Norðurland

Tölublað

Norðurland - 15.11.1906, Blaðsíða 2

Norðurland - 15.11.1906, Blaðsíða 2
Nl. Skoðanamunur WX eða hatur. iii. (Síðasti kafli.) Efnið sem hér er um að ræða er svo viðfangsmikið og hægt að líta á það frá svo mörgum hliðum, að ekki er kostur á að gera neina fullnægjandi grein fyrir því í stuttri blaðagrein. I stað þess að ræða öll atriði málsins, verður að láta sér nægja að benda á að eins örfá dæmi því til skýringar. Pví fer að vísu fjarri, að oss komi til hugar að neita því, að hatur á milli einstakra manna og sömuleiðis hatrið milli þjóðanna geti stuðlað til þess að halda við margskonar skoðanamun. Sag- an geymir óneitanlega mörg sorgleg dæmi uppá þetta. En þó mun svo oft- ast vera, þegar nánar er að gáð og um eitthvert mikilvægt efni er að ræða og ekki sízt í hinni nýrri sögu þjóðanna, að skoðanamunurinn er aðalatriðið, en óvildin aukaatriði, þó þröngsýninni og glámskygninni sjáist yfir það. Næst kær- leikanum er ekkert sambandsafl í heim- inum jafnsterkt og samræmi skoðan- anna; það bægir hatrinu á bug. Sé því um hatur að ræða milli manna, eða þjóða, má búast við því, að skoðan- irnar séu líka skiftar. Pegar því ræðir um hvorttveggja er meinið því miður það, hve hætt mönnum er við því að veita að eins hatrinu athygli, en sjá ekki muninn á skoðununum, þó ekkert annað en hann eigi að taka til greina. Þetta mætti líka orða dálítið öðru- vísi: Meinið er þá það, hve litla virð- ingu menn bera fyrir því, sem er sann- leiki í annara augum, hve óvarkárir menn eru oft í því að ætla öðrum ó- göfugar hvatir. í augum sumra manna verður skoðanamunurinn strax að hatri, annaðhvort gegn mönnum eða málefn- um, rétt eins og ástin á sannleikanum sé ekki lengur til í heiminum. Sem betur fer hafa þessir menn oftar en hitt rangt fyrir sér. Einkennilegt en sorglegt dæmi uppá þessa grunnfærni höfum vér ný- lega rekist á í bókmentum vorum og kemur það úr hörðustu átt, einmitt frá því málgagni þjóðar vorrar, er ætla mætti að væri næmast fyrir og glögg- skygnast á leitina eftir sannleikanum og varkárast í dómum sínum, frá blaði þjóðkirkjunnar sjálfrar. »Nýtt kirkju- blað« dróttar því að Guðmundi Hann- essyni í 17. bl. þ. á. að dómar hans um þýðingu kristindómsins fyrir menn- ingu heimsins séu sprotnir af hatri á kristindóminum sjálfum. Öll greinin er að sönnu ekki nema fáar línur, en þó er þessari staðhæfingu haldið fram tví- vegis. Höfundurinn virðist ekki gera sér nokkura minstu grein fyrir því að um annað en hatur geti verið að ræða. Að tiltök sé að skýra þá dóma á annan veg fer alveg frammhjá honum. Að dómarnir kunni að vera sprotnir af sannleiksást lætur hann sér ekki detta í hug, þó sú skýring virðist svo marg- falt aðgengilegri fyrir heilbrigða skyn- semi. Fer það ekki nærri því að verða afsakanlegt þó skoðanamunurinn sé gerður að hatri, ef um einhverja hags- munavon kynni að vera að ræða, ef það er líka lagt út sem hatur, að brjóta bág við skoðun alls þorra manna, án þess að hugsanlegt sé að um nokkura minstu hagnaðarvon geti verið að tefla? Hvað slíkar staðhæfingar gera lífið fúlt og ógeðslegt. Þær strika sannleiksást- 44 ina út úr félagslífi mannanna. Mundi ekki blaðinu þykja það nokkuð óvið- feldnar kenningar, ef því væri haldið fram að Lúther hefði risið upp á móti kaþólsku kirkjunni af tómu hatri; mundi það ekki sjálft vilja halda því fram, að hann hafi gert það af ást til þess sem var sannleikurinn í hans augum? Satt að segja fáum vér ekki betur séð en að verið sé að kasta rýrð á kristindóm- inn, með því að gera öll mótmæli gegn honum að hatri. Væru þær kenningar réttar, væri hannjorðin svo mikil hneyksl- unarhella, að manni gæti blandast hug- ur um hvort hann væri til meira góðs en ills í heiminum. Spurningin um þýð- ingu kristindómsins er vísindalegs eðlis, hún hlýtur fyrst og fremst að vera þekkingaratriði. Málgagn kirkjunnar gerir þjóð sinni gagn