Norðurland

Tölublað

Norðurland - 15.11.1906, Blaðsíða 3

Norðurland - 15.11.1906, Blaðsíða 3
heldur líka fyrir illri meðferð á lifandi skepnum. Öll skepnuníðsla er talin glæpsamleg, en hán er líka til skammar. Nokkuð af skömminni fellur ósjálfrátt á það land sem skepnurnar koma frá; hjá því verður ekki komist, jafnvel þó enginn íslenzkur maður bæri ábyrgð á flutningnum. Þess verður þó ætíð getið hvaðan skepnurnar koma og það festist í minni útlendinganna. Skyldi annars ekki vera kominn tfmi til þess, að landið sjálft hafi eitthvert eftirlit með útflutningi héðan á lifandi skepn- um? Er það t. d. sæmilegt að hestar séu fluttir svo langa leið með hvaða dálli sem er? Erlendis eru höfð sér- stök skip til að flytja lifandi fénað og er allur útbúnaður þeirra miðaður við þann flutning. Orð hefir líka farið af því að fslenzku fé — og hrossum — sé stundum hrúgað svo þétt í skipin, að lífi skepnanna sé hætta búin. Mál þetta tekur ekki hvað sízt til kaupfélaganna hér á landi. Þau ættu sannarlega að láta sér ant um að afla þeirrar tryggingar, sem fengin verður fyrir því, að ekki sé níðst á þeim skepn- um sem út eru fluttar. Þó flutnings- gjaldið kunni að verða eitthvað lægra í svipinn, fyrir það að skepnunum er hrúgað ósæmilega þétt saman, þá sýnir bæði þetta og fleiri dæmi, að sú hagn- aðarvon getur snúist í tilfinnanlegt efnatjón. Ójöfnuður. i. »Yfirunnum má alt bjóða«, (Vœ victis). Miklu meira og fleira en flestir ætla eldir eftir af gamalli ójafnaðar- venju, eins hjá oss sem annarsstaðar, frá hálfu þeirra, sem betur mega, gegn þeim sem eiga undir högg að sækja með atvinnu sína og allskonar viðskifti. Réttur hins sterkari, eða hnefarétturinn gægist enn víða fram, enda þótt siðirnir mýkist og skáni á ýmsan hátt og frelsi og jafnrétti styðji mun betur en áður hluta hinna minni máttar, svo og hin vaxandi samkepni og kunnátta. Samt sem áður má enn segja: Yfir- unnum má alt bjóða. Þegar tjóðrið var tekið af verzl- unar- og iðnaðarviðskiftum þjóðanna á öldinni sem leið, hófst hin frjálsa samkepni. Hún þykir réttmæt enn í dag ef lagalega er á litið. En öðru máli er að skifta sé hennar málavext- ir metnir eftir reglu réttvfsi og reynslu. Því með samkepninni fylgdist háska- legur förunautur. Það var stóriðnaður- inn, sem sogaði í sig hin gömlu vinnubrögð og atvinnu alþýðunnar, og gerði miljónir manna að nauðleitar- mönnum þeirra, sem einir þóttust eiga verksmiðjurnar og öll þau botn- lausu auðæfi, sem þær framleiddu. Þá hófst strfðið milli auðmannavalds- ins og verkmannalýðsins, en af því stríði hafa aftur stafað flestar óeyrðir og volæði til þessa dags í félagslífi þjóðanna: sósíalismi og líkar bylt- ingar, skrúfur og verkföll, auk hinnar miklu örbyrgðar, spillingar og sví- virðingar öreigafólksins í stórborgun- um. Þannig var og er farið með þá tegund frelsisins, sem kallast atvinnu- og viðskiftafrelsi. Það er einmitt rót- in til hins mikla auðnuleysis og kúg- unar hjá þeim, sem efni og kunnáttu vantar; það virðist einmitt vera kunn- áttan og viss efni, sem fyrst þurfti að veitast alþýðunni, áður en hin blinda samkepni komst á. Nú lendir hjá auðkýfingunum—ekki einungis fullur erfða- og eignarréttur, sem þeir einir njóta til fulls, sem 45 Nl. nokkuð eiga heldur og — bæði gróð- inn af stóriðnaðinum og líka nálega ótakmörkuð umráð yfir þeim gróða. Samkepnin, sem menn ætluðu að mundi jafna ójafnaðinn, gat fyrst lengi