Lögberg-Heimskringla - 29.06.1961, Side 2

Lögberg-Heimskringla - 29.06.1961, Side 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 29. JÚNÍ 1961 SKÚLI G. BJARNASON: Víða liggja vegamót Niðurlag Með íslendingum í Vancouver Eftir að við höfðum kvatt Dr. Niels á lóð háskólans keyrðum við heim til Squam- ish, en þar dvaldi ég með hin- um ágætu hjónum í 5 daga, Geir Jóni og frú Regínu, en um þau hugsa ég mér að skrifa síðar. Einn daginn komu þau Sav- age hjónin með börn sín og voru þar mikinn hluta af degi. Gaman að hitta þau aftur og fræðast af þeim um eitt og annað. Frétti ég um íslenzka konu, sem átti heima í Squamish og lét í ljósi að ég vildi kynnast henni. Talaði frú Regína við hana og bauð kona þessi okkur að koma í miðdegiskaffi heim til sín. Svo daginn eftir heimsóttum við hana í hið nýja og fína heimili hennar. Þegar þangað kom mætti okkur hávaxin, hánorræn kona, og eftir að hafa heilsað henni segir hún, að það sé ánægjulegt að fá Is- lendinga í heimsókn. Hún heitir S v a f a Magnússon Brown. Maður hennar heitir Bernhard Brown og kom hann heim í þessu. Er hann af finnskum og sænskum ætt- um, en alinn upp í B.C. Eiga þau 3 stálpuð börn. Þessi hjón eiga stórt apótek í bænum og er Mr. Brown lyfjafræðingur. Svafa sagði mér, að faðir sinn, Stefán Magnússon, hefði kom- ið frá íslandi 19 ára gamall, en móðir sín væri fædd í N.D. og heiti Dorothy Strang og eru þau á lífi í B.C. Hafa hjón þessi átt heima í 15 ár í Squamish. Heimili þeirra er byggt á háu fjalli eða kletti og mun engin ís- Ienzk kona í víðri veröld hafa annað eins útsýni frá glugg- um sínum, en húsið er að miklu leyti byggt úr gleri og grjóti. Úr framgluggunum sézt yfir bæinn, fjöll og firði, en úr öðrum gluggum fagrir skógar og sjálfur Garibaldi jökullinn gægist þar í allri sinni tign í gegnum skóginn. Eftir að hafa drukkið gott kaffi og heimbakaðar kökur með þeim hjónum og skoðað húsið, sem var alveg nýtt, kvöddum við þessi glæsilegu hjón, sem lífið virðist hafa leikið við á margan hátt. Einn daginn fórum við inn í Vancouver, en með okkur voru tveir Indíánadrengir, sem hin góðu hjón buðu að koma með þeim. Þeir á leið til Vancouver. Á heimleiðinni heimsóttum við Þórð Teits- son og frú hans á dásamlegu heimili þeirra. Þau komu frá íslandi fyrir 5-6 árum. Hann er sonur Teits Þórðarsonar frá Sumarliðabæ í Holtum og önnu Þorkelsdóttur frá Eyr- arbakka. Kona Þórðar er syst- urdóttir skáldkonunnar Guð- rúnar Jóhannsdóttir frá Brautarholti. Þórður og kona hans eru ung og falleg hjón og eiga fjögur börn. Reykja- víkur-gestrisni er þar á háu stigi. Hafa þessi hjón ferðazt víða, t. d. í kringum hnöttinn fyrir nokkrum árum. Nú fóru þau Helgason- hjónín með mig til Bjarna Kolbeins og konu hans, en hjá þeim dvaldi ég í fjóra daga og leið þar mjög vel, en þau hjónin fóru með mig hvert sem ég óskaði. Fyrst fórum við til frú Jóhönnu Lárusson, en hana hefi ég þekkt í 60 ár — er hún Skaft- fellingur frá Seglbúðum og ekkja Jóhannesar Lárussonar, sem á