Vestri


Vestri - 24.12.1904, Blaðsíða 1

Vestri - 24.12.1904, Blaðsíða 1
! i — VESTRI. Otgefandifog^ábyrgðarmaður:J’Kr.^H. Jónsson. IV. árg. ÍSAFJÖRÐUR, 24. DESEMBER 1904. Nr. 8. Ástandið í Rússlandi. (Framh.) Stríðið kostar ógrynni fjár. Gullforði ríkisins hverfur eins og snjór fyrir sól og regni. Fyrstu 5 mánuðina hefir það kostað að minnsta kosti 1600 miljónir kr. Eins árs stríð ætti eptir þessu að kosta jafnmikið og allar tekjur ríkisins eru í tvö ár. En ekki hverfur hinn mikli stjórnarkostn- aður fyrir stríðið. Eitt ófriðar ár er því jafn dýrt fyrir þjóðina og þrjú friðar ár. Stór-auðug þjóð hlyti jafnvel að finna stórkostlega til kostn- aðarins við ófriðinn, hvað má þá segja unt þjóð sem fyrir fram er komin á knje af fátækt, og sem hefir að eins getað með mestu örðugleikum lifað svo sparlega, að sálin hefir með naumindum getað haldist við í líkamanum. — Þar sem svo er ástatt sýnist ókleyft að eyða jja ára tekjum á einu ári. — Þar að auki bíða nú tekjur ríkisins svo mikinn halla, síðan varð að hætta iðnaði og ýmsu því, sem gaf einna beztar tekjur. Fjármálaráðherrann verð- ur að taka lán til strfðskostnað- arins en hvar fær hann svo tekju- greinar til að borga lánið með þegar iðnaður og verzlun er komið í slíka niðurlægingu? En of-svart skal maður samt ekki líta á ástandið í Rússlandi við endir ófriðarins — hvort sem það á nú langt eða skammt í land. — Eptir strangar þrauta- tíðir ná þjóðirnar sjer venjulegast fljótt aptur, þegar vandræðunum ljettir. Strax og stríðinu er lokið og samgöngurnar til Siberíu lag- ast aptur, taka verksmiðjurnar apt- ur til starfa. Þar að auki er láns- traust ríkisins enn í góðu lagi og það er mest vegna þess að þeir vilja fá lánin með svo góðum borgunarskilmálum, að nú sem stendur gengur erfiðlega að fá þau. — Fjármálaráðherranum er nú gefið að sök að hann gefi ærið mikið út af seðlum sem ekki sjeu sem bezt tryggðir og gæti það haft miður heppilegar afleið- ingar. Hinn mikli kostnaður við ófrið- inn er þó í raun og veru ekki eins ískyggilegur fyrir Rússland, eins og fatæktin og eymdin sem undir var meðal þjóðarinnar, sem áður var hætt að geta risið undir skattabyrðinni. Fyrir fjörutíu árum, eða áður en bænda ánauðin var afnumin, var ástandið meðal bændanna jafnaðarlega miklu þolanlegra en nú. Þá bjó hann í rúmgóðum húsakynnum, hafði nægileg búsgögn og yfirfljótan- legan eldivið. Föt, skæði og sængurföt fjekk hann á herra- garðinum, af því sem þar var lagt niður. Nú býr hann í óhrein- um og þröngum húsakynnum undir sama þaki og húsdýr þau og búpeningur sem hann á eptir. Til fata og fæðis fyrir sig og sína, og til að halda við húsum og áhöldum og borga rentur og afborganir hefir hann 45 aura á dag. — Til fæðis fyrir sig og sina verður hann að komast af með 12 aura á dag! Það sýn- ist ómögulegt að þvinga slíka fátæklinga til að borga hærri skatta. Það sýnist jafnvel ólík- legt að hægt verði að pina út úr þeim jafnmikið og hingað til til lang-frama. Að ríki sem hefir yfir 400 milj. íbúa gæti lengi unað við slík kjör og hjer er lýst, sýnist mjög ótrúlegt. Það hefir um mörg ár verið almenn tilgáta að bráttmyndi rísa upp bylting mikil í Rússlandi og ófriðurinn við Japani hefir gert slíkt enn líklegra. Menn geta varla trúað því að stjórnar- fyrirkomulag, sem gengur þvert á móti vonum, þrá og eðli roanns- ins geti á þessari upplýsingaöld átt langan aldur. En þess ber eð gæta að upplýsing og menntun er á afar-lágu stigi í Rússlandi og stjórnin hefir reynt að kvía þjóðina — að minnsta kosti al- þýðupa — frá öllu slíku. Eins og vjer reynum að verjast út- breiðslu mislinganna. Hún skilur það, að meðan að þjóðin ekki hefir þekking á því að hún sje ver stödd eða meira undirokuð en aðrar þjóðir, muni hún sætta sig við kjör sín, sem eðlilegt og óumflýjanlegt ástana. Stjórninni hefir líka furðanlega tekist að binda fyrir augu þjóðarinnar og á síðari árum hafa það einkurn verið stúdentarnir sem hún hefir átt örðugt með. En þeir eru svo fáir að henni hefir furðanlega tekist að drepa allar frelsishreyf- ingar þeirra og þá sem verða embættismennþarfstjórnin sjaldn- ast að óttast, við þá hefir hún bæði tögl og hagldir. Nikulás fyrsti kom fyrst á þessu fyrirkomulagi, sem nú ríkir í Rússlandi. Hann skildi vel hve almenn menntun mundi hafa að þýða og vildi í byrjun útibyrgja hana. Alexander annar var frjáls- lyndari og vildi jafnvel bæta kjör hinna vesælustu þegna sinna. Hann ljetti af*.