Fjölnir - 01.01.1847, Page 2

Fjölnir - 01.01.1847, Page 2
2 Áiift eptir var honum veitt öll ölmusa, og má fullyrða, að íáir hafi verið jiess verðari, bæði fyrir siðprýðis sakir og náms. Að sönou er þess við getið í skólavitnisburðinum, að hann hafi heldur verið hyskinn, fyrstu árin sín ískóla; en þeir, sem J)á voru honum samtíða, munu flestir verða við að kannast, að hyskni hans hafi verið eins affaragóð, og ástundun fieirra, bæði að því leyti, sem honum veitti Ijettara námið, og líka hins vegna, að hann hafði alla jafna eitthvað fallegt fyrir stafni, sem átti við eðli haris, og að niinnsta kosti seinni árin sín í skóla kynnti hann sjer margt annað, enn skólalærdóm. 5»ð má t. a. m. fullyrða, að hann hafi nærri jþví kunnað utanbókar kvæði hins forna skálds Ossíans, snúin á dönsku af sjera Steini Blicher. Um f>etta leyti samdi hann líka smá - ritgjörðir og orti smá-kvæði, og er sumt af því enn j)á óglatað. 1829 var hann útskrifaður úr skóla, og var skrifari hjá ZJlstrup, fóeta í Reykjavík, þangað til 1832. Nú þó líkur væru til, að Jónas hefði heldur ryðgað í skólalærdómi þessi árin, og hann væri hins vegar ekki mjög byrgur af periing- um, rjeðst hann í að sigla sumarið 1832, leysti af hendi examen artium sama haust með góðum vitnisburði (lauda- hilis), og sömuleiðis examcn philologicum et philosophicum árið eptir. byrjaði hann að stunda lögvísi, og er óhætt að segja, að hvorki sú vísindagrein, eða nokkur önnur, var honum ógeðfelld; en þó var hann hneigðari fyrir annað, og var það ríkara, svo hann dróst algjörlega frá lögvísinni; las hann þá einkanlega skáldskaparrit, og sturidaði meðfram náttúrufræði, sjer í lagi náttúrusögu; ljek honum mest hugur á, að kynna sjer eðli og ásig- komulag æítjarðar sirinar, og gat hann fengið af rentu- kammerinu nokkurn styrk til að ferðast um Island 1837, fór um vorið heim til Vestmannaeyja með Gísla kaup- manni Símonarsyni, og kom aptur um Iiaustið. Aðra ferð fór hann heim 1839 og var heima þangað til 1842, var í Reykjavík á veturna, en ferðaðist á sumrin, og komst

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/61

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.