Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 14.11.1906, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 14.11.1906, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. Frá öðruin löudum. Kaupmannahöfn 3. nóv. 1!!0Q. BrezKar konur lieimta atkvæðisrélt. Svo sem kunnugt er, hafa konur þar á Bretlandi nú upp á síðkastið sótt baráttuna fyrir pólitiskum rétt- indum kvenna all fast. Enn er í fersku minni að í fyrra gerðust þær svo háværar og herskáar úti fyrir bústað forsætisráðherrans Campell- Bannermanns, að lögreglan varð að skerast í leikinn. Síðan hafa þær átt í skærum við yfirvöld og stjórn- ina, t. d. við fj írmálaráðherrann As- quith, sjm sérstaklega er þyrnir í augurn þeirra. — Daginn, sem þingið var sett, gerðust þær svo háværar í sjálfu þinghúsinu, er þær með ópum og köllum heimtuðu atkvæðisrétt, að sækja varð lögregluna, til þess að varpa þeirn á dyr. Yar síðan höfð- að mál á móti þeim fyrir reglubrot; og var þeim gerður kostur á að borga 90 kr. sekt, ef þær vildu skrifa und- ir skuldbindingu þess efnis, að þær skyldu engin lík brot fremja um næstu 6 mánuði. Pá er dómurinn var upp- kveðinn, varð háreysti mikil og gaura- gangur í réttarsalnum, sem var troð- fullur af áheyrendum, en sakborning- arnir söfnuðust í eitt hornið og æptu þaðan: „Yér heimtum atkvæðisrétt! Béttlæti! Þér bleyður ! “ og annað þvílíkt. Lögreglan varð þá að skerast í leikinn og reka áheyrend- urna á dyr og gekk það hvorki mót- spyrnu eða hljóðalaust af. Síðan sneri dómurinn sér að sakboroingun- um og spurði þá, hvort þær vildu skrifa undir skuldbindinguna, en þær kváðust allar heldur kjósa að fara í fangelsi. Fyrir utan dómhúsið var fjöldi manna saman kominn, er lét í ljós gremju sína út af dómsúr- slitunum. Að lokum hreinsaði lög- reglan götuna, og sem dæmi þess, hve mikil æsingin var, má geta þess að systir einnar af hinum sakfeldu gaf einum lögregluþjónanna „á hann“ og fekk fyrir það 14 daga fangelsi. Mál þetta hefir vakið geysimikla eftirtekt og án efa hefir atorka kvenna þessara og það, að þær vilja heldur sæta fangelsi en víkja frá því rnálí, er þær telja rétt, stórum aukið fylgi kvennfrelsishreyfingarinn- ar á Bretlandi. Má til dæmis geta þess, að stjórnin hefir, knúð af þjóð- arviljanum, skipað að svo vel skuli með þær farið, sem frekast er leyfi- legt í fangelsum. Þær hafa sent út áskoranir, þar sem þær eggja kon- urnar að hætta eigi baráttunni fyr- ir þessu velferðamáli sinu, þótt við ramman sé reip að draga. Nokkrar þeirra eru giftar og hafa menn þeirra, er heimsóttu þær í fangelsinu, skýrt frá því, að þær beri sig hið bezta. Michelsen situr kyr. Svo sem áður hefir verið getið um, gengu kosningar þær, er fram fóru í Noregi fyrir skömmu, vinstrimönn- um mjög í vil. Hinn nýji flokkur er stofnaður var í því skyni að efla fylgi stjórnmálastefnu þeirrar, er Michelsen hefir fyrir barist, síðan hann gekk úr liði vinstrimauna, fekk lítinn byr hjá öllum þorra alþýðu. Þessi stefna miðaði að því að safua saman i stóran miðflokk hinum ó- æstari hluta bæði vinstrimanna og hægri, en hefir alveg mishepnast, með því að ekki tókst að kljúfa vinstra- tíokkinn, enda þó því verði ekki neit- að, að hann var ekki sem fastastur fyrir, einkum að því leyti, að sumir vildu styðja ráðaneyti Michelsens, en aðrir fella. Var með öllu óvíst, hverjir verða myndu ofan á, er Stórþingið kom saman. En eftir þriggja daga