lítið sem ekkert viðnám veitt, af þeirri einföldu ástæðu, að eigend- urnir einir höfðu bæði aflið og rétt- inn í höndum. Stjórnirnar sáu ófagn- aðinn, en gátu ekkert að gert, og mest fyrir þá sök, að atkvæðisréttur- inn lá líka mest allur hjá þeim, sem óréttinum ollu. Þetta hefir komið hróplegast fram á Stórbretalandi og í Ameríku. Samt er byrjuð öldin önnur, og með tvennu móti er almenni iðn- aðurinn tekinn að rétta hlut sinn: stjórnarfarsleiðin og með samtökum eða félagsskap. Þriðja leiðin er hin sameignarlega, víðast í því fólgin, að borgir og sveitir neyta ráða jafnaðar- manna og kaupa upp nytsömustu stóreignirnar og gera þær almanna- eign, svo sem vatsból, lýsing borga, síma- og samgangnafæri o. fl. Birm- ingham, borg Chamberlains gekk þar á undan, en nú eru aðrar stórborgir eins og London, Glasgow o. fl., komnar eins langt. Og það er félagsskipulag hins gamla, vanafasta lands Breta betra en skipulagið á »frelsisins fimb- ulstorð* Ameríku, að stórmiljónamenn þrífast mun síður á Englandi, og ná- lega alls ekki meðal Frakka. En ekki gengurauðkýfingunum dreng- skapur til, þótt þeir bjóði betra kaup smámennunum. Þar er engin miskunn hjá Magnúsi; enda er vitaskuld að samkepnin hlýtur að haldast eins fyrir það, þótt smásaman finnist ráð til að stilla hana og stýra til meira hófs og takmarka hinn ótakmarkaða erfða- og eignarétt, t. d. til fasteigna og stórauðæfa, sem ekkert vit er í að láta veður og vind ráða hvernig með er farið er auðkýfingar deyja, stundum við lítinn orðstír, eins og spáð er um Rockefeller hinn ríka. Hvernig færi ef einbirni hans erfði hans reitur, hérumbil 6—700 mil. dollara, og reynd- ist svo enginn föðurbetringur, heldur notaði þetta kynjavald til þess að »sitja yfir hlut manna«. M.J. 5» Gufubátsferðir um Eyjafjörð. Langt er síðan þörfin fyrir gufu- bátsferðir hér um Eyjafjörð varð öll- um hugsandi mönnum ljós og nú á síðastliðnu vori komst hugmyndin í framkvæmd og gufubáturinn »Guðrún«, eign, hr. Péturs Bjarnasonar á ísafirði, gekk hér um fjörðinn, til Siglufjarðar og Húsavíkur. Sem þegar er vikið á, var það á vitund hvers manns að gufubátsferðir væru nauðsynlegar, en þó held eg færri hafi gert sér fulla grein fyrir að þær væru eins gagn- legar og öllum er nú ljóst að þær eru, eftir að hafa haft reynsluna fyrir sér síðastliðið sumar, og má þó ganga að því vísu, að framvegis verða þær fjarðarbúum til enn meira gagns, og arðvænlegri fyrir þann sem ferðirnar hefir á hendi; því reynsla annara á slíkum ferðum sýnir, að flutningsþörfin vex eftir því sem ferðunum er leng- ur haldið uppi og fólkið lærir að nota sér þessi þægindi til flutnings og ferðalags. í fyrstu er og fæstum fyllilega ljóst, á hvaða hátt þeir geta hagnýtt sér ferðirnar sem bezt. Eg skal t. d. benda á það sem dæmi, að síðastliðið sumar komu fiskimenn úr verstöðunum hér út með firðinum, heldur sjálfir á mótorbátum til kaup- staðarins, til þess að sækja nauðsynjar sínar, en að þeir fengju þa»r með fjarðarbátnum; oft hafa þeir að lík- indum tapað róðri við þær ferðir og getur það þá hafa orðið dýr flutn- ingur á nokkurum hundruðum punda af kornmat eða salti o. s. frv. En göng- um nú út frá því, að þeir hafi ekki tapað afla, þá er ferðin samt tfma- eyðsla frá annari vinnu, sem hægt var að komast hjá, þvf alt það sama sem sótt er til kaupstaðarins 1' þess- um ferðum, geta menn fengið flutt til sfn með fjarðarbátnum, með