Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 6
6 Dómar mannanna Eftir \. Sergeant M3M3 wkYfwmwmmimmmmmmmtmfm “Eg gat ekki annað,” byrjaði Dora loksins að segja í veikum róm. “Richard sagði mér að eg mætti aldrei segja það. Hann sagði að það væri bezt fyrir okkur, að við yrðum aldrei fram- ar þekt undir þessu nafni, og eg hélt það líka.” “Undir hvaða nafni?” “Sittard,” hvíslaði Dora. Horst færði sig nokkur skref til baka. Dimm- um roða sló yfir andlit hans, svo spurði hann hikandi\ “Er þitt rétta nafn þá Sittard?” “Já, eg hét það.” ' “Og Richard?” “Richard er bróðir minn, sami Richard sem einu sinni vann á skrifstofunni þinni. Hann kallar sig Richard Morris.” “Eg er svo alveg standandi hissa!” sagði Horst. “Eg get varla áttað mig á þessu. Richard Sittard — sonur Julius Sittard — var í minni þjónustu — já. En þú — þú — systir hans? Ert þú þá dóttir Julius Sittards?” * “Já,” hvíslaði Dora. “Guð komi til!” sagði Harkort í málróm, sem gaf til kynna hvílíkt reiðarslag þetta var á hann; hann stóð lengi þeyjandi og studdi sig við ofninn. Loksins hélt hann áfram yfirheyrslunni . í köldum og hörðum róm. “Þú giftist mér undir nafninu Dora Morrison.” “Eg hélt það væri það sama,” svaraði Dora, nötrandi af angist, ’“því við heitum Sittard- Morrison.” “Það sama? Nei, það gerir giftinguna okkar vafasama, en það er mögulegt að leiðrétta það. En það er annað, sem ekki er hægt að slétta yfir. “Annað?” “Já, heldurðu kannske að mér sé sama um að þú leyndir mig ætterni þínu, blektir mig, og saðgir mér hvað eftir annað ósatt? Eg treysti þér í blindni en nú get eg ekki treyst þér fram- ar!” “Horst!” hljóðaði vesalings Dora upp. “Áreiðanlega ekki framar! Þar eð þú hefur áður sagt mér ósatt, svo gerir þú það líka hér eftir. Nei, það er búið. Eg hefi gifst dóttur Julius Sittard,” og eftir litla þögn sagði hann með skjálfandi málróm — “Eg verð að bera mína byrði.” “Horst!” sagði Dora í bænarróm, þó hún hefði varla áttað sig á því, sem hann sagði. “Horst, viltu ekki fyrirgefa mér?” “Fyrirgefa þér?” sagði hann biturt. “Fyrir- gefa? Þetta spu'rsmál er þér líkt. í þessu til- felli held eg að fyrirgefning hjálpi ekki mikið. Að því leyti sem í mínu valdi stendur, skal eg dylja það sem dulið verður, og við verðum að sjá til hvernig við getum lifað saman án ástar, án trausts og hamingju. Þú hefir ekki einungis eyðilagt mitt líf, heldur og þitt líka!” Að þessum orðum mæltum gekk hann út úr herberginu. 23. KAFLI. Dora grét sig nærri því blinda um nóttina’ og lifði þó í þeirri barslegu von, að maðurinn sinn mundi koma næsta morgun og spyrja sig, af hverju hún væri að gráta; en hann kom ekki. Hr. Harkort fór snemma út, morguninn eftir, án þess að skifta sér af henni. Það fór kaldur hrollur um hana, þegar hún heyrði hann loka hurðinni,*án þess að líta inn til sín. Hún reyndi ekki til að standa á fætur, til að gera sín vanalegu störf í húsinu. Henni fanst hún vera svo máttfarin og þreytt, og hafði ekki lyst á að borða morgunverð. “Þú lítur ekki vel út í morgun, frú Har- kort,” sagði þjónustustúlkan, er hún kom inn í svefnherbergi húsmóður sinnar morguninn eftir, “á eg að láta sækja lækni?” “Nei, Jona, þess þarf ekki, eg er ekki veik,” svaraði Dora. “Frú Oldenrich spurði rétt núna um hvern- ig þér liði, og bað mig skila kærri kveðju sinni til þín.” “Segðu henni, að eg þakki henni innilega fyrir kveðjuna, og að mér líði vel — nei, að eg hafi slæman höfuðverk — eg hefi ofreynt mig í gær.” Stúlkan hlustaði á þessa skýringu, en lagði- lítinn