Heimskringla - 14.11.1928, Blaðsíða 6

Heimskringla - 14.11.1928, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 14. NÓV., 1928 “Fátækra stjórnin? Hann hefði ekki getað fengið henni í hendur bam síns yngsta sonar!” hrópaði hann. “Það hefði hann vel getað,” sagði hún; “því hann hefir aldrei skeytt um hvað aðrir segja. Hann gerir það, sem hann sjálfur vill, og það hefir hann í hyggju að gera með mig nú. Hann hefir alltaf sagt að það væri skylda mín að hlýða sér.” “Það sem hann hefir gert fyrir þig, hefir þú borgað honum þúsundfalt með skyldurækt þinni,” sagði Silvester. 1 þessu tilliti hefir þú heimild til að hugsa og breyta eins og þú vilt sjálf. Þitt líf og þín gæfa er þín eign, en ekki hans. Lofaðu mér því nú að þú skulir ekki bregðast mér — lofaðu mér því nú áður en ég yfirgef þig. Gættu þess að þú færð ekki að sjá mig í langa sex mánuði. Hann hefir bannað okkur að skrifa hvort öðm — já, ég veit að þú elskar mig; en er ást þín nógu sterk til að halda við baráttunni fyrir gæfu okkar — þinni og minni? Hann hefir í öll þessi ár stjórnað þér með hörku.” “Já, en þetta er allt annað,” sagði hún lágt. “Ef það væri um mig eina að gera, myndi ég láta undan, en þetta snertir þig h'ka, og þá er það allt annað. Þú mátt treystá mér Hugh! Eg lofa þér þessu með al- huga.” “Hún laut að honum og kysti hann, og leit svo í augu hans. “Trúir þú mér nú?” spurði hún. Sesselja eftir því að hann hafði breyzt mik- ið. Enn þá gat hann ekki án hennar verið; en hann var nú miklu blíðari en áður, og lét sér annt um að henni liði vel. Hann gaf henni margar gjafir, sem hún skeytti ekkert um. Meðan honum var að batna og hún las fyrir hann, sá hún oft að hann starði á hana, en heyrði ekki það, sem hún las. Smátt og smátt lifnaði samhygð milli þeirra, sem áður var ekki til. Þegar hann var orðinn frískur, hélt hún að harka hans myndi koma aftur, en af því varð ekki. Breyting gamla mannsins olli því, að heim ilisfólkið varð glaðara og frjálslegra. Mál- tíðirnar, sem áður voru þögular og leiðinlegar, urðu nú skemtilegar sökum glaðværra sam- ræðna. Dagarnir liðu, þangað til þessir sex mán- uðir nálguðust endann. Síðasti dagur þeirra var afmælisdagur hennar, þá var hún tuttugu og eins árs, og daginn eftir hafði hún fullt vald fyrir ást sinni, og gat gefið SilveSter hana. Fáum dögum á undan fæðingardegi henn ar, þegar þau sátu í bókaherberginu, hristi Sir John af sér draumamókið, sem ásótti hann alloft þessa síðustu daga. “Langar þig ekki til að bjóða fáeinum vin- um hingað á afmælisdegi þínum?” spurði hann. “Eða eigum við heldur að neyta dag- verðar einsömul?” Maðurinn með gullheilann Hvaða ánægju hafði hann nú af gullinu sínu?” Þegar hann yfirgaf kirkjugarðinn, átti hann næstum því ekkert eftir. Eftir þetta gekk hann um göturnar al gerlega utan við sig, og slagaði eins og drukk- inn maður. Um kveldið, þegar búið var að kveikja í verzlunarbúðunum, nam hann stað- ar fyrir utan einn stóran glugga, þar sem ó- grynni fatnaðar og annað var til sýnis, að síð- ustu varð honum litið á ljómandi fallega skó úr bláu þykksilki, og áröndum þeirra var festur æðardúnn. Eg þekki eina persónu sem mun verða hrifin yfir þeim tautaði hann brosandi og gleymandi því að þessi “eina persóna” var far- in til annars heims, og gekk inn í búðina til að kaupa skóna. Konan, sem var eigandi búðarinnar, heyrði nú hávært hljóð, og þaut að búðarborð- inu, en nam staðar þegar hún sá mann, sem hallðist að borðinu og horfði á hana örviln- uðum augum. í annari hendinni hélt hann á bláui skónum, og hina hendina rétti hann fram fulla af blóði, með örsmáar agnir af gulli undir naglaoddunum---- Þó að þessi saga virðist draumóraleg, þá er hún samt sönn frá byrjun til enda. Það eru nefnilega til í heiminum nokkurar vesa- lings manneskjur, sem eru dæmdar til að lifa af því, sem heili þeirra framleiðir, og