þvf að skrifa fáar línur til verzlunar þeirrar, sem þeir hafa viðskifti við. — Eg þykist vera viss um, að þannig lag- aðar kaupstaðarferðir muni strax á næsta sumri hætta að mestu; en það er ekki í þessu einu, heldur í mörgu öðru, sem menn geta séð með lítilli yfirvegun, að hagnaður er að því að nota fjarðarbátinn; þar af leiðandi munu flutningarnir aukast, og með auknum flutningi borgar útgerðin sig betur. Eg verð að játa að mér er ekki fullkunnugt um hvernig ferðir »Guð- rúnar« hafa borið sig síðastliðið sum- ar, en hefi þó ástæðu til að álíta að þær hafi borgað sig fyrir útgerðar- manninn, með styrk þeim er hann hafði til þeirra, og þó er það fullvíst að skipið var alls ekki hentugt til slíkra ferða, og vil eg hér gera grein fyrir skoðun minni á því. 1. Skipið hafði oflílið lestarúm. Dæmi vissi eg til þess í sumar að hætt var við að senda með »Guðrúnu«, sökum þess að sá maður, sem þurfti að senda, hafði meiri vörur en skipið gat tekið í einu, og vildi hann ekki tvfskifta þeim, heldur lét þær bfða annara skipa. Þetta er tilfinnanlegt fyrir útgerðar- manninn, að missa þannig af flutningi, sem hann hefði getað fengið, hefði hann haft lítið eitt stærra skip. Á Siglufirði var, í sumar um tíma, mikil ekla á tunnum og salti og hver sem hefði haít þá vöru á þeim tíma, hefði getað selt hana með hagnaði. Hér á Eyjafirði liggja tunnur í stórum bunk- um, sem gott hefði verið fyrir eigend- urna að geta selt, í stað þess að láta þær liggja ár eftir ár undir skemdum, og tækifærið var á Siglufirði, en þeir gátu ekki komið þeim í tæka tfð þang- að, sökum þess að »Guðrún« var of- lftil til að geta tekið nokkuð sem nam. — Einnig var það svo, að þeir sem timbur þurftu að senda, gátu ekki notað »Guðrúnu«, því niður í lestina komust ekki slfkar vörur og þilfars- rúmið ekki nægilegt til þess að taka á það. — Á þessu sem hér er nefnt veit eg að skipið hefir tapað flutningi, en sjálfsagt mun það hafa verið fleira en hér er tilfært. Aftur vissi eg af því, að »Guðrún« hafði ekki ætíð fullfermi, en þær ferð- ir voru víst mun færri en þær, sem hún ekki gat fullnægt flutningsþörfinni. Rekstur á nokkuð stærra skipi hefði ekki orðið tilfinnanlega meiri, því það hefði ekki útheimt fleiri skipsmenn, en voru á »Guðrúnu«, einungis nokk- uð meiri kol, en eg tel vfst að skipið hefði fengið þeim mun meiri vörur til flutninga, að slíkt hefði borgað meiri kolaeyðslu og gefið jafngóðar, ef ekki betri rentur af höfuðstól þeim er í skipinu stóð. 2. Farþegarúm skipsins varekki nœgi- legt. Þó það kæmi fyrir, að skipið einstöku ferð hefði rúm fyrir þann vöruflutning sem bauðst, þá kom það víst aldrei fyrir að ekki væru fleiri farþegar en rúm höfðu undir þiljum og er slíkt mjög óhentugt. Oftast nær getur þetta gengið innanfjarðar, en þegar þarf út fyrir land, þó ekki sé lengra en til Húsavíkur eða Siglu- fjarðar, þá er það mjög tilfinnanlegt. Eg fór tvær ferðir í sumar með »Guðrúnu« til Siglufjarðar, og get því að nokkuru um skipið talað af eigin reynd. í bæði skiftin var eg óheppinn með ferðaveðrið, enda verð eg að segja að mér féll vistin ekki vel um-borð, og gerði þó skipstjóri og hásetar sitt bezta til að farþegum gæti liðið vel; en það stoðar ekkert, þegar engin þau skilyrði eru fyrir hendi, að þolanlega geti farið um fólk. Fyrst og fremst er ekkert skýli fyrir farþega, nema það sem ætlað er skips- mönnum, en farrýmið (= klefinn) var