Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.06.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 1. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þróa hugbúnað fyrir raf- rænar sendingar lyfseðla Fyrirtækið Doc.is hefur hannað hug- búnað sem er í senn rafræn sending lyf- seðla, upplýsingaveita fyrir lækna og gagnagrunnur heilbrigðisyfirvalda. Guðjón Guðmundsson ræddi við forsvarsmenn fyrirtækisins. Morgunblaðið/Þorkell Forsprakkar Doc.is að störfum. F.v.: Guðbrandur Þorkelsson, Torfi Rafn Halldórsson og Tómas Hermannsson. Greiðslur Tryggingastofnunar til apóteka fyrir lyf 1991-1998 og áætlun um aukningu þeirra útgjalda fram til ársins 2007 1991 1993 1995 1997 1999 2001 2003 2005 2007 ePREF hugbúnaður Doc.is hefur verið í þróun í eitt ár í samstarfi við Landlæknisembættið, Trygginga- stofnun ríkisins og Heilbrigðis- stofnun Húsavíkur. Hugbúnaðurinn kemur á markað á næsta ári. Doc.is var stofnað af þeim Tómasi Her- mannssyni fjármálastjóra, Torfa Rafni Halldórssyni lyfjafræðingi og Guðbrandi Þorkelssyni tölvunar- fræðingi. Fljótlega bættust í hópinn þrír forritarar og lyfjafræðingur en í dag eru starfsmennimir orðnir níu, sex forritarar, tveir lyfjafræð- ingar og Tómas fjármálastjóri. Doc.is er að stærstum hluta í eigu starfsmanna en Landssími íslands á einnig 30% hlut í fyrirtækinu. Með ePREF hugbúnaðinum verður til tölvukerfi sem felur í sér raf- ræna sendingu lyfseðla frá lækni til lyfjaverslunar með auknu öryggi og tímaspamaði fyrir lækna, apótek og sjúklinga, ásamt viðamikilli upplýs- ingaöflun fyrir heilbrigðisyfirvöld og opinberar stofnanir. í þeim hluta kerfisins sem snýr að læknum er jafnframt fólgin upp- lýsingaveita um lyf fyrir læknana, þar sem bæði er að finna faglegar og hagnýtar upplýsingar um lyf sem verið er að ávísa, s.s. eigin- leikalýsingar, pakkningastærðir og lyfjaverð. Guðbrandur Þorkelsson bendir á að nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum hafi leitt í ljós að læknar eyði að meðaltali 10 mínút- um á hvern sjúkling. Á þessum tíma hafi þeir einfaldlega ekki tíma til þess að leita uppi upplýsingar um lyf í skrám eða mismunandi gagnagmnnum. ePref veiti þeim hins vegar upplýsingamar sem sóst er eftir um leið og unnið er með sjúklinginn. Þá nefnir Torfi Rafn Halldórsson að kerfið bjóði læknum upp á að skoða með mjög einföldum hætti þau lyf sem koma til greina við meðhöndlun á þeim sjúkdómi sem verið er að fást við hverju sinni. Hann tekur dæmi um meðferð við þunglyndi með lyfjum af flokki SSRI-lyfja. Læknir sem velur SSRI-lyf, t.d. Fontex, fær uppgefin öll önnur SSRI-lyf sem fáanleg era og verka með sama hætti. Læknir getur strax skoðað faglegar upp- lýsingar um lyfin, s.s. aukaverkanir, og hagnýtar upplýsingar eins og tegund lyfjaforma og verð á mis- munandi meðferðum. Þeir hjá Doc.is telja að með því að færa læknum aðgang að slíkum upplýsingum verði lyfjameðferðir markvissari og e.t.v. í sumum tilfell- um ódýrari fyrir sjúklinga. Öryggisþættirair Rík áhersla hefur verið lögð í hönnun kerfisins á öryggisforrit sem era sjálfvirk og hggja á bak við sjálft kerfið. Þau gefa lækni strax til kynna ef lyfseðilinn er útfylltur með óvenjulegum hætti, t.d. óvenju- legri skammtagjöf eða skammtagjöf sem hentar ekki tilteknum sjúklingi vegna einhverra annarra sjúkdóma sem hann er haldinn. Kerfið veitir lækni einnig sjálfvirkt upplýsingar um milliverkun og alvarleika verk- unar milli ólíkra lyfja sem fara ekki vel saman. Kerfið tengist m.