sínum tíma var einn af þekktustu trésmiðum í Reykjavík. Bróðir Jóhannesar, Jón Jónsson, var kvæntur Þórunni föðursystur minni og bjuggu þau allan sinn búskap í Hrífunesi og áttu mörg mannvænleg börn. Jóhanna er gáfuð kona og glæsileg og vinur vina sinna. Á yngri ár- um var hún fræg fyrir hið fagra glóbjarta hár sitt, og nú þrátt fyrir háan aldur er hún enn hress og íslenzk í anda og sál. Daginn eftir var ferðinni heitið til White Rock í heim- sókn til Gísla Benediktsson, en við erum skólabræður frá Flensborg árið 1905-06. Sonur Bjarna Kolbeins, Halldór (Bill) býr á White Rock og vinnur á skrifStofum stjórnar- innar í Blaine eða landmær- um U.S. og Kanada. Eftir há- degismat hjá þeim Bill og konu hans fórum við til Gísla Ben. — Bjarni og frú hans voru um nóttina hjá Bill syni sínum, en ég var um nóttina hjá þeim Gísla og Rúnu konu hans, sem tóku mér opnum örmum. Gísli er sonur séra Benedikts Eyjólfssonar á Berufirði, en móðir hans var systir Gíslínu konu Einars Kvaran. Gísli fór til Vestur- heims 1911 og hefir átt heima í Kanada ætíð síðan, er hinn ágætasti maður í sjón sem reynd. Kona hans, Rúna Eyj- ólfsson, er fædd í Færeyjum, en alin upp í Ameríku. Þau hjónin eru systkinabörn. Síðar um kvöldið komu hin kunnu hjón Dr. Sveinn Björnsson, skáldið okkar, og hin fagra kona hans, frú Marja Laxdal. Það var sögu- legt að eyða kvöldinu með þessu úrvals fólki í góðum húsakynnum alveg niður við sjóinn, sjá flóð og fjöru og finna hið svala sjávarloft og heyra öldurnar brotna í fjör- unni, og hið dásamlega út- sýni hvert sem litið var. Langt fram eftir nóttu töluðum við um hin 80 skólasystkini okk- ar, en nú eru mörg af þeim undir grænni torfu á íslandi eða Ameríku, en aðrir hurfu í hinar blá-grænu öldur ís- lands. Gísli hefir aldrei komið til íslands síðan að hann fór þaðan, en haldið þjóðerni sínu mjög vel og íslenzkur í anda. Gísli er öllum gömlum vinum sínum ógleymanlegur. Rúna kona Gísla sagði mér, að 17 af sínum ættingjum væru lyfjafræðingar, sem er ef til vill einsdæmi. Um kl. 11 voru þau Kol- beins hjónin komin að sækja mig og var ferðinni heitið til Blaine í heimsókn til séra Guðmundar P. Johnson og konu hans og svo gamal- mennaheimilisins Stafholts. Tóku þeir séra Albert Krist- jánsson og séra Guðmundur á móti okkur, og fórum við og skoðuðum Stafholt úti og inni. Komu þeir mér í kynni við forstöðukonuna, Mrs. Rose, sem virðist bera hið rétta nafn, svo vinsamleg var hún. Sagði hún brosandi: Við og við óska ég að ég gæti bjarg- að mér í íslenzku, þar sem hið gamla íslenzka fólk talar stundum aðeins móðurmál sitt á alvarlegustu stundum, enda þótt að því séu allir vegir færir í enskunni. Síðast þegar ég sendi dá- lítið fréttabréf héðan frá Blaine til Lögbergs-Heims- kringlu, þá dáðist ég að veð- urblíðunni, sem var alla þrjá fyrstu mánuði þessa árs, og það var rétt, en með byrjun aprílmánaðar varð töluverð breyting á veðurfarinu, því mestallan þann mánuð var mjög rigningarsamt, líka oft stormur og skýjað