Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni - 01.01.1879, Blaðsíða 3

Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni - 01.01.1879, Blaðsíða 3
landi í sjó úti fyrir Elliðaárósi, og hugðist að fá þá yeiði dæmda sjer í hönd. Bæði lands- yfirrjetiur og hæstirjettur dæmdi Kleppsmönn- um veiðina og fógetabannið ómerkt. í ástæð- um hæstarjettardómsins (11. apr. 1867) er svo kveðið að orði: »Að vísu verður að álíta svo, að Kleppsmenn hafi rjett til laxveiða á Við- eyjarsundi fyrir landi þeirra norðan Gelgjutanga, en þegar þeir nota þenna rjett, verða þeir að breyta eptir boðum Jónsbókar í 56. kap. í lands- leigubálki: «engi má fyrir öðrum veiði spilla», og þótt hver megi gjöra þær veiðivjelar, sem hann á kost á, þá verður hann að gjöra það svo, «at fiskar megi fara upp at á hverri», en þessum boðum verður að fylgja, hvort heldur veiðivjelar eru gjörðar í ánni sjálfri, eða á sjó fyrir utan árósinn». J>ótt hæstirjettur þannig segi með berum orðum, að þess beri að gæta, að viðhafa eigi þær veiðivjelar, er spilla veiði fyrir öðrum eða hindra laxgöngu, hvort sem veiðivjelarnar eru í ánni sjálfri (Elliðaánum) eða utan óss, þá hjelt Th. áfram uppteknum hætti með þvergirðingum sínum. Árið 1869 kærði Th. ábúanda og eiganda Elliðavatns fyrir það, að hann veitti vatni úr Elliðaánum til að bæta engi sitt, en Th. gaf honum það að sök, að hann hindraði þar með rás vatnsins í Elliðaánum og spillti þvergirð- ingaveiði sinni. Fjekk Th. hlutaðeigandi fógeta til að fyrirbjóða vatnsveitingarnar, en ábúandi Elliðavatns höfðaði gagnsókn á hendur Th. og krafðist þess, að þvergirðingar hans yrðu dæmd- ar óhelgar. Málið fjell á Th. við undirrjettinn, en á Elliðavatnsbónda við yfirrjett og hæstarjett (16. febr. 1874), þannig, að fógetabannið var staðfest, og Th. var heimilt að hafa þvergirð- ingar í ánum. Flesta furðaði á þessum mála- lokum, og allra sízt mun nokkur hafa búizt við því, að hæstirjettur dæmdi slíkan dóm í máli þessu, þvert ofan í sjálfan sig, þar sem sami dómstóll fyrir fám árum hafði dæmt hinn fyr- nefnda gagnstæða dóm í samkynja máli. J>að er heldur eigi lýðum ljóst, að Th. hafi haft neitt sjer til málsbóta, því að undir rekstri málsins gat hann alls eigi sannað þau atriði, er rjettarkröfur hans byggðust á, svo sem: a ð veiði hans hefði að neinu leyti verið spillt með vatnsveitingunum, að hann ætti veiðirjett í ánum fyrir ofan Stórahyl hjá Árbæ, eður að honum væri leyfilegt að veiða með þvergirðing- um, þar sem gagnsækjandi sannaði aptur á móti með órækum rökum: a ð hann hefði eigi spillt veiði Th., þar sem laxveiðin eptir skýrslu Th. sjálfs hefði heppnast ágætlega meðan á vatnsveitingunni stóð, að hann hefði að lögum rjett til vatnsveitinga og veiða í sínu landi (Jónsb., landslb., 24. og 26. kap.)\ að Th. ætti eigi veiði í Elliðaánum fram yfir það, sem hið konunglega afsalsbrjef frá 11. des. 1873 tiltek- ur, og að Th. væri óheimilt að þvergirða Elliðaárnar þvert á móti landslogum og kon- ungsboði í hinu sama kaupbrjefi. En eigi verð- ur betur sjeð, en að bæði landsyfirrjettur og hæstirjettur hafi ekkert tillit haft til þessa kaupbrjefs, er eitt inniheldur alla þá skilmála, er konungur hefur sett Th. sem eiganda lax- veiðinnar, og allur rjettur hans í þessu máli byggist á. Hjer er þó saunarlega ekki eptir öðru að fara, og því setjum vjer hjer aðal- atriðin úr þessu margnefnda kaupbrjefi (dags. 11. des. 1853): «saa skiöde og afhænde Vi hermed til for- nævnte Kjöbmand D. Thomsen meerbem- eldte Laxefiskerie i Ellida-Aae, fra den store Fos ved Gaarden Árbæ, Storahyl kaldet, og indtil udenfor Elvens Munding i Söen mellem Árbæjarhöfða og Gelgjutanga eller Geldingatanga, med tilhörende Fiske- redskaber og alle de Kettigheder, som Fiske- riet fra gammel Tid fulgt have, endnu fölge 1) par segir bvo í 28. kap: „Menn megu veita vötnum þeim, erupp spretta í sjálfa hans jörðu, ok í sínu landi hver“, og í 56. kap.: „Hver maðr á vötn ok veiðistöður fyrir sinni jörð ok á, svá sem at fornu hefir verit, nema með Iðgum sje frá l:omit“. Og engin lög hafa svipt ofannefndar jarðir péssum rjettindum.

x

Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nokkurar ritgjörðir um almenn málefni
https://timarit.is/publication/114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.