ö.o. og nýtir sér sjúkraskrárkerfi, t.d. Sögu, sem er í notkun á nærri öll- um heilsugæslustöðum landsins, en getur einnig tengst öðrum sjúkra- skrárkerfum. Þá er lyfjasaga sjúklingsins einn- ig inni í kerfinu og hvort tveggja er aðgengilegt lækninum á tölvuskján- um um leið og hann ávísar lyfjum á viðkomandi sjúkling. Einnig grípa öryggisforritin inn í ef t.d. gleymist að gefa upp notkunarleiðbeiningar og koma þau þá í veg fyrir að hægt sé að senda lyfseðilinn. Annar hlutinn snýr að landlækni því um leið og læknir sendir raf- rænan lyfseðil í lyfjabúð fær land- læknir sendar sömu upplýsingar og það byggist sjálfvirkt upp gagna- grannur um lyfjanotkun hjá em- bættinu. Þessar upplýsingar hefur land- læknir ekki fengið með skipulegum hætti áður. Þarna verður til öflugt rannsóknartæki fyrir landlækni þar sem hann getur íylgst með, svo dæmi sé tekið, kampýlósýkingum, hvar þær stinga sér niður, hverjir sýkjast, hverjir meðhöndla sjúk- linga og hvaða lyf era notuð. Landlæknir hefur líka tækifæri til að fylgjast með lyfjagjöf og grípa strax inn í ef eitthvað athugavert á sér stað. Auðveldara verður t.a.m. að hafa eftirlit með sjúklingum sem flakka á milli lækna í þeim tilgangi að misnota lyf eins og verkjalyf eða önnur ávanabindandi lyf. Þriðji hluti kerfisins er, að mati Doc.is-manna, hagræði fyrir alla sem nota kerfið. Kerfið sparar læknum mikinn tíma og dregur úr hættu á mistökum við ávísun lyfja. Lyfseðlar koma fullbúnir í tölvu- kerfi apóteka sem sparar apótekum vinnu. Með þessu móti verður óþarfi fyrir lyfjafræðinga að hafa fyrir því að hringja í lækni sem ávísar lyijum til að leita nánari skýringa á lyf- seðli, t.d. vegna erfiðleika við lestur handskriftar eða ónógra upplýsinga á lyfseðli. Umfram allt stuðlar kerf- ið þó að öryggari lyfjameðferð fyrir sjúklinga enda dregur kerfið úr lík- um á rangri lyfjaávísun og mistök- um í apótekum. Tekið tillit | til breyti- leika í erfðaefni mannsins DOC.IS-MENN segja öryggishluta |; kerfisins ekki síst mikilvægan. Þeir benda á að aukaverkanir lyfja séu íjórða algengasta dánarorsök í Bandaríkjunum. Dauðsföll af þessum sökum era þar um 100 þúsund á ári og auk þess era um ein og hálf milljón sjúkrahúsinnlagna á ári raktar til aukaverkana lyfja. Þá víkur sögu að þeim þætti ePref- L kerfisins sem ekki er enn til staðar en Doc.is-menn gera ráð íyrir í nánustu |; framtíð. Torfi Rafn Halldórsson lyfja- |j fræðingur og einn stofnenda Doc.is bendir á að þótt aukaverkanir lyfja eigi sök á svo mörgum dauðsfóllum sé það ekki beinlínis vegna rangrar lyfjameðferðar heldur sé hér um erfðafræðilegan vanda sjúklinga að ræða sem læknir getur ekki alltaf haft vitneskju um. Hann segir að það sem talið er ráða mestu um framgang framrannsókna lyfja í lok þessa áratugar sé ný fræði- L grein innan lyfjafræðinnar sem nefn- |j ist lyfjaerfðafræði. í lyfjaerfðafræði er lögð áhersla á að finna þau gen sem hafa áhrif á verkun lyfja. Þegar ein- staklingur sýnir viðbrögð við lyfi sem teljast óeðlileg, fær aukaverkanir eða óásættanlega verkun af lyfi, getur ástæðan legið í smávægilegum breytileika í röðun niturbasagens sem leiðir til shkra frávika í lyfjaverkun. Torfi Rafn segir að með hjálp lyfja- erfðafræði sé talið að innan fimm ára verði hægt með tiltölulega einföldu prófi hjá heimilislækni að sjá hvort og hversu miklar líkur era á að einstak- lingur fái aukaverkanir af tilteknu lyfi og unnt verði að taka tillit til slíkra niðurstaðna áður en meðferð er hafin. Með slfioim prófum verður hægt að fækka óþarfa dauðsföllum og draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins vegna innlagna af völdum aukaverkana lyfja sem raktar era til arfbundinna þátta. jjj Hann segir að nú sé mikil vinna lögð í || að finna og skrá genabreytileika í erfðaefninu sem hafa áhrif á virkni og m verkun lyfja. Líklegt sé að innan fárra ára verði farið að taka mið af gena- mengi sjúklinga jafnt við val á lyfja- meðferð og í framrannsóknum á lyfj- um. Markmið lyfjaerfðafræðinnar sé að uppgötva breytileika í genum milli einstaklinga sem útskýri þessi frávik á lyfjaverkunum. ePref-kerfið verður uppbyggt til að taka við og geyma upplýsingar sem 1 tengjast lyfjaerfðafræði og þar með * gæti orðið veraleg fækkun á alvarleg- um aukaverkunum lyfja þegar sá þáttur kerfisins verður kominn í gagnið. Oflugt