loft, en í byrjun maímánaðar breytt- ist aftur veðráttan og marga fengum við hér í Blaine góða og indæla sólskinsdaga í maí. En ég tala nú ekki um alla þessa blessaða veðurblíðu í júní. Þó skaraði það alveg fram úr dagana 15., 16., 17. og 18. júní, sem voru sérstaklega heitir dagar á flestum stöðum hér á Kyrrahafsströndinni. Almennar fréítir Nýtt pósthús hér í Blaine var tekið til afnota 3. apríl (annan í páskum), Það er mjög myndarlegt í alla staði, allur útbúnaður hinn full- komnasti, svo þar stingur í stúf frá því sem áður var. Pósthúsið er prýði fyrir Blaine bæ. Laugardaginn 15. apríl hélt þjóðræknisdeildin Aldan fé- lagsfund heima hjá þeim hjón- um séra Albert E. Kristjáns- son og frú. Fundurinn var fremur vel sóttur og í alla staði hinn skemmtilegasti. Þar var góður gestur frá þjóð- ræknisdeildinni Gimli, Man., Mrs. Emma Von Renesse. Séra Albert, forseti Öldunnar, bauð frúnni orðið, og talaði hún mjög vel, skilaði kveðj- um frá Gimli deildinni og var beðin fyrir kveðjur frá öld- inni til Gimli deildar. Svo var mikill söngur og ágætar veit- ingar. Enga af hinu gamla fólki þekkti ég persónulega, en tal- aði við margt af því þó engu síður, t. d. talaði ég við gamla konu og sagði við hana: Mikið< fer nú vel um ykkur hér. Þetta er eins og á fínu hóteli! — Já, það má nú segja, segir hún. Þetta er himnaríki á jörðu. Ekkert er látið ógjört, sem hægt er að liðsinna okk- ur. — Ég vildi að ég hefði haft tíma til þess að tala við allt gamla fólkið, helzt í ró og næði. Séra Albert og séra Guðmundur hafa tekið mikilli ást við Stafholt, svo að and- legri þörf er borgið í höndum þeirra fyrir hina öldnu engu síður en líkamlegri velferð í höndum Mrs. Rose, sem mér finnst vera sem Florence Nightingale í Stafholti. Eftir að hafa heimsótt stað sem Stafholt, skilur maður betur en áður hina brennandi þörf fyrir slíkan stað og virðir um leið hin miklu Grettistök, sem þar hafa átt sér stað í svo mörgum myndum, á háum bökkum hins bjarta, breiða og bláa Kyrrahafs þar sem víð- sýnið skín yfir hæðir og haf! Laugardaginn 22. apríl var sumarmálasamkoma Öldunn- ar haldin í fúndarsal Frí- kirkjunnar í Blaine. — Frú Marja Björnsson, forseti sam- komunefndaí1 deildarinnar, stjórnaði samkomunni. Mjög vel var vandað til skemmtun- ar, enda tilkomumiklir skemmtikraftar. Ágætur fjór- raddaÖur söngur undir stjórn Elíasar Breiðfjörðs og hafði hann góðu söngfólki á að skipa. Svo skemmtu þeir líka með fjórrödduðum söng frá Vancouver, B.C. þeir Mr. H. Eyford, C. Eyford, Ó. Stefáns- son og T. Leósáon. Þeir sungu af list öllum til ánægju. Ræðumaður á þessari sam- komu var séra Albert E. Krist- jánsson, og sagðist honum vel um margt, sem liðið var, einn- ig notaði hann allmörg gam- anyrði, sem vel mátti brosa að. Þá söng Karlakór Vancou- verborgar, B.C. fimm íslenzk lög undir stjórn herra Svein- bjarnar Sigurðssonar. Ljóðin, sem þeir sungu, voru þessi: „Islands er það lag, Til aust- urheims vil ég -halda, Ó, bless- uð vert sumar sól, Buldi við brestur, og Island ögrum skorið.