Þjóðólfur - 16.11.1906, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 16.11.1906, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 193 hann yfirleitt aflað sér vínsælda með þvl, því að venjulega hefur hann komið fram mjög blátt áfram, og í ræðum, sem hann hefur haldið við ýms tækifæri, hefur hann sleppt ýmsu meiningarlausu konungstildri, sagt t. d. »eg« í staðinn fyrir »vér« o. s. frv, Þykir það líka bezt eiga við nú á tímum, að konungar og aðrir þjóðhöfð- ingjar semji sig sem mest að siðum ann- ara manna, en láti ýmislegt úrelt tildur frá löngu liðnum tímum, sem menn nú á tímum einungis brosa að, falla fyrir borð. Fyrir því urðu menn eigi alllítið hlessa á þeim viðtökum, sem H á k o n Noregskonungur fékk hér um dag- inn, þegar hann kom að heimsækja föður sinn í fyrsta skipti eptir að báðir voru orðnir konungar. Aldrei hefur nokkrum þjóðhöfðingja 1 manna minnum verið tekið hér með slfkri dýrð og viðhöfn, sem Hákoni konungi var tekið í þetta sinn. Járnbrautarstöðin var öll fánum skrýdd, og skjaldmerkjum, sern mest mátti verða og biðsalirnir fullir af lárviði. Bæði ridd- araliði og fótgönguliði var skipað í lang- ar raðir á stöðinni, ograuðklæddir «kúskar« og þjónar voru þar á hverju strái, því að allt konungsfólkið var komið til þess að taka á móti Noregskonungi. Gullbúnar kerrur voru þar tvær afardýrmætar. í annari óku þeir btirtu konungarnir, Frið- rik og Hákon, en í hinni drottningarnar. Fyrir hverri kerru gengu 6 hestar; reið einn þjónn hinum fremsta þeirra, og sinn þjónninn fylgdi hvorum hesti, er f miðj- unni var, og hélt í beizlið. Á undan hverri kerru riðu auk þess tveir þjónar, en þrfr þjónar voru í sjálfri kerrunni; stóðu tveir þeirra að aptanverðu, en að framanverðu sat »kúskur« með p a r r u k (!) á höfðinu, sem ekki hefur verið notað 1 herrans mörg ár. Öll þessi fylking hélt nú frá járnbrautarstöðinni í hægðum sín- um gegnum fjölförnustu götur bæjarins til konungshallar. Áhorfendurnir urðu for- viða á öllu þessu gamaldags tildri, og flestum varð á að brosa að parrukkunum. Hafa hinir léttlyndu Hafnarbúar síðan hent að þessu hið mesta gaman. Við þingsetninguna þótti mönnum konga- tildrið gera heldur mikið vart við sig, þar sem það boð var látið út ganga, að þingmenn mættu ekki ganga inn 1 þing- salinn um þær dyr, sem þeir eru vanir að ganga um, því að þær væru einungis ætlaðar konungi og föruneyti hans. Þótti mönnum kynlegt, að konungur skyldi ekki geta gengið inn um sömu dyr og þjóðfulltrúarnir, og varð þetta til þess, að flestir þingmenn jafnaðarmanna sátu heima og voru ekki við þingsetninguna, en einn þeirra (Borgbjerg) kom inn um sömu dyrn- ar sem konungur, þrátt fyrir bannið. (Niðurl. næst). . Mannahvarf. Hinn 26. f. rn. hvarf gipt kona úr Bolungarvík, Hávarðína Hávarðs- dóttir, og halda menn hún hah drekkt sér. Hún var myndarkona og átti með manni sínum 2 börn á unga aldri. Daginn eptir, 27. f. m., hvarf maður af ísafirði og hafði ekkert spurzt til hans viku síðar. Hann hét Gísli S i g u r ð s- s o n (sonur Sigurðar Brandssonar hrepp- stjóra í Kolbeinsstaðahreppi) og var kvæntur Kristfriu Kristjánsdóttur Ijós- móður, dpgnaðarmaður og drengur góð- ur. [Eptir Vestraj. Jarðskjálftar. Sfmritað er af Akureyri 10. þ. m.: Að- taranótt h. 9. jarðskjálftar hér, 9 kippir, tveir allsnarpir. Tfðarfar ágætt. Heilsuhæli fyrir berklaveika var afráðið að stofna hér á fundi í Bárubúð 13. þ. m. Hafði Oddfellóa- félagið gengizt fyrir þessu fundarhaldi til að koma máli þessu í framkvæmd. Und- irtektirnar undir það voru góðar og 12 manna skipulagsnefnd kosin til að semja lög og reglur fyrir þennan félagssknp. Er áætlað, að tillög félagsmanna muni verða um 20,000 kr. á ári, en gert ráð fyrir að sjálft hælið kosti 100,000 kr.