Reykvíkingur - 01.07.1898, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 01.07.1898, Blaðsíða 1
Afgrcíðslustofa Ueyk- víkíngs er hjá útgcf anda, Aðalstræti nr. 8, opin hvern virk- an dag allan. Nýir kaupendur gefi sig fram. Reykvíkingur. lílaðið kcmttr tit cimt sinui í hverjum mán- uði og kostar í Rvík i kr. um árið, út um land og ericncíis burð argj. að attki 25—503. Borgist fyrir lok jtílí. 1. Júlí 1898. Númerið kostar lOa VÍÍI, 7. Háttvlrtu kaupendur „Reykvík;ings“í Munið eftir að borgunartími blaðsins er nú í þessum mánuði. Landsbankinn kominn á hausinn? Þessi ummæli um landsbankann hljóma nú fjöllunum hærra af mönnum aðkomandi sem bæjarmönnum, ásamt ýmsum dómum af hverju slíkt muni stafa, Ymsir hafa skor- að á oss, að hreyfa þessu máli, og viljum því verða við tilmælum þeirra. En eftir að hafafengið áreiðanlegarupplýsingarum málefni þettað, þá verðum vjer að játa að vjer get- um ekki verið á sama máli, um orsökina til þess, að Landsbankinn hætti nú útlánum sín- um sem sumir aðrir kunna að vera. Það er nú fyrir það fyrsta herfilegt rang- hermi, og ekki nálægt nokkrum sanni að Landsbankinn sje kominn, sem svo kallað er, á hausinn. Hann er enn sem fyr hin auð- ugasta stofnun sem við höfum, og þótt hann hafi nú um tíma hætt, að mun, að lána út peninga, þá stafar það öldungis ekki af því að hann sje farinn að hallast í fjárhagslegu tilliti, því hann á meira en nóg verðbrjef fyr- ir öllum innstæðum, auk varasjóðs síns, stand- andi kassaforða og hinu mikla fje fl.hundruð þúsund krónur sem hann á í lánum víðsveg- ar um land allt. En allt fyrir það, þá er það afar skað- legt fyrir hina mörgu sem þurfa á peningum að halda, að geta nú ekki sem fyr, fengið peningalán í bankanum. Metin standa nú uppi hópum saman í hreinustu vandræðum af peningavöntun, og sá skaði sem slíkt bak- ar mönnum nemur án efa morgum tugum þúsunda króna. Tökum til dæmis hina mörgu hjer í Reykjavík sem standa nú uppi með tvær hendur tómar í óframúrsjáanlegum vand- ræðum með öll húsin. Nokkuð — lítið, — eða ekkert, á teg komin, sem þeir ætluðu að byggja í sumar, því nú vilja víst fáir lána þeim efnivið til þeirra þar sem ekki fæst nú, eins og að undanförnu, lán úr bankanum út á þau, undir eins og þau eru búin. Það verður varla með orðum útmálað, hvað mikinn skað i, ergelsi og vonbrygði það olli mörgum að kypt var þannig irtd n þ Tn -- eins og — vonarfótunum tneð peninga- lánin til framkvæmda á áformum þeirra. En orsökin til þess og alls sem af því kann að leiða, liggur einungis í hinum illræmdu al- þektu og afarskaðlegu peninga vanskilum hjá almenningi, þar sem menn hundruðum saman, eða jafnvel þúsundum saman, borga varla vexti, hvað þá heldur afborganir af iánum sínum í bankanum svo árum skiftir, og hafa þeir því með vanskilum, þannig bundið ærnafje frá því að verða lánað nýjum lán- takendum, því djúpur þarf sá brunnur að vera, sem fullnægir almenningi í þeim sök- um að bergja á, ef því sem nær ekkert í hann bætist, og allar æðar til hans eru teftar. Þannig gjöra menn sjálfum sjer. og hver öðrum bölvun og ólukku með [andskotans] ó- skilunum sem eru nú orðin að hreynasta ó- lyfjan og átumeini í öllu viðskiptalffinu hjer á landi. Fáir þekkja nú orðið — eða vilja þekkja, áreiðanlega og skilvísa greiðslu skulda sinna á vissum umsömdum degi, heldur ein- hvern tíma eftir hentugleikum þeirra, að vjer ekki nefnum þá sem ala aldur sinn á svik- um og prettum, svamlandi í skuldasúpunni eins og beljur í feni. Af slíku leiðir það, að hið áreiðanlega og fjöruga viðskiftalíf, sem á sjer stað hja öðrum þjóðum, og fleygir óendanlega áfram velmegun þeirra, já næstum cf svo mætti að orði komast — með ljós hraða; er hjer hjá okkur álíkast horaðri og reisa húðar bikkju, sem hvorki getur staðið nje komist úr spor- unum; og hvernig á svo nokkurt verulegt viðskiptalíf að tjónkast við slík farartól. Nei, allt okkar viðskiftalíf er dauðasjúkt af pest- inni, það er svikunum og prettunum, og þó einhver ósjúk sál hrærist innan um alla hina pestsjúku, þá gjætir þess ekki meira en þó litli fingurinn væri ósjúkur á sjúkum líkama. Sumir halda því máskje fram, að prett- ir og svik í skulda greiðslum stafi einungis af peninga vöntununni í landinu. Svar —•

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.