Vestri


Vestri - 24.12.1904, Blaðsíða 3

Vestri - 24.12.1904, Blaðsíða 3
8. tbl. V E S T R 1. Dönsk blöð um ísland. -->CK--- Ótal ferðapistlar liafa verið skrifaðir í útlend blöð um ísland í sumar og haust. I j-Roskilde Dagbladí kom fregnpistill 18/i0, eptir mann sem staddur var í Rvík við kosningarnar í haust. Hann byrjar á þessa leið: »Þessa síðustu daga hefir Rgið við að kviknaði í Reykjavík. Venjulegast er hitastig þjóðar- innar fremur kalt eins og lopts- lagið. En við kosningar, einkum alþingiskosningar! Já, þá verður maður þess opt var, að ísland er eldland. Þá gýs bæði Hekla og Geysir í lunderni þjóðarinnar; svo heitan eld, eins og þann sem glóð hefir og funað upp. logað, snarkað og skotið neistum í nyrzta höfuðstað Danaveldis, hefi jeg aldrei þekkt áður. Landvarnar- flokkurinn og beimastjórnarflokk- urinn, hafa síðan ráðherrann var skipaður, blásið svo kappsamlega að glæðunum að mælirinn hefir staðið langt fyrir ofan 0°. Ókunn- ugir hafa mátt gæta sín að sviðna ekki milli þessara manna, sem að eðlisfari eru þó alls ekki nær- göngulir.« Því næst minnist hann á götu- Ijósin í Rvík, sem honum þykir ekki dýrðleg, nema þetta eina fram undan kirkjunni sem hann heldur að muni kveykja í öllum íbúunum, því sumir vilji sjálfsagt leggja niður gömlu steinolíuljósin og taka upp þessi nýju, en aðrir haldi fast við hið gamla. Svo minnist hann á Hafnarfjörð, sem honuLn þykir mjög merki- legur, bæði fyrir landslagið — hraunið — og raflýsinguna. En yfir höfuð að tala er grein þessi fremur efnislitil, en einstaklega tjörlega rituð. Síðustu fregnir frá Port Arthur, segja Stössel yfirforingja Rússa sjúkan, og vistaskort og vandræði í borg- inni. Rússneskir hermenn farnir að strjúka, — Heldur hlje á að- sókninni, en hvorirtveggja í óða önn að grafa jarðgöng. Japanar í því skyni að koma tundurefni inn undir kastala Rússa til að sprengja þá í lopt upp, en Rússar til að geta sprengt upp jörðina undir fótum Japana, þegar þeir nálægjast borgina. Umferðarkennsla. Búnaðarfjelag íslands hefir í vetur veitt ungfrú Jónínu Sigurð- ardóttir frá Draflastöðum, styrk til umgangskennslu í Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslum. Námstíminn er um J/2 mán. á hverju heimili, og safnast konur og ungfrúr sam- an úr nágrenninu til að njóta kennslunnar. Aðal-áherzlan er lögð á að kenna matreiðslu. Hefir hún að sögn verið vel sótt það sem af er vetrinum. Veðurathuganir á ísafirði. 1904 n t7/ig Kaldast að nótt- unni (C.) Kaldast að degin- um (C.) Heitast að degin- um (C.) Sd. 11. 1,2 fr. 2,4 fr. 0,4 fr. Md. 12. 6,4 - 4,0 - 1,6 - Þd. 13. 0,0 — 1,0 hiti 3,0 hiti Md. 14. 0,0 — 0,8 - 0,4 - Fd. 15. 6,0 — 3,0 fr. 1,8 fr. Fd. 16. 1,0 - 8,0 hiti 3,2 hiti Ld. 17. 2,2 - 2,7 - 0,6 — Vpiðihinflirinn áSæt smásaga, fæst: VfllUlþJUIUIIIIII, prentsmiðju Yestra. Rakarastofunni verður lokað kl. 6 e. m. á aðfangadag jóla og Jóladaginn. En opin til kl. 12 á annan jóladag. 4 hundruð, eða ef til vill 6 hundr., af jörðinni Efstidalur í Ögurhreppi, eru laus til ábiióar, frá næstkomandi fardögum. Jörðin er fyrirtaks heyskapar- jörð. Mjög grasgefnar og hey- góðar slægjur, og stutt til þeirra. Semjið sem allra fyrst við skip- stjóra Einar Jónsson á ísafirði. ísafirði, g. nóv. 1904. Jón Auðun Jónsson. Soplius J. Nielsen tekur á móti pöntunum fyrir verzlunarhúsið I. BRAUN Hamborg á hverjum degi. Sy nishorn og verðlistar með myndum ávalt til sýnis. Kaupendur VESTRA hjer í nágrenninu, eru beðnir að vitja blaðsins á prentsmiðjuna, þegar þeir eru á ferð hjer í bænum. VESTRI kemur út: eitt blað fyrir yiku hverja minnst 52 blöð yfir árið. Verð árgangs- ins er: hjer á landi 3,50, erlendis 4,50 og í Ameríku 1,60 doll. Borgist fyrir lok maímánaðar. Uppsögn er bundin við árgang og ógild nema hún sje komin til útgef. fyrir lok maímánaðar og uppsegjandi sje skuldlaus fyrir blaðið. Jörð til sölu eða ábúðar, 8 hundruð, að fornu mati, f jörðinni Krossnes í Arneshr. I Standasýslu, fást til kaups, eða ábúðar í neeatu fardögum. Jörðin er bezta hlunnindajörð, reki, hrognkeisaveiði, góðar slsegjur og er löggiltur