Reykvíkingur - 01.07.1898, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 01.07.1898, Blaðsíða 4
28 hvar í hún skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur a-3 senda ráðgjafa Islands, áskorun um að hann hlut- ist til, að hinn fyrirhugaði frjettapráður verði lagð- ur f land á Austfjörðum — og víst af náð Aust- firðinga, — þaðan yfir land til Reykjavlkur — um Akureyri, og mæla með þvf að allt að 15 þúsund kr fengist úr landsjóði til fyrirtækis þessa, ef því fengist framgengt. Til vara skoraði sýslu- nefnd þessi á bæjarstjórnina að leggja til þannig lagaðs fyrirtækis sem mest fje úr bæjarsjóði, já fyr má nú vera faðir minn en flugurnar spryngi af hita. [Mikilblessuð nautahjörðmá hún vera þessi sýslunefnd Norðurmúlasýslu, að innbirlasér aðhún geti brúkaðbæjarstjórn Reykavíkur fyrir áttavita í vasa sínum]. H. Kr. Fr. að ætti nokkuð að sinna þessu : bulli, þá væri það með því að skora á stjórnina að gefa áskorun austfirðinga engan gaum, en stuðla til sem m6st hún gæti að frjetta- þráðurinn legðist hjer á land sem næst Reykja- vík. Dr. Jónassen, að Islands ráðgjafi mundi hafa lítil áhrif á mál þetta, og vildi hann því engu sinna þessu máli austfirðinga. Jón Jensson var á sama máli að sinna engu þessari hreppa pólitík austfirðinga, hann var með öllu á móti að þingið legði fram fje ef tir óskum þeirra, eða að stjórnin legði fram fje til þess, upp á væntanlegt samþykki þingsins, samþykkt með öllum atkvæðum að sinna ekki þessu máli. 2. Samþykkt útbíting á þeim 2000 kr. er bæjárstjórnin hafði fengið að láni úr landssjóði til jarðrækta, og form. falið að sjá um útgáfu skuldabrjefanna. Almenn óánægja i bæjarstjórninni yfir því að enginn tómthúsmað- ur skyldi hafa notað lánið, Tr. G. að úr því að lánið hefði ekki verið notað af neinum er þurfti þess, þá hefði ekki átf að taka það.— 3. Sam- þykkt við fyrri umræðu að veita 1000 kr. til borða, bekkja og kennarapúlta til nýa barnaskólans. 4 H. Zoéga veitt til erfðafestu stykki það er Jón Þórarinnsson hafði áður við Kaplaskjólsveginn með sömu kjörum og Jón hafði það. 5, Guðm. á Brúarenda og Þórður á Hólabrekku báðu báðir um sömu útmælinguna; frestað til skoðunar á staðnum. 6. Breiðfjörð bað um útmælingu und- ir áburðargryf ju í erfðafestulandi sínu Sandvjkurbl. nyrðri, sem hann ætlaði svo einhverntíma að bygga fjós yfir. Eftir klukkustundar kappræður um þetta, var svo málinu vísað til byggingarnefnd- arinnar. Umræður þessar spunnust út úr því, að fyrir nokkru veitti H. Kr. Friðriksson með fl. byggingarnefndinni mjög harðar ákúrur fyrirþað að hún mældi út undir byggingar fyrir utan kaupstaðarlóð bæjarins, án nokkurs leyfis bæjar- stjórnar, sem vill hafa nefið niður í hverjum pitti í bæjarlandinu, en finnur þó engan þef? Form. tók það fram að byggingarnefndin rjeði sjálf hvort hún sinnti nokkuð þessari tilvísun bæjarstjórnar- innar, 7. Samþykktar brunabótavirðingar. Hús Jóns Guðmundassonar við Bakkastíg 1 1 55 kr. Bær Asgr. Gunnarssonarvið Lindargötu 1208 kr. Steinbær Jónasar við Klapparstíg 808 kr. Hið nýja hús Rafns skósmiðs í Austurstræti 3290 kr. Hús Margrjetar Guðmundsaóttir við Bergstaða- stræti 1200. kr. 8, Lesið upp brjef til Islend- inga frá borgurum í Austurríki sem hlíddu þar á fyrirlestur um ísland. Form. falið að skrifa frí- herra Jaden, sem sendi ávarpið hingað, og inna honum þakkir bæjarstjornarinnar fyrir hönd Is- lendinga. 