- bænda-ánauðinni en hjelt áfram einveldinu, oggerði alls enga tilraun til að koma þegnum sínum í skilning um þegnrjettindi — frelsi. Síðan hann fjell frá hefir enginn stigið spor í áttina til þess að undirbúa þjóðina undir frjálsara stjórnar- fyrirkomulag og blessun þess. — Það er sí og æ endurtekið að þjóðin sje ekki vaxin frjálsara stjórnarfyrirkomulagi, en ekkert er þó gert til að undirbúa þroska hennar í því efni. En þrátt fyrir tilraun stjórnar- innar að útiloka alþýðuna frá allri menntun, hefir henni þó borist næg skíma til þess að verða óánægð með fyrirkomulagið. -- Það fór fyrst að bera á þessari óánægju kringum 1860 þegar Nihilista hreyfingin braust út. A ríkisstjórnarárum Alexanders II. óx hreyfing þessi si og æ þar til Nihilistum 1881, auðnaðist að ráða keisara af dögum, og var það óhappaverk þeirra, því hann hafði ávalt farið vægilega í sak- irnar við þá. Þegar Alexander 1H. kom til ríkiS; varð annað ofan á. Þeir voru ofsóttir á allan hátt, þar til þeir virtust alveg úr sög- unni. En upp af glóðinni sem þeir höfðu kveikt lifnuðu nýir neistar. Fjelög mynduðust undir ýmsum nöfnum, til að fullgera það verk er þeir höfðu byrjað. Og þessi fjelög hafa fjölgað og vaxið ár frá ári og sú stund nálg- ast óðum að kraptar þeirra og vald ráði svo miklu að þau geti brotið niður allt sem setur sig upp á móti hugmyndum þeirra. Nú er komið á fast skipulag meðal allra byltingarflokka í Rússlandi, því þeir eru margir og með mismunandi skoðunum. En þrátt fyrir það hafa þeir allir samband sín á milli og hafa allir eina yfirstjórn. Þar að auki er fjöldi fólks sem þykir núverandi fyrirkomulag óþolandi, þótt ekki sje það í neinum lögskipuðum fjelagsskap, af ótta fyrir stjórn- inni, og myndi það taka höndum saman við byltingarmenn, straX og þeir ljetu skríða til skara. Fjelagsskapur þessi er alþjóð- legur í eðli sínu og kvíslast út um allan heim. í honum eru menn af öllum stjettum, en eink- um stendur hann föstum fótum við háskólana. Flestir rússneskir stúdentar við erlenda háskóla eru í þessum fjelagsskap. Heima í Rússlandi sjálfu er fjöldi bylting- armanna, bæði herforingjar og hermenn, bæði í landher og sjóher tollþjónar og lögregluþjónar og ýmsir eptirlitsmenn stjórnarinnar. Þeir finnast jafnvel í höll keisar- ans og meðal ráðgjafa hans. — Ymsir af mestu mönnum Rúss- lands eru foringjar byltingar- manna, vísindam.enn, læknar, efna fræðingar og flestir stúdentar. Hvað bændunum viðkemur þá gera þeir það sem þeim er sagt. Nú sem stendur hlýða þeir keis- aranum og prestunum, en þeir verða fyrstir manna til að hlyða boði byltingarmanna ef á þarf að halda. Byltingarmenn hafa mikið fylgi í hernum. Meðal hersins í Mand- churiet eru ýmsir hermenn sem hafa skuldbundið sig til að gera enga Japanska konu að ekkju. Álíta margir að slíkt eigi tals- verðan þátt í óförum Rússa. Hinum rússnesku byltingar- mönnum er stjórnað af 12 manna nefnd. Formaður hennar er nafn- frægur doktor og háskólakennari. Hann er fálátur maður með framúrskarandi hæfilegleika. Aðr- ir nefndar menn eru þýzkir háskóla- kennarar nálægt landamærum Rússlands. Þeir halda enga fast- ákveðna fundi, en koma saman eptir þörfum og ástæðum. I þeirra höndum er líf hinna rússn- esku ráðherra og landstjóra. — Plehwe var dæmdur til dauða af þeim. í hverju einasta umdæmi í Rússlandi er fastskipaður f jelags- skapur meðal byltingarmanna, sem stjórnað er af nefnd manna. Daginn eptir að Plehwe var myrtur fann keisarinn lokað brjef frá stjórn byltingarmanna á borð- inu í einka herbergi sínu. Hver hafði komið brjefinu þarna inn? Leynilögreglan stendur alveg ráðalaus uppi gagnvart þessum víðtæka fjelagsskap. Byltingarmenn í Rússlandi bíða að eins eptir skipun frá yfir- stjórnendum sínum með að hef jast handa — og nú virðist mörgum tíminn kominn. — Kostnaðurinn við ófriðinn, sem leggst á hina fátæku þegna, ófarirnar, örvænt- ingin, eyrðarleysið og óánægjan með embættismennina, leggst allt á eitt að auka vantraust og óvild til stjórnarinnar. Nokkrir eru svo ákafir að þeir hafa þegar gert upphlaup. — En hinir ein- drægu byltingarmenn bíða ró- legir eptir skipun. (Að mestu þýtt) 1

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.