Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 12

Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 12
12 UMFERÐ t---------------------------------- UMFERÐ Tímarit Bindindisfélags öku- manna um umferðarmál. Ábyrgðarmaður: Sigurgeir Albertsson. Ritnefnd: Framkvæmdaráð B.F.Ö. Skrifstofa blaðsins og Bindindis- félags ökumanna Klapparstíg 26. Sími 1-32-35. > _________________________________/ forseti Benedikt Bjarklind, ritari Ás- björn Stefánsson og gjaldkeri Jens Hólmgeirsson. 1 framkvæmdaráð voru kjörnir, auk forseta, sem var sjálf- kjörinn, varaforseti og ritari. DEILDIR: Deildir B.F.Ö. eru nú átta talsins. Þær eru: Reykjavíkur- og Hafnarfjarðardeild. Formaður Helgi Hannesson. Akranesdeild. Formaður Óðinn S. Geirdal. Hveragerðisdeild. Formaður Jóhann- es Þorsteinsson. Húsavíkurdeild. Formaður Þorvald- ur Árnason. Akureyrardeild: Formaður Ragnar Steinbergsson. Gerðadeild. Formaður Vilhjálmur Halldórsson. Skagafjarðardeild. Formaður Magn- ús H. Sigurjónsson. Stykkishólmsdeild. Formaður Ingv- ar Breiðfjörð. Deildirnar hafa leist ýmis störf af höndum, bæði varðandi fjölgun félaga og útbreiðslu. Sumar hafa látið til sín taka þegar með umferðarmál, svo sem fyrst og fremst stærsta deildin í Rvik-Hafnarfirði, Húsavíkurdeildin, Stykkishólms- og Skagafjarðardeildir. Flest aðal- eða heildarstörf hafa þó verið unnin af sambandsstjórn, en störf deildanna sjálfra munu fara ört vaxandi. Nýjar deildir eru væntanlegar viða um land á þessu ári og er sú fyrsta þeirra nú að hlaupa af stokkunum í Ólafsvík og Sandi. Framkvæmdarstjóri B.F.Ö. hefur nú ráðið framkvæmda- stjóra frá og með 1. febrúar 1958 að telja. Er það Ásbjörn Stefánsson rit- T Kæri félagi! Um leið og vér send- um þér fyrsta tölublað „Umferðar", viljum vér ávarpa þig nokkrum orðum. Þegar þú gerðist félagi B.F.Ö., hefur það vafalaust vakað fyrir þér, fyrst og fremst, að styrkja félagsskap, sem þú taldir nauðsynlegan. Þér hefur vafalaust verið Ijóst, í hve mikinn vanda hinn sívaxandi bilafjöldi og um- ferðarþrengsli eru að setja okkur öll. Þú hefur haft trú á því, að B.F.Ö. væri félag, sem með tíð og tíma, og í samvinnu við aðra rétta og velvilj- aða aðila, gæti leyst þann vanda að einhverju leyti. Þú vilt því vafalaust að B.F.Ö. eflist og vaxi, og þú getur gert mikið til þess að svo verði, bæði með því að vera sjálfur fyrirmyndar félagi og með því að útvega nýja fé- L FÉLAGA B.F.Ö. laga. Sá áhugi, sem sprettur af hug- sjón og þau verk, sem af þeim toga eru spunnin, verða jafnan heilladrýgst. Og það er vissulega góð og mikil hug- sjón, að vilja vinna bug á voða þeim, er af nútíma umferð stafar, og finna úrbætur á því sviði. En B.F.Ö. mun gefa þér meira en ánægjuna af þvi að vinna að góðri hugsjón. Það vinnur nú öfluglega að hagkvæmum bílatryggingum fyr- ir félagsmenn. Það veitir þér þeg- ar ókeypis þetta blað og mun veita þér sívaxandi þjónustu á ýmsum svið- um eftir því sem hagur félagsins vex og blómgast. Með því að vinna fyrir B.F.Ö. eflir þú þess vegna eigin hag um leið og þú leggur góðu málefni lið. ari sambandsins. Skrifstofa félagsins og „Umferðar" mun fyrst um sinn verða til húsa að Klapparstíg 26, 1. hæð til hægri. Verður skrifstofan op- n dag hvern frá kl. 5—7 e. h„ nema laugardaga frá kl. 1—3 e. h. Orðsending St j órn Reyk j a víkur-Haf narf j arðar- deildar B.F.Ö. hvetur félaga sína ein- dregið til að gera nú þegar skil á ógreiddum félagsgjöldum til gjaldkera deildarinnar, Jóns B. Helgasonar, kaupmanns, í verzlun hans að Vestur- götu 27. Til athugunar Gáðu vel að þér áður en þú „tekur fram úr“. Ef bíllinn, sem þú ætlar fram fyrir er á verulegri ferð, þá gættu þess að aka ekki fram fyrir hann, nema enginn bíll sé á móti a. m. k. næstu 400 metrana. Mundu, að sá bílstjóri gáir ekki vel aö, sem ekki gáir aftur fyrir sig við akstur. Spegillinn er til þess. Góður ökumaður hefur ætíð „annað augað“ á honum. Hafðu góðan spegil og gættu að því, að hann sé ætíð rétt stilltur. Afturrúðu sé haldið eins gagnsærri og unnt er, sumar og vetur. Útispeglar eru ágætir og eiginlega nauðsynlegir, einkum á vetrum. Það eru undur, hve margir hirða litið um að sjá vel aftur fyrir bílinn; af því stafa mörg slys. Ef að hvellspringur hjá þér á fram- hjóli á verulegri ferð, þá varastu að bremsa alveg strax. Gríptu stýrið af öllu afli og einbeittu þér að því að halda bilnum á veginum; gefðu hon- um dálítið um leið. Svo má bremsa, varlega — ítrekað. Mundu, að hættulegt er að bremsa snögglega og mikið í mikilli hálku. Bremsaðu ítrekað — lítið í senn. Aktu beygjur með hraðaaukningu. Byrjaðu beygjuna á hægri ferð, en auktu hraðann jafnt og þétt í allri beygjunni, án þess þó auðvitað að fara of hratt í lokin. Við þetta liggur bíllinn mikið betur og fólkið þrýstist niður í sætin. Mikil hemlun í beygjum er hættuleg, einkum í lausamöl og hálku.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.