Reykvíkingur - 08.09.1894, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 08.09.1894, Blaðsíða 4
36 þeirri sem það hafði fengið sjer útmælt í fyrra í Tjörninni. — 7. Beiðni frá Pjetri Hjaltesteð, um lækkun á gjaldi því, sem ákveðið var af bletti þeim, sem honum var útmældur vestanundan Rauðarárholtinu, og var henni synjað. En aptur á móti var frestað til næsta fundar beiðni hans um eina dagsláttu i viðbót. — 8. Form. stakk upp á því, að setja ákveðin landamerki millum Klepps og Laugarness öðrumegin, og Bústaða hinumegin, og var samþykkt að afmarka þar í haust með smávörðum, og eins millum Laugarness og Breiðholts. — 9. Þórh. Bjarnarson stakk upp á að laga lækjarósinn, og leggja stjett meðfram hon- um að vestanverðu. Ákveðið að ganga á staðinn, og afgjöra um málið svo síðar. (Það er vonandi, að bæjarstjórnin láti sjer ekki vaxa um of í augum, að fá renning af túni sjera Eiríks Briems til þess að geta gjört lækinn beinan frá Lindarbrunni og útí Tjörn, því það yrði laglegt eða jafn- vel prýði. Önnur aðgjörð við Iækjarósinn yrði einungis kák, sem kostaði þó töluvert, en mundi verða breytt innan fárra ára, og þá fenginn renningur af Briemstúninu. Svo ætti að hafa svo breiðan kantinu að aust- anverðu upp í tún Briems, að nógu breitt væri fyrir götubyrjun, sem einhverntíma kemur í kringum tjörnina. Það er ekki svo lítið áríðandi, að búa heldur í hag en óhag fyrir framtíðina). — 10. Dregið nr. 2 af skuldabrjefum Laugarness til útborgun- ar. — Form. gat þess, að með því að það væru nú farin að fjölga þilskip hjer á stakkstæðunum, vildi hann bera undir bæjarstjórnina, hvort henni sýndist að setja skorður við því framvegis, að hjer yrðu sett upp þilskip á stakkstæðunum, og voru allir fulltrúarnir á því, eins og tekið var fram í Reykvíking í fyrra, að það væri fremur óprýði fyrir bæinn, að hafa þil- skip hjer á kampinum, og svo geti það hindrað sjófarendur, sem Ieituðu lendingar hiugað, að setja upp skip sin. öuðmundur Þórðarson tók það fram, að hjer væri betri lending í slæmum veðrum, en annarstaðar, og yrði því að hafa kampinn óteptan, til þess að sjómenn, sem máske hleyptu hingað, gætu sett upp skip sín, og svo þyrfti líka talsvert svæði fyrir öll uppskipunarskip kaupmanna, þegar þau væru sett upp. Að endingu voru allir fulltrúarnir á því, að banna þilskipauppsátur hjer á kampinum framvegis (mikið var það). — Jón Jensson og Gunnar ekki á fundi, en sjera Þórh. og Ól. Ólafsson komu nokkuð seint á þennan fund. Kjörfundur 27 ágúst til að að kjósa einn mann í niðurjöfnunar- nefndina. — Af öllum bæjarmönnum mættu einungis 17 á fundinum, og var Guðmund- ur Guðmundsson á Yegamótum kosinn í niðurjöfnunarnefnd með 16 atkv. af þessum 17 sem á fundinn komu. Það gegnir öld- ungis undrun, hvað bæjarmenn eru áhuga- lausir með að mæta og kjósa hjer í þá nefnd. Menn gjöra sjer virkilega ekki ljóst, hvað áríðandi er, að kjósa kunnuga og sanngjarna menn í þá nefnd; það er svo sem enginn smávægilegur starfi sem sú nefnd hefur á hendi, — að hafa vald á hvers manns vasa, til að ákveða hvað hann skuli borga í aukaútsvar ár hvert, því þó menn geti klagað útsvör sín til bæjarstjórn- arinnar, þá mun almenningur opt ekki vera með öllu ánægður með úrskurð hennar í þeim málum. — Það er því einungis af hendingu í þetta einn, að kunnugur maður, að minnsta kosti í austurbænum, og sem þar að auki að sögn er talinn stilltur og sanngjarn maður, hlaut nú kosningu í nið- urjöfnunarnefndina hjer. Göturnar hjer í Reykjavík. Það er fallegt og næstum sönn prýði fyrir vesturbæinn, að sjá nú Hlíðarhúsastíginn, eptir að búið er að gjöra við hann, og væri óskandi, að veganefndin hefði ekki þurft að láta bíða haustveðranna að full- gera hann ofan að Aðalstræti, eins og hún hefur áformað. En henni er stór vorkun, þar sem svo vandasamt er að gjöra það sem eptir er (sprengja klappir og jafna halla), þó hún veigri sjer við að láta viðvaninga, eður ófæra menn til þess starfa, gjöra það. En því reynir bærinn ekki að koma sjer upp hæfari mönnum til götugjörða og ann- ars starfa í bæjarins þarfir, en þá sem hann hefur nú? Slíkt er öldungis óskiljanlegt. Því þó þeir geti borið ofan í lagðan veg, þá er það enginn sjerlegur lærdómur. Eins og það er hrósvert, að sjá Hlíðar- húsastíginn, sem nú er nefndur Vesturgata, eins er það hörmung að sjá göturnar hjer í miðbænum, einkanlega síðan þornaði um, því það má næstum ryfja heyslæðing sum- staðar samblandaðan við _ hrossataðið og mómoldina, sem sumir hreinsa illa upp eða ekki af götunum, undan mónum þá hellt er úr vögnunum þegar verið er að aka honum heim. Bæjarmenn eru orðnir svo vanir við þennan prýðis-vaðanda á götun- um, að þeir finna víst ekki til hans. Það væri sannarlega þörf á, að veganefndin ljeti, þó ekki væri nema einu sinni, sópa eður grynna ofurlítið ruslið á götunum hjer áður en haustar að eða aptur fer að rigna. Útgefandi: W. ó. Breiðfjörð. Beykjavlk 1894. — Fjelagsprentsmiðjan.

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.