trúnað á það. Eins og hitt þjónustu- fólkið, hafði hún orðið þess vör, að það væri eitt- hvað öðruvísi en ætti að vera, og hún hefði gjarnan viljað gefa til þess að vita hvað væri að. Þegar Theresa kom, um hádegisbilið, sat Dora í morgunsloppnum, í hægindastól við ofninn. “Þú ert þó ekki alvarlega veik, vona eg?” spurði Therese, þegar hún leit í hið föla andlit Dora, með dökka hringi í kringum augun. “Eg held ekki, mér finst eg vera svo tak- markalaust lömuð og niðurdregin,” svaraði Dora, svo lágt að vart heyrðist. Theresa settist hjá henni. Hún vissi ekki LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1944 hvað hún átti að segja. Dora hafði ekki sagt henni alt leyndarmálið. Það sem frú Mendal heyrði hana vera að hvísla að Therese, og vakti forvitni hennar, var bara um það að hún hefði gabbað Horst, og að hann væri reiður við sig fyrir það. “Því ertu svona lömuð og niðurbeygð?” spurði Therese, eftir pínandi þögn. “Af því — af því Horst er reiður við mig; hann sagði að hann gæti aldrei fyrirgefið mér.” “Hann álítur að eg hafi svikið sig,” svar- aði Dora, og ótti og vonleysi skinu úr hennar mildu og blíðu augum. “Og það er líklega rétt, úr því hann segir það — en því meir sem eg hugsa um það, því minna skil eg í því að hvérju leyti hann er svikinn. Hann getur eki sagt að eg hafi svikið sig, því hann vissi að eg hafði leyndarmál, sem eg ekki vildi opinbera, og að eg þagði um ætt mína og foreldri.” “Er það þá eitthvað í sambandi við fjöl- skyldu þína?” “Já! Hefir hann ekki sagt þér það? Eg hélt hann mundi gera það. Hann hefir strax vitað, þegar leið yfir mig, hvað eg heyrði um mirtn vesalings — vesalings Richard.” “Richard! Um Richard bróður þinn?” “Heyrðir þú ekki þá hræðilegu sögu sem sögð var um hann? Að hann hefði verið settur í fangelsi fyrir þjófnað! Eins og Richard mundi nokkurn tíma taka nokkurn hlut, sem ekki væri hans!” “En elsku Dora, það var að tala um þenn- an unga Sittard, Richard Sittard, en ekki um bróður þinn.” “Það er einmitt hann, Richard Sittard er bróðir minn. Eg er dóttir Julius Sittard, sem var valdur að ógæfu svo margra, og flúði til út- landa. Við heitum eiginlega Sittard-Morrison, en faðir minn brúkaði bara fyrsta nafnið, og okkur kom saman um, eftir óhamingju tilfellið, að nefna okkur bara síðara nafninu. Ó! Therese, eg get ekki borið það að Horst sé reiður við mig, og nú sé eg, að eg hefði átt að segja honum alt um hagi mína.” Theresa horfði undrandi á hina ungu, ó- gæfusömu konu. “Vesalings barnið mitt,” sagði jómfrú Sandow, eftir að hún hafði náð sér dálítið, “því hefurðu ekki sagt mér þetta áður?” “Eg hélt að eg mætti það ekki, því eg hafði lofað Richard að þegja um það, segja það eng- um.” “Það var stór yfirsjón.” “Nú veit eg að það var yfirsjón, en eg hélt að eg væri bundin með loforði mínu.” “Þá hefðir þú ekki átt að giftast Horst.” “Eg vildi óska að eg hefði ekki gert það,” sagði Dora í veikum róm. “En þið fullvissuðuð mig allar um, að það væri það bezta fyrir mig.” ‘En að þú skyldir ekki hugsa um hann!” “Eg hélt að hann mundi aldrei komast að því. Ef þessi ógæfa hefði ekki komið fyrir Richard, hefði eg getað haldið því leyndu alla mína æfi. En þegar eg heyrði, að hann — var tekinn fastur og settur í varðhald, misti eg alt vald yfir tilfinningum mínum.” “Það var það eina rétta, sem þú áttir að gera, að segja strax eins og var,” sagði Theresa í bjóðandi róm, sem hún gat ekki ráðið við. Dora rétti henni hendina. “Vert þú ekki hörð við mig líka,” bað hún vinkonu