Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 18.11.1906, Blaðsíða 2

Ingólfur - 18.11.1906, Blaðsíða 2
INGOLFTJR. [18. nóv. 1906]. 192 Samkomulag blaðanna. Eins og sjá má af ávarpi því sem prentað er hér að framan hafa íslenzkir blaðamenn nú orðið sammála nm tvö meginatriði að fullkomnn þjóðfrelsi ís- lendinga, bæði í þeim málefnum sem áð- ur hafa venjulega kallast almenn mál og eins í hinum sem jafnan eru kölluð sér- mál íslands. Þetta eru mikil fagnaðartíðindi. Leið- togar íslendinga eru allir að taka í einn streng og grímunni er lyft af öllu leyndar- bruggi um þetta einkamál þjóðarinnar, sem ef til vill hefði getað leitt til þess enn á ný að snúið yrði á oss í löggjöf nm stöðu landsins, að sínu leyti eins og snúið var á oss í síðasta danska laga- frumvarpi um stj'orn landsins. Engum dugar nú lengur að veifa þvi að almenn- ingi að þjóðin eigi að „þegja" nm þetta mál á sama hátt sem henni var skipað hásællar minningar að „þegja“ á meðan verið var að reyra að oss ákvæðið nm ríkisráðstjóðrið. Það hefir ekki verið unt í þetta sinn að stinga þjóðinni svefnþorn meðan lög- gjafakænskan íslenzka lóki glímu sína við stjórnspeki stórdansksins, er sér fjöliin í Lanmerknrríki hækka þegar hann kemur til íslands, og vill varðveita þetta land fyrir landsins eigin börn og Dani eina saman — líkt og gjört hefir verið með svo góðum árangri á Grænlandi! Enginn góður maðnr má efast um það að alþingismenn vorir hafi verið í góðri trú og refjalaust viljað vinna landi sinu alt hið bezta gegn er þeir máttu með samkomulagi sínn við ríkisþingsmenn sam- þegnanna. Og enginn maður má heldur draga það í efa að ráðherra vor Eannes Hafsteinn hafi viljað sanna velferð lands- ins með samkomnlagi sínu við konung vorn og stjórn Dana. En þótt þetta alt sé svo, mega hvorki þingmenn né aðrir leyfa sér að misvirða við almenning, sem á þetta land, þótt ekki sé slíkt málefni sem þetta látið með þökkum liggja í þagnargildi og ekki sé löggjafarfulltrúum þeim, er samþyktu síðustu stjórnarskipnn- arlög, falið það einum athugasemdalaust að dæma um og ráða fram úr því, hvern- ig skipa skuli fyrir um stöðu landsins gagnvart ríkinu. Því er heldur ekki að leyna sem opin- berlega er komið á daginn að mjög við- sjárverður misskilningur mun hafa ríkt og ríkja enn, ef til vill, í hugum sumra þingmanna um þetta mál. Til þessa viljum vér ekki telja þá fá- sinnu, að grundvöllurinn undir landsfrelsi voru skuli vera viðurkenning Dana um þaú’að ekki megi „breyta stöðulögunum11!! án samþykkis íslendinga. — Svo er fyrir þakkandi að slíkt smámennsku æði Dana- sleikjuháttarins hefir ekki brjálað hugsun þeirra opinberra manna á íslandi enn, er teljandi sén. Varla mun finnast svo fá- fróður bóndi hér að hann viti ekki að stöðulögin frá 1871 vildu íslendingar ein- mitt ekki viðurkenna bindandi fyrir þjóð vora í frelsisbaráttu þeirri, sem háð var meðan kenning Jóns Sigurðssonar um fult frelsi landsins stóð óröskuð. Þau voru valdboðin dönsk lög, talin bindandi fyrir Dani gagnvart oss meðan þau stæðu, en enginn vildi óska þess nýmælis að íslend- ingar skyldu játast löggjafaraðilar að ákvæðum þeirra, er „heyrast skyldu“ áður eu þeim yrði breytt. Leitun mun og vera á þeim fáfræðing hér á landi er léti sér nægja það eitt loforð og viðurkenning Dana í nýjum stöðulögum að þeim skyldi’ekki breytt án samatkvæðis íslendinga. Hver mundi vilja telja það eitt kost út af fyrir sig að vera bundinn íbíða skó við fyrirkomu- lag, er allir mnnu vilja fá Dyst að lok- um? Hitt munj vera aðatriðið í augum allra góðrafskynbærrajjmanna að i hinum nýju. sambandslögum felist sannarleg rýmk- um á frelsi þjóðarvalds vors út að þeim yztu merkjum sem vér getum notað nú og að vegur vor til enn víðtækari yfirráða um málefni vor síðar skuli vera oss sem greiðastnr þegar þar að kemur. í ávarpi blaðanna er það tekið fram með fáum þýðingarmiklum orðum, hvað menn vilja láta vera um ný sambandslög vor við Dani að formi og efni. Menn taki eftir muninum á orðinu „sambandslög“ og „stöðulög“. 