heitar umræður tókst ráðaneytinu að sigra, en hins vegar tókst því ekki að kljúfa vinstra fiokk- inn, svo hvenær sem hann gengur allur á móti henni, eru dagar henn- ar taldir, enda sagt af sumum, að hún muni fara frá af sjálfsdáðum, áður en langt um líður; þá komast vinstri mennn til valda, því að það var Micbelsen en ekki stjórnmála- stefna hans, er að þessu sinni réð úrslitunum. [Fjallk. hefir þegar flutt ritsíma- skeyta fregnir af úrslitum ráðaneyt isbieytingarinnar. — Ritstj.] Nær norðarheimskautiuu. Fréttaþráðurinn flytur þau stórtíð- indi í dag, að fregnir hafi komið af hinum alkunna norðurheimskautsfara Peary. Hann skýrir frá því, að hann hafi komist nær heimskautinu en nokkrum hefir hingað til tekist, 87° 6’ n. br.; sá er lengst hafði komist á undan honum, var hertog- inn af Abruzzo 86° 33. Peary logði r.f stað í júlí 1905; fór fyrst það, er hann komst, á skipi, sem ,,Roosevelt“ heitir og smíðað hefir verið til ferð- ar þessarar og reynst ágætlega bæði í ís og sjó. Síðan lagði honn af stað lengra norður á bóginn á sleð um, á 84—85° hitti hanu auðan sjó, er tafði hann talsvert. Þegar kom- ið var þar norður fyrir, skall á ofsa- rok, er stóð 6 daga; losnaði þá ís- inn og rak í austur. Bárust þeir þannig ávalt austur, um leið og þeir sóttu norður ísinn. Loks urðu þeir að snúa aftur, og eftir miklar mann- raunir og hrakninga komust þeir að norðurströnd Grænlands. Þeir voru þá svo þrotnir að vistum, að þeir höfðu orðið að eta suma af hundum þeim, er þeir höfðu með sér, til þess að draga sleðana. Því þá er óveðr- ið skall á, mistu þeir mikið af vista- forða sínum og sambandið við hjálp- arsveitir, er sendar voru frá skipinu. En við Grænlandsstrendur hittu þeir tvær þessara sveita, er voru mjög að fram komnar af hungri og kulda, og fengu borgið þeim. Drápu þeir nú moskusuxa og lifðu á því, unz þeir komust aftur til skipsins. Þá er Peary hafði verið vikutíma á skipsfjöl á „Roosevelt11 lagði hann að nýju í leiðangur á sleðum, vestur fram með vesturströnd Grænlands og fann þar nýtt land. Peary er fimtugur að aldri, fæddur 6 maí 1856. Hann hefir far- ð fjölda rannsóknarferða ti 1 heim- skautalandanna og heimskautshafs. Fyrstu för sína fór hann 1886. Fór þá um jökla Grænlands og sömu- leiðis 1892. Strendur Grænlands hefir hann og kannað mikið, og hann var sá er fyrst sannaði, að Græn- land væri eyland. Áður höfðu menn haldið það væri skagi. Á ferðum þessum komst hann oft í miklar mannraunir, og kalið hafa af honum bæði tær og fingur. Kona hans er ekki heldur nein kveif; hún hefir fylgt honum á flest- um ferðum hans. 235 SímaMlanir. „Yarla kemur svo fyrir nokkur dagur“, segir Norðurland, „að sím- inu ekki slitni, og suma dagana eru mjög mikil brögð að því. Þó hafa báðir þræðirnir sjaldan verið slitnir í einu, en fyrir h°fir það komið samt. „Haldi þessu áfram, verður auð- sjáanlega afarmikill kostnaðarauki að því að þurfa í sifellu að senda út menn, tii þess að bæta símann, og hefði vist verið ráðlegra að kaupa heldur vandaðri þráðlegra að kaupa heldur vandaðri þráð, þótt það vit- anlega hefði orðið til þess að kostn aðnrinn hefði farið enn meira fram úr áætlun stjórnarinnar og meiri- hluta ritsimanefndarinnar." Meun liverfa. Úr Isafjarðarbæ hefir horfið mað- ur, Gísli Sigurðsson að nafni, skip- stjóri, kvæntur. Og úr Bolungarvík hefir horfið kona, Hávarðína Hávarðsdóttir, eig- inkona Yaldemars