Þjóðólfur - 16.11.1906, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.11.1906, Blaðsíða 2
192 ÞJÓÐOLFUR. Nr3 ALLAR PANTANIR fyrir hlutum frá Amerífeu. sem eiga að koma til móttakanda n. k. vor, verða að vera til mín komnar, ásamt tilskyldri borgun, fyríp 1. febrúar n. k. í allra síðasta lagi. Reykjavík (Box 15 a.) S B. JÓnsson. Danmörk sltni ekki«. [Eptir fólks- þingstíðindunum dönsku 121. dálki1)]. Þetta er bæði vel og viturlega mælt, mjögeptirtektaverð orð hjá hægrimannafor- mælanda, og sýna ljóslega, að allra íhalds- samasti stjórnmálaflokkurinn í Danmörku telur langréttast og heppilegast að verða við óskum vorum, svo framarlega sem vér förum ekki fram á að slíta sambandi íandanna. Sú krafa — skilnaðarkrafan — fengi að sjálfsögðu engan meðmælanda hjá nokkrum stjórnmálamanni í Dan- mörku, í hverjum flokki sem hann væri. Það er eðlilegt, að Dönum sé sárt um það. En hvað sem því líður, þá væri stórkostleg fásinna af oss, eins og nú stendur, að fara fram á fullan aðskilnað, enda mun sú stjórnmálastefna eiga fáa fylgismenn 1 landinu, og því síður munu menn hafa gert sér ljóst, hvað af því leiddi, ef sambandi landanna yrði slitið. Þetta er að eins hugsjón, sem ef til vill rætist einhvern tíma, og ef til viil ekki, og mjög vafasamt, hvort það væri heppi- legt, að hún rættist nokkurn tíma. Vér getum vel gert oss ánægða með að ná sem fyllstu sjálfstæði og sjálfstjórn, sem frjálst sambandsland Danmerkur. En vér getum ekki heldur gert oss ánægða með minna, en að það sé skýrt ákveðið í hin- um væntanlegu sambandslögum landanna, að vér einir höfum öll ráð yfir sérmálum vorum án allrar íhlutunar ríkisráðsins eða danska ríkisþingsins. Þetta er réttmæt og sjálfsögð krafa, er allir ættu að geta fylkt sér um ágreinings- laust. Vér verðum að gera þá kröfu til nefndar þeirrar, er skipuð verður til að semja sambandslögin nýju, að hún gæti þess vel, að rétti íslendinga, er þeir hafa bæði stjórnarfarslega og sögulega, verði í engu hallað, og að íslendingar verði ein- ráðir um sín mál á sérmálasviðinu, er verður að afmarkast svo skýh, að ekki verði um að villast. í þessum kröfum vorum má engin tvídrægni eiga sér stað, þjóðin verður að koma fram sem einn maður, og pólitisku flokkarnir verða að sýna svo mikla sjálfsafneitun, að hafa skap 1 sér til að geta komið sér saman um þessi meginatriði> og til þess er grundvöllurinn lagður með ofanrituðu á- varpi, enda ætti þetta samkomulag ekki að verða svo erfitt, úr því að vænta má, að allir séu á sömu skoðun um þetta, þótt sumir kynnu að vilja ganga feti framar í kröfunum, en aðrir láta þær liggja í þagnargildi. Það getur aldrei spíllt málstað vorum, þótt vér látum það uppi afdráttarlaust, sem vér meinum. Og kom i kröfurnarein h u gafram frá öllum flokkum ílandinu, þáer það eitt út af fyrir sig nægilegt til að veita þeim svo mikinn stuðning til sigurs, sem frekast er unn t. Ymsir munu hafa heyrt söguna um »manninn og tækifæriðx, Þá er tæki- færið barði að dyrum, var maðurinn ekki viðbúinn að fylgja þvf, hann átti svo margt ógert, þurfti að binda á sig skóna, taka f nefið og gera hitt eg þetta, þvi að hann hugði að tíminn væri nógur og »tæki- færið« mundi biða. En þá er hann var loks búinn, var »tækifærið« bak og burt og kom aldrei aptur. Nú má oss íslendingum ekki eins fara og þessum manni. Vér verðum að