staða bóndans virðulegri í hóg- værð sinni og í meiri snertingu og samvinnu við lífið sjálft? Bóndinn tæki ekkert af öðrum, sveitirnar væru enn og mundu verða hið nauðsynlega jafnvægi þjóðarinnar og gróðrarreitir ís- lenzkrar menningar, svo sem verið hefði til þessa. Flestir mestu gáfumenn og andans frömuðir væru fæddir í sveit og hefðu notið þar kyrrðarinnar og friðarins, sem mannssálinni, eins og blómunum, væri nauðsynleg til að gróa. „Búskapur á ekkert skylt við hernað eða happdrætti, eftir- sókn eftir vindi né verðlaunafýsn. Hann er hið hljóðláta og virðulega starf, sem veitir vel fenginn arð, ef allt gengur að óskum. Framleiðsla bóndans er ekki frá rieinum tekin. Hún uppskera jarðar og ávöxtur, lífsviðurværi heiðarlegra er manna, sem að loknu dagsverki geta gengið til hvíldar án alls samvizkubits. Starf bóndans er ræktun og friðarsíarf, and- stætt öfgum og rótleysi. Það stuðlar að jafnvægi þjóðfélagsins og andlegum þroska,“ sagði Davíð Stefánsson, m. a. í ræðurini. Oelgi altýsson: Hitðveif Og skáldið bað bændur að minnast þess, að þeir væru frjáls bornir menn, en hefðu þýðingar- miklu hlutverki að gegna, og heiglar mættu þeir aldrei vera eða haldnir minnimáttarkennd og að því skyldi ávallt stefnt, að allir nytu hæfileika sinna og krafta. „Einstaklingurinn varðar mestu. Án þroska hans er allur félags- skapur einskis virði,“ sagði ræðumaður. „íslenzk bændastétt jarf ekki að vantreysta gæfu smni. Erfiðleikarnir eru alls staðar, og það er líísins lögmál að hver maður verður að gííma við sín Grettistök í lífsbaráttunni. Og hver er of góður til að reyna lsrafta sína? Hver er borinn til 3css að flatinaga á dúnsvæflum og gleypa rjómafroðu og háma í sig kökur? Amlóðinn hefur bannfært sjálfan sig,“ sagði skáldið með áherzlu. a AKureyrar og pjoonyfing jar Ræðrimaður sagði, að því væri oft haldið fram, jafnvel af lærð- um mönnum, að ísland væri á takmöi'kum hins byggilega heims. Slíkt væri þó hin argasta lygi og fávíslegasta fleypur. Lífsbaráttan hefði aldrei bugað hinn íslenzka kynstofn, heldur eflt hann að manndómi og þroska. Hér væri að vísu svalt loftslag, en landið okkar væri aftur á móti laust við eitruð skorkvikindi og óargadýr. Einnig við hina ægilegu bruna hita, sem væri öllum kulda verri, flóðbylgjur, hitabeltissjúkdóma o. m. fl., sem hvarvetna væri við að stríða í heitum löndum. Þar þrifist líka leti og þýlyndi, er víða væru þjóðarlestir. Á íslandi hefðu menn æft og þjálfað huga og hönd og náð svo langt í verk- „Sólhvörf í .alvöru og gamni.“ (30. júní 1957.) Flugfélag íslands hefur snúið miðnætursólinni við, suður á bóginn. Og nú fer hún að láta sér nægja borgaralegan háttatíma. En árrisul er hún enn og a. m. k. 3—5 stundum á undan venjuleg- um Akureyrarbúum. Fyrri helmingur ársins er horf- inn í aldanna skaut. Og hinn síð- ari heldur hraðfari á eftir. Þeir koma aldrei til baka.-------- „Hitaveita Akureyrar" hefur í fulla tvo áratugi kitlað iljar bæj- arstjórnar Akureyrar og stöku sinnum raskað næturró hennar En tækifærin hafa þó til þessa laumast háttvíslega fram hjá, án þess að svipta hana svefni. Og vonandi mun öllu slíku ónæði senn lokið. A. m. k. mun „undir- ritaður“ senn hætta þeim ljóta sið sínum undanfarna áratugi, að gera bæjarstjórn Akureyrar „rúmrusk“, er hann tekur að sinna öðrum áhugamálum sín um á enn víðari vettvangi. En áður en riðið er úr hlaði, langar hann samt einu sinni enn til að drepa á nokkur atriði, — til íhugunar. Skyldi svo ólíklega reynast, að bæjarstjórn Akureyrar tæki skyndilega fjörkipp og falaði að láni hin nýju og stórvirku