Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.10.1944, Blaðsíða 2
o LöGBERG, FIMTUDAGINN 19. OKTÓBER, 1944 Vigfús Guðmundsson: Endurminningar fiá Þingvöllum 1907 Árið 1874 var þjóðhátíð mikil haldin að Þingvöllum þegar Kristján konungur IX. kom hingað, fyrstur uana■ konunga, með “frelsisskrá í föðurhendi.” Minningin um þessa hátíð vermdi lengi hugi landsmanna, enda táknar hún tímamót í sögu landsins. Engin hátíð hafði verið haldin á síðari öldum, er kæmist til jafns við hana, að mannfjölda og glæsibrag, þar til sumarið 1907, er Friðrik VIII. kom hingað til lands. Fjórtán árum síðar, sumarið 1921, var enn gestkvœmt á Þingvöllum við komu Kristjáns konungs X. Loks er svo alþingishátíðin 1930, sem sjálfsagt verður mesta hátíð í sögu landsins um mjög langt skeið. Nú, þegar ný stórhátíð á Þingvöllum stendur fyrir dyr- um, er í senn skemtilegt og fróðlegt að rifja upp, hvað gerðist á hinum fyrri Þingvallahátíðum, sem mjög eru teknar að fyrnast í vitund flestra. 1 grein þeirri, sem hér birtist, rekur Vigfús Guðmunds- son gestgjafi, einn hátíðargesta á Þingvöllum 2. ágúst 1907, það, sem þar gerðist þá. Þegar eg var unglingur, heyrði eg oft talað með mikilli hrifn- ingu um þjóðhátíðina á Þingvoll- um 1874. Ljóminn yfir Þingvöll- um var þó einkum frá lestri Is- lendingasagnanna á löngum vetrarkvöldum á barnsárum mínum. Sumarið 1907 rann upp. Þá var mikið farið að tala um, að Friðrik VIII. myndi nú koma og það skyldi verða þjóðhátíð á Þingvöllum í tilefni þess. Þetta kveikti áhuga hjá mörgum að fara á Þingvöll. Sumarið var kalt og graslítið. Við eldri bræðurnir, sem þá vor- um unglingar, vorum að slá snöggar mýrar 1. ágúst, ásamt föður okkar, eins og venjulega flesta daga sláttarins. Þótt reynt væri að nota flest- ar stundir við heyskapinn, þá hafði eg nú ákveðið að eyða 2. ágúst á Þingvöllum. En til þess að missa sem minst af slættin- um, fór eg ekki fyrri en undir kvöld 1. ágúst af stað. Var þá bjart og gott veður, er hélzt þar til eg var kominn austur að Tröllhálsi, þá byrjaði rigning. Enginn fór úr dalnum mínum, nema eg einn. Bjóst eg við að fá samfylgd í Lundarreykjadaln- um, en þegar þangað kom komu allir farnir, sem fara ætluðu, og mér var sagt, að stórir hópar fólks að vestan og norðan hefðu farið þar um þann dag og dag- inn áður. Allir komnir austur á Þing- völl! Ekki dugði að láta þetta á sig fá. Eg reið inn allan Lund- arreykjadalinn og austur yfir Uxahryggi um nóttina og var kominn á Þingvöll árla morguns 2. ágúst. Hátíðisdagur! Hvílíkt undra- land opnaðist ekki þarna í fyrsta sinn fyrir sónum mínum. Og alt hvítt og rauðflekkótt af tjöldum og rauðum fánum með hvítum kross. Þokuúði var á og spillti það nokkuð. Allsstaðar var fult af fólki. Flest hafði það komið á Þingvöll kvöldinu áður og slegið tjöldum. Árla þennan morgun höfðu verið talin 148 tjöld á Völlunum, í Almannagjá og á Þingvallatúni. Var þetta sú langstærsta tjaldbreiða, sem eg sá á fyrri árum ævinnar, þótt stundum hafi hún orðið stærri umhverfis