^en ár- legur reksturskosinaður við það 30,000 krónur. \ Byggingafélag Reykjavíkur nefnist hlutafélag hér í bænum, er stofnað var nú snemma 1 vikunni. Hluta- féð 120,000 kr. og kvað nú fengið að | mestu leyti, en hækkað getur stjórn fé- lagsins hlutaféð upp í 200,000 kr., ef henni þykir þurfa, Hver hlutur 100 kr. en auk þess aukahlutir svo nefndir á 25 kr. Verksvið félagsins er að reisa hús úr steini og tré (meiri áherzla þó lögð á steinbyggingar), reka trésmíðaverksmiðju og grjótsteypu og verzla með timbur og grjót. I félaginu eru um 30 trésmiðir og hér um bil jafnmargir steinsmiðir, auk nokkurra fleiri manna. I stjórn félagsins : eru kosnir: Eggert Claessen yfirréttar- málsfærslumaður, Bjarni Jónsson trésmið- ur, Thoi Jensen kaupm., Stefán Egilsson múrsmiður og Jón Hafliðason steinsmiður. Lausn frá embætti veitti ráðherra 13. þ. m. presti að Mýrdalsþingum, Jes A. Gíslasyni án eptirlauna, samkvæmt umsókn hans. Maður varð úti 14. f. m. millum Sölvabakka ogLækjar- dals í Refasveit, Jón Jóhannesson að nafni, kendur við Kurf á Skagaströnd og þaðan kynjaður. Hann var nýkom- inn til landsins frá útlöndum, hafði ver- ið þar 25 ár, lengst í Danmörku. Hann kvað hafa verið við öl, en þó lítt, en var ókunnugur og orðinn óvanur slíkum veðrum, er þá voru, en hinn 14. f. m. gerði ógurlegt veður í Húnavatnssýslu af norðaustri með stórrigningu, en snerist í frost og hríð um nóttina. ,Vesta‘ kom 14. þ. m. norðan um land frá útlöndum, viku á eptir áætlun, hafði taf- izt á ýmsum höfnum veðurs vegna. €rletið simskeyti til Þjóðólfs. Kaupm.höfh í,‘i. nóv. kl. 9 árd. Hákon konungur í Lundiínuin. Hákon konungur kom til I.undúna í gærkveldi ( f kynnisför til tengdaforeldia sinna, konungshjónanna brezku). Búa-uppreisn. Búa-uppreisn er hafin í Suður-Afríku. Pýzki kanzlarinn. Biilow ríkiskanziari ber hærri hlut. Podbielski landbúnaðarráðgjafi fellur. Markverðustu fréttirnar í þessum sím- skeytum er um Búa-uppreisnina, ef það er annað en smávegis óspektir, sem lítið kveður að. En væri hér um almenna uppreisn að ræða, t. d. gegn Bretum, væru það stórtfðindi, En líklega er þessu ekki svo háttað. Alþýðufyrirlestur t Bárubúð sunnu- daginn 18. þ. m. kl. 5. e. h. Bjarni Jónsson frá Vogi. Timamót. Kostar 25 a. við innganginn. Óveitt prestakall. Mýrdalsþing í Vestur-Skaptafellsprófasts- dæmi (Höfðabrekku-, Reynis- og Skeiðflatar- sóknir). Metið kr. 1318,22. Uppgjafaprest- ur fær af brauðinu kr. 118,22 upp í eptir- laun sín . Veitist frá næstkomandi fardög- um. Umsóknarfrestur til 16. janúar 1907. Þakkarorð. Hér með votta eg mitt innilegasta hjartans þakklæti öllum þeim bæði nær og fjær, sem á síðastliðnu vori tóku svo drengilega þátt í kjörum mínum, þegar eg vegtta alvarlegra innvortis veik- inda varð að takast ferð á hendur til Reykja- víkur til þess að fá ráðna bót á þeim, og sem heppnaðist ágætlega fyrirguðs og góðra manna hjálp. — Það yrði alt of langt ntál að telja upp nöfn allra þeirra einstaklinga, sem á ýmsan hátt sýndu mér hluttekningu við þetta tækifæri og verður því að sleppa þvf. En eg get þó ekki látið hjá líða að geta þess, að Ásgeir læknir Blöndal og hans góða konu á eg meira að þakka en nokkrum mönnum öðrum. Þau studdu mig með ráðum og dáð, eins og þeirra er sið- ur, þegar einhver er bágstaddur, sem þau ná til. Umhyggjusemi þeirra mér til handa verður aldrei launuð með neinu, né heldur þökkuð sem vert er. Eyrarbakka, í október 1906. Þórdfs Síinonardóttir. (ljósmóðir). Hér með er skorað á skuldheimtu- menn í dánarbúi Ólafs Ólafssonar á Sólmundarhöfða, sem drukknaði 7. apríl þ. á , að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar auglýs- ingar. Erfingjar ábyrgjast ekki skuldir. Skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu, 28. sept. 1906. Sigurður Þórðarson. Mótor með 2 hestkröptum er til sölti nú þegar með öllu tilheyrandi til brúkunar í bát. Mótor þessi er mjög hentugur í smáróðra- bát eða skipsbát. Mótor þessi er reyndur, og hefur reynzt mjög vel. Mótorinn fæst með ágætu verði hjá undirrituðum. . Reykjavík 15. nóv. 1906. Bjarni Þorkelsson. 