Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 9

Umferð - 01.02.1958, Blaðsíða 9
UMFERÐ » „ÖKUBYTTA" Nýr bíll í G.M.-„fjölskyIdunni" Ope(-$ecorcl me i 100 endurlótum Allir kannast nú við orðið „ökuníð- ingur“. Það er þó ekki ýkja langt síð- an þetta orð var nýyrði I máli voru, en nú hefur það unnið sér þar fullan þegnrétt. Þetta er ágætt orð, þótt und- an svíði þeim, er hafa unnið til nafn- giftarinnar. Þannig þurfa þau orð að vera, sem ætlað er slíkt hlutverk sem þessu orði. Með yfirskrift þessa greinarkorns kynnir „Umferð’’ nýyrði í máli voru. Það er orð, sem tunga vor hafði fulla þörf fyrir og hefur beðið býsna lengi eftir. Það hefði maður þó mátt ætla, að þeir lærðu orðasmiðir, er fyrir ekki alls löngu létu á þrykk út ganga, á kostnað Háskóla íslands, nýyrðið: ,,vínstúka“, hefðu ekki látið lengi biða eftir slíku orði. En nú þurfa þeir ekki lengur að brjóta heilann um slikt orð, því að ekki leyfi ég mér að væna þá um það, að þeim hafi ekki verið ljós þörfin fyrir slíkt nýyrði, þótt þeir hafi ekki enn komið auga á hið rétta orð. Andinn er ekki ætíð reiðubúinn, ekki sízt ef menn hafa ofreynt hann. Líklega hafa þeir ofreynt sig á „vín- stúkunni“. En undarlega lengi hefur þetta þó vafizt fyrir þeim og sannast nú enn einu sinni hið fornkveðna, að „skýzt þótt skýrir séu“. Þótt þetta nýyrði sé raunar svo ljóst, að engra skýringa sé þörf á því, þykir þó rétt að skýra það nánar. „Ökubytta": sá, sem ekur bifreið, eða öðru áþekku farartæki, undir á- hrifum áfengis. Merking þessa nýyrðis er víðtæk og skiptir því engu máli, hvort um einstakan verknað er að ræða, eða ítrekaðan verknað, hvort áfengisáhrifin eru mikil eða lítil. Orð- ið „bytta" er fyrir löngu alþekkt í máli voru í merkingunni drykkfelldur maður, og þykir það næsta niðrandi nafngift. Það þykir því e. t. v. langt gengið að kalla þann mann ökubyttu, sem aðeins einu sinni hefur gerzt sekur um óverulegan ölvunarakstur. En vér erum á öðru máli. Vér teljum það ófyrirgefanlegan glæp að aka bif- reið undir áfengisáhrifum og að sá, sem gerir sig sekan um slíkt athæfi, General Motors í Þýzkalandi hafa á s.l. 4 árum framleitt nær 600.000 Olympia-bíla, eða nær því hálfu fleiri en á seinustu 11 árunum þar á undan, þegar stríðsárin eru ekki talin með. Þessi nýi Opel er þægilegur vagn, vinnur vel, liggur vel, dálítið stirður í beygjum. Þægilegt að sitja við stýr- ið, góð útsýn. Myndin sýnir einnig út- línur á boddyi eldri gerðarinnar. Verksmiðjurnar taka fram, að hin- ar 100 nýju endurbætur séu ekki það sama og að gamli Opelinn hafi haft 100 ágalla. Véltækni: Hreyfill 4 strokka, topp- ventlar, 52 hestöfl; benzíneyðsla 6—8 1.; geymir 40 1.; gir 3/1; lengd milli öxla 2,541 m; mesta lengd 4,433 m; mesta breidd 1,616 m; hæð frá jörðu 17.5 cm. Barðar 560 x 13. Þungi 905 kg. Hámarkshraði 127 km. eigi skilið slíka nafngift sem þá, er honum er valin með þessu nýyrði. Ökubytta skal hann heita frá þeirri stundu. Ef menn vilja gera þar á ein- hvern stigsmun verða þeir að notast við hæfileg lýsingarorð til að auka eða draga úr merkingunni. Vér sjáum svo ekki ástæðu til að hafa þessa kynningu öllu ítarlegri. En að lokum viljum vér geta þess, að höfundur þessa ágæta nýyrðis er Ás- björn Stefánsson, læknir, ritari B.F.Ö. Hann er einnig höfundur að hinu á- gæta nýyrði: „góðakstur". Vér erum þess fullvissir, að bæði þessi orð munu festast í máli voru og erum honum þakklátir fyrir orðasmíðina. B. S. B.

x

Umferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Umferð
https://timarit.is/publication/232

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.