jarð- borunartæki ríkisins ásamt nauð synlegri, verkfróðri verkstjórn, er viðbúið að hin landsföðurlega forsjón brosi tvíræðu flokksbrosi út í annað munnvikið og segi sem svo: — Nei, bíðið nú agnarögn, piltar mínir! Ykkur liggur ekk- ert á, rétt núna, frekar en undan- gengna áratugi. — Nú ætlum við sjálfir að fara að bora! Og þá þurfið þið ekkert að vera að gaufa við þess háttar! En færi nú samt svo, að bæjar- stjórninni tækist ekki að festa svefninn á ný og færi að pota of- urlítið ofan í jörðina, upp á eigin spýtur, t. d. með vísifingri eða öðru skárra tæki, og væri komin allt að 100 m. niður úr 4” pípunni í dældinni upp undir Laugarhól, eða þar í nánd, þá myndi hún hugsa sér að halda áfram, — „því hér er þá sannarlega skollans óvæntur ylur!“ En þá er skyndilega kippt fast í taumana: Hin landsföðurlega forsjón kemur á ný til skjalanna og tilkynnir alveg broslaust: — Nei, hættið nú bara, dreng- ir! Hingað og ekki lengra! — Hér eruð þið bara farnir að fremja lögbrot fyrir opnum augum hæstvirtrar ríkisstjórnar og Guðs almáttugs! — Samkvæmt 8. gr. Laga um jarðhita (frá 1957) „á Ríkið allan rétt til umráða og hagnýtingar jarðhita, sem dýpra liggur eða sóttur er dýpra en 100 metra undir yfirborð jarðar! Og síðan setur sérfræðingur rík- isstjórnarinnar tappa í borholu bæjarstjórnarinnar nákvæmlega á 100 metra dýpi — til öryggis. Verður þá bæjarstjórn Akureyr- ar að kippa upp vísifingri sínum úr holu sinni, enda er hana tekið að svíða illa í góminn af hita rík isstjórnarinnar. — Og það er ekki lögum samkvæmt! Síðan snýr bæjarstjórn Akur eyrar hæglátlega heim aftur, sýgur putann og þakkar guði fyrir að eiga þó enn torfuna, sem hún stendur á! — Og guði sé lof, þá er hún þó 100 metra þykk svo að enn er eigi hætta á, að við brennum iljarnar í „lukkupotti“ ríkisstjómarinnar! — Og svo er nú líka tappinn — til allrar ham- ingju! — Og þar með er stórhættu bægt frá bæjarstjórn Akureyrar. Og árin hverfa í aldanna skaut ■ eftir sem áður? Helgi Valtýsson. Fyrir V/i mánuði var dauða refsing að nokkru leyti afnumin í Bretlandi. Síðan hafa verið framin meira en 50 morð þar landi, og telja margir, að fylgj endur dauðarefsingar fyrir öll morð muni bera algeran sigur úr býtum að lokum, en þetta hefur verið mikið hitamál á þingi og meðal almennings. Þykir reynsla undanfarinna mánaða ekki líkleg til þess að milda hug manna til glæpamannanna. Ræðumaður sagði, að nú myndi Helga magra vel líka, ef hann stigi niðui' af fjallinu og liti byggðir Eyjafjarðar, svo byggi- legar væru þær nú og manndóm- ur mikill í bændastétt. Hverri jörð væri skilað betri og lífvæn- legri í hendur afkomendanna og vinnugleðin væri enn hinn sanni fögnuður allra þeirra manna, sem lifðu og störfuðu með gróandi jörð. Ljúft væri og skylt að minnast forfeðranna og blessa þá, en það skyldu menn gera í störf- um sínum fyrst og fremst. Slíkt væri ekki neitt dekur við fortíð- ina, en aðeins virðing við arfleifð okkar. Davíð Stefánsson bað menn að lokum að vanrækja ekki að ganga á hin andlegu sólarf jöll, en það væri hverjum manni nauð- syn til að skynja fegurð lífsins og öðlast vizku til að elska skapara sinn. VEL AF STAÐ FARIÐ. Segja má að fyrsti bændadag- urinn í sýslunni hafi tekizt mjög vel og var það ágætlega til fund- ið að halda hann hátíðlegan í fyrsta sinn í þeirri sveit, þar sem landnámsmaður byggðarinnar, Helgi magri, hafði búsetu í upp- hafi. Þá mun það hafa heppileg áhrif að unga fólkið var virkur þátt- takandi innan Ungmennasam- bands Eyjafjarðar. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.