9. E. Briem tilkynnti að hann ætlaði að selja spildurnar af túni sínu sem eru fyrir sunn- an og norðan barnaskólann nýja — Eyv. írna- syni og póstm. Briem. Bæjarstjórnin hafði ekk- ert við það að athuga. 10. Bankastjóra leyft að láta kljúfa grjót til bankans, fyrir ofan og austan klöpp. 1 1. Samþykkt að borga 24 kr um árið fyrir hreinsun og eftirlit með þarfinda- húsum bæjarins. 12. Samþykkt að láta fylla upp óþverravilpu fyrir norðan Iðnaðarmannahús ið, Lektor Þórh. og Halldór Jónsson ekki á fundi. Fundi slitið. Framtalsþing Reykjavíkurkaupstaðar 20. júm. Þessir töldu fram tíundarbærareignir. Eyþór Felixson. 3 þilskip. Guðmundur Ingimundarson , 1 kýr leigufær, i kálflaus, 3hesta, 2 hrissur, 3 trippi, 2 tvevetra, 1 þrjevetra, 4 ær, 5 gemlinga. Gunn- ar Hafliðason 1 einsmannsfar arðlaust. Jón Bjarna son 1 sexm.far arðlaust, 1 tveggjam.far sömuleiðis. Sigurður fangvörður, 1 kýr ieigufær, 1 kálflaus Sigf. Eymunddson, 1 kýr 2 hestar. Magnús frá Reykjum, 1 kýr, 40 ær með lömbum, 6 lambgotur. 4 hrissur,2 tryppi tvævetur, tvö veturgömul, H. Kr. Friðriksson, 1 kýr, 1 hestur, 30 ær,i 12 gemlinga, 1 hrútur. Halldór Daníelsson, 1 kýr. Jón Jónsson Steinsholti, 1 kýr. Fleiri töldu eigi fram. Framtalsþingi slitið. Barnaskólinn nýi, Hvort sem nokkuð er hæft í því eða ekki, sem sagt er, — að bæjarstjórnin hafi ómögulega getað valið óhyggilegar en hún gjörði, í þessa barnaskólbyggingarnefnd; þá verður því ekki neitað, að meiri hluti nefnd- arinnar 2 af þremur, eru úrvalsmenn hvor í sínu lagi, bæjarjógetinn og lektor Þórh. Bjarnason, lagamaður og guðfræðingur, og svo erhann M. Benjamísson úrsmiður. En að þessir herrar hafi nokkurn snefil, vit á húsa- smíðum er með allri „respect" sagt ekki heimtandi af þeim. Barnaskólinn er nú ekki enn, kominn lengra en það, að verið er að reisa grindina á sjálfum skólanum, en sá galli er nú á, að ekki er enn kominn einn — einasti borðbútur til skólans, og eru menn að giska á að útvegunarmaður efnis- ins til skólans, muni hafa falið landsútgjörð- ar meðhjálparanum fræga í K.höfn, að út- vega skip undir borðviðinn, og er því ekki að undra þó slíkt dragist þangað til sleða- færi kemur á Atlantshafið svo Hjálmarkom- ist yfir það, og vel þjenist á fragtinni Án gamans sagt, þá lítur nú ekki út fyrir ann- að, en aðbarnaskólasmiðirnirverði núað fara að ganga yðjulausir af efnisvöntun. En auðvit- að geta þeir heimtað samt sem áður, laun sín daglega, af þeim sem þeir eru ráðnir hjá, eða þá þeir fítla eitthvað við byggingunatildægra styttingar—já barnaskól—já batnaskólinn nýi, beiskt verður soðið af honum þá búið er að færa uppúr. Utgefandi og ábyrgðarm: W. Ó. Breiðfjörð. Prentsmlðja Dagskiár.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.