Reykvíkingur - 08.09.1894, Blaðsíða 3

Reykvíkingur - 08.09.1894, Blaðsíða 3
35 í gegnum þá, sem kallað er. Yjer vonum að eigendur uppskipunarbátanna leiðrjetti þetta og taki sig saman um, að láta heldur leggja bátunum t. a. m. á svæðinu frá nýju- bryggjunni að vestanverðu, og í línu vest- ur undir Bryggjuhús-gaflinn að austan- verðu. Hinar nýju rennur hjer í bsenum. Það gegnir furðu, hvað hin núverandi veganefnd, sem þó að mörgu leyti tekur fram fyrverandi veganefnd bæjarins, er föst við gamla vanann hvað rennusmíði snertir með það, að nota í nýjar rennur smáhnull- unga frá ráðleysisárum veganefndarinnar, eins og það sje sjálfsagt, ef ný renna sje búin til, að þá þurfi endilega að búa hana svo til, að hún sje ugglaus að verða á næsta ári hlykkjótt, skæld og samanhlaupin, eins og gömlu rennurnar eru allar að und- anskildri þó Gullrennunni frægu. Það hafa nú í sumar verið búnir til þrír nýir rennu- bútar í Aðalstræti úr tómum smáhnullung- um, mjög illa höggnum, og það svo, að það er hálfgjörð skömm að sjá þá, i samanburði við rennur i sömu götu, sem búnar voru til þegar Jón sál. Guðmundsson var hjer í veganefnd, og þá kunni þó engiun að höggva grjót. Yelur veganefndin virkilega þá menn til rennugjörðar, sem ekki hafa enn lært að höggva stein ? í rennukanta þarf að hafa langa, vel höggna steina. Sjáið þið stjett- ina fyrir framan hús W. Ó. Breiðfjörðs, sem lögð var 1878, ef þið ekki trúið, mín- ir góðu herrar! Nýr Mdagur verzlunarmanna. Áformað er nú innan skamms að gefa öllum verzlunarmönnum fríann einn rúm- helgan dag til að skemmta sjer upp á þann máta, sem þeir óska sjálfir, hvort heldur til útreiðar eða skemmtiferðar með „Elínu“ upp á Akranes og inn í Hvalfjörð. Það munu verða örðugleikar á að fá svo marga hesta, sem þar til þarf, og ráðum vjer því heldur til að þeir taki skemmtitúr með „Elínu“. Annars væri sjálfsagt, ef þess- konar frídagur kæmist hjer á, að ákveða hann 2. ágúst á Þjóðhátíðardaginn ár hvert, og þá ættu allir verkamenn, bæði vinnu- menn, daglaunamenn og iðnaðarmenn að hafa frí þann dag. Það er ekki vanþörf á því, tii þess að Þjóðhátíðardagur vor gleym- ist ekki. 11. bæjarstjórnarfundur, 6, septbr. 1. Lögð fram áætlun yfir tekjur og gjöld Reykjavíkurbæjar fyrir árið 1895, og á hún að ganga á milli bæjarfulltrúanna til athug- unar til næsta fundar. Áætlunin er að öllu verulegu lík og í fyrra. Aukaútsvörin eru nú kr. 156,34 minni en í fyrra. Allar tekjur bæjarins eru áætlaðar kr. 35220,02 eða kr. 593,65 meiri en í fyrra, þar af er áætlað eptirstöðvar við áramót kr. 3500,00. Mis- skilningur má það vera, að gjöld af byggð- um Ióðum eru nú taiin að vera kr. 40,00 minna en í fyrra, og eptir þvi ættu engin hús að hafa verið byggð hjer í bœnum, en eitthvað af húsum rifið niður, enda er nú gjald af óbyggðum lóðum talið að vera kr. 50,00 meira en í fyrra. Hikil er framför- in hjer í bænum. [Nánara um áætlunina kemur í næsta blaði]. — 2. Lögð fram beiðni frá 5 mönnum, um slæjur í Vatns- mýrinni. Ákveðið. að kalla beiðendur sam- an, og láta þá segja til, hvað hver vildi bjóða. Var formanni falið að afgjöra um það mál við þá. — 3. Kristján Kristjáns- son bað um að mega slá í Rauðarárgröfunum. Samþykkt gegn sanngjörnu eudurgjaldi fyr- ir hvern hest af heyinu sem fengist. — 4. Kvörtun frá cand. jur. Halldóri Bjarnasyni, yfir útsvari því, er niðurjöfnunarnefndin hafði með aukaniðurjöfnun gjört honum að borga = 5 kr. Kvörtuniu var rituð á heila örk útskrifaða, þar sem hann tók það frarn, að hann hefði ekki verið í bænum 4 mán- uði, er niðurjöfnunin fór fram, en lögin heim- iluðu ekki, að leggja á aðra aukaútsvar en þá, sem hefðu verið 4 mánuði í bænum, áð- ur en jafnað væri á þá aukaútsvari. For- maður gat þess, að það væri ekki bindandi fyrir niðurjöfnunarnefndina, að miða eiu- ungis aukaniðurjöfnunina við 4 mánaða dvöl í bænum. Niðurjöfnunarnefndin væri ótak- mörkuð; lögin væru einungis form fyrir hana. Halldór Jónsson var því samdóma, og sagði, að ef ætti að binda sig við 4 mánaða dvöl í bænum, þá slyppi sá alveg við aukaútsvar háiít árið, sem kæmi hjer 14. marz. Bæjarstjóruin vísaði kæru þess- uri frá, þareð kærandi hefði misskilið lög- in(?), en niðurjöfnunarnefndin hefði haft full- an rjett til að leggja gjaldið á hann(?) og stæði því úrskurður hennar í því máli ó- haggaður. (Hvort skyldi vera hættulegra fyrir Halldór eða niðurjöfnunarnefndina að misskilja lögin?). — 5. Synjað beiðni Ste- fáns Egilssonar um hússtæði fyrir austan bæjarbryggjuna. — 6. Samþykkt að veita Iðnaðarmannafjelaginu i Reykjavík lausu frá lóðargjaldi í ár, og næsta ár, af lóð

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.