Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni - 01.01.1879, Blaðsíða 2

Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni - 01.01.1879, Blaðsíða 2
2 Hann skoðar fyrst í huga sjer allt, er þar að lýtur, leggur niður fyrir sjer, livað mikið fje þurfi til skólahússins, hversu mikil laun kenn- arinn þurfi að hafa, hversu mörg kennslubörn hann geti tekið í skölann, og hve mikla meðgjöf hann þurfi að fá með hverju, hversu mörg börn mundu geta gengið í skólann á hverjum degi, hversu mikið fje sveitarmenn þurfi að leggja til skólans árlega, og sjerhvað annað, er lýtur að skólastofnuninni. fví næst boðar hann fund, og stefnir saman hreppsbúum sínum og jafnvcl fieiri hjeraðsmönnum, og ber upp fyrir þeim þetta mál. Getur hann nú skýrt ljóslega frá því í öllurn helztu atriðum, eins og hann er búinn að hugsa sjer það. Hann getur og lagt fram áætlun yfir tekjur skólans og útgjöld. Skor- ar hann nú á alla góða menn að skjóta fje saman til að byggja skólakús og gefur sjálfur álitlegan styrk. í þeim tilgangi lætur hann ganga boðsbrjef um hreppinn og jafnvel aðrar nálægar sveitir. Fáist nú nægilegt fje til að byggja skólahúsið, þá er mikið unnið, því að þá fær skólinn undir eins 200 kr. styrk úr lands- sjóði. Bóndi sá, er skólann heldur, útvegar þá kennara og semur við hann. Hæfileg laun kenn- ara teijum vjer 200 kr., auk fæðis og húsnæðis. Kennslutíminn mundi almennt verða 7 mánuðir: október, nóvember, desember, janúar, febrúar, marz, apríl. Eigi verður sagt, hversu mörg börnin kunna að verða, en eigi kennslan að fara vel fram, svo að öll börnin hafi kennar full not, mega þau varla vera fleiri en 15—20, því að gjöra má ráð fyrir, að þau verði misjöfn að þroska, og geti eigi með öllu orðið samferða í skólanum, en fyrir þá sök verður kennslan örð- ugri. þ>eir, sem vilja koma börnum sínum í skólann, verða að greiða skólahaldara að haust- iun fullt meðlag með börnunum. Yjer setjum svo, að 20 kr. þyrfti að borga fyrir kennslu hvers barns, en fæðið verður misjafnlega dýrt eptir því sem til hagar í sveitum. J>að er að vísu kostnaðarminnst fyrir foreldra, að láta börnin ganga í skólann að heiman daglega, en því verður eigi komið við nema í þjettbýli; en þótt fæði barna og húsnæði í skólanum kosti nokkuð meira en heima hjá foreldrunum, ætti enginni bóndi, sem þess er megnugur, að horfa í slíkt, því að sá er kostnaðurinn mestur, að láta það ógjört, sem nauðsynlegast er. (Framhald). þvergirðingaveíðin í Elliðaánum. Eins og mörgum er kunnugt, á Ágúst kaupmaður Thomsen í Reykjavík nokkurn hlut af laxveiði þeirri í Elliðaánum, erfyrrum var konungs- eign, er faðir hans, D. Thomsen, kaupmaður, eignaðist með konunglegu afsalsbrjefi 11. des. 1853. í brjefi þessu er Thomsen kaupmanni að eins seldur veiðirjettur neðanvert í ánum, eða frá Stórahyl hjá Árbæ í sjó út milli Ár- bæjarhöfða ogGelgjutanga, en jarðir þær, er lönd eiga að ánum ofar, eiga fullan eignarrjett á án- um og veiði í þeim, hver fyrir sínu landi, sam- kvæmt landslögum og konunglegum afsalsbrjef- um þessara jarða. £ó hefir Thomsen fært sig svo upp á markið, að hann þykist eiga veiði í öllum ánum og hvern vatnsdropa sem í þeim rennur. í kaupbrjefinu fyrir laxveiði Th. er það tekið skýrt fram, að hann verði að haga veiðiaðferð sinni samkvæmt þeim íslenzkum veiðilögum, er gildandi sjeu eða framvegis verði sett. þ>ó hefir Th. allt af þá veiðiaðferð, sem er gagnstæð öllum fornum og nýjum veiðilög- um, þar sem hann þvergirðir árnar. Út af þessari veiðiaðferð hans hafa og risið áköfuslu málssóknir, bæði af hálfu Th. sjálfs, þá er hon- um hefir þótt nærri gengið rjetti sínum, og hins- vegar gegn Th. af hálfu einstakra manna og jafnvel eptir skipun hins opinbera. Viljum vjer hjer í fám orðum rekja feril þessara mála, og bætum vjer þar við athugasemdum vorum um málefni þetta í heild sinni. Árið 1862 höfðuðu eigendur Klepps og Laugarness og fleiri málssókn gegn Th. kaup- manni fyrir þá sök, að hann hafði með fógeta- banni óheimilað þeim veiðirjett fyrir Klepps-

x

Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni
https://timarit.is/publication/114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.