mig á síðustu árunum. Þegar fólkið var seinna um daginn talið, er það gekk frá Lögbergi yfir brúna á öxará, reyndist það vera 4900 en talsvert var þá í tjöldum vegna þoku- úðans. Var álitið að 5500 manns hefðu sótt hátíðina alls. Rétt sunnan við gróðrarstöð- ina, þvert fyrir völlunum, hafði verið reistur gildaskáli, 50 álna langur og 24 lána breiður. Eftir honum var endilangur borðsalur i miðju (12x50 álnir) og rúmað- ist þar 200 manns við borð. Kvistur, 12 álna breiður, var á framhlið hússins og í honum for- stofa að salnum, en svefnklefar voru tveim megin salsins, 12 öðru megin, en 8 hinu megin, og voru þar svefnrúm fyrir 58 menn. (Hér er stuðst við prentað mál frá 1907). Hásæti var konungi búið í salnum, og var það, ásamt hurðum og vindskeiðum hússins, útskorið af miklum hagleik, af hinum oddhaga listamanni, Stefáni Eiríkssyni. Annað hús (13x18 álnir) hafði verið reist fyrir konunginn til þess að sofa í. Það var neðst í brekkunni á völlunum efri, spölkorn fyrir sunnan gróðrar- stöðina. Reistur hafði verið pallur að Lögbergi. ' Á honum var ræðu- stóll og bekkir, þar sem setið gátu um 30 manns. Þetta voru helztu mannvirkin, sem gerð höfðu verið á Þingvöllum fyrir þessa hátlð. Einnig hafði verið reistur mikill bogi yfir veginn á vestri barmi Almannagjár, þar sem vegurinn liggur niður í gjána. Var hann fagurlega skreyttur og á hann letrað: “Stíg heilum fæti á helgan völl.” — Svo má ekki gleyma danspalli (25x25 álnir), sem settur hafði verið undir brekkuna suður af húsi konungs. Og fánastengur voru óhemju margar. Voru þær m. a. beggja megin meðfram öll- um veginum eftir Almannagjá, alla leið að gildaskálanum, og frá gildaskálanum að ræðupallinum á Lögbergi og umhverfis hann. Á öllum þessum mörgu stöngum blöktu stórir danskir fánar, og einnig víða hjá tjöldum einstakl- inga. En það, sem hafði einna mest áhrif á mig þarna á Þingvöllum og er mér minnisstæðast, voru 3 íslenzkir fánar, sem sáust sinn á hverjum stað innan um alla fána- mergðina. Þeir voru hjá tjaldi Skúla Thoroddsen, ritstjórum Ingólfs, en þeir voru Benedikt Sveinsson og Ari Jónsson (báðir kosnir á Alþingi árið eftir- í fyrsta sinn, Ari í Strandasýslu en Benedikt í N.-Þingeyjarsýslu) og þriðji fáninn og sá stærsti, var hjá tjaldi fulltrúa frá sjö Ungmennafélögum, sem voru nú að stofna U.M.F. íslands. Þarna blöktu þessir fögru, blá- hvítu fánar, nývígðir með hinu fagra kvæði stórskáldsins Einars Benediktssonar: “Rís þú unga íslands merki.” Og það streymdi með undra afli gegnum sál okkar æskumannanna: Á myndinni sést meiri háttar vörugeymir í skriðdrekaformi, sem flytur nauðsynjar sameinuðu herjanna til vígstöðva. ann, “Rís þú unga íslands merki”, upp á þrílita fánann að Lögbergi 17. júní í vor. Einn bláhvítur fáni hafði ver- ið settur 1. ágúst á Almannagjár- barminn, þar sem vegurinn ligg- ur niður í gjána. En hann var skorinn niður af hálfdönskum Islendingi um það leyti'og kon- ungsfylgdinn bar þar að. Þá var sagt að nokkrir ungir menn hefðu einhvers stáðar