vera albúnir og standa þétt saman, svo að vér getum höndlað »tækifærið« og látið það flytja oss heill og hamingju. E n þ e 11 a »tækifæri« er konungskoman að sumri. Það er enginn efi á, að slíkt tækifæri kemur aldrei aptur. Það er heilög skylda vor gagnvart þjóð vorri, 1) Hinn danski blaðamaður hr. Arn- skov, er hér var í vor, hefur sent Þjóð- óifi þennan kafla úr ræðu N. Andersens m. fl., og kunnum vér honum þakkir fyrir. hvern flokk sem vér fyllum, að vera nú einu sinni alvariega samtaka og samhent- ir, svo að vér getum sem bezt fært oss í nyt hinn hentuga tíma, bæði sakir góð- vildar konungs vors og kynningar við dönsku ríkisþingsmennina, er svo góður grundvöliur var lagður að í sumar. Eða hvenær skyldi oss bjóðast jafngott tæki- færi til að flytja fram óskir vorar einarð- lega og alvarlega í þéttri fylkingu utan um sjálfstæði Islands, sem allir sannir Is- lendingar unna. Og séu þessar óskír vorar og sanngjörnu, sjálfsögðu kröfur bornar fram einhuga með gætni og still- ingu, þá væri harla undarlegt, ef þær fengju ekki góðan byr, bæði hjá ríkisþingi og konungi. Vitanlega verður það aðal- lega hlutverk hinnar væntanlegu sambands- laganefndar, að kveða nánar á um öll einstök atriði. En það sakar sízt, þótt uppi sé látið, hvað þjóðin vilji að farið sé fram á í þeim samningum. Að minnsta kosti sjáum vérekki.að hin ófædda nefnd þurfi að firrtast mikið við það, að henni séu fyrir fram gefnar einhverjar leiðbein- ingar í starfi sínu, þvi að hún ætti sjáif að óska þess, svo að hún vissi ger, hvern- ig hún ætti að haga framkomu sinni svo, að þjóðinni yrði sem bezt að skapi. Krafan um algerða iausn sérmála vorra undan dönskum yfirráðum, er gömul krafa og flutningur sérmála vorra í ríkisráðinu hefur jafnan verið heimastjórnarflokknum eða miklum hluta hans, þyrnir í augum, þótt þeirri kröfu y r ð i að sleppa um sinn 1902, sakir þess, að hefði henni verið haldið fast fram þá, var vaitýskan sam- þykkt, og með því valtýski ráðgjafinn bú- settur í Höfn, með öðrum orðum heima- stjórn algerlega útilokuð og með því allur flutningur valdsins inn í landið um lang- an aldur að líkindum. Þessu meginatriði, er svo afarmiklu skiptir, hafa Landvarnar- menn — mestur hluti þeirra var upphaf- lega brot úr heimastjórnarflokknum, klofn- ingur,sem sætti sig ekki við þessa tilslökun — ekkinógsamlega gætt eða ekki viljað skilja. Yfirlýsingar dönsku stjórnarinnar á síð- ustu tímum, að sérmál vor séu öldungis óháð ríkisráðinu, þótt ráðherrann eigi þar sæti að nafninu, sýna, að þetta fyrirkomu- lag sé »form« eitt, sem Danir ættu ekki að halda svo fast í, enda mundi vera auðvelt að færa þeim heim sanninn um, að einingu rfkisins væri lítt stofnað í hættu, þótt »form« þetta félli niður. Með landstjórafyrirkomulaginu t. d. félli það niður af sjálfu sér. Annars er óþarft að svo stöddu að fara nánar út í hið innra fyrirkomulag innlendu stjórnarinnar, því að þar eigum vér einir öllu um að ráða. Það er að eins afstaða vor út á við, gagnvart Dönum, sem vér verðum að afmarka skýrt, og það hlut- verk liggttr fyrst fyrir. Og þá ríður oss á því að verða sarntaka í því, en þagga niður allar hjáróma raddir, t, d. skilnaðar- raddir og óvildar- og hatursraddir gagn- vart hinni núverandi stjórn vorri, að minnsta kosti á þann hátt, að hún verði látin njóta sannmælis, og ekki vítt nema