Sunnanfari - 01.12.1891, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.12.1891, Blaðsíða 6
50 Mér er ekki ljóst hverjum Gröndal hefir ætlað fiskatal sitt. Hann hefir að öllum líkindum ekki ætlað það vísindamönnum, því þá hefði hann ef- laust getið þess við latnesku nöfnin hver hefði gefið þau, eins og ávalt er siður, nú orðið, (þegar á að rita vísindaiega um þesskonar efni. A hinn bóginn sé eg ekki hverju Islendingar eru nær, þótt þeir sjái í skýrslunni að þessi og þessi fiskur sé til við Island. Öðru máli hefði verið að gegna hefði hverjum fiski verið lýst stuttlega. það hefði mátt gera það í fám orðum, því ekki hefði þurft að lýsa fiskunum nákvæmlega, heldur að eins svo að hægt væri að þekkja þá hvern frá öðrum, en slíkar lýsingar geta verið örstuttar, þegar tvískipt- ingarreglunni er fylgt. Alþýða manna hefði haft bæði gagn og gaman af fiskatalinu, hefðu lýsingar fylgt því, því marga langar til að þekkja náttúrugripi, hvort sem það eru dýr eða jurtir, og auk þess hefði það þá sjálfsagt stuðlað að því að vekja áhuga manna á dýrafræði Islands og jafnvel safninu bein- linis, en nú virðist fiskatalið vera mjög svo gagns- lítið, nema ef þar eru taldir einhverir íslenzkir fiskar, sem ekki er getið um á prenti áður. Auk þess er það fjarri þvi að vera svo full- komið sem vera skyldi1). Gröndal er reyndar vorkunn með suma fisk- ana svo sem Gymnelis og Centrodermichthys því þeir fundust fyrst 1890 (í Húnaflóa), en mart af hinum fiskunum hefir fundizt fyrir laungu og um suma er getið í bókum, sem Gröndal á sjálfsagt aðgang að, svo sem Phobetor, Agonus og Brama2 3 *), og er því meira en kynlegt að hann skuli sleppa þeim. Annars hefði það ekki virzt óeðlilegt, að Gröndal hefði spurt sig fyrir hjá stjóvn dýrasafns- ins í Kaupmannahöfn, hvað væri þar til afíslenzk- um fiskum, áður en hann samdi fiskatal sitt. f>á hefði hann feingið vitneskju um alla þá fiska, sem hér eru taldir, því safnið á þá alla. ') J>ar vantar að minsta kosti þessa fiska: Gadiodei'. Motella Reinhardtii Kr, -— Pleuroneclida'. Drepanopsetta platessoidesf?). — Lophobranchii: Nerophis æquoræus L. .(pað er stórmerkilegt að Gróndal sltuii ekki geta um fislc þenna, því hann hefir sjálfur sent hann til dýrasafnsins í Kaupmannahöfn). -— Discoboli: Liparis tunicata Rhdt. og var. lineata. — Blennoidei: Gymnelis viridis Fbr. — Calaphracti'. Cottus scorpioides Fbr. — Pliobetor ven- tralis Cuv. & Val. — Agonus decagonus Schn. — Icelus hamatus Kr. — Centrodermichthys uncinatus Rhdt. — Enn hefði átt að geta um Cottus scorpius var. grönlandica Cuv. & Val. — Scomberoidei: Brama Raschii Esm. Rak við Vestmanneyar 1870. — Peiromysonlidæ: Petromyzon marinus L. Frá Vestmanneyum. Og eg efa ekki að víst sé um fleiri fiska frá íslandi, þótt eg viti ekki af þeim. 2) Videnskbl. Meddel. fra den nat.-hist. Foren. i Kbh. 1876—7 bls. 363—6, 382. Forhandl. ved de Skand. Natur. II. Mede 1874 bls. 418—23. Gröndal hefir þannig slept mörgum íslenzkum fiskum úr skrá sinni, en aptur hefir hann tvítalið einn, eða að minsta kosti er talið svo á dýrasafn- inu í Kaupmannahöfn að Anarrhichas denticulatus Kröyer og Anarrhichas latifrons Stp. & J. Hallgr. sé sami fiskurinn. Skrítið er að Gröndal skuli telja Lumpenus maculatus og Carelopbus Ascanii tillareytingar af Lumpenus lampetræformis (ekki lampretif.). Coliett telur þá þó sérstakar tegundir.1) Ennfremur má geta þess að prófessor Liitken er á þvi máli að Notacanthus nasus hafi fundizt við Island2), hvort sem það er sami fiskurinn og Grön- dal kallar Notacanthus Fabricii. Loksins hefði verið myndarlegra að Gröndal hefði nefnt Eggert Ólafsson við Anarrhichas minor. Islendingar hafa ekki gefið svo mörgum dýrum nöfn. Og þar sem Japetus Steenstrup hefir verið að berjast fyrir því, að hlýrinn væri nefndur því latneska nafni, sem Eiggert gaf honum, þá má ekki minna vera en við Islendingar sjálfir getum Eggerts, þegar hlýrinn er nefndur á iatínu. Islenzku fiskaheitin eru sýnu betur úr garði gerð en þau latnesku. Reyndar vantar mjög mörg nöfn í þau, en sum þeirra liggja í handritum, svo sem fiskatölum þeirra Jóns lærða, séra Páls Björnssonar, séra Jóns Daðasonar, séra Snorra Björnssonar, Jóns Ólafssonar frá Grunnavík o. s frv., en sum eru að eins til á vörum manna í sérstökum hér- uðum og er ekki við að búast að Gröndal þekki þau öll, en hægt hefði verið að tína til fleiri nöfn úr handritum en Gröndal hefir gert. Af nöfnum, scm tiðkast í sérstökum héruðum, man eg sérstak- lega eptir »maurungur«. Svo kalla Olafsfirðingar fisk, sem veiðist í Ólafsfjarðarvatni og kvað vera mitt á milli þorsks og silungs. »Agga« kvað lika vera- austfirzkt nafn á einskonar síld. F.yfirðingar kalla litla þorska »kóð« (sjá brandkóð). Að því er snertir fiskaheitin í Eddu, þá er »flóki« algeingt nafn í Snæfellsnessýslu um litla flyðru. Eg hefi einhversstaðar séð í handriti, að »hamar« eða hamarshákall væri annað nafn á há- meri, en man ekki hvaðan eg hefi það. »Sand- hverfa« og »sandlægja« er eflaust sama sem sand- koli og kemur það heim við sögu, sem Jón lærði segir i »Tidsfordrif«. Vestfirðingar kalla nokkurs- konar flyðru, geddu8). þar sem »seiðr« er nefnt í Eddu, liggur jafnvel nær að átt sé við »seiði«, litinn þorsk, en soðfisk. Yfirlit Stefáns Stefánssonar er laglega samið, að því er mál snertir. Orðið »gróður- fræðislegur« virðist þó vera fremur óviðkunnan- legt, en svo er reyndar opt) með nýgjörvinga. Mál það, sem Stefán hefir tekið sér fyrir bendur að rita um, er talsvert yfirgripsmikið, svo ómögulegt ') Norges Fiske. 1875. 2) Videnskbl. Medd. 1877.—8 bls. 152. 3) Steenstrup í Overs. over det kgl. Vid. Selslc. For- handl. 1863 bls. 145—94.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.