1 því fyrra felst það, að vald Dana til afskifta af málum vorum verði að koma frá oss með saraningum; í hinu síðara gengur sú gamla kúgunar- kenning aftur, að ráð vor öll yfir sérmál- um vorum eigi rót sína að rekja tii rík- isvaldsins. í orðinu „frjálst* sambands- land, felst réttur vor til þess að breyta og afnema ef oss líkar svo síðar. Og loks felst í orðunum „eftir ástæðum landsins„ að núgildandi takmörk sérmálavalds vors eiga að vera svo víð sem þörf landsins heimtar og leyfir. Á þennan hátt vilja 'j íslenzkir blaða- menn samhnga leysa vora gömlu deilu um „almennu málin“, og eru það sönn fagnaðartíðindi, því að enginn má efast um það, að blöð vor muni efna heitorð sitt um fast fylgi við það mál og engum mun heldur blandast hugur um að, þjóðin tekur allfast í sama streng, þá er hún nú loks sér leiðtoga sína komna saman á grundvelli gamla sáttmála og meginkenn- inga allra sinna beztu manna í frelsis- baráttu undanfarandi tíma. En annað atriði er það i samkomulagi blaðanna, er virðist ástæða til að ætla að sumum mönnum sé óljósara. Það ei ákvæðið um leysing sérmálaefna vorra úr ríkisráðinu. Því hefir verið haldið fram að þetta atriðí þyrfti ekki að nefn- ast við samning sambandslaganna, því að það væri einungis stjórnsbipunaratriði. Þessum misskilning verður að rýma burt, hann stendur oss í vegi og er hættu- legur. í sjálfu sór ætti að vera nóg að vísa i þessu efni til margítrekaðra yfirlýsinga Danastjórnar um það að þá væri eining ríkisins skert, ef ríkisráðstengslin væru leyst. Allir munu minnast þess, hver var sá múrveggur í mótspyrnu Dana, er tilraunir endurskoðunarmannanna brotn- uðu á þing eftir þing. Og enginn lét sór detta það í hug þá er sú bsrátta stóð hæst að þettv atriði snerti ekki samband landsins við rikið, hvorki neinn málsmetandi islenskHr rsé dansfeur maður. Eu hinu héldu ísleud- ingar fram af sinni hálfu að stafc* ís- lands í rikinn vœri sú, semkvæmt eögn- legurn réttindum þess og einhliða viðnr- kenning Dana í stöðulögunum, að sérmál vor skyldu vera óháð ríkisvaldinu, og þar með hicni aldönsku stjómarstofnun í rlkisráðinu. Það gegnir fnrðu, að nofekur skuli halda þvi fram í alvöru, að afmörknn sérmála vorra gagnvart ríkisvaldinu sé óviðkomandi samning nýrra sambands- laga vorra við Drni. Þetta kefði verið óskiijanlegt meðan íslendingar kðfðu ekki lögleitt rikisráðstengslin, en ena þá fj*r- stæðari verður slík kenning eftir það, að alþingi hefir goldið samþykki sitt til þeirra. Með þvi ákvæði er sambaml sér- málanna við rikisvaldið neglt fast og það sýnist ómögulegt að gjöra ráð fyrir því, að Kokkur telji sér sjálfum tiú um að nýju sambandslögin snerti ekki jafnt ákvörðunina um stöðu íslands gagnrart Danmörfeu í sérmálunum, eins og stöðu þess gagnvart rikinu í almennum málum. Það væri álika ófyrirgefanlegur mis kiln- ingur eins og eá, að upptalning aameig- inlegTa mála i sambandslögnnum léti það ósigt hver skyldu vera séri álefoi vor! Framkvæmdir Dauastjórnar á á- kvæðum eldri stjórnlaga vorra um það, að Island skyldi hafa löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig í sérmálunum, knúði fram b&r&ttu endurskoðunaraanna fyrir þvi að fá afnám ríkisráðstengslanna lögleitt. Staðfesting íslendinga nýsam- in á ríkisráðshaftinu hlýtur að knýja fram beina ákvörðun um afnám þess þeg- ar kemur til breytinga á stöðu landsins. Eða þorir nokkur að halda því fram nú í alvöru, að sérmálefni vor séu nú eins og stendur trygð svo með lögum fyrir öllum afskiftum rikisráðsins, að bygt verði á þvi sem grundvclli undir fullu frelsi þjóðarvalds vors yfir eigin málefn- um? 0 Yér ætlum að fæstir muni dirfast að halda slíku öfugmæli fram nú, eftir að framkvæmdir eru orðnar augljósar á ’sannri lögfesting ákvæðisins. Engin þjóð í öllum heimi gæti lengur virt frels- isbaráttu íslendinga nokkurs hætis ef þeir vildu nú eftir alt saman bera svo mikla fáeinnu ofan í sjálfa sig, ofan í sína eigin sögu, og ofan í alla heilbrigða skynsemi þeiira manna um víðan heim, sem vita hvað ríkisráð er. Og hver get- ur verið svo b'indur að blanda því sam- an við lögtrygt frelsi þjóðarvalds vors gagnvart rík'sráðherrunum dönsku, að nú- verandi ráðherra íslands virðist starfa í svo góðu samræmi við embættisbræður sína, að lítið ber á ihlutunarsemi þeirra um svokölluð sérmál vor — sbr. þó und- irskriftarmálið, kröfu rikisráðherranua um að mega kynna sér fyrirfram tillögur

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.