Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni - 01.01.1879, Blaðsíða 4

Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni - 01.01.1879, Blaðsíða 4
4 og med Kette fölge bör, saa at han i Overensstemmelse rned de om Fisheriet i Island ergangne eller herefter udgaaende Anordninger maa giöre sig samme saa nyttigt, som han bedst veed, vil og kan». [Á íslenzku: «því skeytum og afhendum Vjer hjer með fyrr nefndum kaupmanni D. Thomsenáður greinda laxveiði í Elliða-ám, frá stóra fossinum við Árbæ, er Stórihylur kallast, og út fyrir ármynnið í sjó út milli Árbæjarhöfða ogGelgjutanga eða Geldinga- tanga, með tilheyrandi veiðarfærum og öll- um þeim rjettindum, sem veiðinni frá gam- alli tíð fylgt hafa, enn fylgja og að lögum fylgja eiga, svo að hann samhvœmt veiSi- lögum peim, sem út eru komin, eSa hjer eptir út koma fyrir ísland, má gjöra sjer þá hina sömu (veiði) svo arðsama, sem hann bezt veit, vill og getur». Kaupbrjef þetta sýnir þannig og sannar þau tvö höfuðatriði þessa máls, er það grundvallast á: 1. það, að Th. er sett takmark við Stórahyl hjá Árbæ, sýnir, að honum er eigi seld veiðin í öllum ánum, og 2. það, að honum er gjört að skyldu að haga veiðiaðferð sinni samkvæmt gildandi landslögum, sýnir, að hann hefir enga heimild til að viðhafa þvergirðingar, og ekkert einkaleyfi til laxveiða í Elliðaánum. (Framhald). Nýlt fjeíag í Reykjavik. Vjer íslendingar erum, sem aðrar norrænar þjóðir, frábitnir staðalífi, enda ber Keykjavík ljósan vott um það, því að hjer er enginn fjelagsskapur meðal bæjarbúa; þó einstökum góðum mönnum hafi nokkurum sinnum-tekizt, að koma hjer á lítils háttar samtökum til menntunar eða annara framfara fyrir bæjar- menn, hafa öll slík fyrirtæki tvístrazt og orðið að engu innan skamms tíma. Vjer tökum til dæmis eitt fjelag, sem oss er einna minnisstæð- ast, og nefnt var «Sjómannaklúbbur». fetta fjelag var óneitanlega stofnað í góðum tilgangi, og hefði mátt verða til hins mesta gagns, ef Reykvíkingar hefðu kunnað með að fara, en það gat eigi þrifizt vegna deyfðar þeirra og dáðleysis. Mörg önnur fjelög mætti telja, er öll hafa farið á sömu leið. Hverjar eru orsakir til þessa? Vegna þjettbýlisins ætti þó að vera hægra að koma hjer á almennum fjelagsskap en annarsstaðar hjer á landi. En hjer í Rvík er öðruvísi mönnum skipað en annarsstaðar á laudinu. Hjer skiptist þjóðin í tvo flokka, em- bættismenn og alþýðufólk. Embættismennirnir eru sumir eigi frjálslyndir, og alþýðumenn eru eigi nógu menntaðir til þess að þessir tveir flokkar geti tekið höndum saman og unnið í sameiningu og fjelagsskap. Hvoratveggja vant- ar nægilegan dugnað og framfaralöngun, og er því eigi von að vel fari. En embættismenn- irnir eru sumir apturhaldsmenn, því að ýmist standa þeir beinlínis í mótinýjum fyrirtækjum,eða þeir skipta sjer ekki af þeim (og hver sem ekki er með oss, hann er móti oss). £etta sanna dæmin. I vor vóru hjer haldnir tveir almennir fundir um byggingu dómkirkjunnar, sem er mikilsvarðaudi málefni fyrir alla landsmenn, og ekki sízt fyrir sóknarmenn sjálfa, Reykvík- inga, en á þá fundi komu mjög fáir embættis- menn, og ekki einu sinni — sjálfur dómkirkju- presturinn. Meðan slík deyfð og áhugaleysi ríkir meðal vor, er lítilla framfara að vænta, og framfarir geta að svo stöddu eigi komið hjer að ofan frá embættismannalýðnum, heldur verða þær að spretta úr skauti alþýðunnar. Vjer vilj- um nr bera fram þá tillögu, að stofnað verði nýtt fjelag hjer í Reykjavík til að efla mennt- un og menning bæjarmanna, og sjer í lagi til að glæða hjá þeim nýtt Qör og framfaralíf. Fjelag þetta mætti heita «Framfarafjelag Reyk- víkinga», og skulum vjer þessu næst í fám orðum sýna, hvernig vjer höfum hugsað oss fje- lag þetta, og hve miklu góðu það mætti til leiðar koma. (Framhald). Reykjavík 1879. Prentað hjá Einari pórðarsyni.

x

Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni
https://timarit.is/publication/114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.