Samúelssonar, og móðir tveggja ungra barna. Hún hvarf 26 , Gísli Sigurðsson 27. f. m. K omin eru hin gullfallegu „Dömu-klæði með ýmsu verði, Vetrar-flókaskórnir fyrir karla og konur, mesta úrval. Lakaléreftið, sem allir kaupa. Harmonikur me«ta úrval. Vetrarsjöl: Leður og skinn af ýmsu tægi o. fl. Björn Kristjánsson. Birgðir af YÍllllÍOEVÍlllílOI í verzlun Matthiasar Matthiassonar. H. P. 33U.US Reykjavik. Nýkomið með ,,Esbjerg“ Epli — Perur — Hvítkál — Rauð- kál — Blómkál — Selleríer — Röd- beder — Laukur. 264 inn, að hús gamla markíans væri svo lítið, og að þar væri hann fyrir dóttur sinni. Þegar vagninn nam stað, stökk hún út úr honum rösklega, og þaut upp stigann, hirti ekki vitund um það, sem dyravörðurinn kallaði á eftir henni önuglega. Þjónn föður hennar komst í mestu vandræði, þegar hún kom svona óvart Hann stóð fyrir henni sýnilega skelkaður og mælti: „Það er mjög leiðinlegt, fröken, en baróninn er ekki heima.“ „Það gerir ekkert til, þá bíð eg eftir honum — eg verð að tala við hann . . . En fyrirgefið þér — mér heyrist eg heyra ti hans.“ Þjónræfillinn stóð þarna alveg ráðalaus og klóraði sér fyrir aftan annað eyrað. „Já, fyrirgefið þér fröken, baróninn er í annríki; — hann hefir stranglega bannað . . .“ „Þér hljótið að vita það“, tók hún fram í fyrir honum, að hánn á ekkert annað brýnna annríki en að sinna mér.“ „Eg verð þó að minsta kosti að gera honum viðvart á undan,“ sagði þjónninn. Og hann þaut áfram eftir löngum gangi, en skelti samt hurð- inni í lás áður. Hún skundaði á eftir honum og kom inn í lítið herbergi í sama bili, sem baróninn kom inn í það um aðrar dyr, sem tjöld voru fyrir. Sennilega kom hann úr borðstofunni, og Klara tók eftir því, að þar virtist vera mjög bjart. Baróninn var mjög heitt og hann hélt á pentudúk í hendinni. Hann gekk að henni rösklega og sagði með ákefð: „Hvernig í ósköpunum stendur á þessu? Hvaða erindi áttu 261 Hún mundi sjá, hver munur er á manni í okkar stétt og einhverjum Teteról. Jæja, hvað finst þér nú sjálfri, góða mín?“ „Mér finst, frænka mín,“ svaraði uugfrúin, „að það sé nokkuð satt í því, sem þú segir, og að eg þurfi ekki framar að fara út í neinn mannjöfnuð. Yilji þessi maður enn fá mín, eftir þá sögu, sem hann hefir nú heyrt, þá ætla eg að láta undau með góðu, eins og eg hefi lofað.“ „Já, þetta vissi eg, að mér hafði hugkvæmst gottráð!“ sagði greifafrúin hróðug — „þetta, að fá yöur til þess að koma, hr. greifi, til þess að vinna bug á mótspyrnunni.“ Líónel lét augun aftur og lauk þeim upp, til þess að ganga úr skugga um, að þetta væri ekki draumur alt saman. En því næst laut hann að ungfrúnni og mælti: „En hver er þá Theódór?“ Hún færði sig nær honum og bar ört á. „Ó, á eg nú líka að fara að segja yður hver Theódór er. Já, lítið þér nú á, Theódór, hann er merkileg persóna, sem eg hugsa oft um; eg er hrædd við hann og hefi skömm á honum, en samt er hann ekki til. En hann hefir verið til. Hann var kennari minn í teikning; hann var rauðhærður og söðulnefjaður. Mér gazt hið versta að honum, og honum gazt álíka vel að mér og barði mig á fingurna með reglustikunni. Nú eru sex ár síðan hann gaf upp öndina; samt stendur hann mér alt af fyrir hugskotssjónum. Mér finst hann eins og einhver dularvera, ill vofa, sem ekki hugsar um annað en gera mér einhvern grikk. Hvenær sem eitthvað óþægi-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.