borga með hreinu gulli úr þessum heila, með hlóði sínu, allt sem þær þurfa til viðhalds lífsins. Þetta er fyrir þær daglegar, sárar tilfinningar, þangað til dauðinn miskunar sig yfir þær, eins og alla aðra. ENDIR. --------x------- VALDIÐ (Eftir C. M. Jameson) Sesselja, sem sat og beið einsömul, snéri sér við þegar dyrnar opnuðust. Hún varð föl og kvíðandi þegar henni varð litið á andlit Silvesters. Hann gekk hratt yfir gólfið, tók hana í faðm sinn og kysti hana. Algerð kyrð var í húsinu. Hann fékk hana til að setjast á legubekkinn hjá sér. Hún spurði einskis, hún las það á svip hans, að hann hefði engar góðar fregnir að segja henni. Hann var gremjulegur og svipurinn hörku- legur, svo hún lagði handleggi sína um háls honum til huggunar. Silvester stundi. Þau þrýstu sér hvort að öðru eins og börn, en svo settist hún aftur og strauk hárið frá enninu. “Hann vill ekki heyra giftingu okkar nefnda,” sagði Silvester gramur. “Hann hefir önnur áform með þig. Hammond hefir h'ka nafnbót. Hamingjan góða! Á þá þessi óvinátta, sem er fimtíu ára gömul, aldrei að gleymast? Hvers vegna eigum við að þjást af þessu?” “Afi minn getur aldrei gleymt því, að Silvester nokkur strauk burtu með konuefni hans, kveldið áður en þau áttu að giftast. Eg vissi að við áttum enga von, Hugh. Hánn samþykkir aldrei giftingu okkar.” “Ef hann vill það ekki?” sagði hann. Varir hennar skulfu. Hún hafði fyrstu nítján árin æfi sinnar alltaf orðið að gera að vilja annara, Og þar af leiðandi hafði hún lít- ið af eigin vilja þetta tuttugasta og fyrsta ár sitt. Gamli Sir John Blantyre var þekktur sem harður maður, en samt mjög rétt hugs- andi. Silvester tók Sesselju í fang sitt og þrýsti henni að sér, en þá fann hann að hún skalf. “Þú ert líklega ekki hrædd við mig?” spurði hann kvíðandi. “Hrædd við þig? Ef ég gæti lýst því með orðum hve óhulta ég álít mig hjá þér, þá gerði ég það, og hve glöð ég verð, þegar ég sé þig í fjarlægð. Hrædd.” Hún hló lágt og augun geisluðu. “Eg veit að þú elskar mig,” sagði hann, “og það gleður mig ósegjanlega. Heldur þú að þessi ást veiti þér nægan kjark til að bíða, þangað til þú ert nógu gömul til að mega sjálf ráða yfir því, hverjum þú giftist?” “Eg á honum allt að þakka,” sagði hún. *‘Hefði hann ekki verið, þá hefði fátækra stjórnin orðið að annast mig.” “Já, ég trúi þér. Að sex mánuðum liðn- um kem ég að sækja þig, elskan mín. Guð blessi þig og varðveiti allan þenna tíma.” Hann kysti hana og fór. Allar þær vikur sem nú liðu, var nafn Silvesters ekki nefnt. Heimilisfólkið var gamalt eða miðaldra, þar var engin ung per • sónu nema Sesselja. Hún var nú fús til að lesa fyrir afa sinn, aka með honum eða ríða, en hugur hennar var sjánlega langt í burtu. Þetta furðaði Sir John og olli honum gremju. Hammond kom nú á hverjum degi, og hlusta á hana lesa fyrir afa sinn, eða starði á hana, þegar hún sat við ofninn með skraut- saum sinn. Einn daginn fékk Hammond leyfi afans til að biðja hennar. Þegar Hammond fann hana eina flutti hann strax bónorð sitt. Þegar hann þagnaði, hristi hún höfuðið. “Mér þykir þetta leitt,” sagði hún, “því það lítur út fyrir að yður hafi verið gefin von um já-ið mitt. Eg er yöur þakklát fyrir að hafa sýnt mér þenna heiður, en ég get ekki gifst yður. Þér segið að afi minn vilji það, en að því er þetta snertir hefir hver kvenn- maður heimild til að velja sjálf.” Þegar hann hélt áfram að pína hana, reiddist hún. “Þér megið reiða yður á að mér er alvara með það sem ég segi. Ekkert getur komið mér til að giftast yður. Auk þessa er aðeins einn maður í heiminum, sem ég get gifst.” “Fyrst að þetta er tilfellið, iðrast ég þess, að hafa amað yður með tilboði mínu. Eg hefi elskað yður frá þeim degi að ég sá yður fyrst. — En nú er bezt að ég fari. Gerið svo vel að segja Sir John að ég ætli að skrifa honum.” Hún rétti honum hendi sína, sem hann