sungið brot úr íslendingabrag Jóns ÓI- afssonar og byrjað hægt: “En þeir fólar, sem frelsi vort svíkja,” en enduðu með því að herða held- ur á: “Frjáls því að íslands þjóð hún þekkir heims um slóð ei djöfullegra dáðlaust þing en danskan Islending.” “Skín þú fáni eynni yfir eins og mjöll í fjallahlíð; fangamarkið fast þú skrifir fólks í hjartað ár og síð. Munist hvar, sem landinn lifir, litir þínir alla tíð.” Þá var ekki kominn neinn rauður kross inn í fánann, sem seinna var látinn þar til geðs þeim, sem bitið höfðu sig í að vera á móti “Opröreflaget”, eins og þeir kölluðu bláhvíta fánann. Baráttan fyrir því, að íslending- ar fengju sinn eiginn fána, var hafin og baráttan var sérstaklega tengd við bláhvíta fánann, þótt vinir hans létu undan að lokum, að taka rauða litinn inn, þegar baráttan var komin á það stig, að afturhaldið var orðið of veikt til þess að geta staðið á móti, að Is- lendingar eignuðust sérfána. En það var auðvitað aðalatriðið í málinu. Það hefir heyrzt að það eigi að snúa kvæðinu um bláhvíta fán Ungmennafélagarnir höfðu samþykt að láta sinn stóra, fagra, bláhvíta fána blakta við hún hjá sér, hvað sem það kostaði. Einn íslenzku alþingismannanna kom brátt til þeirra og kvaðst vera sendiboði þingmannanna með þau tilmæli, að þeir drægju fán- ann niður, eða ef þess væri ekki kostur, þá a. pi. k. að veifa að- eins litlum fána, sem vekti minni athygli. En ungmennafé- lagarnir neituðu algerlega. Rétt á eftir sótti U. M. F. ís- lands um 3,000 króna styrk til Alþingis. Fékk það þá þau svör við þeirri beiðni, að til þess að hlustað væri á slíkt, þyrftu fé- lögin fyrst að breyta um stefnu í fánamálinu. Sem dæmi um það, hvað andúðin var mikil á móti bláhvíta fánanum, er það, að kaupmenn í Reykjavík skrif- uðu um þetta leyti almennt undir ályktun, að þeir ætluðu ekki að veifa bláhvíta fánanlum, held- ur “hinu löggilta flaggi ríkisins, Dannebrog.” Og um haustið í nóvember, á aldaramæli Jónasar Hallgrímssonar, var gengið um alla Reykjavík nóttina fyrir af- mælisdaginn og skornar fána- línur úr öllum stöngum, þar sem líklegt var talið, að bláhvíti fán- inn yrði dreginn að hún. En ungmennafélagar, stúd- entar og ýmsir aðrir góðir Is- lendingar, báru fánann gunnreif- ir fram til sigurs, og þótt bætt væri rajuða litnum inn í hann seinna, til leiðinda fyrir flesita, sem tóku þátt í fánabaráttunni móti afturhaldi þeirra tíma, þá varð þó baráttan til þess, að Is- lendingar fengu sinn eigin fána nokkrum árum seinna. Og munu þrír bláhvítu fánarnir, sem blöktu á Þingvöllum 2. ágúst 1907, hafa átt sinn góða þátt í fánasigrin- um, — þótt hann yrði ekki full- ur sigur. Ungmennafélögin ættu að taka upp bláhvíta fánann sem sinn sérfána. Bláhvíti fáninn er allra fána fegurstur og á sér glæsi- lega sögu. Einn merkur kafli þeirrar sögu gerðist á Þingvöll- um 2. ágúst 1907. Hátíðahöldin byrjuðu að morgninum með því, að söng- flokkur söng við Öxarárfossinn nokkur lög í viðurvist konungs, fylgdarliðs hans og mikils mann- fjölda. Þaðan