Assessorarnir í öngum sínum eða - 01.01.1879, Blaðsíða 4

Assessorarnir í öngum sínum eða  - 01.01.1879, Blaðsíða 4
4 Loksins viljeg, vinirgóðir, ávarpa yðurnokkr- um alvarlegum orðum : Brjef min hefijeg ritað yð- ur ekki til þess að æsa yður upp á móti höfðingj- unum, og verð jeg að geta þess, að margir höfðingj- ar hafa haldið sjer fyrir utan hið nýafgengna kosn- ingarstríð, jeg veit jafnvel ekki, að aðrir af hinum hálaunuðu embættismönnum hafi tekið nokkurn verulegan þátt í þessu stríði, en assessorarnir, bæj- arfógetinn, og ef til vill amtmaðurinn 1; margir em- bættismenn munu hafa haldið sjer heima kosning- ardaginn og gefið hvorki Jóni ritara nje Halldóri K.F. atkvæði sín ; heldur ekki hefi jeg viljað halda fram málstað dónaskaparins gegn menntuninni. Jeg hefi skrifað yður einmitt af því, að jeg þykist vita, að þjer allir, sem kusuð Jón ritara, þó þjer sjeuð flestir fátækir og óskólagengnir, eruð langt frá jm að geta heitið dónar, að yður aldrei gæti dottið í hug að beita smánaryrðum, ofríki eða handalögmáli gegn neinum manni, hvað illa sem yður væri við hann, að þjer viljið forðast allan róg og alla úlfúð, að þjer, þó þjer hlæið að þeim, sem verða sjer til minnkunar vegna blindrar heiptar eða fólslegrar framhleypni, ekki hatið þá, en öllu fremur kennið í brjósti um þá, — og að þjer með því að þjer haf- ið varðveitt barnalærdóm yðar í öllu andstreymi lifsins, hafið meiri sanna menntun, en sá maður, sem hefir getað lesið mikið, fengið góðar sálargáfur og *) Athugasemd eins kjósanda: Höfundurinn liefði varla furðað sig á þessu, ef hann hefði vitað, að Jón Stefánsson einatt kallar amt- manninn og assessorinn „kollega“ (lagsmenn) sína, síðan honum veittist sá Tieiður, að komast í fjelagsskap við þá um nýja túnið á melnum: Sækjast sjer um líkir. ■) A t h u g a s e m d eins Skuggahverfings : J>að játa jeg fúslega, og v'ar það ekki Jón, sem falaði atkvæði mitt kosningardagsnóttina fyrir þrjú mörk eða meira í vörum eða peningum. verið borinn á höndum frá barnæsku af ríkum ætt- ingjum, en hefir gleymt guði, og nú ekki dýrkar annað en vömb sína og vitsmuni. Jón hatar heldur ekki „intelligentsina“. Hann er háskólabróðir þeirra Bergs, Lárusar, Magnúsar og Theódórs, og þó þeir stundum hafi verið hálfbrelln- ir við hann, á hann þeim líka margt gott upp að inna síðan hann var þeim samtíða í Kaupmannahöfn, en einmitt af því,að hann þykist vera vinur þeirra, einmitt af því, að hann, sem íslendingur, gleðst yfir að höfð- inglegs vaxtarlags þeirra og skarpleika er getið víðar en á þessu horni veraldarinnar, vill hann reyna að koma í veg fyrir, að þeir eptirleiðis spilli fyrir sjálfum sjer á likan hátt, og hann heldur, að þeir hafi gjört síðustu dagana, því „sá er vinur sem til vamms segir“. Jegvona, að hver yðar vilji játa, að Jón ritari hafi ekki beðið hann um atkvæði2; en því frjálsari, sem kosning yðar hefir verið, því ríkari tilfinningu hefir Jón fyrir því, að það er mikill vandi, sem hon- um hefir verið lagður á herðar, og með því að hann þekkir fæsta af yður, biður hann yður meðmjer, ef yður skyldi seinna meir í einhverju ekki líka við frammistöðu hans, að taka viljann fyrir verkið, en það vonar hann, að þjer aldrei frjettið með sönnu, að hann af ásettu ráði hafi gjört eða sagt nokkuð, er væri ósæmilegt fyrir fulltrúa yðar og fyrir embættis- mann þess konungs, sem opt hefir sýnt, að hann metur það mest við embættismenn sína, að þeir gjöri sjer far um að vera skylduræknir, röksamir og einarðir leiðtogar þjóðarinnar, en ekki sækist eptir hylli yfirboðara sinna með orðagjálfri, smjaðri og hrákasleikjum, — og- að hann ann öllum þegnum sínum, og ekki sízt hinum fátæku, er hann heimsótti í hreysum sínum, þegar hann kom hjer á þjóðhátíðinni. AUHLÝSINCrAR. f>eir sem ganga í pjóðvinafjelagið og borga kr. 2, fá auk annara bóka ókeypis ALMANAK \T>A P.IELA 0 SINS 1879. Ritgjörð þessi er til sölu hjá Gísla í norsku verzluninni og hjá Magnúsi í Bráðræði, fyrir 10 aura exempl. f>egar keypt eru 20 expl. fæst fimmtungs afslátt- ur. Verði nokkuð afgangs prentunarkostnaðinum, mun því varið til þess, að aug- lýsa á prenti og með uppslögum á götuhornum fundargjörðir þær, er síðan kynnu að fara fram i höfuðstað íslands, bæjarbúum til leiðbeiningar, og öðrum sveitum landsins til fyrirmyndar og uppbyggingar. Prentsmiðja ísafoldar, 1879. Sigm. Guðmundsson.

x

Assessorarnir í öngum sínum eða

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Assessorarnir í öngum sínum eða
https://timarit.is/publication/113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.