greip og kysti, og fór svo burt. Sesselja gekk inn í bókastofuna, þar sem afi hennar sat og las. “Afi,” sagði hún ákveðin; “ég ætla að biðja þig að hvetja engann til að biðja mín. Það er bezt að ég segi þér nú, að það er aðeins einn maður í heiminum, sem ég get gifst.” Hún beið eftir svari. “Silvester býst ég við? En þú skalt aldrei giftast honum. Eg ætla ekki oftar að tala við þig um þetta, en þú verður að gera svo vel að muna orð nu'n.” Sesselja gekk út frá honum með hægð. Hún var glöð yfir því að hafa sagt honum sannleikann. Við byrjun fjórða mánaðarins veiktist Sir John; hann hafði orðið gagndrepa á reið- ferð sinni, varð innkulsa og fékk sterka hita- sýki. Hann var svo þungt haldinn um tíma, að hann hafði tvo lækna og eina hjúkrunar- stúlku; en meðan hann var veikur, og þá daga, sem hann var á milli lífs og dauða, mátti hann ekki missa sjón af Sesselju eina stund. Þegar honum var farið að batna svo mik- ið, að honum nægði hjúkrun elzta þjónsins, sem verið hafði hjá honum í tuttugu ár, tók Sesselja leit upp. “Eg vil helzt að við séum alein eins og vant er,” svaraði hún. “Eg hélt annars að * þú værir búinn að gleyma dagsetningunni.” Hann hrísti höfuðið og horfði á hana dreymandi augum. “Nei, dagsetningunni hefi ég ekki gleymt,” svaraði hann. “Jæja, þá neytum við dag- verðar tvö ein, éins og vanalega.” XXX Við morgunverðinn þann 31., fann Sess- elja ýmsar smágjafir frá vinnufólkinu, sem þótti vænt um hana, til vinstri handar við diskinn, en til hægri handar lá gamalt leður- hylki. Þegar Sesselja opnaði það, gat hún ekki varist að æpa af undrun. Á ljósbláu, mjúku flaueli lá fagurt djásn af hreinum stórum perlum, tveir demants- hringir og eitt armband af demöntum og perlum. Hun starði á þessa skrautlegu gimsteina, sem hún hafði enga hugmynd um hvers virði voru. “Þetta er þó ekki til mín,” sagði hún næstum hvíslandi við afa sinn. “Jú, það er til þín,” svaraði hann. “Þetta var eign mömmu þinnar, og ég er sannfærð um um, að þeir muni fara þér vel, góða bam- ið mitt.” Sesselja reis upp af stólnum og stóð eitt augnablik kyr með gimsteinana í hendi sinni. Vinsemd hans og blíða ávarp, gerði hana viðkvæma. Hún gekk kringum borðið, laut niður og kysti kinn hans. “Kæra þökk afi, þú ert allt of góður. Gimsteinarnir eru yndislegir.” Hann dró hana nær sér, og aftur kysti hún hrukkótta andlitið. Sir John var búinn að borða, stóð upp og tók blöðin sín og fór út. \1 “Það verður lakast í kveld,” sagði Sess- elja við sjálfa sig, þegar hún var ein. “Hvernig á ég að geta sagt honum það?” Þegar hún hafði fataskifti til dagverðar- ins, opnaði hún gimsteina hylkið eftir nokkura umhugsun, leit á hið glitrandi innihald þess, og lokaði því svo aftur. “Eg vil ekki bera það í kveld,” sagði hún við þemuna, sem hjálpaði henni. “Þér get- ið hnýtt borða í hár mitt, ég vil ekki bera gimsteina, látið þá niður og læsið ílátinu.” Þegar hún kom inn sá hún vonbrigði á audliti afa síns. Hann hafði sjáanlega búist við að hún bæri skrautið; en hann talaði ekk- ert um það. Meðan þau neyttu matar, töluðu þau lít- ið. Að lokinni máltíð, kom kjallaravörður- inn, eins og vant var, með portvínsflösku og vindlakassa, sem hann lét við hlið Sir Johns, og gekk svo til dyra aftur. Húsbóndi hans kallaði á hann, og benti Sesselju að sitja kyrri. “Eina flösku af kampavíni, Harris, svo við getum drukkið minni ungfrú Sesselju.” Sesselja beið hiðurlút og þegjandi. Þeg- ar þjónninn var farinn aftur, lyfti hún glasinu sínu þegjandi og klíngdi því við glas afans, sem hann rétti á móti henni. “Við skulum drekka minni þitt með beztu óskum um heilbrigði þína og gæfu,” sagði hann með þeim svip, sem gerði hana hálf ringlaða, “og ég þakka þér innilega fyrir aila þá umhyggju, sem þú hefir sýnt mér nú og áður. Þessa síðustu tíma hef ég séð það, að ég hefi rænt of miklu af æsku þinni frá þér. Eg óska