svo lítið að ekki komst nema 15 manns fyrir f því, þó svo þröngt væri setið sem unt var. Að þrengja sér svona saman gekk vel meðan gott var í sjóinn, en þegar fór að versna og skipið að velta, fór æði mörgum að verða ónotalegt, bæði af loftleysinu og af því þeir þoldu ckki sjóinn; varð þá niðurstaðan sú, að þeir sem verst voru haldnir lögðu sig á bekkina, og var þá rúm fyrir 7, en hinir máttu hírast á þilfarinu úr því og í bæði þau skifti er eg var með skipinu, var það alla leið frá Ólatsfirði til Siglu- fjarðar. Að vísu varð eg ekki var við að nokkurum yrði meint við þetta ferðalag, en marga heyrði eg kvarta yfir vistinni á skipinu. Það er líka svo, að á þessum sfðustu framfaratímum eru meiri kröfur gerðar til þæginda lífsins, en hægt var að veita á »Guð- rúnu«. Eins og áður er ávikið, var í bæði þessi skifti, sem eg var með, vont 1' sjóinn, og í annað skiftið vor- um við 6 — skrifa sex — tíma frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og valt þá kuggurinn svo, að sjóar fellu inn á bæði borð að öðru hvoru. í eitt skifti sá eg einn farþega veltast á þilfarinu innan um koffort og annað drasl, og j' annað sinn datt kona nokkur niður af bekk í farrýminu og veltist hún þar í spýju sinni og annara. Svona var vistin þegar vont var í sjóinn; af öðru hefi eg ekki að segja. Þegar stilt er í sjó og gott veður, en auðvitað sama hvort maður er undir eða yfir þiljum. Samningurinn við hr. Pétur Bjarnason, um skipsferðir hér um fjörðinn nær yfir tveggja ára skeið og mun honum (eftir því sem eg frekast veit) vera að mestu leyti í sjálfsvald sett, hvort hann notar »Guðrúnu« eða annað stærra skip, til þeirra ferða, en eg þykist viss um að hann muni sjá sér hagnað í því að senda stærra skip til ferðanna næsta ár, því að minni hyggju og nokkurra annarra, sem eg hefi átt tal við um það, mun stærra skip borga sig tiltölulega betur. Söma skoðun lét skipstjórinn, sem á »Guðrúnu« var í sumar, í ljós og er hann sá maður sem mesta reynslu hefir um þetta og bezt getur um þetta sagt. Hugsi hr. Pétur Bjarnason sér, þegar þessi samningur er útrunninn, að halda þessum ferðum framvegis, mun hann sjá það sjálfur, að heppilegra til sam- komulags er það, að gera oss hér sér meðmælta, en það mun þvf að eins verða, að Eyfirðingar fái stærra skip til ferðanna næsta ár, því yfirleitt er óánægja yfir hve »Guðrún« er lítil. Kolbeinn ungi. ’i Mannalát. í gær fréttist hingað með símanum lát Péturs bónda Kristoferssonar á Stóru- borg í Húnavatnssýslu, eins af merk- ustu bændum sýslunnar. Jarðarför hans hafði farið fram ( gær. Maður druknar. Nýlega druknaði maður á Skagafirði, Kristinn Sígurgeirsson að nafni. Var á bát við annan mann, en bátnum hvolfdi undir þeim. Hinum manninum bjargaði Sigurður Ólafsson á Hellulandi. Albýðuskóll með lýðháskólasniði er nú haldinn á Grund f Eyjafirði. Kennarinn er Ingi- mar Eydal og hefir hann fengið hinn bezta undirbúning til þess starfs. Dvaldi hann á Askovháskóla síðastliðinn vetur, en hafði ágæta mentun áður. Nemend- ur eru 10, en óskandi væri að þessi skólavísir gæti orðið upphaf til lýð- skóla fyrir héraðið og væri skóli sá hvergi betur settur en á Grund. » ♦ >-♦■*-> •«««>>» •••••• Hjá Sig. Sigurðssyni á Ak- ureyri getur duglegur og hand- laginn unglingspiltur fengið að læra járnsmíði með góðum kjörum. — Listhafendur gefi sig sem fyrst fram.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.