Assessorarnir í öngum sínum eða - 01.01.1879, Blaðsíða 3

Assessorarnir í öngum sínum eða  - 01.01.1879, Blaðsíða 3
3 fógetaskr. og einn verzlun.m. fóru aðbjóðaþeim yfir í Geysiupp á toddý.gekk ekki betur, og voru þeir mjög fáir, sem ljetu til leiðast, flestir voru fastir fyrir og hjeldu góðum Ijelagsskap. Kosningin gekk dræmt, enda er Theódór enn þá óæfður í slíku starfi; en á uppboðum þeim, er hann hefir hald- ið í vetur, hefir hann sýnt, að hann er ötull og ólat- ur, þar sem embættisverk þau, er hann á að fremja, eru einföld og óbrotin. Eins og von var, leiddist mönnum að bíða eptir því, að bæjarfóget- inn kallaði þá upp, og voru því margar samræður milli manna, er hittust í þyrpingunni. Jón ritari mætti Lárusi assessor, og ámælti Lárus honum harðlega fyrir skýrslu hans um fund þeirra Ey- þórs o. fl., og sagði Lárus, að skýrsla þessi væri ó- sönn í mörgum atriðum, en þegar Jón skoraði á Lárus að skýra frá, hver þessi atriði væru, vildi eða gat Lárus ekki svarað honum. Nokkru eptir óð Olafur bæjarfógetaskrifari upp á Jón með skömmum, og brígslaði honum um hið sama, sem Lárus hafði gjört, en þegar Jón skoraði á Ólaf að færa ástæður fyrir máli sínu, gat Ólafur ekki til- fært annað en, að Jón hefði ekki getið þess, að talað hefði verið um að fleygja Jóni út um glugg- ann hjá Kristjáni eða ofan stigann, svo að hann gæti komið heim með blóðugar nasir, og hugsaði jeg með sjálfum mjer, að efasamt gæti verið, hvort höfðingjarnir hefðu betur, ef tómthúsmenn skyldu samkvæmt hinni almennu reglu: „hvað höfðingjarn- ir hafast að, hinir ætla sjer lejTst það“, taka sjer dæmi höfðingjanna til fyrirmyndar og koma sjer saman um, að fleygjahöfðingjunum út um gluggana alls staðar, þar sem þeir kæmu á opinbera staði. Aðrir merkismenn, sem gengu drengilega fram í því, að sannfæra bændur og tómthúsmenn um það, sem til þeirra friðar heyrir, voru Sigfús Eymunds- son, Guðm. Lambertsen og Einar Jafetsson, en það dró nokkuð úr framkvæmdum þessara manna, að þeir voru meira og minna ölvaðir. Fundurinn var settur kl. 12, en kl. 2 hafði jeg fengið nóg af svo góðu, og fór því heim, en síðan frjetti jeg, að Olafi greyinu hefði ekki tekiztbetur sannfæringar-tilraun- ir sinar við tómthúsmennina, en að hann hefði sjálf- ur orðið kenndur, hrapað ofan stigann frá Geysi og verið leiddur heim með blóðugt andlit. Stund- um virðist maður geta verið of höfðingjahollur. Svo að þjer ekki þurfið að finna að því, að jeg stingi nokkru undir stólinn, get jeg í sambandihjer við þess, sem sagt er, að meðan ráðgazt hafi verið í gær hjá Kristjáni Möller um það, hvort fleygja ætti Jóni ritara út um gluggann eða ofan stigann, hafi þ>orsteinn pólití verið sendur í næsta hús, til manns, sem mun hafa verið skarpari, en varla þjóð- legri en sá, er sendi, til þess að fá úrskurð hans um, hvort ekki mætti binda Jón á stiga og flytja hann þannig upp í tugthús, en þegar þ>orsteinn kom aptur, var Jón farinn. 3. janúar. Loksins birtist auglýsing bæjarfógeta um kosn- ingarnar á gráum pappír, og virðist fógetinn ekki enn hafa haft tíma til þess að laga pappírsleppa þá, er hann bjargaði fyrir kosninguna. Tómthús- menn og bændur hafa unnið algjörðan sigur. Kandi- datar þeirra eru kosnir í hinni sömu röð, og upp á var stungið. „Intelligentsin11 veður um öll veitingahús ragnandi, blótandi og hótandi, og eru þeir SigfúsEy- mundarson og Guðmundur Lambertsen ekki minna kenndir í dag en í gær. Veitingamennirnir verða sannarlega að vera Jóni ritara þakklátir1, því þeir selja'toddý það, sem „intelligentsin11 þarf að sefa sorgir sínar með. í gær drukku höfðingjarnir af fjöri, í dag erþað af „ergelsi“, og skáka þeir i því skjóli, að bæjarfógetinn, Jón og þorsteinn sitja kófsveittir við lögun pappírslappanna2, en Olafur þarf að binda sár sín. Magnús assessor og Bergur amtmaður kvað ætla að taka sjer dæmi Lárusar til fyrirmyndar, og fara úr bæjarstjórninni, undir eins og Jón ritari birtist í henni; það verður þungt fyrir hann og bæinn að missa jafn kurteisa, þjóðlega og mannúðlega menn úr fjelagi sínu. J>að er ónærgætið af bæjarfógetanum að láta á- skorunina um Halldór K. F. stöðugt sitja á húsveggj- um Kristjáns Möllers. Nú getur hún ekkert gagn gert, en þar á móti ýft sár kaupmanna og embættis- manna, sem varla eru farin að gróa3. 5) Atliugasemd Kristjáns karls: Ekki þykist jeg þurfa að vera Jóni ritara neitt þakklátur. Jeg heíi hvorki selt meira nje minna toddý en jeg er vanur, og hefi jeg ekki þurft að kvíða elli nje fje- leysi, síðan Bergur minn í sumar leyfði mjer að skenkja sjer og öðrum höfðingum í alla nótt, þrátt fyrir bann hins þá verandi lögreglustjóra. 2) Athugasemd eins kjósanda: Getgáta höfundarins nm frátafir bæjarfógetans og lögregluþjónanna fráþvi að hirða drykkjuriitana og koma þeim fyrir á griðastað slíkra manna, er varla rjett. Líklegra er það, sem mjer hefir sagt verið, að hinir dyggu bæj- arembættismenn hafi þurft að skrásetja kjósendurjóns ritara handa kaupmönnum, sem kvað ætla að taka sig saman um, að lána eptirleiðis engum manni, er hefir greitt atkvæði á móti „bæjar- aulunum“. 3) Athugasemd skrifarans: Höfundurinn virðist ekki hafa gætt að því, að pappírinn i auglýsingum Halldórs-sinna, er langt um lakari en sá, sem var í fundarauglýsingunum.

x

Assessorarnir í öngum sínum eða

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Assessorarnir í öngum sínum eða
https://timarit.is/publication/113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.