Umferð - 01.11.1964, Side 11

Umferð - 01.11.1964, Side 11
1 Frá afmælishófi félagsins að Hótel Sögu. Pétur Sigurðsson, ritstjóri flytur aðalræðu kvöldsins. efndi BFÖ hér á landi til veglegs afmælishófs, er hald- ið var að Hótel Sögu. Hófið var fjölsótt af félagsmönn- um BFÖ og fulltrúum aðalþingsins. Meðal gesta í hóf- inu voru borgarstjórahjónin, Geir Hallgrímsson og frú. Veizlustjóri var Sveinbjörn Jónsson, forstjóri. I hófinu sýndi Björn Pálsson flugmaður fagrar lit- skuggamyndir frá ýmsum stöðum á landinu þar á meðal af Öskjugosi og Surtsgosi. Margar ræður voru fluttar en aðalræðuna flutti einn aðalhvatamaður að stofnun BFÖ hér á landi, ræðu- snillingurinn Pétur Sigurðsson, ritstjóri. Um kvöldið sæmdi stjórn Norðurlandasambands bindindisfélaga ökumanna þá Sigurgeir Albertsson form. BFÖ og Ásbjörn Stefánsson, framkvæmdastjóra BFÖ, gullmerki sambandsins. Erlendu fulltrúarnir, sem hingað komu ferðuðust talsvert um nágrenni Reykjavíkur svo sem til Hafnar- fjarðar, Borgarfjarðar og austur um sveitir, m.a. til Þingvalla, að Gullfossi og Geysi, til Selfoss, Hveragerð- is o.fl. staða. í fylgd með þeim voru íslenzkir hugsjónabræður, og höfðu þátttakendur mikla ánægju af þessum ferða- lögum. Einn daginn bauð borgarstjórinn í Reykjavík og frú hans, þingfulltrúum til kaffidrykkju í húsakynnum borgarráðs að Skúlatúni 2. Þá bauð Sveinbjörn Jónsson, forstjóri Ofnasmiðj- unnar, hinum erlendu fulltrúum ásamt nokkrum ísl. félagsmönnum til hádegisverðar að Hótel Borg, en að hádegisverði loknum bauð hann hópnum til Hafnar- fjarðar sérstaklega til að skoða hinn sérstæða sælu- reit Hafnfirðinga — Hellisgerði. Sama dag var skoðuð m.a. hitaveitustöðin að Reykj- um í Mosfellssveit. ILAKJfí SELUR BILA Rauðará, Skúlagötu 55, sími 15812 UMFERÐ 11

x

Umferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.