fyrir það, sem vítavert er í framkomu hennar, þvf að engin stjórn er svo góð, og stjórn vor ekki heldur, að hún geti ekki með réttu átt ákúrur skilið fyrir surnt. Takizt svo heppilega til, að helztu stuðn- ingsmenn pólitisku flokkanna í landínu geti — þrátt fyrir flokkaóvildina — orðið allir sammála um meginatriðin í kröfum vorum gagnvart Dönum nú, þá er afar mikið unnið við það, og sá sem skerst úr leik í þvf, vinnur þjóð sinni óþarft verk og óhappasamlegt, er getur orðið þess valdandi, að vér höfum lítil sem engin not af hinu sjaldgæfa tækifæri, er vér fá- um að sumri — konungskomunni og heimsókn dönsku rfkisþingsmannanna. Og það er þó ofmikill ^byrgðarhluti. Ávarpið sem birt er fremst hér í blaðinu, hefur vakið almenna ánægju hér í bænum, að því er heyrt verður, eins og hlýtur að vera, er menn íhuga málið vandlega og rólega. Þess skal jafnframt getið, með því að það er ekkert leyndarmál, að hr. Einar Benediktsson sýslumaður, sem hér hefur verið um tíma, hefur gengizt fyrir að koma þessum samtökum á, og virðist hvorki hann né þeir, er samtökin hafa gert, eiga skilin hneykslanleg svívirðingarummæli fyrir þessar gerðir sínar. Frá Danmörku. [Eptjr fréttaritara Þjóðólfs í Kaupm.höfn]. Pólitík. (Landsþlngskosningar. Þjngsetning. Há- sætiskveðja konungs og svar þingsins. ís- lands mál. Stjórnarfrumvörp. Járnbrautar- lagningar. Fjárhagur). Hinn 1. okt. kom danska þingið saman. Voru þá nýafstaðnar kosningar á 27 landsþingsmönnum (helming hinna þjóðkjörnu þingmanna í þeirri þingdeild). Gengu kosningar þessar stjórninni á móti skapi, líkt og kosningarnar til fólksþings- ins í vor, því að stjórnarflokkurinn var eini flokkurinn, sem varð Iiðfærri eptir kosningarnar heldur en dður. Missti hann 5 þingsæti og unnu jafnaðarmenn 3 þeirra (höfðu áður einungis haft einn fulltrúa í landsþinginu), frjálslyndi flokkurinn 1 (hafði áður engan) og miðlunarmenn 1, en hægrimenn og hinir frjálslyndu íhalds- menn stóðu í stað. Einn hinna nýkosnu þingmanna er dr. Edvard Brandes, er langa hríð var ritstjóri dagblaðsins »Politiken« og bróðir Georgs Brandesar. Hann er eini fulltrúi frjálslynda flokksins í landsþinginu. Fulltrúi Færeyja var kos- inn F'riðrik prófastur P e t e r s e n, er ýmsir íslendingar munu kannast við, því að hann er stúdent frá Reykjavíkurskóla. I fólksþinginu er stjórnarflokkurinn ennþá fjölmennasti flokkurinn, en þó ekki fullur helmingur þingmanna þar, svo að stjórnin verður að njóta styrks annara flokka til þess að geta haldið völdunum. Þingsetningin var venju fremu- hátlðleg, vegna þess áð konungur setti sjálfur þingið. Svo sem venja er til við slík tækifæri, las hann upp hásætis- ræðu, er ráðaneytisforseti háfði samið í hans nafni um hið pólitiska ástand rlk- isins og fyrirætlanir stjórnarinnar. Rétti ráðaneytisforseti konungi handritið að ræðunni um leið og konungur gekk til hásætis. í hásætisræðunni voru talin upp allmörg lagafrumvörp, er stjórnin ætlaði að leggja fyrir þingið, og þess getið, að samkomulag og vinátta væri hin bezta með Danmörku og öðrum ríkjum. í sam- bandi við það var íslands minnzt með þessum orðum: sEnnfremur hlýt eg enn að minnast með ánægju og gleði hinna vænlegu samfunda konungs, rlkisþings og alþingis í sumar og láta í Ijósi, að það er ætlun mín að gera gangskör að þvf, að full- nægja óskum Islendinga um umbætur