sína. “Það var ekki ætlun mín að táldraga Horst. Richard lagði svo mikla áherzlu á það við mig, að það væri bezt fyrir okkur bæði að þegja um það, og að framtíð hans bygðist á því.” “Það var jafn heimskulegt, eins og það var rangt, það hefði bróðir þinn átt að vita.” “Hann þekti Horst,” sagði Dora, “og hefir kannske haldið að hann mundi ekki gleyma því sem faðir minn gerði rangt.” “Nei, áreiðanlega ekki. En hann mun ekki fremur gleyma því, að þú hefir gabbað hann, elsku barnið mitt.” “Heldurðu að hann muni aldrei fyrirgefa mér?” spurði Dora, og leit óttaslegin á vinkonu sína. “Það veit eg ekki,” svaraði Theresa. “En eg veit að hann elskar þig, og eg held að kær- leikurinn verði yfirsterkari, og fyrirgefi að síðustu.” Theresa hafði talað af djúpri alvöru, en á sama tíma hugsaði hún til Horst, og hans stranga heiðarlega innrætis, sem henni var vel kunn- ugt; hún vonaði þó að kærleikurinn mundi sigra þann viðbjóð, sem hann hafði á öllu, sem ekki var opinbert og heiðarlegt. “Eg vildi óska að eg hefði ekki gifst hon- um,” sagði Dora kjökrandi. “Eg vildi fegin vera hjá Richard, og með gleði vinna hvað sem væri, til þess að við gætum verið saman, en mér fanst það svo óbærilegt að Richard þyrfti að vinna fyrir mér, þessvegna fór eg að leita mér að atvinnu, og reyna að sjá fyrir mér sjálf. Svo kom eg til frú Mendal — og þér er kunnugt um hvað síðan hefir drifið á mína daga.” “Já, mér er það vel kunnugt,” sagði Theresa, dræmt. “En nú er það skeð, þú ert gift Horst, Dora, og verður að gera alt, sem í þínu valdi stendur til að vera honum góð kona. Þú mátt ekki láta það lama þig, þó hann geti ekki, fyrst um sinn yfirbugað það í huga sínum, sem hann álítur að þú hafir gert rangt gagnvart sér, og verði kannske kaldur í umgengni við þig. Vertu þolinmóð, kæra Dora, og reyndu að vera honum til gleði og ánægju, og — með tíð og tíma fer hann að fá meira traust á þér, og fyrirgefa þér, og hamingjan mun aftur verða hlutskifti þitt.” Horst var ekki maður, sem mundi beita of miklum strangleik við þessa særðu, barnslega sinnuðu ungu konu sína, sem hafði farið eftir ráðum bróður síns, sem hún elskaði, og sem elskaði hana. Fyrir sárbeiðni Doru, var Therese hjá henni fram á kvöld. Þó Dora segði það ekki, var það auðséð að hún óskaði eftir að Therese væri þar þegar maðurinn hennar kom heim, henni til verndar, ef hr. Harkort skyldi vera reiður. Þegar Harkort kom heim, fór hann inn í einka skrifstofu sína og lokaði að sér. “Nú má eg til að fara,” sagði Therese, þeg- ar klukkan var orðin sex. “Móðir mín vonast eftir mér. Þú ferð ekki ofan til kvöldverðar í kvöld.” “Nei, nei!” sagði Dora veiklulega, “það væri mér ómögulegt.” Hún leit svo veiklulega út, að það var auð- séð að hún hafði engan styrk til þess. “Ef þú vilt, skal eg segja Harkot að þér líði ekki vel, og að þú biðjir hann afsaka að þú getir ekki komið ofan til kvöldverðar.” “Eg þakka þér kærlega fyrir, elsku Therese,” sagði Dora. “Gætir þú — mundir þú vilja — spyrja hann, hvort hann viti nokuð meira um . — Richard?” Therese áleit það óviðeigandi og óhyggilegt, en vildi ekki neita henni um það. Hún gekk að skrifstofudyrunum og hringdi dyraklukkunni. Hann opnaði sjálfur hurðina. Therese sá að það var engin breytin á andliti hans, hann leit út eins og hann átti að sér — kanske svo- lítið fölari og alvarlegri. Hann var ekki eins viðkvæmur og Dora, það var ekki auðvelt að lesa tilfinningar hans í andliti hans. “Ó, gott kvöld, Therese!” sagði hann, næst- um glaðlega, þegar hann