var gengið til Lögréttu og skýrði þar dr. Björn Ólsen þingheimi frá mörgu viðvíkjandi sögu Þingvalla. En klukkan 11 var matarhlé. Klukkan eitt hélt þingheimur til Lögbergs. Var þar sungið nýort kvæði eftir Matthías Jochumsson, en Hannes Hafstein, sem þá var ráðherra, hélt snjalla ræðu. Konungur hélt þar einnig ræðu. Sr. Ólafur ólafsson og vara-forseti danska Larfdsþingsins. Einnig var þarna sungið Islands minni eftir Stein- grím Thorsteinsson. Klukkan 3 hófst glíma á dans- pallinum og var þá að batna veðrið og stytti alveg upp um kvöldið og gerði sérstaklega gott veður, er hélzt um nóttina og daginn eftir. Átta glímumenn tóku bátt 1 glímunni. Voru þeir Árni Helga son, Guðbrandur Magnússon, Guðmundur Sigurjónsson, Guð- mundur Stefánsson, Hallgrímur Benediktsson, Jóhannes Jósefs- son, Sigurjón Pétursson og Snorri Einarsson. Glímdu þeir fyrst 7 glífnur, s(na við hvern hinna. Guðmundur Stefánsson og Hall- grímur unnu sex og Sigurjón og Jóhannes fimm. Þá glímdu þeir Guðmundur og Hallgrímur sam- an og vann Hallgrímur, og Jó- hannes og Sigurjón saman og vann Jóhannes. Glíman var sérstaklega fjör- ug, skemtileg og “spennandi,” svo það munu margir mæla, að þetta hafi verið sú skemtileg- asta glíma, sem þeir hafi séð um æfina. Það fór mjög vel um á- horfendur, þeir sátu í brekkunni ofan við glímupallinn og nutu prýðilega þess, sem fram fór. Sumir glímumannanna glimdu af reglulegri snild og þó jafnvel einkum ýmsir þeirra, sem engin verðlaun hlutu, t. d. Snorri (bróðir Matthíasar læknis), sem fékk óskifta aðdáun áhorfenda og einnig fanst mönnum mikið til um mýkt og lipurð Guð- brandar. Voru þessir báðir heldur lágir vexti og grannir, en svo tágliprir og fimir, að hinir þeir sterkari áttu fult í fangi með að leggja þá að velli, þótt það tækist að lokum. En allra mest athygli beindist þó að Jóhannesi Jósefssyni. Bæði flaug fyrir heitstrenging hans af Ak- ureyri, um að hann skyldi leggja alla á Þingvöllum, og einnig var hann, þótt aðeins væri rúmlega tvítugur, búinn að geta sér góð- an hróður erlendis fyrir fang- brögð, þótt að meira yrði síðar. Jóhannes var mjög vasklegur og drengilegur ungur maður, er vakti athygli. En Guðmundur Stefánsson (bróðir Eggerts Stef- ánssonar og Sigvalda Kaldalóns, fór til Ameríku), Hallgrímur og Sigurjón voru engir liðléttingar að fást við og höfðu þaulæft sig fyrir þessa hólmgöngu á þjóð- hátíðinni á Þingvöllum. Voru allir þessir afburðaglímumenn, eins og oft kom í Ijós seinna. Glímumehnirnir voru í smekk- legum og hentugum búningum og komu mjög myndarlega og Fréttir FRÁ ÞJÓÐRÆKNISDEILDINNI “ALDAN” AÐ BLAINE, WASH. Nýlega hélt hin nýstofnaða þjóðræknisdeild í Blaine, Wash. sinn fyrsta reglulega fund sem fullkomlega myndað félag. Fundarstaðinn var Oddfellows húsið 1 Blaine, og séra Albert Kristjánsson, forseti deildarinn- ar stýrði fundi. Ritari las fundargerning trá stofnfundi deild^rinnar 28. maí s.l., sem var samþyktur í einu hljóði og staðfestur með undir- skrift forseta. Nefndir skila af