Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 14.11.1906, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 14.11.1906, Blaðsíða 2
234 FJALLKONAJS’. Samkomulag u m sambandsmál vort. Mikii tíðicdi eru það og góð, sein Fiallkonan ílytur í dag, og önnur sunnlenzk blöð flytja þessa dagana um samkomulag blaðanna um sam- bandsmál vort — sjálfsagt einhver hin mestu og beztu tíðindi, sem þjóð vorri hafa verið flutt á síöari árum. Eins og Avarp það ber með sér, sem prentað er hér í blaðinu, hafa öll sunnlenzk blöð að undan- tekinni Lögréttu einni orðið að öllu sammála um aðalatriðin í sambandsmáli voru. Og Lögrétta hefir orðið sammála við oss hina um svo mikilvæg atriðí, að vér teljum í raun og veru þann ágreining ekki mikilsverðan, sem eftir hefir oiðið. Stórvægiiegar mjög eru þær breyt- ingar, sem verða á afstöðu vorri við Danmörku, ef því fæst framgengt, sem suiinlenzku blöðin fara nú fram á. Srmkvæmt stöðulögunum, sem neytt var upp á oss 1871, erurn vér „óaðskiljanlegur hluti Danaveldis með sérstökum landsréttindum“. Eftir því, sem öll þessi blöð hafa orðið sammála um, eigum vér að vera frjálst sambandsland við Dan- mörk, þjóð, sem er öðrum óháð í öllurn öðrum efnum en þeim, sem að sjálfsögðu eru afleiðing af sam- bandinu. Stöðulög þau, er vér eigum við að búa, voru gefin út án vors sam- þykkis. Nú er ætlast til þess, að vér semj- um um ny' sambandslög sem annar málsaðili, með fullum rétti til þess að ganga að eða hafna sérhverju samningsatriði, sem upp kann að koma. Og til frekari áréttingar uru sjálf- stæði vora i sambandinu, og ti) enn frekari skýringar á því, hvernig sambandinu eigi að vera háttáð, taka blöðin það fram í ávarpi sínu, að þau ein mál verði sameiginleg, sem eftir ástæðum landsins Jiljóta að vera það. Eftir núverandi fyrirkomulagi eru sérmál vor borin upp fyrir konungi í ríkisráði Dana. Það heíir þær af- leiðingar eftir skilningi Dana — skilningi, sem vér höfum engin tök á að huekkja, enda margir íslending- ar þeim samdóma um það atriði — að samþykki hins danska forsætis- ráðherra þarf til þess að skipaður verði íslandsráðherra og til þess að hann haldi áfram í embætti, og að danskir ráðherrar hafa ábyrgð á því, sem konungur staðfestir samkvæmt tillögum fslandsráðherra, og að þeir hafa fyrir þvi rétt og sbyldu til þess að hlutast til um sérmál ís- lands á svipaðan hátt eins og um þau roál, er aðrir ráðherrar ríkisins haía með höndum. Sumir danskir stjórnmálamenn fara enn lengra og halda því fram, að íslandsráðherr- ann beri ábyrgð fyrir fólksþinginu danska, alveg eins og aðrir ráðherr- ar konnngs- En hvað sem þessum kenningum líður, höfum vér fylstu ástæðu til þess að ganga að því vísu, að afskifta- leysi danskra ráðherra af sérmálum vorum endist ekki lengur en með- an varast er af vorri hálfu að halda fram nokkuru öðru en því, sem þeiro líkar vel. í stað allrar þessarar skerðingar á vaidi íslendinga yflr málefnum sínum hafa nú öll þessi blöð orðið sammála um þá kröfu, að í öllum þeim málum, sem ekki verða sam- eiginleg, skuli íslendingar vera ein- ráðir með konungi um löggjöf sína og stjórn. Sannarlega eru það ekki smá- vægileg tíðindi, að um jafo-mikilvæg atriði skuli hafa fengist jafn-víðtækt samkomulag. Þá er ágreiningurinn við Lögréttu. Yér, sem skrifað höfum undir á- varpið, lítum svo á, sem flutningur sérmála vorra í ríkisráðinu, með þeim skilningi, sem í það fyrirkomu- iag er lagður, geti ekki með nokk- uru móti samrýmst stjáifstæðiskröf- um vorum. Þar á móti verði það, að sérmál vor verði tekin út úr ríkis- ráðinu, sýnilegt tákn og ómótmælan- Ieg viðurkenning