með því að skýra hana sem bezt frá öllum hliðum, en ekki með því að rugla henni saman við nokkurt hatur. S BÆKUR. Ágúst Bjarnason: Yfirllt yfir sögu niannsand- ans- Nítjánda öldin. Rvk- 1906. Bókaverzl- un Guðm. Gamalíels- ssonar. Ritdómar hafa tvennskonar tilgang. Þeir eiga að vekja eftirtekt alþýðu á bókunum og á gildi þeirra og benda höfundunum á hvað vel hafi tekist og hvað miður. Stuttur ritdómur um bók þessa getur að nokkru leyti fullnægt fyrra atriðinu, en alls ekki hinu síð- ara. Til þess þyrfti langa og ítarlega ritgjörð. Hvað bók þessa snertir er það aðalatriðið fyrir alla alþýðu, að hér er komin út bók, sem veitir meiri almenna fræðslu og »mentun« en ef til vill nokkur önnur einstök bók, sem gefin hefir verið út á íslenzku um langan aldur. Hún lýkur upp að meira eða minna leyti margskonar fjársjóðum, sem áður voru flestum huldir, þeim sem ekki kunna útlenda tungu. Fullorðnu mennirnir sem vilja fylgjast með því, sem andans menn ræða um á vorum dögum, ættu að lesa hana og hver einasti faðir sem á námfúsa, skynsama unglinga ætti að kaupa bók þessa handa þeim. En hvað er það þá sem bók þessi fræðir um, munu margir spyrja, fyrst hún er slík nauðsynjavara, að allur þorri manna ætti að kaupa hana? Því er fljótsvarað: Hún fræðir um allan fjandann, í jörð og á, þessa heims og annars liggur mér við að segja! Hver sem les hana með at- hygli verður drjúgum mentaðri en hann var áður, að þeim fráskildum, sem lesið hafa góðar útlendar bækur um sama efni. Það er miklu ódýrari og greiðari mentunarvegur að kaupa bók þessa og lesa, en fjöldinn allur af þeim mentunai- og skólakróka- stígum, sem fjöldi manna fer á síð- ari árum. íslenzk alþýða hefir lengi fengið orð fyrir það að vera tiltölulega vel mentuð, einkum hvað bóklega fræðslu snertir. Nokkur sannleikur er í þessu falinn, enda er auðvelt að jafnast við útlenzka alþýðu víðast hvar, en þó er eg efins um, að íslenzk alþýða skildi mörg tímarit, sem lesin eru af útlenzkri alþýðu. Þeir mundu bregðast ókunnuglega við fjöldanum öllum, sem þar er gjört ráð fyrir að allir viti, einkum helztu aðalkenningar og kredd- ur síðastliðinnar aldar. Það er talið sjálfsagt að t. d. allir þekki grund- vallaratriðin í framfarasögu reynslu- vísindanna, sem allar nýrri uppgötv- anir og framfarir byggjast á, að öll- um séu ljós aðalatriðin í kenningum félæginga (sócialista), stjórnleysingja o. s. frv., en flest þetta er lítt kunn- ugt íslenzkri alþýðu og þaðan af síður hinir miklu loftkastalar spekinganna á 19. öldinni, um gátu heimsins og mannlífsins. Um alt þetta gefur bók þessi nokkra fræðslu, þó um ágrip eitt sé að tala. Bókin er auðsjáanlega ætluð til þess að vera skynsömum Islendingum leiðsögumaður inn í heim hinna hugsandi manna á vorum dög- um og hvernig sem á hana er litið, þá er það víst að vér höfum ekki öðru betra til að tjalda. Þar sem bók þessi er nú, var algjör eyða áður í bókmentum vorum og hún mjög tilfinnanleg. í sambandi við þetta vil eg minn- ast á það, að bókakaup íslenzkrar al- þýðu hafa verið henni til lítils sóma undanfarin ár. Það sem sózt er eftir eru lélegu bækurnar: skáldsagnazas/. Væri það þjóð vorri til sóma ef bók þessi næði sæmilegri úlbreiðslu. Þrátt fyrir það sem hér er sagt má margt út á bók þessa setja. Víða gleymist það að talað er við ólærða alþýðu og framsetningin verður of óljós og ágripsleg. Mörg orðatiltæki og orðmyndir eru óviðkunnanleg og tæpast rétt mál, en aftur eru mörg nýyrði ágæt, svo furða er að sami maðurinn skuli hafa frá öllu þessu gengið. Sumt er naumast rétt með farið og ekki fátt með öllu rangt. Því fer t. d. fjarri að askan sé þyngri en hluturinn sem brunnið hef- ir. Auðvitanlega er hér átt við »for- brændingsprodukter« eðá öll efnin sem við brunann myndast, en slíkt má ekki kalla ösku. Algjör misskilningur er það, að kinn manns roðni og hitni, ef á hana er slegið, af því að hreyfi- afl