Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 88

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1930, Síða 88
88 mikið umleikis. Hinn fyrr nefndi var mikill bóndi en hinn síðari land- námsmaður. Því er trúlegt, að þeir hafi þurft að hafa Svínadal undir, eða að minnsta kosti framdalinn, sem hér er um að ræða. Eigi eru mjög fornleg bæjanöfn þarna um slóðir, Þórustaðir, Glammastaðir, Geitaberg. Dragháls er beinlínis kenndur við örnefni, er skópust, eptir að Hólmverjar fóru þar um. Sagt er í Harðar sögu 28. kap., að þá er Hólmverjar höfðu komizt að því, að nautin höfðu verið af þeim tekin, þá færi þeir og safnaði þar um dalinn svínum bænda1)- Svin gátu trauðla verið fyrir ofan Kúvallarfoss, en aptur á móti er sennilegt, að Svínadalur sé við svín kenndur, er þar hafi gengið að fornu. Benda bæjanöfn og örnefni mjög á alidýrarækt. MiIIi Glammastaðavatns og Eyrarvatns er Selós kallaður. Yzt við þann ós er Oddakot (Æðaroddi), er skammt er, siðan fór í eyði. Þá er komið í Vatnaskóg, og er hann vestur af Höllum. Þar er klettabelti fallegt suðr af Oddakoti og heitir Grenás. Einhvers staðar í Vatnaskógi er Brenna. Má vera að hún sé rjóður eitt grasi vafið vestur undir Laxárós. Þar hafa Reykvíkingar opt stigið danz. Fyrir vestan Kambshólsgötu, eigi all-langt, er Fúsakot. Er þar kargaþýft og tóptir mjög óglöggvar. Mjög vestarlega er Tíðavaðsgata niður að Eyri. Girt er nú yfir hana um Vatnaskóg, en hún lá niður að Tíða- vaði á Laxá, er opt var fært. Gegnt Grjótá, er fellur norðan úr Skarðsheiði í Laxá, er Merkjalág. Miklu austar skerst Móadalur suður úr hálsunum. í vestari hlíð Móadals er djúp og all-löng lág. Til landsuðurs úr henni er lækjardrag djúpt niður í gil Hvítagrjótslækjar. Þessi lág veit mót austri eða landnorðri og sést ekki fyrr en að er komið, nema verið sé á eystra barmi dalsins. Er þar fylgsni gott og skuggsælt og skjól af flestri átt. Þessi lág er Draugalág, og verður það enn séð af vísnaröðinni, en hún var annars lengi týnd og hafði nafn hennar feszt við Skál, sem er hýr, alldjúpur bolli suðaustan i Saurbæjarhlíð2), sem tekur við af Móadal fyrir vestan Hvítagrjótsgil. Upp af Drauga- lág er Hlíðarhorn. Um Skál leikur allt af sól, ef sér, og veit eg ekkert dimmt né draugalegt við þá laut. Skógarrunnur er í henni miðri. Yzt á Hlíðarbrúninni er klettabelti. Þar undir er allgildur skógur. Norðan við hlíðarhálsinn er broksund all-langt og slitið sundur norðar- 1) Útg. frá 1847 hefir hér texta handrits, er enga afstöðu tekur hér til; það mun vera miður rétt. 2) Hún er kölluð Kalastaðaháls á landabréfi herforingjaráðsins. Þetta er skakkt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.