sjálfstæði vorrar. Fyrir því teljum vér nauðsynlegt að láta þessa mikilvæga atriðis getið í ávarpi voru. Aftur á móti skiljum vér L7gréttu- menn á þessa leið — og nú talar Fjallk. að sjálfsögðu í sínu eigin nafni og tekur öllum leiðréttingum hlutaðeigenda sjálfra: Þeir hugsa sér, að eitthvert það samkomulag kunni að geta fengist um flutning sérmála vorra í ríkis- ráðinu, sem afstýri hinum miklu ann- mörkum, sem nú eru á því fyrir- komulagi. Fyrir því vilja þeir ekki að svo stöddu bindast samtökum gegn því. Vér, sem undirritað höfum, teljum þetta ekki óhugsandi — Fjallkonan að minsta kosti ekki þó að vér telj- um það ólíklegt. En hvað sem því líður, þá verðum vér að gera ráð fyrir grundvallarlögum Dana eins og þau nú eru, og þeím skilningi á þeim, sem Danirhafa sjálfir. Vilji Danir breyta grundarvaliarlögum sínum, eða lýsi þeir yfir gagngerðri breyting á skilningi sínum á þeim, þá er nógur tíminn að tala um það, þegar þar að kemur. Sem stendur væri, eftir því sem vér lítum á, bein- línis villandi að þegja um það, að flutningi sérmála vorra í ríkisráðinu viljum vér ekki una. En þar sem Lögréttumenn hafa lýst yfir því, að um öll önnur at- riði sambandsmáls vors séu þeir oss sammála og að þeir séu samvinnu- fúsir einmitt um þetta atriði, þá vouum vér fastlega, að ekki sé nein sundrungarhætta á ferðum út af á greiningnum við þá. Sunnlenzkir blaðamenn hafa þá — að „sannsögla“ manninum undan- skildum, og hann telja víst fæstir með, og meta engir að neinu — gert það, sem í þeirra valdi stendur að svo komnu, til þess að kippa sambandsmáli voru út úr flokkadeilunum. Og nú ríður lífið á, að öll þjóðin verði þeim samtaka í þessu. Nú, þegar oss er boðið að láta uppi kröfur vorar og semja um sambands- mál vort, nú, þegar konungur tek- ur sér ferð á hendur hingað, í því skyni að sjálfsögðu meðfram, og sennilega einkum í því skyni, að stuðla að farsællegum úrslitum sambands- máls vors. nú, þegar horfurnar eru miklu meiri en nokkru sinni áður á því, að vér getum fengið sann- gjörnum kröfum vorum framgengt — nú væri það ekki að eins voða tjón heldur og óbærilegur vansi fyrir þjóð vora, ef hver höndin yrði upp á móti annari. Fastlega vonum vér það, að nú standi ekki á eindrægni með þjóð- inni. Vitanlega eru þeir menn til, sem mundu kjósa að lengra vœri unt að komast í skilnaðaráttina En vér göngum að því vísu, að þeir veki ekki sundrung á þessum merkilegu tímum og hafi tvent í huga: 1. Að fáist því framgegnt, sem farið erfram á í Avarpinu, sé sjálf- stæði þjóðar vorrar trygð svo vel, sem unt er að gera það með samn ingum og lögum í sambandi við aðra þjóð — að þá fæst því framgegnt, sem Jón Sigurðsson barðist fyrir, „að samband íslands og Danmerkur sé bygt á jafnretti og sjálfsforræði í vorum eigin efnum, á líkau hátt og skipað er til í gamla sáttmála, með þeirri tilbreydng einni, sem nauð- syn timans og ásigkomulag leiðir af sér.“ 2. Að ekki eru nokkur líkindi til, að unt sé að komast lengra að svo komnu fyrir þá, sem það vilja. Þá fyrst, er Danir hefðu neitað jafnsjálf, sögðum og sanngjörnum, einróma kröfum, eins og hér er farið fram á, geta verið nokkur líkindi til þess, að skilnaðarmenn yrðu sigursælir um það, er sérstaklega vakir fyrir þeim. Eftir er ofanprentuð grein var sett, fekst vitneskja með síiiDskeyti um það, að ritstjóri Norðurlands væri sam- þykkur Áva’ pinu. Sömuieiðis um það, að Norðri tæki í málið með sama hætti sem Lögrétta. Heilsuhæli fyrir berklaveika meiin. Félag stoínað til þess að koma því upp. Oddfellowar kvöddu höfuðstaðarbúa til fundar í gærkveldi (þriðjudag) i Bárubúð. Fundarefnið