hnefans, er sló, breytist í hita. Frá- sögnin um það, hversu rafmagn er fram- leitt, er villandi. Það er t. d. sjaldn- ast framleitt með núningi. Eg nefni þessi dæmi af því að það má gera í stuttu máli. En það má segja líkt um sumt af hinu strangheimspeki- lega efni bókarinnar. Þó eru slíkir gall- ar hverfand í samanburði við alt hitt, sem rétt er farið með, vel sagt og mikill fróðleikur er í. Et eg mætti gefa hinum háttvirta höfundi gott ráð við ritstörf hans fram- vegis, þá er það þetta: að gera ætíð ráð fyrir því að lesarinn sé barn, sem enga þekkingu hafi, geti ekkert lagt til, nema heilbrigða skynsemi. Höf. hefir notið Iftilfjörlegs styrks við útgáfu bókarinnar. Hann hefir marg- borgað þjóðinni þær krónur með bók sinni og efa eg ekki að þingið vilji halda áfram svo ábatasamri verzlun. Eg get ekki stilt mig um að geta þess að lokum, að Gutenbergsprent- smiðja má bæta miklu við sig til þess að prenta jafnvel og Sigm. Guðmunds- son eða Oddur Björnsson, eftir bók þessari að dæma. Hún er að vísu ekki lakari en margar íslenzkar bækur, en handaskömm, ef sæmilegar kröfur eru gerðar. Til Matth. Jochumssonar. 11. nóv. 1906. Púfrœga skáld, er hreyfir hörpustrengi svo háa og djúpa í ódauðlegum brag, vér óskum að þú megir lifa lengi og lita margan gleðibjartan dag, að enn þú megir ijóða’ um ijósgrœn engi. um lif'og ást og fagurt sólarlag, að enn þú megir opna mœlsku-sjóðinn; vér elskum svo þín djúpu, fögru Ijóðin. Að fullu stigin enn þá ein er rimin þins aldurs-stiga. Marga sigurför þinn andi fór um hauður, sæ 0g him- inn, og hefir vaxið upp úr hverri spjör. Pað eitt er vist, þótt geymi grafar kim- inn þitt göfga lik, um aldir sjást þin för: Ei munu fyrnast „Matthíasar Ijóðin" á meðan lifir tunga vor og þjóðin, S. Soeinsson. Útflutningur á íslenzkum skepnum. Fréttin sem Nl. flutti í næst sfðasta blaði, eftir Fjallkonunni, um meðferðina á íslenzkum hestum á norska skipinu »Echo«, hefir vakið ekki litla eftirtekt í Danmörku. Nl. hafa borist ýms dönsk blöð um þetta, og eru þau öll sam- mála um að telja þetta hið versta hneyksli. Á- skipinu höfðu verið 438 hross, en svo þröngt hafði verið í lest- inni, að nokkuð af hrossunum hafði orðið að standa uppi á þilfari og fer þá ekki að verða mjög undarlegt þó eitthvað af þeim skolist út í jafndægra- stormunum á Atlantshafinu. í september- mánuði má ætíð við þeim búast. Að þeir komi er sannarlega ekki nein undantekning, en hitt miklu fremur að þeir komi ekki. Auk þess sem rúmir 30 hestar skoluðust fyrir borð og druknuðu voru að minsta kosti jafn- margir svo útleiknir, segir blaðið Nord- jylland, »að fremur hefði mátt óska þess að þeir hefðu sokkið í öldum Atlantshafsins, en að þeir hefðu þolað þær óttalegu kvalir, er þeir eru búnir að þola og eiga í vændum að þola.« Nokkurum af hestum þessum hafði verið fargað strax þegar á land kom, látnir af hendi fyrir alls ekkert — vænt- anlega til pylsugerðar. Hestafarmur þessi hafði komið frá Reykjavík og voru hestarnir, að þvf er séð verður, sendir Zöllner í umboðs- sölu. Dýraverndunarfélagið danska hefir skorist í málið og rannsakað hver á- byrgðina beri og síðan ritað hinu »mikla enska dýravermdunarfélagi* um að láta umboðsmann þess í Newcastle reyna að koma fram lagaábyrgð gegn þeim, sem sökin hvílir á, segir danska blaðið Dyrevennen. Óneitanlega er þetta nokkurt íhug- unarefni fyrir oss íslendinga. Lítið gróðabragð er það fyrir landið að af- urðir þess séu svo útlítandi, er þær koma á erlendan markað, að nokkuð af þeim sé einskis virði, af þvf svo illa fer um vöruna á leiðinni, að hjá þessu verður ekki komist, en sérstak- lega fer þetta þó að verða íhugunar- efni þegar um lifandi fénað er að ræða. Þá vakna ekki að eins tilfinningar manna fyrir því að fjármunum sé spilt,

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/203

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.