Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 01.06.2000, Síða 64
HYDRUS BETA Kr. 12.990,- HAGAMMA 15.880,- 64 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 > MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Litla hryllingsbúðin EG VERÐ að biðja lesendur velvirðingar ef fyrirsögnin skelfir ein- hvem þeirra. Þetta er samt efst í huga mínum eftir að hafa lesið frétt Morgunblaðsins fyrir skömmu um það að „76,5% telji ástand raf- magnsöryggismála óviðunandi". Að baki þessari frétt standa hvorki meira né minna en tveir háttvirtir al- þingismenn, þannig að það er ekki furða þótt hárin rísi. Mér hefur löngum skilist, að þingmönnum liggi mikið á að komast í sumarleyfi um þetta leyti árs, ekki síst vegna þess, að heima í héraði biðu mikilvæg verkefni á borð við sauðburðinn. En hvað eiga þeir þingmenn að gera af sér sem ekkert eiga sauðféð og missa þar af leiðandi af því að sjá náttúruna lifna við á vorin? Hvað gerir Ögmund- ur Jónasson sem ekkert hefur til að vaka yfir á björtum vomóttum? Jú, hann boðar til blaðamannafundai- ásamt jafn-sauðlausum kollega sín- um, Gísla S. Einarssyni, til þess að kynna ofangreinda hrollvekjandi nið- urstöðu könnunar sem þeir sjálfir gerðu í nafni Alþingis. Þeirra vorverk er að vekja ugg í brjóstum lands- manna og telja þeim trú um að innan veggja svo til alls íbúðar- og atvinnu- húsnæðis leynist tifandi tímasprengja rafmagnsöryggisleysis með tilheyr- andi eld- og slysahættu. Þar sem ég hef sinnt innflutningi og dreifingu raflagnaefnis í aldar- fjórðung, auk þess að hafa tekið þátt í vinnu við lagabreytingar um raf- magnsöryggi, get ég ekki orða bund- ist. Hryllingsfrétt þeirra tvímenninga er byggð á ófaglegri og ótrúverðugri könnun sem þeir sendu á bréfhaus og kostnað Alþingis til 600 aðOa sem þeir völdu sjálfir. Aðeins bárust 200 svör; hinir 400 svöruðu ekki og ber þögn þeirra vott um að þeim fannst könn- unin leiðandi og ómarktæk. Þeir hafa ekki viljað taka þátt í vinnubrögðum sem eru til þess fallin að vekja ástæðulausan ótta almennings, rýra tfltrú fólks á þeim rafbúnaði sem í boði er og fagmennsku þeirra sem að rafmagnsmálum starfa. Málatflbúnaður Ögmundar og Gísla byggist á því að þeir sjá eftir Rafmagns- eftirliti ríkisins og þeim vinnubrögðum sem þar tíðkuðust. Rafrnagns- eftirlitið var bam síns tíma; ríkisapparat þar sem fullorðnir menn, á launum hjá skattgreið- endum, fylgdust með því að aðrir fullorðnir menn fylgdu reglum í starfi sínu. Þetta fyrir- komulag veikti gæðavit- und fagmannsins og skapaði viðskiptavinum Halldór falskt öryggi. Jóhannsson Það var loks 1996 að skynsamlegt verklag komst á hér á landi í rafmagnsörygg- ismálum þegar komið var á fót gæða- kerfi fyrir rafverktaka. í því er meg- En hætturnar leynast ekki í nýjum raflögnum eða vinnu fagmanna, segir Halldór Jóhanns- son, heldur í eldri raflögnum sem hefur verið illa við haldið eða fúskað við. ináhersla lögð á að treysta fagmennsku verktakans, en veita að- hald með úrtaksskoðunum á vegum Löggildingarstofu. Abyrgð húseigenda var einnig aukin, enda stendur það eng- um nær en þeim sjálfum að gæta eigna sinna. Jafhframt var raffangaprófun Rafrnagnseftirlitsins (RER) lögð niður eftir að ísland gerðist þátttakandi í Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og gagnkvæm viðurkenning þátttökuþjóð- anna á vöru og þjónustu tekin upp. Raf- föng eru nú framleidd samkvæmt kröf- um og reglum EES (sbr. CE-merkingar) og markaðseftirlit hvers lands (þar á meðal hér á landi) sér til þess, með aðstoð almennings og fagmanna, að óvandaðar búnaður kom- istekkiámarkað. Ef þeir Ögmundur og Gísli telja að löggiltir rafverktakar þurfi opinbera skoðunarmenn til að anda ofan í háls- málið á sér hlýtur það að kalla á sam- bærilegt eftirlit með pípulagninga- mönnum. Óhöpp af völdum heits og kalds vatns eru mun tíðari en vegna rafmagns. Þá er einnig deginum ljós- ara, að bifvélavirkjar þurfa hver sinn eftirlitsmann, því að slys af völdum bflaðra bifreiða eru ekki fátíð. Liðin eru fjögur ár frá því núver- andi skipan rafmagnsöryggismála komst á. Ekkert bendir til þess að raftnagnsöryggi sé áfátt heldur þvert á móti. Það skýtur því skökku við að þessir tveir alþingismenn skuli ham- ast við að sá fræjum ótta og vantrúar í huga almennings. Ur því að þeir Ögmundur og Gísli sýna svona mikinn áhuga á rafmagn- söryggi væri þeim nær að styðja þá ágætu opinberu starfsmenn og fjöl- mörgu fagmenn, sem eru fullir vilja og áhuga á að kenna fólki að umgang- ast rafmagn. Síst skal dregið úr þvi að rafmagn getur verið mjög hættulegt og ber að umgangast það með mikflli varúð. En hættumar leynast ekki í nýjum raf- lögnum eða vinnu fagmanna, heldur í eldri raflögnum sem hefur verið illa við haldið eða fúskað við. Til að taka á þeim málum þarf öfluga fræðslu, og að hvetja húseigendur tfl að gera við- eigandi ráðstafanir og taka fag- mennsku fram yfir fúsk. Slík vinnu- brögð eru áhrifameiri en „opinbert eftirlit með raforkuvirkjum." Þú kemst allt á þessum! Kr. 29.980, Eigum línuskauta fyrir alla aldurshópa og fyrir mis- munandi aðstæður, hvort heldur til leiks eða í keppni. Sendum í póstkröfu samdægurs. Biðjið okkur um myndabækling. Sumarferðir 2000 Blaðauki Morgunblaðsins laugardagirai 10. júní Meðal eMs: Ferðir • Undirbúningur útilegu • Rétta nestið í ferðina Siglingar • Hestaferðir • Jöklaferðir • Bátaferðir Gönguferðir • Sundstaðir • Söfn • Kajaksiglingar GriUmatur • Krossgátur • Veiði • O.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 föstudaginn 2. júní Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 1111 2H*rgtmI>IabU» AUGLÝSINGADEILD Stmi 569 1111 • Bréfasími 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is UTILIF A KgI ! GLÆSIBÆ Sími 545 1500 • www.utilif.is Rafmagnsöryggi C0Y0TE Höfundur er rafmagns- verkfræðingur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.