Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 14

Umferð - 01.11.1964, Blaðsíða 14
JÖRÐINA Taunus 17M/20M. Nýr Taunus hefur nú birzt frá Fordverksmiðjunum í Köln. Er hér um að ræða nokkuð breyttan vagn frá hinum nýtízkulega Taunus 17M, sem Ford kynnti 1961 og náð hefur miklum vinsældum og verið allmjög ráðandi „lína“ í bílaiðn- aðinum (samanber Consul Corsair, Opel Rekord 1964). Hinn nýi vagn er þó nokkuð breyttur, línurnar beinni og flatari, vélarhlífin ný og breiðari, með luktunum innbyggð- um lengst út í hlífarjaðrana. Stuð- arar eru þó hinir sömu og fyrr, end- arnir beygjast upp og enda í park- ljósum að framan og afturljósum að aftan. Vagninn hefur einnig lengst um 13,3 cm og breikkað um 4,5 cm. Nú hafa allar gerðir af Taunus fengið V vél, hinn fyrsti var hinn nýstárlegi framhjóladrifni 12M Cardinal með V4 vél. 1 nýja 17M er einnig V4 vél, 1,7 lítri að stærð, Taunus 17M og 20M fást bæði 2ja og 4 dyra, sem venjulegir fólks- bílar (sedan) eða stationbílar. Og eftir myndum að dæma er hér um virkilega snotran vagn að ræða. Renault 1500. Nýr Renault mun vera væntan- legur á bílamarkaðinn, þó ekki fyrr en næsta haust, eftir því sem sænska blaðið Motorföraren herm- ir. Hinn nýi Renault, sem ber nafn- ið 1500, verður með vélina að fram- an og framhjóladrif, sem er býsna mikil nýjung hjá Renault, því hann hefur yfirleitt verið með vélina aft- ur í og drifið á afturhjólunum. Nýi Renaultinn, sem verður fjögurra dyra eins og aðrir Ren- aultar, verður mjög nýstárlegur í útliti, sameinar í einn vagn bæði venjulegan fólksbíl og stationbíl, og farangursrými verður gott, eft- ir myndum að dæma. Annars hafa engin tæknileg atriði verið gefin upp enn og verð óvíst einnig. 78 SAE hestöfl við 4.800 snúninga. Hægt er að velja milil 3ja og 4 gíra gírkassa, heils framsætis eða stóla. Dekkjastærð 640x13. Taunus 20M er með nýjan V6 hreyfil, 1.998 cm’ að stærð, 95 SAE hestöfl við 5.300 snúninga. Vagn- inn er þriggja eða fjögurra gíra, eftir vali kaupanda, og einnig er hægt að fá 20M með sjálfskiptingu. Austin með Rolls Royce vél. Eins og öllum er kunnugt eru Rolls Roce vélar þekktar fyrir gæði og hafa þeir smíðað m.a. hinar vel- þekktu flugvélahreyfla, sem eru í Viscount og Canadaair vélunum. Nú hafa BMC bílaverksmiðjurnar ensku hafið framleiðslu á lúxus gerð af Austin, sem ber nafnið Vanden Plas Princess 4 litre R, og er þessi nýi vagn með Rolls Royce vél. Vélarblokkin og lokið (heddið) eru úr aluminium og vegur vélin aðeins 200 kg. Vélin er 175 hestöfl við 4.800 snúninga, með sjö sveifar- áslegum og vökva undirlyftur sem sjáffkrafa stilla ventlabilið. Út- blástursventlar eru úr spesialstáli og í vélarblokkinni sjálfri, þ.e. eru hliðarventlar, en innsogsventlar eru af toppventlagerð, með stóran diameter og gangur vélarinnar er mjög mjúkur og hljóður, þrír sér- stakir hljóðdemparar eru á vagn- inum, þannig að vélarhljóðið er mjög lágt, jafnvel þótt ekið sé með yfir 160 km. hraða, eftir því sem sagt er. Vagninn er með handunn- inni lúxusinnréttingu, mælaborð úr valhnotu, ekta leðurklæðning og framstólar af hægindastólagerð o. fl. fínheit. Allir vagnar eru með sjálfskipt- an gírkassa, vökvastýri og vökva- hemla, diskahemla að framan og borðahemla að aftan, sjálfstillandi. Um verð á þessum lúxusvagni vitum við ekki, en það verður án efa mjög hátt og vafasamt er, hvort við fáum nokkurntíma að sjá hann hér á landi. Nýr Peugeot, — nýr Fiat. Þá hefur einnig heyrzt, að vænt- anlegur sé bráðlega á franskan markað nýr Peugeot smábíll, í millistærðarflokki þó, sem einnig ku verða með framhjóladrif og vél- ina þversum framan í. Ekki er okk- ur kunnugt um útlit hans eða önn- ur tæknileg atriði. Og Fiat hefur Framh. á bls. 18. 14 UMFERÐ

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.