á löggjöfinni um stjórnarstöðu Islands í ríkinu«. I þrjá daga ræddi fóiksþingið um, hverju svara skyldi hásætisræðu kon- ungs. Umbótaflokkurinn (stjórnarflokk- urinn) stakk upp á þingsályktun um, að láta konungi f ljósi ánægju sína yfir há- sætisræðunni, og að heita ráðaneytinu aðstoð þingsins til þess að koma fram þeim umbótum, sem þar var minnst á. Frjálslyndi flokkurinn stakk upp á ávarpi til konungs miklu lengra og fyllra, er greinilegar tók fram afstöðu þingsins í ýmsum málum, en jafnaðarmenn vildu ekkert ávarp senda eða samþykkja þings- ályktun um kveðju til konungs, heldur slíta umræðunum með rökstuddri dagskrá, er tæki fram stefnu þingsins í nokkrum stórmálum. I.oks fór svo, að þingsályktun umbótaflokksins var samþykkt með 63 atkvæðum (þ. e. allra umbótaflokksmanna, þar á meðal 6 ráðherra, miðlunarmanna og tveggja flokksleysingja), en 41 greiddu eigi atkvæði (jafnaðarmenn, frjálslyndi flokkurinn og hægrimenn). Er stjórninni þannig borgið, með því að hún nýtur styrks miðlunarmanna. A Islandsmál minntust ekki aðrir þingmenn við umræður þessar heldur en Zahle málaflutningsmaður, formaður frjálslynda flokksins. Hann lét í ljósi ánægju slna yfir heimsókn alþingismanna, og vonaði að Island mætti hljóta sem allra frjálsasta stöðu í ríkinu, svo að hin þróttmikla þjóð, sem þar byggi, gæti fram- vegis helgað alla krapta sína verulegum framfarastörfum 1 öllum greinum. Af stjórnarfrumvörpunum, sem lögð hafa verið fyrir þingið, eru þessi hin helztu: Endurskoðun á tolllög- u n u m, sem fer fram á afnám tolls eða tolllækkun á ýmsum almennum nauðsynja- vörum, efnivörum og verksmiðjuvörum, sem gert er ráð fyrir að nemi alls 12 milj. kr. Aptur á móti er farið fram á tollhækkun á ýmsum öðrum vörum, eink- um munaðarvöru, er nemi 7'/» milj. kr. Ennfremur ber stjórnin fram frumvarp um hækkun á erfðaskattinum; eptir þvf á hann ekki einungis að fara hækk- andi eptir því sem erfingjarnir eru fjar- skyldari, heldur á hann líka að fara hækkandi eptir stærð arfsins, og getur þannig orðið allt að 15%. Það er gert ráð fyrir, að þessi hækkun muni nema um 2ll* miljón kr. — Frv. um almenn- an kosningarrétt í sveitarstjórnar- málum, sem lengi hefur verið á döfinni. — Frv. um tryggingu gegn at- v i n n u 1 e y s i, gerir ráð íyrir, að ríkis- sjóður styrki sjóði, er verkamenn mynda til að tryggja sig gegn atvinnuleysi. — Ennfremur má nefna frv. tim borgara- lega greptrun án aðstoðar prests, frv. um að lögleiða metrakerfið og frv. um ráðherraábyrgð. Nefnd, sem skipuð var til að gera uppá- stungur um járnbrautarlagningar á næstu árum, hefur nýlega látið uppi álit sitt, og verði tillögum hennar fylgt, munu útgjöld ríkisins á næstu 10 árum til nýrra járnbrauta og aukninga þeirra, sem fyrir eru, nema um 108 milj. kr., en auk þess verður að minnsta kosti 20 niilj. lagt til annarsstaðar frá. Nú stendur yfir 1. umræða fjárlag- anna (eldhúsdagarnir). Fjárlagafrv. gerir ráð fyrir, að tekjur og gjöld standist á næsta ár, verði hvort fyrir sig um 88 milj. kr. Er það hvorttveggja töluvert hærra en áætlað var á síðustu fjárlögum. Annars er fjárhagurinn nú í bezta lagi, og sfðastliðið ár reyndist tekjuafgangurinn 3 milj. kr. Kongatildur. Síðan konungur vor kom til valda, hef- ur hann látið allmikið á sér bera, Flefúr

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.