Assessorarnir í öngum sínum eða - 01.01.1879, Blaðsíða 2

Assessorarnir í öngum sínum eða  - 01.01.1879, Blaðsíða 2
2 íjör færist í Reykvíkinga á nýársdegi. | í dag stendur hvert hús opið1, hverjum þeim manni, sem villkomaþar, honum er tekið þar með hinni mestu alúð af húsbóndanum eða heldur húsmóðurinni, því húsbóndinn er sem optast allan þenna dag fjarverandi frá heimili sínu til þess að koma á heimili kunningja sinna að minnsta kosti einu sinni á ári. Alls staðar þar sem jeg kom á umferð minni, var talað um hinar í hönd farandi kosningar. í einu húsi var jeg svo heppinn, að maður sá, er frægur hefir orðið um allt ísland vegna skarpleika sins, kom á heimilið með amtmanni og bæjarfógeta, og vonaði jeg nú, að skarp- leikinn við þetta hátíðlega tækifæri myndi skína í hinu skærasta Ijósi sínu; en mjer brást það herfilega, og ekki þótti mjer það votta vitsmuni mikla nje kurteisi, að hann fór að bregða Jóni ritara um að vera vitstola, og kenndi jeg í brjósti um hann, þegar jeg sá húsbóndann vísa honum og fylgi- mönnum hans út úr húsinu, og reyndi jeg að afsaka það við húsmóðurina, að gestur hefði misbrúkað heimili hennar til þess að sýna, hve illa hann kunni að stjórna geði sínu og heipt. Iöðruhúsihjá manni, sem frægur hefir orðið, að minnsta kosti í Reykjavík, fyrir „intelligents“ sína, fann jeg 3 kaupm., einn hátt stand- andi embættismann og einn dannebrogs- mann. jþar var einnig talað mikið um kosningarnar og þá óhæfu, er „prole- tararnir“, hinir „ómenntuðu dónar“ eða „pöpelin“, hefði orðið sek í daginn áð- ur með fundarhald sitt, og voru allir sáttir um það að gjöra allt, hvað þeir gætu til að varna því, að Jón ritari yrði kosinn. Jeg spurði þá hvern af hinum háu herrum, hvort hann þá vildi ekki sjálfur komast í bæjarstjórnina, en fjekk það svar, að hann vildi það með engu móti. Mikið virðast höfðingjarn- ir hata Jón ritara, þegar þeir vilja ekki lofa honum að gjöra það verk, sem þeir nenna ekki að gjöra sjálfir eða þykjast of góðir til. 2, jan. kl. 5 morgun. í fyrra dag skýrði jeg yður frá undir- J) Athugasemd Kristjáns karls: Höfundinum hættir við öfgum. Heyrðíst mjer það á Halldóri þegar hdnn í gærkvöldi, eins og hann er vanur, drakk hjá mjer toddýið sitt, að heimili yíirkennar- ans hefói gert sjer mannamun einnig á nýjársdegi. búningsfundi undir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í dag, og þó að jeg síðan hafi sætt hörðum ámælum fyrir þessa skýrslu og fyrir það, að jeg tókst á hendur að stýra þessum fundi, þar sem ekki væru aðrir en „ómenntaðir dónar“ og „pro- letarar“, vil jeg leyfa mjer til saman- burðar að skýra yður frá öðrum undir- búningsfundi undir kosningarnar, sem embættismenn, kaupmenn og iðnaðar- menn, eða eins og Jón Stefánsson seg- ir: „intelligents1 bæjarins“, lrafa haldið í gær á háhelgum degi og á opinber- um veitingastað, með toddy- og bjór- glösum fyrir framan sig. Mjer var ekki boðið á þennan fund fremur en á hinn fundinn, en af því að jeg gat ekki ímynd- að mjer, að fundur, er hinir svo kölluðu heldri menn bæjarins hjeldu, væri ófrjáls- ari en fundur tómthúsmanna; fór jeg í gær í veitingahús Kristjáns Möllers og fann þar í ’ninni nyrðri veidngastofu all- marga merka menn, meðal annara: Eyþór assistent Felixson, Jón faktor Stefánsson, Lárus assessor Sveinbjörnsson, Sigfús fotograf Eymundsson og þorstein pólití Jónsson. Settist jeg niður hjá kunningja mín- um og hlýddi með athygli á ræður þær, er Sigfús og l.