sá jómfrú Sandow í dyrunum. “Hvernig líður þér í dag? Viltu ekki gera svo vel og koma inn?” Hún undraðist yfir hinu mikla valdi, sem hann hafði yfir tilfinningum sínum, því hann talaði svo viðfeldnislega og rólega, eins og hon- um lægi ekkert á hjarta. “Þú hefir líklega verið hjá Doru?” spurði hann, og færði stól að ofninu, handa jómfrú Sandow til að setjast á. “Hún hefir slæman höfuðverk.” “Já, hún bað mig að segja þér, að hún treysti sér ekki að koma ofan til kvöldverð- arins.” “Það er leiðinlegt. Eg vona að hún verði frískari á morgun, ef hún getur sofið vært í nótt,” sagði Horst, með hægð. Therese þagði um stund, en sagði svo: “Doru langar til að spyrja þig hvort þú vitir nokkuð meira um bróður hennar.” “Um bróður hennar? Hefir hún þá sagt þér —?” og Therese veitti því eftirtekt að við þessi orð breyttist rómur hans og útlit dálítið. “Já, hún sagði mér alt, og eg kenni svo mikið í brjósti um hana, að hún hefir dulið þetta leyndarmál.” “Eg harma það líka,” sagði Horst í bitrum róm. En það breytir ekki því sem orðið er. Nei, eg hefi ekki heyrt meir um bróður hennar. I bráðina er ekki hægt að gera neitt fyrir hann.” “Þegar honum verður slept úr fangelsinu— þá skal eg hjálpa honum,” sagði Horst í bitrum róm. “Eg skal gefa honum peninga — senda hann til einhverrar nýlendunnar og sjá honum farborða, eins lengi og hann heldur sig utan Englands, og hegðar sér svo, að nafn hans verði ekki framar í blöðunum. Það má Dora reiða sig á.” “Þú hefir þá í hyggju að koma honum úr veginum?” “Já, ef þú vilt nefna það því nafni. Er það ekki nægilegt að eiga tengdaföður, sem er al- þektur svikari, og mág, sem situr í fangelsi fyrir að stela peningum frá vinnuveitanda sín- um? Mig langar ekki til að sjá nafnið Sittard oft í blöðunum.” “Vesalings Dora ber þó enga ábyrgð á því sem ættingjar hennar hafa gert,” sagði Theresa í vörn fyrir Doru. “Nei, alls ekki. Hún er bara Sittard — það er alt og sumt — og það er líka nóg.” “Horst,” sagði Therese alvarlega og með sterkri áherzlu, sem hún leyfði sér, vegna þeirra langa og rótgróna vinfengis, “þú ætlar þó von- andi ekki að dæma Doru eftir yfirsjórium ætt- ingja hennar?” “Nei, ekki einu sinni eftir þeirri yfirsjón, sem hún hefir sjálf framið,” svaraði hann í höstum róm. “Hvað meinarðu með því?” Hann ruggaði sér óþolinmóðlega fram og til baka í stólnum. “Eg vissi ekki til að þú hefði nein sér- réttindi til að spyrja þessa, Therese, en gamlir vinir taka sér svo mörg sérréttindi. Eg hefi ekkert sérstakt því að svara. Eg skal vera nær- gætinn við Doru. Þú verður þó að viðurkenna að hún hefir gabbað okkur öll, en eg hefi samt sem áður ákveðið að láta hana njóta ávaxtanna af því, sem hún hefir unnið, með klókindum sínum.” “Með klókindum er ekki orð, sem Dora verð- skuldar,” sagði Therese í hita. “Lítur þú á hana eins og bjána?” “Þú dæmir konuna þína miskunnarlaust.” “Nei, eg held það ekki — að minsta kosti ekki í sömu merkingu sem þú.” “Jæja, hún er þá einhversstaðar á milli þess að vera bjáni og svikari,” sagði Horst æstur. “Hún er dóttir svikara, svo eg furða mig ekkert á því.” “Þú gerir mig alveg forviða, Horst. Dótt- irin þarf ekki nauðsynlega að hafa erft galla föður síns. Mér er sagt að móðir hennar hafi verið mjög góð og göfug kona.” “Nei, dóttirin þarf ekki nauðsynlega að erfa galla föðursins, en hún getur tekið þá eftir. Eg gæti kanske fundið fjölda sona og dætra glæpamanna, sem hafa reynst vel, og lifað heið- arlegu lífi — en það skal ekki ske — eg vil ekki eiga börn með