“ Þetta fór allt svo dá- samlega vel fram, eins og all- ir bjuggust líka við. Aliir hér í Blaine fagna söngstjóranum síðan í vetur, þegar hann kom hingað með sinn ágæta söng- flokk. Söngstjórinn er prúð- menni og ýel fær í sinni list, og allir í flokknum hans eru hinir skemmtilegustu drengir og- ánægjulegt að kynnast þeim. Dr. Sveinn Björnsson las upp tvö falleg kvæði, eitt á íslenzku og hitt á ensku máli, og var doktornum klappað mikið lof í lófa. Dr. Björns- son er snillingur í að lesa kvæði. Þarna var margt fólk saman komið og allt fór ljóni* andi vel fram. Slík sumaf' málasamkoma er öldunni ti stór sóma. Vígslualhöfn Sunnudaginn 7. maí f°r fram mjög tilkomumik1 vígsluathöfn í lútersku kirW' unni í Blaine, þar sem ki° nýja viðbót við kirkjuna vaf vígð til afnota fyrir kirkju' legt starf. Þar var fjöldi fólRs saman komið og allt mjög tíðlegt, söfnuðurinn hafo1 mikinn og góðan söngflokk og þrjá einsöngvara, Mrs. Hal' dór Johnson, Mr. Chuch Ög' mundson, og Mr. Alberts, fra Bellingham, mikill og söngmaður. Þeir, sem þar to ' uðu ásamt sóknarprestinum. Ernest H. Nygaard, voru PaS' tor Edwin Bracher, forseú Pacific synodunnar, sem fluttl framúrskarandi fallega vígslu' ræðu, séra Guðmundur sag 1 sögu Blainesafnaðar og minnt' ist á alla þá kennimenn, sel11 þar hlöfðu starfað frá árinU 1913 til þessa dags. Vér ósk' um lúterska söfnuðinu111 ásamt presti hans til lukku blessunar í framtíðarstarfinU' Föstudaginn 5. maí efu^1 Odd Fellow stúkan No. 80 1 Blaine til myndarlegrar sam* komu í tilefni þess, að Þe^ voru að borga að fullu fyrir samkomuhúsið sitt í Blaine’ sem er aðeins fárra ára galU' alt. Allir voru boðnir ve komnir. Nokkrir íslendingar voru þar viðstaddir og sumir tóku þátt í þessum mannfa8u' aði, til dæmis spiluðu þar Þr’r landar á hljóðfæri, það v°rU þeir Halldór Johnson, seUl spilaði á píanó, Bob Gun' mundsson á gítar, og Walter Hörgdal á fiðlu. Margir tóku þar til máls, en aðalræðumað' ur samkomunnar var sera Guðmundur P. Johnson, hann rakti starfsferil Odd Fello"^ reglunnar í aðaldráttum ytir síðastliðin 150 ár, sem aðal' lega hefir verið í því fólg1 að hjálpa þeim þurfandi og munaðarlausu, byggja heim11 fyrir börn og gamalmenni og ýmsar fleiri líknarstofnanir’ sem Odd Fellow reglan beitir sér fyrir. Þessi Odd Fello^ regla (Independer^t Order G Odd Fellow) er bræðralag 1 orðsins fyllstu merkingu, seU1 starfar saman í einingu and' ans. Þeir hrinda mörgum stor' fyrirtækjum til framkvæmd3 og láta stórmikið gott af ser leiða um allan heim. Á meða þeirra ríkir eining og friður> sem aldrei hefir verið brugS1 út af. Þeir trúa á handleiÖsiu hans, sem stjórnar öllu vf með sínum friðar anda. Peir halda uppi stöðugri starfsem1 í flestum borgum og sma' kauptúnum í öllum Banda' ríkjunum og víðast hvar um allan heim. Þeir eru trúver ugir og sannir í starfi sinU- Framh. í næ»ta blaíSl SÉRA GUÐMUNDUR P. JOHNSON: Bréf fró Blaine

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.