Kvásir - 07.04.1908, Blaðsíða 3

Kvásir - 07.04.1908, Blaðsíða 3
K V A S I R 3 bundnir með gresjárnum erlendrar einok- unar, tilstyrktar innlendri eymd og volæði. En þó fór svo um síðir, að færri og færri bundu eða létu binda þar bagga sina, enda kom það þá í ljós, að ekki myndi þeim er hús þessi bygðu, veia orðið all- næðissamt, gekk um það saga sú, að allófriðlega væri látið fyrir dyrum úti um nætur, hugðu menn að draugar mundu valda, voru þau barin ailóþyrmilega utan, stundum heyrðist einnig sem blautum húðum væri ekið franr og aftur um veggi og hliðar húsanna; kvað svo ramt að aftur- göngum þessum, að húsin lögðust í eyði, hafa þau síðan verið þingstaður allra merk- ustu drauga í þessu bygðarlagi; þeir sem minni máttar vóru, hafa orðið að standa íyrir dyrum úti, hefir oft í óveðrum, orðið þeirra vart undir húsum þessum, enda má sjá fingraför þeirra hór á þiljum, ef vel er aðgætt, og spá míu er það, að ei létti af slíkurn ófagnaði fyr, en íbúar borgar þess- arar hafa lært að meta sitt eigið mann- gildi, og finna frjálst blóð streyma óhindr- að um æðar sínar, og upp verða teknir löngu týndir leikir oglistir". Að svo mæltu hvarf hann sýnum, Þóttist eg þá fara og athuga hvort merki þau væri að sjá, er mér vóru sögð, um reimleika í húsum þessum. Sá eg þá mér til undrunar mik- illar, að vofur höfðu flykst saman og stóðu nú í hópum fyrir utan mörg af stærri hús- um borgarinnar, kom mér þá til hugar að verur þessar muiidu vera nokkurskonar iíf- vörður vissra manna, dró eg það helzt af atferli þeirra og háttum; einnig sá eg, er eg aðgætti betur, að víða voru göt komin á þiljurnar, þótt, sumstaðar væri tré eða járnseymt yfir, einnig sá eg ailvíða dökk- leita bletti, sem af bruna, varð mér þá fyr- ir að taka á þeim höndum, fann eg þá sársauka nokkurn og við það vaknaði eg, varð mór þá fyrir að skoða í höndur mér voru þær ærið dökkar í lófum, kom mér það næsta óvart, því þvegið hafði eg mér, vandlega áður en eg gekk tii rekkju, er mér þetta því enn óráðin gáta að mestu. SX'-Xariii. cfflití og þ&tta. IJppruni jóla- og nvórsgjaia Að gefa. einhverjum gjafir, þótti á fyrri öldutn bera vott um mikla virðingu til þeirra, er gjafii nar fengu. í Austuriöndum mátti enginn heimsækja annan án þess um leið að færa gjöf. Einnig hjá öðrum þjóð- um hefir það lengi þótt bera vott um vin- semd og kærleika að gefa. Það þótti á fyrri tímum góðs viti ef í byrjun hverrar viku eitthvað gleðiefni mætti mönnum, og með hverjum áramótum að fá eitthvað gef- ins. fað vai" siður hjá forn-Grikkjum, Persum og Gyðingum að gefa hver öðium eitthvað við hvei' áramót; — hið sama átti sér stað hjá Þjóðverjum, áður en saga Norðurlanda hófst. — Fyrir áramótin, með nýu tungli, fóru prestarnir 1 hvítum klæð- um með gyltan hnif uppi eikitrón og skáru aí Mistilteina, söfnuðu þeim og sendu í allar áttir í nágrenninu sem nýársgjöf. Þessi gamla venja hefir haldist við fram á vora daga sumstaðar á Þýzkalandi og Frakklandi. Á Ítalíu er sagt að nýársgjafir hafi fyrst til orðið þanuig, að Títus Tatíus fókk græna viðargrein frá gyðjunni Strenias. Hún var kraftanna gyðja, og þóttu því nýársgjafir sem gefnar voru í hennar nafni, vænlegar til heilsu og krafta. Þessi sami Titus innleiddi nýársgjafir í Róm, því eftir hans daga varð það föst venja að gefa þær, og alþýðan óskaði höfðingjunum þann dag heilla, og fæiði þeim jafnframt hunángs- köku og sæta ávexti. Ágústínus keisari, Tíberíus, Neró o. fl. heimtuðu þessar ný- ársgjaflr, sem eins konar skatt. Og Kali- gúla stóð sjálfur í haiiardyrunum til þess að taka á móti þessunr gjöfum. Kristnir menn í Róm völdu jóladaginn til þess að gefa, svo þeir væru frábrugðnir heiðingjum þar. KA’ásir óskar sér og hinum spánnýju lögreglu- þjónum bæjar vors heills heimangengis og væntir góðrar samvinnu um strandgæglu við Hafnaríjörð.

x

Kvásir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvásir
https://timarit.is/publication/192

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.