sér Allar nefndir, sem kosnar voru á stofnfundinum reyndust að hafa starfað vel og dyggilegá. Fyrst var það laganefndin, sem lagði fram fyrir fundinn hið nýja lagaform (Constitution) í 13 lið- um, mjög vönduð og vel viðeig- andi félagslög, sem reyndust vera í nánu samræmi við alls- herjar lög Þjóðræknisfélags Is- lendinga í Vesturheimi, og eftir nokkrar umræður og athuga- semdir þá voru lögin samþykt í einu hljóði. Það er því aðeins fyrsti liðurinn í lögum þessum, sem þörf er að minnast á hér; það er nafn deildarinnar, “Aldan,” nafnið þótti vel viðeig- andi og er líka í insta eðli sínu al-íslenzkt; nafnið var viðtekið af fundarmönnum með fögnuði og dynjandi lófaklappi. I laganefndinni voru þeir séra Albert Kristjánsson, Andrew Danielson og Sigmundur Lax- dal. prúðmannlega fram, enda unnu þeir sér almannahylli. Klukkan 6 gekk konungur til snæðings í veizlusalnum, ásamt fylgdarliði sínu, þingmönnum, nokkrum Reykvíkingum og em- bættismönnum sem komið höfðu á Þingvöll. Um kvöldið var stig~» inn dans á danspallinum og klukkan 10 var skemt með flug- eldum. Þegar kom fram á kvöldið, fóru mjög margir af stað heim- leiðis, þar á meðal var drengur- inn úr Flókadalnum. En nú var hann ekki einn. Nú þeystu stórir flokkar á gæðingum sín- um í allar áttir. Allir voru á hestum, því að enginn var bíllinn þá til á íslandi. Séð hafði verið fyrir hestvagni handa konungi frá Reykjavík til Þingvalla, en hann kaus heldur að ríða ís- lenzkum gæðingi alla leið. En ekill hans, Guðmundur Hávarðs- son, fékk að sitja einsamall í vagninum! Vestur í Sæluhúsahæðir var fjöldi manna samferða. En þá skildu leiðir. Flestir fóru vestur Uxahryggi,. en aðrir norður Kaldadal. En eg hélt niður heið- ar í Flókadal. Þetta var önn- ur nóttin, sem eg vakti algerlega, og man eg ekki eftir að hafa orð- ið jafn syfjaður oft á æfinni eins og niður heiðarnar þá í brenn- andi sólarhita að morgni 3. ágúst. Vaknaði eg oft við það að eg var að detta af hestbaki! En heim að Eyri komst eg heilu og höldnu, en ekki mun eg hafa farið út á engjar fyrri en fór að líða nokkuð mikið á dagin/i. Altaf síðan, þegar eg renni huganum til Þingvalla 2. ágúst 1907, minnist eg meðal annars þess, að þar blöktu hundruð danskra fána og settu svip er- lendrar þjóðar á “hjartastað vorrar öldruðu móður.” En mitt á meðal allra þessara erlendu merkja blöktu þrír íslenzkir fán- ar, fagrir, bláhvítir fánar, eins og lítil en fögur lautarblóm, sem eru að vaxa meðal stærri og framandi gróðurs — mót nýjum og björtum degi. Þessir þrír fögru fánar voru sem árroði nýs dags í þjóðlífinu — merki vaxandi framsækinna og djarfhuga æskumanna, sem vildu íslandi alt. V. G. —Tíminn. Útbreiðslunefndin hafði starf- að með miklum dugnaði síðan 28. maí, og hafði hún fengið marga nýja meðlimi inn í félagið svo á þessum fyrsta formlega fundi deildarinnar reyndist með- limatalan að vera komin yfir 70, og skulu þeir allir kallast stofn- endur þessarar deildar, í nefnd- inni eru Guðjón Johnson, Sig- mundur Laxdal og frú