1 næstn fnrdögnm 1907 fæst jörðin Tunga í Gaulverjabæjarhreppi til ábúðar. Líka getur jörðin fengizt til kaups með góðum skilmálum- Semja má við undirskrifaðan eiganda og ábúanda. Guðm. Hannesson. Yfir- og undirsængurfiður nýkontið í Brydes-ver*liin í BeylijavíK. Proclama. Samkvæmt lögurn 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, er til skuldar telja í dánarbúi Magn- úsar bónda Jónssonar frá Flankastöð- um í Miðneshreppi, að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda, aður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skiptaráðandinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. nóv. 1906. Pall Einarsson. ,1.11, T, Brjdes í Reykjavík eru nýkomin ágæt epli, vinþrúgur, livítkáls- og raudkálsliöfud: sömuleiðis selleri og rödbeder. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 er hérmeð skorað á alla, er til skuld- ar telja í dánarbúi Guðjóns Péturs- sonar frá Keflavík, er drukknaði 1. sept. þ. á norður á Steingrímsfirði, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir undirrituðum skiptaraðanda, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar augtýsingar, Iunan sama tíma bererfingjum hins látna að hafa faért sönnur á erfða- rétt sinn. Skiptaráðandinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. nóv. 1906. Páll Einarsson. Hér með auglýsist, að' sveitarút- svarsskrá Seltjarnarneshrepps ligg- ur frammi í Gosdrykkja-verzluninni „Sanitas.“ llreppsnefndiii. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, sem til skuldar telja í dánarbúi Björns bónda Jónssonar frá Syðstakoti í Miðnes- hreppi, að lýsa lcröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir undirrituðum skipta- ráðanda, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu (3.) birtingu þessarar auglýs- ingar. Skiptaráðandinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. nóv. 1906. Páll Einarsson. Aukafundur verður haldinn í hlutafélaginu Högni sunnudaginn 18. þ. m. kl. 7 e. m. í Iðnaðarmannahúsinu. Fundarefni er álit nefndarinnar, er kosin var á síð- asta fundi. Reykjavík 13. nóv. 1906. Stjórnin. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 er hér með skorað á alla þá, er til skuldar telja í dánarbúi Friðmundar Jónssonar frá Keflavík, að lýsa kröf- um sínum og sanna þær fyrir undir- rituðum skiptaráðauda, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Skiptaráðandinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 12. nóv. 1906. Páll Einamson. Proclama. Hérmeð er skorað á alla þá, er til skuldar telja í dánarbúi föður míns heitins Kristjáns Jónssonar frá Hliðs- nesi, er endaðist í Hafnarfirði 2. sept- ember þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir mér, áður en liðnir eru 6 mánuðir frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar. Hafnarfirði, 8. nóvember 1906. I umboði erfingjanna. H.ristinn Hristjánsson. Uppboðsauglýsing, Hálf húseignin „Merkisteinn" á Geirseyri við Patreksfjörð, tilheyrandi dánarbúi Daníels Hjaltalíns, verður seld við 3 opinber uppboð, er haldin verða fimmtudagana 10., 17. og 24. jan, næstk. kl. 12 á h. Tvö fyrstu uppboðin verða haldiu hér a skrifstof- unni, en hið þriðja á eigninni. Uppboðsskilmálar verða birtir á undan uppboðunum. Skrifstofu Barðastrandasýslu, 24. okt. 1906. €». Björnsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.