Reykvíkingur - 08.09.1894, Blaðsíða 2

Reykvíkingur - 08.09.1894, Blaðsíða 2
5e?t er horfin (forvitret), svo skal farfa járn- þökin undir eins með þar til gjörðum farfa þ. e. rauðum. Á þök má ekki brúka þynnra járn en nr. 22. Með því hjer í Reykjavík er nú farið að brúka feiknin öll afþessu galvaniseraða þakjárni, bæði á þök, veggi og jafnvel í girðingar, og sömuleiðis á bæi, hús og hlöð- ur upp til sveita, þá ættu menn að athuga betur en gjört hefur verið, hvernig járnið er og hvaða þykkt er á því, en hlaupa ekki eptir því, þó endingarlaus pjátursplata sje ódýrari, en varanleg járnplata. Og eins ættu menn að varast, að brúka í járn ó- galvaniseraða nagla, — gæta betur en áður að, hvernig járnið er lagt, og mála það svo undir eins og gljáhúðin er farin af því, því það er sannarlega fyrir marga tugi þús- unda krónu virði, sem landsmenn, einkan- lega Reykvíkingar, brúka í þakjárni á ári hverju, og væri því sorglegt, ef allir þeir peningar væru eyðilagðir eptir hálfan manns- aldur fyrir tóma handvömm, skeytingar- leysi og fásinnis sparsemi. Samfara þakjárnsbrúkuninni hjer ætti þekkingin bæði á gæðunum, þykktarnúmer- inu og allri meðhöndlun þess að ráða meira fyrir, en sýnzt hefur hingað til, bæði hjá smiðunum og þeim, sem byggja láta. En því er öldungis ekki þannig varið, því þeir sem byggja hjer geta aldrei fengið eins næf- ur þunt járn og þeir vilja; og sama er að segja um sauminn í járnið, af því að ó- galvaníseraðir naglar eru ódýrari en gal- vaníseraðir, þá er sjálfsagt að brúka þá á járnið. Og nú í sumar hefur sparsemin keyrt svo fram úr hófi hjá sumum, þó þeir hafi meir en getað efnanna vegna keypt hina rjettu nagia, að þeir hafa brúkað ó- galvaníseraða steypta nagla til að negla með járn, og haldi þessi þekkingarleysis- sparnaður áfrara, verður eflaust farið að festa galvaníserað járn á þök og veggi framvegis með húfu-títuprjónum, því það mun ódýrast fyrir augnablikið. Á líkan hátt er nú með fráganginn á járnieggingunni hjá sumum smiðunum ólíkt því sem fyrst var gjört hjer. Enginn listi er nú látinn undir bárurnar á járninu, þar sem neglt er í gegnum það, og 10—15 naglar eru drifnir í hverja þriggja álna plötu og keyrðir svo rækilega að, að stór laut verður eptir kringum hvern nagla. En eitt er þó ekki sparað, og það er, að leggja járnið nógu mikið á misvíxl, — sjálf- sagt að skara hverja plötu yfir tvær bárur, ef ekki meira —, þannig eyða þeir að ó- þörfu áttundu hverri plötu eða rúmlega 12% af járni því, sem þeir leggja; þetta gjöra þeir af hjartans sannfæringu svo að þjett verði. Vjer göngum að því sem gefnu sam- kvæmt núríkjandi hugsunarhætti, að bæði smiðir og húsabyggjendur ef til vill í svipinn reiðist oss ærið fyrir þessar útá- setningar viðvíkjandi hinu bárótta þakjárni og meðhöndlun þess. En annaðhvort er, eptir voru áliti, að segja sannleikann, þó sumir veigri sjer við því, eða þegja; með hræsni fetast ekkert spor áfram til sannra framfara eður endurbóta. Og hjer er margra manna fjármunum hætta búin af vanþekk- ingunni, ef ekki er í tíma aðgjört. Það mun vera vanalega þeim aðkenna, sem láta byggja, að brúkað er járn á þök með þykktarnúmerinu 27, en það álítum vjer sama og að kasta peningum sínum í sjóinn, því það járn er eins og þynnsta pjátur, og ekki einusinni hæfilegt á veggi. Þakjárn hafði áður ekki önnur þykktar- númer, en 18, 20, 22, 24, en svo hefur eptirspurnin frá íslandi (því annarstaðar brúkast það ekki) drifið það upp í eður rjettara sagt niður í 25, 26, 27: lengra kemst það víst ekki, því þá tyldi það ekki saman. Það er vor sannfæring, að smiðir og þeir, sem byggja láta, geti bezt í samein- ingu bætt úr þessu, enda mun þess stór þörf, ef allt þakjárn, sem flutt verður hing- að frá 1890 til aldamótanna ekki á að vera orðið ónýtt 1915, í stað þess að þakjárn frá góðum verksmiðjum hæfilega þykkt, — númer 22 á þök og 24 á veggi — rjett og vel frá því gengið, farfað eptir eitt ár og förfuninni svo viðhaldið eptir þörfum, á að geta enzt í þrjá fjórðu aldar, eður lengur. Uppskipunar-bátarnir. Það er furða, meðan ekki verður slys að því meðal sjófarenda, sem flestir lenda hjer í grófinni, hvernig uppskipunarbátun- um er lagt á höfninni meðfram allri strönd- inni eða fjörunni frá Zimsens bryggju og vestur undan G. Zoega. Þetta erauðvitað ekki gjört af neinum illvilja, en hugsum okkur, sem höfum verið á sjó, hvað þægi- legt það er fyrir sjófarendur, að taka hjer lendingu í grófinni, í norðauveðri og nátt- myrkri, máske um eða eptir háttatíma, eða þegar flest ljós eru slökkt í bænum, því þó þeir viti af bátunum og taki saman seglin fyrir utan þá, þá getur verið nógu vara- samt I myrkri og hvössu að fara á árum

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.