Anna Kristjánsson. Þá skilaði af sér Undirbúnings- nefndin, sem hafði á hendi allan undirbúning fyrir hátíðahaldið 17. júní s.l., sú nefnd hafði starf- að með afbrigðum vel, enda lán- aðist hátíðahaldið í Blaine, 17- júní ljómandi vel. Oddfellows húsið var yfirfult af fólki svo ekki höfðu nálægt því allir sæti sem þá hátíðlegu stund sóttu- Þar var fólk frá Winnipeg, fra Vancouver, B.C. frá Californíu, Seattle og ótal fleiri stöðum- Ræður fluttu þeir séra Albert Kristjánsson, Andrew Danielson og séra G. P. Johnson. íslenzku þjóðsöngvarnir voru sungnir með lífi og fjöri undir leiðslu tón- skáldsins Sigurðar Halgasonar. Líka söng okkar ágæti sólósöngv- ari, Elías Breiðfjörð, marga fallega einsöngva, sem allir dáð- ust að. Kvæði bárust frá íslenzku skáldunum okkar í Vancouver, B.C., Páli Bjarnasyni og Jónasi frá Kaldbak. Kvæðin voru les- in upp af forseta hátíðarinnar séra A. K. og var skáldunum klappað mikið lof í lófa. Kvæðin voru send til birtingar í lS" lenzku vikublöðunum. Veitingar voru hinar ágætustu í alla staði, og ekki má gleyma góða skyrinu hennar frú Halldóru Björnsson, með hnausþykkum rjóma og sykri út á; já, skyrið var svo ljúffengt og gott, að hvert andlit ljómaði af ánægjubrosi; sumir segja, að það hefði átt að vera búið að skrifa um skyrið hennar frú Björnsson fyrir löngu síðan- Fundulránn samþykti í einU þljóði, að þjóðræknisdeildin Aldan að Blaine, Wash. bæði um inngöngu í Þjóðræknisfélag ís" lendinga í Vesturheimi, og var forseta, skrifara og gjaldkera falið að vinna að því sem fyrst^ Tvö merk mál voru rædd a fundinum; fyrst að Aldan beitti sér fyrir því, að íslenzku skóli verði byrjaður sem fyrst í Blame, og að Aldan beitti áhrifum sín- um í þá átt að sett verði á stofn heimili fyrir aldrað, íslenzkt fólk í Blaine. Flutningsmaður þess- ara mála var séra Guðm. P. J°kn" son og gaf hann all-ítarlega skýr" ingu þessum málum til stuðn- ings, þegar séra Guðmundur lauk máli sínu, þakkaði forseti, séra Albert Kristjánsson, máls- hefjanda fyrir góða skýringu a tveimur nauðsynjamálum, sem væru nú í tíma töluð. I íslenzku- kenslu málið var kosin nefnd til þess að athuga möguleika fynr framkvæmdum á því; í nefndinm eru séra Albert Kristjánsson, fru Gestur Stefánsson og séra Guðm- P. Johnson. Seinna málið var lagt yfir til næsta fundar. Fund- urinn var í alla staði skemtilegur og einingarandi ríkti í fylstu merkingu. Næsti fundur verður haldinn seint í október. Allir íslendingar í Blaine og bygð, einnig í Bellingham, White Rock og Point Roberts eru beðn- ir að ganga í þjóðræknisdeildina “Aldan.” Allir Islendingar j Marietta hafa skrifað sig mn 1 félagið. “Aldan” er ykkar þjóðræknis- félag á Kyrrahafsströndinni, góðu landar, komið strax og tak- ið til starfa, því nóg er að gera. Gum. P. Johnson. ritari. Ungi eiginmaðurinn: — Hvers vegna ferðu ekki 1 bíó fyrir aurana, sem eg ia þér? Bróðir konunnar: — Af ^V1 að mqr þykir alveg eins gaman að horfa á ykkur Grétu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.