konu, sem ættarskömm hvílir á, eg vil heldur skilja við Doru að fullu og öllu,” sagði Horst, og stundi við; og er hann sá að Theresa hafði ekkert við því að segja, hélt hann áfram: “Hún getur farið til bróður síns, sem hún ann svo mikið; hún elskar hann meira en mig. Það er gamla sagan, að líkur sækir líkan.” “Horst, það mundi drepa Doru, ef þú tal- aðir til hennar á þennan hátt.” Hann hafði talað af bitrum sársauka, sem gaf til kynna að hann hafði mist stjórn á sér; en þegar hann heyrði aðvörun Therese, varð hann stiltari. “Þú mátt vera viss um það, Therese,” svar- aði hann, “að eg ætla ekki að segja nokkurt á- vítunarorð við hana, eg veit að hún þyldi það ekki. Ef hún hefði haft sterkara lundarlag, hefði eg kanske reynt að gera henni ljósara hvaða órétt hún hefir framið, en eg veit of vel að það væri þýðingarlaust, svo þú getur verið róleg fyrir því.” “Svo þú ætlai*þá að tala vingjarnlega til hennar?” “Ef það er nauðsynlegt fyrir mig að tala við hana, skal eg tala rólega og vingjarnlega við hana. Eg held að það sé bezta ráðið til að forðast opinbert ósamkomulag. Það bætir ekki úr að gefa ástæðu til frekara umtals um þetta mál.” “Dora þráir að þú fyrirgefir sér.” “Að fyrirgefa!” sagði hann með fyrirlitn- ingu. “Það er svo algjörlega kvenfólki líkt! Þeirra persónulegu kröfur ganga ávalt á undan öllu öðru. Hvaða mismun gerir það, hvort eg fyrirgef henni eða ekki? Það er ekkert ctfmáð með því.” “Þú getur fyrirgefið henni þá sorg og sárs- auka, sem hún hefir valdið þér.” “Það get eg auðvitað. Það er óþarft að tala um það. Eg er ekki einn þeirra manna, sem brúka nagg og brígsl.” “Má eg þá segja henni, að þú fyrirgefir henni?” spurði Therese, sem var ekki viss um hvernig hún átti að skilja það sem Horst sagði, sem virtist vera í undarlegri mótsetningu við málróm hans. “Nei, segðu henni ekert. Hversvegna? Hún misskildi það bara.” “Hvernig ætti hún að misskilja það?” “Það skal eg segja þér, Therese, hún tæki fyrirgefninguna þannig, að eg liti svo á það sem hún hefir gert, eins og það hefði aldrei skeð, og eg hugsaði um hana eins og áður. Það yrði hennar skilningur á fyrirgefningu—” “Það er líka minn skilningur,” sagði Therese. “Nei, í þeim skilningi fyrirgef eg henni ekki. Við getum aldrei framar orðið það sem við vorum áður. Að ímynda sér það, er bláber heimska.” “Get eg þá ekki sagt Doru neitt frá þér?” “Ekki sem eg get séð að sé henni til neinnar uppörvunar né trausts.” “Mér kemur þú svo fyrir, Horst, að þú sért í mjög illu skapi í kvöld. Dora er ung og kanske veikgeðja. Þú dæmir hana ósanngjarnlega hart fyrir hennar, eg vil næstum segja, eðlilegu yfir- sjón, sem er fremur sprottin af barnslegu yfir- vegunarleysi, > en ákvörðun fullþroskaðrar stúlku.” “Hún er líkamlega fullþroskuð kona, og ætti að vera það eins í skilningi, ef hún er ekki heimskingi. Það er þýðingarlaust að afsaka hana með því að hún beri ekki ábyrgð gjörða sinna.” “Eg bið ekki heldur um neina afsökun henni til handa á þeim grunni. En við erum öll dauðleg og öll brotleg. Við þurfum öll hlut- tekningar og fyrirgefningar með, og sá sem ekki fyrirgefur öðrum, honum —” “Vitnaðu bara í þinn Shakespeare og lofaðu mér að vera í friði, kæra Therese,” sagði Horst kuldalega. “Þessi fallegu orð hafa engin áhrif á mig, Dora verður að vita það og skilja, að hún hefir brotið stórkostlega gegn mér. Ef hún veit það ekki, þá er skilningur hennar, samvizka og hjarta mjög sljó. Látum hér staðar numið, eg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.