Fjölnir - 01.01.1847, Side 12

Fjölnir - 01.01.1847, Side 12
svo uni leið ni5r á mig, frví aldrei {róttist jeg hafa verið eins kallmannlegur í vexti, nje nieira niannsefni að sjá, enn núna á hvítu brókinni. ”Heyr á errdemi! ætli þjer veiti af að hera jiig sjálfan?” sagði digra Gudda; ”f>að situr á frjer, pattanum, að þykjast vilja láta eins og fullorðn- ir menn!” Hón stóð rjett fyrir aptan mig, og haföi jeg ekki fyr tekið eptir henni. ”Jeg anza þjer ekki”, sagði jeg í hálfum hljóðum, en systir mín fjekk mjer pokann sinn brosandi, og sagðist ekki efast um, að jeg bæri hann með heiðri og sóma, ekki sízt, ef hún leiddi mig upp á móti brekkunni. ”5að cr alltjend Ijettara”, ætlaði jeg að segja, en digra Gudda stóð við hliðina á mjer og brosti svo hæðnislega, að jeg beit á vörina og hnýtti baggann minn þegjandi. ”Mundu mig um það, Hildur!” sagði ráðs- konan, ”að færa mjer dálitið af helluhnoðra í kvöld, hann vex nógur í fjallinu, og alltjend er hann blessaðasta gras að drekka af’. Mig langaði til að svara einhverri óþægð, en þorði það ekki, fyr enn jeg var albúinn. ”Jeg skal muna til þín, Guðríður!” sagði systir mín, ”verið þið sæl öll!” ”Og jeg skal færa þjer einn eða tvo skollafingur, eða þá dálítið af tóugrasi” sagði jeg og hljóp á stað með sama, því jeg vissi digra Gudda munði hafa orðið reið. Veðrið var blítt og hreint, en ekki sá til sólar, því skýjadrög voru nm himininn, og hrannaði austurloptið. 5að var eins og sveitin hefði sniðið sjer stakk eptir veðrinu: allt var svo kyrrt og blítt yfir að líta, túnin græn og glóuðu í fifluni og sóleyjum; engjarnar líka grænar, en þó nokkuð Ijósbleikari, og sumstaðar hvítir fílúblettir, tá- hreinir, eins og nýfallinn snjór. Gúsnialinn dreifði sjer um haga og hlíðar, og ekkert var að heyra, nema einstaka lækjarbunu og árniðinn í dalnum, eða þá stundum fugla, sem flugu kvakandi í loptinu, ellegar sátu á einhverri hæð og sungu sjer til gamans í morgunkyrrðinni. Lengra í burtu var að sjá fagurblá fjöll með sólskins-blettum, og

x

Fjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.