þér allra heilla, sonar-dóttir irn'n.” Og samkvæmt gömlum siðum tæmdi hann glasið sitt. Hendi Sesselju skalf. Hún varð að láta sér nægja að hneigja höfuðið í þakklætisskyni, því geðshræring hennar var svo mikil, að hún gat ekki talað; svo stóð hún upp til að fara. “Þökk fyrir afi minn!” sagði hún með erf- iðismunum. “Þú ert svo góður.” Þær fáu mínútur sem liðu, áður en hann kom inn í bókastofuna til hennar, reyndi hún að safna öllum kjarki sínum. Það hefði ver- ið auðvelt að veita honum mótþróa, meðan hann var svo harður, en nú — Hann kom von bráðar inn og settist á sitt vanalega sæti, í stórum hægindastól, sem stóð á milli borðsins of ofnsins. Samkvæmt bendingu hans gekk Sesselja til hans. “Það er nú komin tími til að þú farir að njóta meira frelsis,” sagði hann; “og ég verð að finna nokkurar ungar manneskjur, sem þú getur verið samvistum við. Þú þarft að fjar- lægjast þetta einmanalega líf hérna.” Sesselja rétti hendina til varnar móti á- vísaninni. “Geymdu hana afi, geymdu hana,” sagði hún snöktandi og lagðist á hnén hjá stólnum hans. “Ó, afi, þú eyðileggur mig með öllu þessu. Eg þoli ekki að hugsa um allar þessar óverðskulduðu gjafir. Hún lagði handleggina um hné hans og hvíldi höfuð sitt á þeim. Með mestu hægð lagði Sir John ávísanina saman, og lét hana í vasabókina sína. Svo strauk hann hendinni um höfuð hennar, og nú leit Sesselja upp á hann, undrandi yfir því að sjá þann svip á andliti hans svo óvænt, sem gerði áform hennar óerfiðara. “Mig langar til að segja þér nokkuð,” sagði hún fljótlega, “nokkuð sem gerir mér ómögulegt að brúka. perlurnar, og að taka á móti peningunum þínum, afi. Fyrir ekki löng- um tíma hefði mér verið auðvelt að segja þetta, en nú, þegar við erum farin að þekkja hvert annað svona vel, og mér er farið að þykja svo vænt um þig, er mér svo erfitt að særa tilfinningar þínar og breyta á móti vilja þínum.” Hún þagnaði snöggvast, og með spentar greipar beið Sir John eftir því, sem hún ætlaði að segja. “Það er áform rnitt að giftast Hugh Sil- vester,” sagði hún, og talaði afar hratt. “Eg elska hann og hann elskar mig. Við viljum ekki dylja þig neins, afi minn; það er of að- dáanlegt, of indælt til þess, að við eyðileggjum það með táldrægni. Hann getur komið hvaða dag sem er, til að sækja mig, og þegar hann kemur, verð ég að fara með honum. í öllu öðru hefi ég hlýtt þér, en það er allt annað með þetta. Þó það sé þér á móti geði, verð ég að fylgja þeim manni sem ég elska. Eg vil helst að þú skiljir það, að ég get ekkert annað val gert.” Höfuð hennar hné niður á hné hans aftur, og nú varð löng þögn. Allt í einu fann hún hann strjúka hár sitt, og augun, sem litu í hennar, voru rök. ‘ !Eg skil það,” sagði Sir John, með skjálf- andi rödd. “Guð minn góður, barnið mitt! Heldur þú að ég, eftir öll þessi ár, skilji þetta ekki?” Hann þagði, tók báðar hendur hennar og reisti hana upp. ‘ Kystu mig,” ragði hann svo elúðiega, að hana furðaði á því; “það er nú samt sem áður ofurlítil hreyting á áformi þfnu, sem þú verð- ur að þola,” en þegar hann í-á hinn vandræða- lega svip hennar, brosti hann að háifu levti hryggur og að hinu leyti ið’-andi og bætti við: “Far upp í herbergið þitt, þá sérðu hvað ég á við. Þar finnur þú afmæl'Hgjöf sem ég held að ]m munir ekki neita, eins og n’rlunum og peningunum.> Tak þú allar mínar beztu ósk- irum framtíðargæfu þína með þér.” Sesselja fór út úr stofunni, og þegar hún utan dyrnar litla stund. Opnaði svo dyrnar kom upp til síns herbergis, stóð hún kyr fyrir hægt og gekk inn. Maður nokkur, sem gekk fram og aftur um gólfið með löngum skrefum kom á móti henni. Hún rétti hendur sínar fram með lágu ópi, og á næsta augnabliki lá hún í faðmi Sil- vesters. Hann þrýsti henni að hjarta sínu, og bið og kvíði hinna mörgu mánaða var gleymt. ENDIR.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.