verzlun* arstaður (Morðfjörðuír). öemja má við undirritaðan eða hr. Guðm. Pjetursson ■ Ófeigsfirðl. ísafirði, 22. des. 1904. Benjamín Jóhannesson. iohundr., eða ef um semur *• hundr., að fornu mati, í jörðinai Heydalur, fæst til ábúðar frá næstk. fardögum — 1905. Jörðin er fyrirtaks slægna-jörð og tún grasgefið og sljett. Agæt- lega hýst og yfir höfuð að tala. eru mjög miklar húsa- og jarða- bætur á jörðinni og hún því ákaf- lega sætileg með sínum góðu og miklu engjum og skógi. Semja ber við Runólf bón4e Jónsson í Heydal. ísafirði, 9. nóv. 1904. Jón Auðun Jónsson. HSy* Mig er að for- fallalausu að hítta heima kl. 11—1, daglega, á öðrum tím- um óvíst. ísafirði, 10. desember 1904. D. Sch. Thorsteinssöi. Prentsmiðja „Vestra“. 32 James þegar hann ög faðir hans — voru eptir tveir eínir. »Hvers vegna ijest þú mig ekki tala við manninn áðan.« »I’aö helði ekki Jeitt neitt gott af sjer,« svaraði Stand- arton. »Hann var alveg óður — og var jafnvel með hótj anir. Svo missti jeg þolinmæðina og skipaði honum út úi mínum húsum. En jeg óttast að jeg sje ekki alveg laus við hann enn þá.« »Er ómögulegt að fá þig til að segja mjer ástæður að þissu sambandi ykkar?« spurði Jim. »Ja jeg hefi verið að hugsa um það,« svaraði faðir hans. Og er nú kominn að þeirri niðurstöðu að það væri máske rjettast — þótt það fái mikið á þig — að segja þjer allt eins og það er. — En ekki í kvöld sonur minn! Þú verður að hat’a þoiinmæði til morguns þá skal jeg segja þjer það. Góða nótlL Þeir tókust f hendur eins og !þeir voru vanir og buðu hver öðrum góða nótt. Morguninn eptir var Jim snenuna á fótnm. Hann leit ePtir í hesthúsnnuai og var úti til mirgunverðar. Þegar har.n var kominn inn í anddyrið mætti hann Wilken sem k°m þjótandi á móti honum náfölnr í framan. »6uð hjálpi okkur herra,« sagði hann í hásum róm »í guðs nafni flytið yður upp til föðnr yðar.« »Hvað hefir komið fyrir?« spurði Jim, sem á útliti þjónsins sá að eitthvað sjerstakt myndi um að vera. En þjónninn svaraði ekkí en hljóp upp stigann við hlið- ina á Jim opp f svefnherbergi Standartons. Sú sjón sem þeir sáu þar gleymdi Jim ekki meðan hann lifði. Faðir hans lá dauður í rúminu. Augun voru °pin og horíðu með óttasvip út í loptið og hendurnar voru krepptar eins og af krampa-dráttum. Beggja megin á háls- inum var litiil dökkblár blettur. Þessir blettir töluðu ljósara en nokkurt vítni. Vilhjálmur Standarton hafði verið kyrktur. 29 i sameiningu jfundið upp eitthvað ráð til að losna við mann- inn.» »Nei, þaðj er ekkert undanfæri. Hann hefir náð á mjer tökum sem hann aldrei vill sleppa.* »Jeg v i 1 ekki trúa þvi pahbi að hann þekki neitt óheiðarlegt um þig,« sagði Jim. »t>að er alveg rjett, sonur minn,« svaraði Standarton. »Hann þekkir ekkert það um mig sem getur ryrt æru mina, og það vona jeg að enginn geri. — En við skulum nú sleppa þessu! Jeg skal einhverntíma segja þjer alla þessa leiðindasögu. En að ein$ ekki núna. Trúðu mjer sonnr minn þegar jeg segi þjer að því er hezt komið þannig.« »Hvað ætlarður þjer þá að gera?« »Finna hann og kanpa hann burtu enn einu sinni — held jeg helzt. Þá fæ jeg frið í nokkra rnánuði. — Veiztu hvar hann býr?« »í Flugdrkeanum,* svarað> Jim. »Þá er bezt að gera honum boð og segja honum að hann megi koma hingað. En farðu uú inn og hafðn fata- skipti. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur vegna þess arna.« Það var heldur dauft við n iðdagsborið. Gamli Stand- arton var þur og þögull og það lá ekki hótinu betur á Jim. Alika reyndi að fá á stað samræður en það var árangurslaust. Meðan verið var að borða kom loks atvik fyrir sem rauf þögnina. Það heyrðist voðalegt angistaróp, er berg- málaði í öllu húsinu og litlu siðar annað til. »Guö minn góður hvað getur þetta verið,« sagði Stand- arton, og stóð upp og flytti sjer út úr stofunni og börn hans á eptir honum. »Það var uppi á efsta lopti,« sagði þjónninn og hljóp upp. Tilgðta hans reyndist alveg rjett, þvi þegar bann kom npp á gai ginn far n har n eina vinnukonuna í óngviti á

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.