árus fiuttu með miklum skörungskap um það, að ekki ætti að kjósa menn í bæjarstjórnina, sem ekki hefðu sýnt bæði föðurlandsást, greind og dugnað. En meðan sem bezt geng- ur, hætta allt í einu ræðurnar, fleiri menn líta til mín, og þar eptir hlaupa allir, sem á fundinum voru, inn í syðri stofuna. Jeg sem því síður vildi missa upp- fræðingar þeirra Lárusar og Sigfúsar í áminnstu tilliti, sem menn hafa óskað, að jegfengi sæti í bæjarstjórninni, gekk á eptir, en varla var jeg kominn inn í syðri stofuna, fyr en þeir Eyþór, Lárus og hinir fundarmennirnir tóku árás aptur inn í nyrðri stofuna; jeg elti þá, og varð þá allmikið málæði um það, hvort *) Athugasemd eins kjósanda: Jeg er ekki eins hámenntaður og faktorinn, en sagt hefir mjer verið, að „Intelligentsu bæjarins væri = bæjaraularnir. ekki fengist neitt prívathús til þess að halda fundinn í, en þegar menn virtust vera orðnir á eitt sáttir um það, að enginn prívatmaður mundi vilja lána hús til slíks fundarhalds, var Kristján karlinn sóttur og honum talin trú um, að það væri „handelsforeningin“, sem rjeði hans húsum, og að hann því ætti að banna mjer að vera í þeim, bað hann mig þess vegna að fara burt, og gjörði jeg það með ánægju, furðandi mig á því, hvað gengið hefði Lárusi assessor og þorsteini pólití til þess að sækjast eptir að komast inn í „handelsforeninguna“. það er sagt, að kaupmenn bæjar- ins hafi komið sjer saman um að kjósa auk 4 af hinum fyrrtöldu mönnum, Halldór í bæjarstjórnina, í þakklætisskyni fyrir það, að hann, meðal annars, hefir stutt kröptuglega að því, að 8000 kr. árlegt vitagjald hafi verið lagt á kaupmenn. Hver þorir nú að segja, að kaupmenn sjeu ágjarnir og sjerhlífnir. 2. jan. kl. 11 f. m. „Intelligents bæjarins“ kvað hafa verið að smala fyrir Halldór í alla nótt, en ekki fengið nema 14 búðar- lokur til að greiða atkvæði með hús- bændum sínum. 2. janúar, kl. 9 e. m. Seint var farið á fætur í flestum höfðingjahúsunum í morgun og hár dag- ur var kominn, þegar gluggatjöldin voru dregin frá og hlerarnir teknir ofan. þeg- ar höfðingjarnir komust út, voru þeir heldur daufir í bragði, því lítið virtust þeir hafa sofið, en bráðum hresstust þeir, þegar þeir sáu, að allar auglýs- ingar á götuhornum voru horfnar nema auglýsingin hjá Kristjáni, er mælti með Halldóri, og fóru þeir nú rösklega að reka sauði þá, er þeir höfðu smalað um nóttina, upp bakarastiginn. þegar komið var á kosningarstaðinn, tók við annað starf ekki hægra, að sannfæra bændur og tómthúsmenn um illskujóns ritara og ágæti Halldórs, en bænd- I ur svöruðulitlu, og þegar að sögn bæjar-

x

Assessorarnir í öngum sínum eða

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Assessorarnir í öngum sínum eða
https://timarit.is/publication/113

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.