Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 27.04.1912, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN ■ XXVI. árg. „Rýju bandamenuirnir“. I. Fregnmiðann, gem birtur er í þessu nr. blaðs vors, sendi »Þjóðv.« bæjarbúum að kvöldi 28. apríl þ. á., til að svala mestu forvitninni. Það var fyrsta greinilega fregnin, sem bæjarbúar fengu um það, er gjörzthafði. Gekk því — sem von var — mikið á þá um kvöldið, og morguninn eptir — að reyna að ná í fregnmiðann. Allir vildu ganga úr skugga um það — með eigin augum —, hvað hæft væri í því, sem farið var að kvisast. Gat það satt verið, að nokkrír þing- menn úr sjálfstæðisfiokknum o. fl. hefðu í laumi verið að makka við ýmsa þing- menn úr »heimastjórnar«-liðinu, — og sætu nú á svikráðum við marg-yíirlýsta stefnu sjálfra sín í sjálfstæðismáli þjóð- arinnar? Fjöldi manna vildi eigi trúa því, að svo gæti verið, — mundu, hve hátt hafði sungið í »Isafold«, i^m »innlimunar«- hneykslið, á undan kosningunum 1908. En nú tók fregnmiðinn af allan vaf- ann. Menn trúðu, en urðu — hissa. II. Eins og drepið var á í fregnmiða «Þjóðv.«, var makkið látið fara fram með allra mestu leynd. Svo dult var íarið, að ritstjóri »Þjóðv.« — sem þó er einn í miðstjórn sjálfstæð- isflokksins*) — hafði t. d, alls enga hug- mynd um það , fyr en allt var um garð gengið. Líkt var um dr. Jón Þorkelsson o. fl. Gegnir það stakri furðu, að þrír menn úr miðstjórn sjálfstæðisflokksins skuli hafa tekið sig þannig út úr, og farið — meðstjórnarmönnum sínum alóafvit- andi •— að gera leynisamninga við mót- flokkinn, og það um það málið, sem ver- ið hefir eitt af aðal-málum sjálfstseðis- flokksina. og langmestum ágreininginum valdið við mótflokkinn. Hví mátti eigi koma hreinlega til dyra ? Og hví átti að leyna suma af þing- mönnum sjálfstæðisflokksins — sem og kjósendur landsins —, hvers eðlis lejmi- samningarnir væru? Tilgangurinn heíir auðsjáanlega verið, að mynda öflugum flokk í þingbyrjun — *) Hinir miðBtjórnarmennirnir eru: Björn Jónsson, Björn Kristjánssoo, Ben. Sveinsson, síra Jens Pálsson, dr. Jón Þorkelsson, og Magn- ús Blöndahl. Reykjavík 27. apríl 1912. 18.-19. tbl. Fregmniði Þjóðviijans. Mikil tiöincli og: ill! Nokkrir menn úr sjálfstæðisflokknum — »ísafoldar«-menn — hafa ný skeð, að flokksstjórninni fornspurðri, og með leynd mikilli, bundist samtökum við nokkra menn úr »keimastjórnar«-flokknum, — sem einnig kvað hafa láðzt, að gera flokks- stjórn sinni aðvart. Samtök þessi fara í þá átt, að smella nú á »sambandslaga-uppkastinu«, — — »innlimunar«-frumvarpinu frá 1908, sem hafnað var af þjóð og þingi. Blöðin »Isafold«, »Ingólfur« og »Reykjavíkin« benda í síðustu nr. sínum á samtök þessi, —1 og þó mjög á huldu —, sem einskonar gleðiboðskap, og kalla nú ritstjórarnir hverir aðra merkismenn! En merg málsins, eða að hverju samtökin beinast, fá menn eigi að vita. Það átti að fara allt, sem leyndast, — bíða þess, að þing kæmi saman. Engu að síður hefir »Þjóðviljanum« þó tekist — þótt sízt væri svo til ætl- ast — að komast á snoðir um það, hvað það er, sem bandamennirnir — nýbökuðu merkismennirnir — hafa brætt sig saman um, og er drepið á það ögn siðar í fregn- miða þessum. Enn fremur hafa þeir og skrifað undir ofur hátíðlegt skuldbindingarskjal, svo enginn bregðist, er að því kemur, að haldast í hendur um »innlimunar-verkið«. Og með því að þessi fyririmmun mannanna hefir, sem von er, vakið undrun, efasemdir og forvitni fólks hér í bænum, þykir rétt, að lypta þegar ögn skýlunni af leynibræðingi þessum, — þó að vel geti að vísu svo farið, að ein- hverja þeirra espi það, og æsi. Skuldbindingin er svo látandi: Um framanritaðar breytingartillögnr við frumvarp millilandanefndarinnar frá 1907 höfum vér undirrit- aðir orðið sammála og heitum hver öðrmn að vinna að því utan lands og innan að frumvarpið með áður töldum breytingum verði að lögum. í l>ví skyni að þetta megi verða höfum vér af- ráðið og heitið hver öðrum að ganga saman i einn stjórnmálaflokk, er skipi sambandsmálinu i fremstu röð stjórnmálanna. Þeir af oss undirskrifuðum, sem eru alþingismenn, heitum því að stofna þegar i þingbyrjun í sumar nýj- an þingflokk, er vinni að þvi framar öllu öðru, að sambandsmálið verði til lykta leitt samkvæmt áður- nefndu frumvarpi millilandanefndarinnar með þeim breytingum, sem skráðar eru hér að framan. Reykjavik Rjörn Jónsson. Björn Kristjánsson. Jón Magnússon. Einar Hjörleifsson. Jón Þorláksson. Sigurður Hjörleifsson. Þorsteinn Erlingsson. i April 1912. Hannes Hafstein. Jens Pálsson. Jón Ólafsson. Guðm. Björnsson. ólafur Björnsson. Sveinn Björnsson. Árni Pálsson. Samhljóða mér sýndri afskript. Jón Þorkelsson. _____________________ eins og bent er á i skuldbindingunni, sem birt er í fregnmiða »Þjóðv.« — ogsam- þykkja síðan sambandslaga-»uppkastið«, áður en þjóðin vissi af. Þess vegna leyna blöð »nýju banda- mannannai því algjörlega, um hvað sam- [Frh. á bls. 70]. komulagið liafi orðið, — en láta í þess *tað ósköpin öll yfir því, hve gleðilegt það sé, að hafa nú komið sér saman. En það hefir aldrei verið tilætlun sjálfstæðisstefnunnar, að komast að ein- l hverju samkomulagi, heldur hitt, að berj-

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.