rannsóknartæki á sviði lyfjafaraldsfræði LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ er einn af samstarfsaðilum Doc.is um gerð hugbúnaðarins ePref. Matt- hías Halldórsson, aðstoðarland- læknir, segir að óhætt sé að tala um viss tímamót þegar forritið kemur á markað. Fram að þessu hefur em- bættið safnað lyfjaupplýsingum á disklinga frá lyfjaverslununum, en til stendur að fá upplýsingar beint á rafrænu formi. Með ePref gefst kostur á uppbyggingu gagnagranns um lyfjanotkun með leitarmöguleik- um og þannig verður til innan em- bættisins öflugt rannsóknartæki á sviði lyfjafaraldsfræði. „Ég get nefnt sem dæmi í þessu sambandi að núna fengist ekki með góðu mati svar við þeirri fullyrðingu sem heyrst hefur að 10% allra ungl- inga noti svefnlyf. Þær upplýsingar liggja ekki á lausu. En með þessu tæki sem er verið að hanna verður það hægt,“ segir Matthías. Eftirlit er nauðsynlegt Hann segir að innkaupatölur segi ekki alla söguna um lyfjanotkun í landinu og embættið þurfi að geta greint notkunina eftir aldri, kyni, búsetu og öðram atriðum. Með því móti náist fram ýtarlegri og ná- kvæmari upplýsingar. Jafnframt gefur hugbúnaðurinn kost á gæðaeftirliti við lyfjagjöf. „Við þurfum líka að hafa yfírlit yfir það hvernig læknar ávísa lyfj- um og einstaka læknar era vissu- lega undir meira eftirliti en aðrir. Einnig þarf að fylgjast með lyfja- gjöf til einstaklinga sem fara á milli lækna. Við viljum ekki ofgera svona eftirliti en það er nauðsynlegt upp að vissu marki og það er hlutverk Landlæknisembættisins að sinna því.“ Rannsóknir af þessu tagi era sérstakt fag innan læknisfræðinnar og kallast pharmacoepidemiologia, eða lyfjafaraldsfræði, og fjallar um hvernig lyf dreifast í þjóðfélaginu og af hvaða ástæðum þau era tekin. „Þetta yrði að mínu mati mjög mikilvægt tæki til þess að fylgja þessu eft- ir,“ segir Matt- hías. Landlæknis- embættið hefur fengið reglulega frá Lyfjaeftirliti Ríkisins gagna- grunn yfir svokölluð eftirritunar- skyld lyf, sem eru hættulegustu og mest ávanabindandi lyfin. Matthías segir að full ástæða sé til þess að embættið fylgist með notkun ann- arra lyfja, t.d. róandi lyfja og nýju þunglyndislyfjanna. Einnig sé mjög áhugavert að fylgjast nánar með dreifingu sýkla- lyfja því af og til komi upp ónæmar bakteríur, hugsanlega vegna of- notkunar sýklalyfja. „Með nýja kerfinu er hægt að halda uppi slíku eftirliti. Það er þó ekki þar með sagt að alltaf sé um ranga lyfjagjöf að ræða heldur verður embættið í sumum tilvikum að leita skýringa." Kerfíð einfalt í notkun Matthías segir að huga verði vel að persónuvernd við notkun hug- búnaðarins. Eins og fram kemur annars staðar hér á síðunni stefnir í aðLyfjaeftirlitið og Tryggingastofn- un nýti sér einnig ePref. Matthías segir að mikilvægt sé að gæta að því að þessir aðilar fái hver um sig að- eins þær upplýsingar sem þeim ber að fá og farið verði í einu og öllu eft- ir reglum Tölvunefndar. Landlækn- isembættið er einmitt í samstarfi við Tölvunefnd um þetta mál og er að svara fyrirspurnum hennar um að hve miklu leyti ástæða sé til þess að fara inn í þessi gögn. Matthías segir að Doc.is hafi kynnt Landlæknisembættinu hug- myndina og embættið hafi, ásamt hinum stofnununum, komið með ábendingar um hvernig æskilegast væri að haga málum. „Stærsti kost- urinn við þetta kerfi frá okkar sjón- armiði er að það verður einfalt í notkun fyrir þá sem eiga að sinna eftirliti, sem samkvæmt lögum er Landlæknisembættið. Þetta er handhægur gagnagrannur sem verður samt að vera mjög vel varð- veittur. Það eiga ekki allir að kom- ast í hann sem vilja heldur aðeins þeir sem þurfa og hafa heimild til þess samkvæmt lögum og reglum.“ Matthías segir að kerfið ætti einnig að gagnast læknum með því að gefa þeim upplýsingar um hvern- ig þeir ávísa lyfjum í samanburði við aðra lækna. Matthías Halldórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.