var að fá stofnað félag til þess að reisa heilsu- hæli fyrir berklaveika menn, efla þekking á veikinni meðal almennings og hefta för hennar mann frá manni. Salurinn var fullur af borgurum bæjarins af öllum stéttum, og einkis varð annars vart en eindrægni og áhuga fyrir málinu. Fundarstjóri var Jón Hagnússon skrifstofustjóri og fundarskrifari Ásgeir Sigurðsson kaup- maður. Aðalræðuna hélt settur landlæknir Guðm. Björnsson. Eæða hans var mjög fróðleg og hvetjandi jafnframt. Hann gerði ráð fyrir, að kostnaður- inn við að koma upp heilsuhæli fyrir 40—50 sjúklinga yrði 120 þús. kr. Árskostnaður bjóst hann við að yrði 30—40 þús., en mundi færast niður í 16—18 þús., ef sjúklingar borguðu 1,25 á dag. Auk hans töluðu Guðm. Magnús- son læknir, Einar Hjörleifsson ritstj. Steingr. Matthíasson settur héraðs- læknir, Jón ólafsson ritstjóri, Tryggvi Gunnarsson bankastjóri og Þórhallur Bjarnarson lektor. Þeir tóku allir í sama streng. í fundarlok var samþykt að stofua félagið, sem ætlast er til að nái um land alt. Til bráðabirgða voru 12 menn kosnir til þess að hafa með höndum undirbúning framkvæmda, og þeir kusu aftur þessa menn í stjórn félagsins: Klemens Jónsson landrit- ara (form.), Björn Jónsson ritstjóra (ritara), Sighv. Bjarnason bankastjóra (gjaldkera). Þeir 40 óddfellowar, sem náðst hefir til, hafa þegar gefið 1500 kr. til fyrirtækisins. Annars verður að því kept að ná til jafnaðar að minsta kosti einum félagsmanni, með 2 kr. ársgjaldi, á hverju heimili land9ins. Fjallk. mun síðar minnast rækilegar á þetta mál. Úr Miuuesota-nýlendu íslendinga, í grend við Minneota, er Fjallk. skrifað: Tiðarfar hefir verið hér fremur ó- stöðugt nú í sumar, votviðrasamt venju fremnr, svo allmikil afföll verða á uppskeru rnanna. Samt mun hún á flestum korntegundum vel í meðal- lagi, á mais í bezta lagi. Alment líður íslendingum vel hér efnalcga. Af allmiklum áhuga höfum vér fylgt hér ferðalagi alþingismanna um Danmörk og óskum, að það hafl sem mestar og beztar afleiðingar fyrir hina íslenzku þjóð. En væmin þyk- ir oss heldur fótaskararræðu M. Step- hensens og bónorðsræða Jóns Jak- obssonar. Það sannast ekki áþeim, er sagt var forðum: „Höfðingjadjarfir eru þér, íslend- ingar.“ Konungsniyndar-samskotin. Horfur eru illar með þau, eins og Fjallk. bjóst við, eftir því sem heyra mátti á bankastjóra Tryggva Gunn- arssyni á heilsuhælisfundinum. Hann vildi láta hætta við þá fyrirætlun að koma konungsmyndinni upp, leggja samskotin til hennar til heilsu- hælisins, en láta félagið, sem fyrir heilsuhælinu gengst, kenna sig við Kristján konung 9. Hann er einn í forstöðunefnd konungsmyndarsam- skotanna. En ekki mun hann samt hafa haft umboð frá meðnefndarmönn- um sínum til þess að leggja þessa tillögu fyrir fundinn. Guðm. Björns- son neitaði fyrir hönd Oddfellova að skíra félagið samkvæmt tilmælum Tr. G, en gaf í skyn, að það yrði samningaatriði, hvert nafn heilsu- hælinu yrði gefið, þegar það kæm- ist upp. Nú væri of snemt að gera ákvörðun um það. Sam. gufuskipafélagið. Vesta kom í nótt, 7 dögum á eftir áætlun, hafði verið 6 daga á leiðinni frá ísafirði. Farþegar með henni um 50. Skáholt er ókomið enn, á miðviku- dagskvöld, orðið 14 dögum eftir á- ætlun. Það fer í hægðum sínum á Vesturlandshöfnum, kemur, að sögn, oft á þær sumar, eftir því sem bezt hentar fyrir suma kanpmenn. Far- þegar, sem með skipinu eru frá Siglu- firði og hafa nú verið þar framt að mánuði, eru sjálfsagt farnir að kynn- ast skipinu. Hitt er annað mál, hvort þeir eiu allskostar ánægðir svo langri viðkynning.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.